Samfylkingin bætir við sig fylgi en Framsókn og Miðflokkur mælast litlir

Ný könnun sýnir að stjórnarflokkarnir þrír eru samanlagt með 41,5 prósent fylgi en frjálslyndu miðjuflokkarnir í stjórnarandstöðunni eru með 39,5 prósent. Miðflokkurinn dalar og Framsókn hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er sem fyrr stærsti flokkur lands­ins sam­kvæmt nýj­ustu könnun MMR, með 24,3 pró­sent fylgi. Hann bætir við sig við sig 1,6 pró­sentu­stigi milli kann­ana. Sam­fylk­ingin er sá flokkur sem bætir mestu fylgi við sig milli kann­ana, eða 3,9 pró­sentu­stig­um. Alls segj­ast 16,3 pró­sent aðspurðra ætla að kjósa flokk­inn. Það er fylg­is­aukn­ing upp á tæp­lega þriðj­ung frá síð­ustu könnun MMR. 

Píratar bæta líka við sig fylgi og nú segj­ast 13,2 pró­sent lands­manna að þeir myndu kjósa flokk­inn ef kosið yrði í dag. Það er 1,8 pró­sentu­stigi meira fylgi en í síð­ustu könnun fyr­ir­tæk­is­ins.

Við­reisn dalar lít­il­lega og mælist nú með tíu pró­sent fylgi. Allir þessir þrír flokk­ar: Sam­fylk­ing­in, Píratar og Við­reisn eru þó að mæl­ast með meira fylgi en þeir fengu í síð­ustu kosn­ing­um, þegar þeir fengu sam­tals 28 pró­sent atkvæða. Sam­eig­in­legt fylgi þeirra í dag er 39,5 pró­sent. Það er litlu minna fylgi en stjórn­ar­flokk­arnir þrír eru sam­eig­in­lega að mæl­ast með, en 41,1 pró­sent kjós­enda styðja þá sem stend­ur.

Fram­sókn ekki minni á kjör­tíma­bil­inu

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn mæld­ist með 6,4 pró­sent fylgi í könnun MMR í lok maí. Fylgi Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins þeirri könnun var enn fremur það minnsta sem flokk­­ur­inn hefur mælst með á þessu kjör­­tíma­bili. Það met hefur nú verið bætt þar sem fylgið mælist 6,1 pró­sent. 

Auglýsing
Miðflokkurinn, sem stofn­aður var með klofn­ingi úr Fram­sókn­ar­flokknum haustið 2017, er líka að mæl­ast tölu­vert undir kjör­fylgi. Alls segj­ast átta pró­sent aðspurðra í könnun MMR að þeir myndu kjósa hann. Í síð­ustu könnun MMR, fyrr í þessum mán­uði, sögð­ust 12,5 pró­sent styðja flokk­inn. 

Flokkur for­sæt­is­ráð­herr­ans Katrínar Jak­obs­dótt­ur, Vinstri græn, mæl­ast nú með 10,7 pró­sent stuðn­ing. Yrði það nið­ur­staða kosn­inga myndu Vinstri græn tapa rúm­lega þriðj­ungi atkvæða sinna frá síð­ustu kosn­ing­um. 

Flokkur fólks­ins er á hægri upp­leið í nýj­ustu könnun MMR og þau 5,4 pró­sent kjós­enda sem segj­ast styðja flokk­inn myndu að öllum lík­indum skila honum aftur inn á þing. Sömu sögu er ekki að segja af Sós­í­alista­flokki Íslands, sem mælist með 3,5 pró­sent fylg­i. 

2,4 pró­sent kjós­enda nefndu aðra val­kosti en þá níu sem spurt er sér­stak­lega um í könn­unum MMR.

Alls segj­ast 46,8 pró­sent lands­manna styðja rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dótt­ur, sem er minnsti stuðn­ingur sem hún hefur mælst með eftir að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á Ísland af fullum krafti. Vert er að taka fram að stuðn­ingur hennar er þó enn mun meiri en hann var fyrir far­ald­ur­inn, þegar undir 40 pró­sent lands­manna studdi rík­is­stjórn­ina.

Könn­unin var fram­kvæmd 16. -19. júní 2020 og var heild­ar­fjöldi svar­enda 1.045 ein­stak­ling­ar, 18 ára og eldri.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þörf á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls
Samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu er árangursríkasta leiðin til að stöðva alvarleg brot í geiranum að stoppa upp í göt í lögum og efla eftirlit opinberra stofnana.
Kjarninn 3. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Tveir dómarar við Hæstarétt óska lausnar
Fimm dómarar við Hæstarétt hafa óskað lausnar úr starfi á innan við einu ári. Samsetning réttarins hefur því breyst gríðarlega mikið á skömmum tíma. Af þeim sjö sem munu mynda réttinn í nánustu framtíð munu fjórir hafa verið skipaðir frá því í desember.
Kjarninn 3. júlí 2020
Fyrrum eigendur Mjólku vilja skaðabætur frá Mjólkursamsölunni
Stofnendur og fyrrum eigendur Mjólku fara fram á að MS viðurkenni skaðabótaskyldu vegna samkeppnisbrota sem hafi leitt til þess að Mjólka fór í greiðsluþrot. Brot MS hafa verið staðfest fyrir dómstólum og fyrirtækið greitt sektir vegna þeirra.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þrettán manns með virk smit á Íslandi – allir í ein­angr­un
Tvö sýni greindust jákvæð við landamæraskimun í gær og þrjú innanlands og eru viðkomandi í einangrun. Alls eru nú 13 manns með virk smit á Íslandi og eru þau öll í einangrun.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent