Telja almannahagsmuni standa til þess að starfsleyfi Creditinfo verði endurskoðað

Neytendasamtökin og ASÍ gera ýmsar „alvarlegar athugasemdir“ við starfsemi Creditinfo varðandi skráningu á vanskilaskrá. Samtökin segja almannahagsmuni standa til þess að starfsleyfi fyrirtækisins, sem Persónuvernd gefur út, verði endurskoðað.

Neytendasamtökin og ASÍ telja meðal annars að 50.000 króna skuld sé allt of lág upphæð til að verðskulda skráningu á vanskilaskrá.
Neytendasamtökin og ASÍ telja meðal annars að 50.000 króna skuld sé allt of lág upphæð til að verðskulda skráningu á vanskilaskrá.
Auglýsing

Neyt­enda­sam­tökin og Alþýðu­sam­band Íslands telja að almanna­hags­munir standi til þess að end­ur­skoða starfs­leyfi fyr­ir­tæk­is­ins Credit­in­fo, sem heldur van­skila­skrá yfir ein­stak­linga á Íslandi, sem flestar inn­lendar lána­stofn­anir nýta sér. Sam­tökin segja „full­reynt“ að fyr­ir­tækið sjálft taki frum­kvæði að því að verja hags­muni þeirra sem skráðir eru á van­skila­skrá. 

Í sam­eig­in­legri umsögn sinni um starfs­leyfi Credit­info til Per­sónu­verndar gera sam­tökin ýmsar athuga­semdir við starf­semi Credit­in­fo, sem háð er starfs­leyfi frá Per­sónu­vernd. Fjallað er um þessar athuga­semdir á vef Neyt­enda­sam­tak­anna í dag.

Þar kemur meðal ann­ars fram að sam­tökin telji að „svona umfangs­mikil skrán­ing við­kvæmra per­sónu­upp­lýs­inga væri betur farið á höndum hins opin­ber­a,“ en ef stjórn­völd feli einka­fyr­ir­tæki skrán­ing­una væri rétt og eðli­legt að ríkar skyldur væru lagðar á fyr­ir­tækið og óheimil vinnsla þess á per­sónu­upp­lýs­ingum ætti að telj­ast brot á starfs­leyfi og varða við­ur­lögum sam­kvæmt per­sónu­vernd­ar­lög­um.

Auglýsing

Vilja virkt eft­ir­lit og end­ur­skoðun á við­skipta­grund­velli

Sam­tökin telja mik­il­vægt að virkt eft­ir­lit sé með starf­sem­inni og að tryggt verði að brot gegn starfs­leyfi fái ekki að við­gang­ast í margar vik­ur, mán­uði eða ár, án þess að brugð­ist sé við. Þau benda á að sam­kvæmt heima­síðu Per­sónu­verndar verði ekki annað séð en að allir úrskurðir Per­sónu­verndar varð­andi Credit­info séu til­komnir vegna kvart­ana þess sem telur á sér brotið eða ábend­inga utan­að­kom­andi aðila.

„Þá telja sam­tökin mik­il­vægt að við­skipta­grund­völlur Credit­info verði skoð­aður í tengslum við end­ur­skoðun starfs­leyf­is­ins. Er þar sér­stak­lega horft til þess að tryggt verði að fyr­ir­tækið hafi ekki beina veru­lega hags­muni, s.s. fjár­hags­lega, af skrán­ingu eða við­skiptum við inn­heimtu­fyr­ir­tæki sem nýta sér heim­ild til skrán­ingar á van­skila­skrán­ing­ar. Kann að vera nauð­syn­legt að setja slíkri starf­semi og tengslum frek­ari skorð­ur. Í það minnsta telja sam­tökin brýnt að aft­ur­köllun starfs­leyf­is­ins og beit­ing við­ur­laga, s.s. sekta, verði í reynd virk úrræði til þess verja hags­muni almenn­ings,“ segir á vef Neyt­enda­sam­tak­anna, þar sem einnig er farið yfir þau atriði sem gerðar voru athuga­semdir við.

Telja 50.000 kr. of lága skuld til að verð­skulda skrán­ingu á van­skila­skrá

Meðal ann­ars eru gerðar athuga­semdir við að heim­ildir í núgild­andi starfs­leyfi vísi í brott­fallin lög, gömlu per­sónu­vernd­ar­lög­in, sem féllu úr gildi er þau nýju tóku gildi í júní árið 2018. Starfs­leyfið var gefið út í febr­úar það sama ár.

Einnig telja sam­tökin að það þyrfti að hækka veru­lega þá upp­hæð skuldar sem heim­ilt er að að skrá á van­skila­skrá, en sam­kvæmt starfs­leyf­inu eins og það er í dag getur fólk lent á van­skila­skrá vegna 50.000 króna skuld­ar.

„Upp­hæðin hefur ekki breyst í áraraðir og þarf að hækka hana veru­lega, sér í lagi í ljósi veru­legra íþyngj­andi áhrifa sem skrán­ing á van­skila­skrá hefur í för með sér,“ segja sam­tök­in, sem einnig gera athuga­semdir við að Credit­info sé heim­ilt að geyma per­sónu­grein­an­legar upp­lýs­ingar í fjögur ár og stundum mun leng­ur.

Einnig telja Neyt­enda­sam­tökin og ASÍ það „með öllu óásætt­an­legt, stórfurðu­legt og öfug­snú­ið“ að Credit­info hafi hugs­an­lega hag af því að lána­stofn­anir sem nýta sér þjón­ustu Credit­info brjóti gegn skil­málum starfs­leyf­is­ins, en geri þær það, þá hækkar áskrift­ar­gjaldið sem lána­stofn­an­irnar greiða Credit­in­fo. Sektin ætti fremur að renna til þess sem brotið er á, eða í rík­is­sjóð, að mati sam­tak­anna.

„Mjög mik­il­vægt“ að Credit­info veiti töl­fræði­legar upp­lýs­ingar

Sam­tökin telja það einnig „eðli­legt og í raun mjög mik­il­vægt“ að gerð verði krafa um að Credit­info verði skylt að veita stjórn­völdum töl­fræði­legar upp­lýs­ingar um hvaða­eina sem varðar van­skila­skrána og ekki er per­sónu­grein­an­legt.

„Þar með talið, en ekki ein­skorðað við; upp­lýs­ingar um fjölda skrán­inga, teg­undir lána, aldur lán­taka, búsetu ofl. Slíkar upp­lýs­ingar eru mjög mik­il­vægar í sam­fé­lags­legu til­liti. Má nefna að eng­inn hefur t.a.m. aðgang að upp­lýs­ingum um umfang van­skila vegna smá­lána. En Credit­info hefur sem dæmi marg­ít­rekað hafnað að veita yfir­völdum og félaga­sam­tökum upp­lýs­ingar um umfang smá­lána­starf­sem­innar á Ísland­i,“ segja Neyt­enda­sam­tökin og ASÍ.

Sam­tökin segja einnig að það þurfi að herða á virku eft­ir­liti og raun­veru­legum við­ur­lögum við brotum frá því sem nú er, enda sýni sagan að Credit­info gríi „seint og illa til aðgerða gagn­vart við­skipta­vinum sínum sem brjóta inn­heimtu­lög“ og Per­sónu­vernd bregð­ist ekki við brotum nema skuld­ari kvarti sér­stak­lega undan starfs­háttum Credit­in­fo.

Þá gera sam­tökin athuga­semdir við þá til­högun að meintur skuld­ari þurfi sjálfur að færa sönnur á skuld­leysi sitt. Það segja sam­tökin öfuga sönn­un­ar­byrði, sem brjóti í bága við meg­in­stefnu neyt­enda­rétt­ar. Þessu þarf að breyta, að mati Neyt­enda­sam­tak­anna og ASÍ, á þann hátt að Credit­info þurfi á hverjum tíma að geta fært sönnur á rétt­mæti kröfu sem skráð er á van­skila­skrá.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent