Telja almannahagsmuni standa til þess að starfsleyfi Creditinfo verði endurskoðað

Neytendasamtökin og ASÍ gera ýmsar „alvarlegar athugasemdir“ við starfsemi Creditinfo varðandi skráningu á vanskilaskrá. Samtökin segja almannahagsmuni standa til þess að starfsleyfi fyrirtækisins, sem Persónuvernd gefur út, verði endurskoðað.

Neytendasamtökin og ASÍ telja meðal annars að 50.000 króna skuld sé allt of lág upphæð til að verðskulda skráningu á vanskilaskrá.
Neytendasamtökin og ASÍ telja meðal annars að 50.000 króna skuld sé allt of lág upphæð til að verðskulda skráningu á vanskilaskrá.
Auglýsing

Neyt­enda­sam­tökin og Alþýðu­sam­band Íslands telja að almanna­hags­munir standi til þess að end­ur­skoða starfs­leyfi fyr­ir­tæk­is­ins Credit­in­fo, sem heldur van­skila­skrá yfir ein­stak­linga á Íslandi, sem flestar inn­lendar lána­stofn­anir nýta sér. Sam­tökin segja „full­reynt“ að fyr­ir­tækið sjálft taki frum­kvæði að því að verja hags­muni þeirra sem skráðir eru á van­skila­skrá. 

Í sam­eig­in­legri umsögn sinni um starfs­leyfi Credit­info til Per­sónu­verndar gera sam­tökin ýmsar athuga­semdir við starf­semi Credit­in­fo, sem háð er starfs­leyfi frá Per­sónu­vernd. Fjallað er um þessar athuga­semdir á vef Neyt­enda­sam­tak­anna í dag.

Þar kemur meðal ann­ars fram að sam­tökin telji að „svona umfangs­mikil skrán­ing við­kvæmra per­sónu­upp­lýs­inga væri betur farið á höndum hins opin­ber­a,“ en ef stjórn­völd feli einka­fyr­ir­tæki skrán­ing­una væri rétt og eðli­legt að ríkar skyldur væru lagðar á fyr­ir­tækið og óheimil vinnsla þess á per­sónu­upp­lýs­ingum ætti að telj­ast brot á starfs­leyfi og varða við­ur­lögum sam­kvæmt per­sónu­vernd­ar­lög­um.

Auglýsing

Vilja virkt eft­ir­lit og end­ur­skoðun á við­skipta­grund­velli

Sam­tökin telja mik­il­vægt að virkt eft­ir­lit sé með starf­sem­inni og að tryggt verði að brot gegn starfs­leyfi fái ekki að við­gang­ast í margar vik­ur, mán­uði eða ár, án þess að brugð­ist sé við. Þau benda á að sam­kvæmt heima­síðu Per­sónu­verndar verði ekki annað séð en að allir úrskurðir Per­sónu­verndar varð­andi Credit­info séu til­komnir vegna kvart­ana þess sem telur á sér brotið eða ábend­inga utan­að­kom­andi aðila.

„Þá telja sam­tökin mik­il­vægt að við­skipta­grund­völlur Credit­info verði skoð­aður í tengslum við end­ur­skoðun starfs­leyf­is­ins. Er þar sér­stak­lega horft til þess að tryggt verði að fyr­ir­tækið hafi ekki beina veru­lega hags­muni, s.s. fjár­hags­lega, af skrán­ingu eða við­skiptum við inn­heimtu­fyr­ir­tæki sem nýta sér heim­ild til skrán­ingar á van­skila­skrán­ing­ar. Kann að vera nauð­syn­legt að setja slíkri starf­semi og tengslum frek­ari skorð­ur. Í það minnsta telja sam­tökin brýnt að aft­ur­köllun starfs­leyf­is­ins og beit­ing við­ur­laga, s.s. sekta, verði í reynd virk úrræði til þess verja hags­muni almenn­ings,“ segir á vef Neyt­enda­sam­tak­anna, þar sem einnig er farið yfir þau atriði sem gerðar voru athuga­semdir við.

Telja 50.000 kr. of lága skuld til að verð­skulda skrán­ingu á van­skila­skrá

Meðal ann­ars eru gerðar athuga­semdir við að heim­ildir í núgild­andi starfs­leyfi vísi í brott­fallin lög, gömlu per­sónu­vernd­ar­lög­in, sem féllu úr gildi er þau nýju tóku gildi í júní árið 2018. Starfs­leyfið var gefið út í febr­úar það sama ár.

Einnig telja sam­tökin að það þyrfti að hækka veru­lega þá upp­hæð skuldar sem heim­ilt er að að skrá á van­skila­skrá, en sam­kvæmt starfs­leyf­inu eins og það er í dag getur fólk lent á van­skila­skrá vegna 50.000 króna skuld­ar.

„Upp­hæðin hefur ekki breyst í áraraðir og þarf að hækka hana veru­lega, sér í lagi í ljósi veru­legra íþyngj­andi áhrifa sem skrán­ing á van­skila­skrá hefur í för með sér,“ segja sam­tök­in, sem einnig gera athuga­semdir við að Credit­info sé heim­ilt að geyma per­sónu­grein­an­legar upp­lýs­ingar í fjögur ár og stundum mun leng­ur.

Einnig telja Neyt­enda­sam­tökin og ASÍ það „með öllu óásætt­an­legt, stórfurðu­legt og öfug­snú­ið“ að Credit­info hafi hugs­an­lega hag af því að lána­stofn­anir sem nýta sér þjón­ustu Credit­info brjóti gegn skil­málum starfs­leyf­is­ins, en geri þær það, þá hækkar áskrift­ar­gjaldið sem lána­stofn­an­irnar greiða Credit­in­fo. Sektin ætti fremur að renna til þess sem brotið er á, eða í rík­is­sjóð, að mati sam­tak­anna.

„Mjög mik­il­vægt“ að Credit­info veiti töl­fræði­legar upp­lýs­ingar

Sam­tökin telja það einnig „eðli­legt og í raun mjög mik­il­vægt“ að gerð verði krafa um að Credit­info verði skylt að veita stjórn­völdum töl­fræði­legar upp­lýs­ingar um hvaða­eina sem varðar van­skila­skrána og ekki er per­sónu­grein­an­legt.

„Þar með talið, en ekki ein­skorðað við; upp­lýs­ingar um fjölda skrán­inga, teg­undir lána, aldur lán­taka, búsetu ofl. Slíkar upp­lýs­ingar eru mjög mik­il­vægar í sam­fé­lags­legu til­liti. Má nefna að eng­inn hefur t.a.m. aðgang að upp­lýs­ingum um umfang van­skila vegna smá­lána. En Credit­info hefur sem dæmi marg­ít­rekað hafnað að veita yfir­völdum og félaga­sam­tökum upp­lýs­ingar um umfang smá­lána­starf­sem­innar á Ísland­i,“ segja Neyt­enda­sam­tökin og ASÍ.

Sam­tökin segja einnig að það þurfi að herða á virku eft­ir­liti og raun­veru­legum við­ur­lögum við brotum frá því sem nú er, enda sýni sagan að Credit­info gríi „seint og illa til aðgerða gagn­vart við­skipta­vinum sínum sem brjóta inn­heimtu­lög“ og Per­sónu­vernd bregð­ist ekki við brotum nema skuld­ari kvarti sér­stak­lega undan starfs­háttum Credit­in­fo.

Þá gera sam­tökin athuga­semdir við þá til­högun að meintur skuld­ari þurfi sjálfur að færa sönnur á skuld­leysi sitt. Það segja sam­tökin öfuga sönn­un­ar­byrði, sem brjóti í bága við meg­in­stefnu neyt­enda­rétt­ar. Þessu þarf að breyta, að mati Neyt­enda­sam­tak­anna og ASÍ, á þann hátt að Credit­info þurfi á hverjum tíma að geta fært sönnur á rétt­mæti kröfu sem skráð er á van­skila­skrá.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá
Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.
Kjarninn 28. október 2020
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Sjónvarpstekjur Símans hafa aukist um nær allan hagnað félagsins á árinu 2020
Færri ferðamenn skila minni tekjum af reikiþjónustu. Tekjur vegna sjónvarpsþjónustu hafa hins vegar vaxið um 14 prósent milli ára og starfsmönnum fækkað um 50 frá áramótum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju uppgjöri Símans.
Kjarninn 28. október 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni segir kökumyndband Öryrkjabandalagsins vera misheppnað
Fjármála- og efnahagsráðherra segir það rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið af efnahagskökunni sem íslenskt samfélag baki. ÖBÍ segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að auka fátækt sinna skjólstæðinga.
Kjarninn 28. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Útlit fyrir að sóttvarnalæknir leggi til hertar aðgerðir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki ánægður með stöðu faraldursins og ætlar að skila minnisblaði með tillögum að breyttum sóttvarnaraðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fljótlega.
Kjarninn 28. október 2020
Alls segjast um 40 prósent kjósenda að þeir myndu kjósa stjórnarflokkanna þrjá.
Samfylking stækkar, Sjálfstæðisflokkur tapar og Vinstri græn ekki verið minni frá 2016
Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala og mælist nú tæplega helmingur af því sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Flokkur forsætisráðherra yrði minnsti flokkurinn á þingi ef kosið yrði í dag.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent