Telja almannahagsmuni standa til þess að starfsleyfi Creditinfo verði endurskoðað

Neytendasamtökin og ASÍ gera ýmsar „alvarlegar athugasemdir“ við starfsemi Creditinfo varðandi skráningu á vanskilaskrá. Samtökin segja almannahagsmuni standa til þess að starfsleyfi fyrirtækisins, sem Persónuvernd gefur út, verði endurskoðað.

Neytendasamtökin og ASÍ telja meðal annars að 50.000 króna skuld sé allt of lág upphæð til að verðskulda skráningu á vanskilaskrá.
Neytendasamtökin og ASÍ telja meðal annars að 50.000 króna skuld sé allt of lág upphæð til að verðskulda skráningu á vanskilaskrá.
Auglýsing

Neytendasamtökin og Alþýðusamband Íslands telja að almannahagsmunir standi til þess að endurskoða starfsleyfi fyrirtækisins Creditinfo, sem heldur vanskilaskrá yfir einstaklinga á Íslandi, sem flestar innlendar lánastofnanir nýta sér. Samtökin segja „fullreynt“ að fyrirtækið sjálft taki frumkvæði að því að verja hagsmuni þeirra sem skráðir eru á vanskilaskrá. 

Í sameiginlegri umsögn sinni um starfsleyfi Creditinfo til Persónuverndar gera samtökin ýmsar athugasemdir við starfsemi Creditinfo, sem háð er starfsleyfi frá Persónuvernd. Fjallað er um þessar athugasemdir á vef Neytendasamtakanna í dag.

Þar kemur meðal annars fram að samtökin telji að „svona umfangsmikil skráning viðkvæmra persónuupplýsinga væri betur farið á höndum hins opinbera,“ en ef stjórnvöld feli einkafyrirtæki skráninguna væri rétt og eðlilegt að ríkar skyldur væru lagðar á fyrirtækið og óheimil vinnsla þess á persónuupplýsingum ætti að teljast brot á starfsleyfi og varða viðurlögum samkvæmt persónuverndarlögum.

Auglýsing

Vilja virkt eftirlit og endurskoðun á viðskiptagrundvelli

Samtökin telja mikilvægt að virkt eftirlit sé með starfseminni og að tryggt verði að brot gegn starfsleyfi fái ekki að viðgangast í margar vikur, mánuði eða ár, án þess að brugðist sé við. Þau benda á að samkvæmt heimasíðu Persónuverndar verði ekki annað séð en að allir úrskurðir Persónuverndar varðandi Creditinfo séu tilkomnir vegna kvartana þess sem telur á sér brotið eða ábendinga utanaðkomandi aðila.

„Þá telja samtökin mikilvægt að viðskiptagrundvöllur Creditinfo verði skoðaður í tengslum við endurskoðun starfsleyfisins. Er þar sérstaklega horft til þess að tryggt verði að fyrirtækið hafi ekki beina verulega hagsmuni, s.s. fjárhagslega, af skráningu eða viðskiptum við innheimtufyrirtæki sem nýta sér heimild til skráningar á vanskilaskráningar. Kann að vera nauðsynlegt að setja slíkri starfsemi og tengslum frekari skorður. Í það minnsta telja samtökin brýnt að afturköllun starfsleyfisins og beiting viðurlaga, s.s. sekta, verði í reynd virk úrræði til þess verja hagsmuni almennings,“ segir á vef Neytendasamtakanna, þar sem einnig er farið yfir þau atriði sem gerðar voru athugasemdir við.

Telja 50.000 kr. of lága skuld til að verðskulda skráningu á vanskilaskrá

Meðal annars eru gerðar athugasemdir við að heimildir í núgildandi starfsleyfi vísi í brottfallin lög, gömlu persónuverndarlögin, sem féllu úr gildi er þau nýju tóku gildi í júní árið 2018. Starfsleyfið var gefið út í febrúar það sama ár.

Einnig telja samtökin að það þyrfti að hækka verulega þá upphæð skuldar sem heimilt er að að skrá á vanskilaskrá, en samkvæmt starfsleyfinu eins og það er í dag getur fólk lent á vanskilaskrá vegna 50.000 króna skuldar.

„Upphæðin hefur ekki breyst í áraraðir og þarf að hækka hana verulega, sér í lagi í ljósi verulegra íþyngjandi áhrifa sem skráning á vanskilaskrá hefur í för með sér,“ segja samtökin, sem einnig gera athugasemdir við að Creditinfo sé heimilt að geyma persónugreinanlegar upplýsingar í fjögur ár og stundum mun lengur.

Einnig telja Neytendasamtökin og ASÍ það „með öllu óásættanlegt, stórfurðulegt og öfugsnúið“ að Creditinfo hafi hugsanlega hag af því að lánastofnanir sem nýta sér þjónustu Creditinfo brjóti gegn skilmálum starfsleyfisins, en geri þær það, þá hækkar áskriftargjaldið sem lánastofnanirnar greiða Creditinfo. Sektin ætti fremur að renna til þess sem brotið er á, eða í ríkissjóð, að mati samtakanna.

„Mjög mikilvægt“ að Creditinfo veiti tölfræðilegar upplýsingar

Samtökin telja það einnig „eðlilegt og í raun mjög mikilvægt“ að gerð verði krafa um að Creditinfo verði skylt að veita stjórnvöldum tölfræðilegar upplýsingar um hvaðaeina sem varðar vanskilaskrána og ekki er persónugreinanlegt.

„Þar með talið, en ekki einskorðað við; upplýsingar um fjölda skráninga, tegundir lána, aldur lántaka, búsetu ofl. Slíkar upplýsingar eru mjög mikilvægar í samfélagslegu tilliti. Má nefna að enginn hefur t.a.m. aðgang að upplýsingum um umfang vanskila vegna smálána. En Creditinfo hefur sem dæmi margítrekað hafnað að veita yfirvöldum og félagasamtökum upplýsingar um umfang smálánastarfseminnar á Íslandi,“ segja Neytendasamtökin og ASÍ.

Samtökin segja einnig að það þurfi að herða á virku eftirliti og raunverulegum viðurlögum við brotum frá því sem nú er, enda sýni sagan að Creditinfo gríi „seint og illa til aðgerða gagnvart viðskiptavinum sínum sem brjóta innheimtulög“ og Persónuvernd bregðist ekki við brotum nema skuldari kvarti sérstaklega undan starfsháttum Creditinfo.

Þá gera samtökin athugasemdir við þá tilhögun að meintur skuldari þurfi sjálfur að færa sönnur á skuldleysi sitt. Það segja samtökin öfuga sönnunarbyrði, sem brjóti í bága við meginstefnu neytendaréttar. Þessu þarf að breyta, að mati Neytendasamtakanna og ASÍ, á þann hátt að Creditinfo þurfi á hverjum tíma að geta fært sönnur á réttmæti kröfu sem skráð er á vanskilaskrá.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent