Telja almannahagsmuni standa til þess að starfsleyfi Creditinfo verði endurskoðað

Neytendasamtökin og ASÍ gera ýmsar „alvarlegar athugasemdir“ við starfsemi Creditinfo varðandi skráningu á vanskilaskrá. Samtökin segja almannahagsmuni standa til þess að starfsleyfi fyrirtækisins, sem Persónuvernd gefur út, verði endurskoðað.

Neytendasamtökin og ASÍ telja meðal annars að 50.000 króna skuld sé allt of lág upphæð til að verðskulda skráningu á vanskilaskrá.
Neytendasamtökin og ASÍ telja meðal annars að 50.000 króna skuld sé allt of lág upphæð til að verðskulda skráningu á vanskilaskrá.
Auglýsing

Neyt­enda­sam­tökin og Alþýðu­sam­band Íslands telja að almanna­hags­munir standi til þess að end­ur­skoða starfs­leyfi fyr­ir­tæk­is­ins Credit­in­fo, sem heldur van­skila­skrá yfir ein­stak­linga á Íslandi, sem flestar inn­lendar lána­stofn­anir nýta sér. Sam­tökin segja „full­reynt“ að fyr­ir­tækið sjálft taki frum­kvæði að því að verja hags­muni þeirra sem skráðir eru á van­skila­skrá. 

Í sam­eig­in­legri umsögn sinni um starfs­leyfi Credit­info til Per­sónu­verndar gera sam­tökin ýmsar athuga­semdir við starf­semi Credit­in­fo, sem háð er starfs­leyfi frá Per­sónu­vernd. Fjallað er um þessar athuga­semdir á vef Neyt­enda­sam­tak­anna í dag.

Þar kemur meðal ann­ars fram að sam­tökin telji að „svona umfangs­mikil skrán­ing við­kvæmra per­sónu­upp­lýs­inga væri betur farið á höndum hins opin­ber­a,“ en ef stjórn­völd feli einka­fyr­ir­tæki skrán­ing­una væri rétt og eðli­legt að ríkar skyldur væru lagðar á fyr­ir­tækið og óheimil vinnsla þess á per­sónu­upp­lýs­ingum ætti að telj­ast brot á starfs­leyfi og varða við­ur­lögum sam­kvæmt per­sónu­vernd­ar­lög­um.

Auglýsing

Vilja virkt eft­ir­lit og end­ur­skoðun á við­skipta­grund­velli

Sam­tökin telja mik­il­vægt að virkt eft­ir­lit sé með starf­sem­inni og að tryggt verði að brot gegn starfs­leyfi fái ekki að við­gang­ast í margar vik­ur, mán­uði eða ár, án þess að brugð­ist sé við. Þau benda á að sam­kvæmt heima­síðu Per­sónu­verndar verði ekki annað séð en að allir úrskurðir Per­sónu­verndar varð­andi Credit­info séu til­komnir vegna kvart­ana þess sem telur á sér brotið eða ábend­inga utan­að­kom­andi aðila.

„Þá telja sam­tökin mik­il­vægt að við­skipta­grund­völlur Credit­info verði skoð­aður í tengslum við end­ur­skoðun starfs­leyf­is­ins. Er þar sér­stak­lega horft til þess að tryggt verði að fyr­ir­tækið hafi ekki beina veru­lega hags­muni, s.s. fjár­hags­lega, af skrán­ingu eða við­skiptum við inn­heimtu­fyr­ir­tæki sem nýta sér heim­ild til skrán­ingar á van­skila­skrán­ing­ar. Kann að vera nauð­syn­legt að setja slíkri starf­semi og tengslum frek­ari skorð­ur. Í það minnsta telja sam­tökin brýnt að aft­ur­köllun starfs­leyf­is­ins og beit­ing við­ur­laga, s.s. sekta, verði í reynd virk úrræði til þess verja hags­muni almenn­ings,“ segir á vef Neyt­enda­sam­tak­anna, þar sem einnig er farið yfir þau atriði sem gerðar voru athuga­semdir við.

Telja 50.000 kr. of lága skuld til að verð­skulda skrán­ingu á van­skila­skrá

Meðal ann­ars eru gerðar athuga­semdir við að heim­ildir í núgild­andi starfs­leyfi vísi í brott­fallin lög, gömlu per­sónu­vernd­ar­lög­in, sem féllu úr gildi er þau nýju tóku gildi í júní árið 2018. Starfs­leyfið var gefið út í febr­úar það sama ár.

Einnig telja sam­tökin að það þyrfti að hækka veru­lega þá upp­hæð skuldar sem heim­ilt er að að skrá á van­skila­skrá, en sam­kvæmt starfs­leyf­inu eins og það er í dag getur fólk lent á van­skila­skrá vegna 50.000 króna skuld­ar.

„Upp­hæðin hefur ekki breyst í áraraðir og þarf að hækka hana veru­lega, sér í lagi í ljósi veru­legra íþyngj­andi áhrifa sem skrán­ing á van­skila­skrá hefur í för með sér,“ segja sam­tök­in, sem einnig gera athuga­semdir við að Credit­info sé heim­ilt að geyma per­sónu­grein­an­legar upp­lýs­ingar í fjögur ár og stundum mun leng­ur.

Einnig telja Neyt­enda­sam­tökin og ASÍ það „með öllu óásætt­an­legt, stórfurðu­legt og öfug­snú­ið“ að Credit­info hafi hugs­an­lega hag af því að lána­stofn­anir sem nýta sér þjón­ustu Credit­info brjóti gegn skil­málum starfs­leyf­is­ins, en geri þær það, þá hækkar áskrift­ar­gjaldið sem lána­stofn­an­irnar greiða Credit­in­fo. Sektin ætti fremur að renna til þess sem brotið er á, eða í rík­is­sjóð, að mati sam­tak­anna.

„Mjög mik­il­vægt“ að Credit­info veiti töl­fræði­legar upp­lýs­ingar

Sam­tökin telja það einnig „eðli­legt og í raun mjög mik­il­vægt“ að gerð verði krafa um að Credit­info verði skylt að veita stjórn­völdum töl­fræði­legar upp­lýs­ingar um hvaða­eina sem varðar van­skila­skrána og ekki er per­sónu­grein­an­legt.

„Þar með talið, en ekki ein­skorðað við; upp­lýs­ingar um fjölda skrán­inga, teg­undir lána, aldur lán­taka, búsetu ofl. Slíkar upp­lýs­ingar eru mjög mik­il­vægar í sam­fé­lags­legu til­liti. Má nefna að eng­inn hefur t.a.m. aðgang að upp­lýs­ingum um umfang van­skila vegna smá­lána. En Credit­info hefur sem dæmi marg­ít­rekað hafnað að veita yfir­völdum og félaga­sam­tökum upp­lýs­ingar um umfang smá­lána­starf­sem­innar á Ísland­i,“ segja Neyt­enda­sam­tökin og ASÍ.

Sam­tökin segja einnig að það þurfi að herða á virku eft­ir­liti og raun­veru­legum við­ur­lögum við brotum frá því sem nú er, enda sýni sagan að Credit­info gríi „seint og illa til aðgerða gagn­vart við­skipta­vinum sínum sem brjóta inn­heimtu­lög“ og Per­sónu­vernd bregð­ist ekki við brotum nema skuld­ari kvarti sér­stak­lega undan starfs­háttum Credit­in­fo.

Þá gera sam­tökin athuga­semdir við þá til­högun að meintur skuld­ari þurfi sjálfur að færa sönnur á skuld­leysi sitt. Það segja sam­tökin öfuga sönn­un­ar­byrði, sem brjóti í bága við meg­in­stefnu neyt­enda­rétt­ar. Þessu þarf að breyta, að mati Neyt­enda­sam­tak­anna og ASÍ, á þann hátt að Credit­info þurfi á hverjum tíma að geta fært sönnur á rétt­mæti kröfu sem skráð er á van­skila­skrá.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir er ritstjóri Stundarinnar, en Jón Trausti Reynisson er framkvæmdastjóri útgáfufélagsins auk þess að vera blaðamaður á miðlinum.
Útgáfufélag Stundarinnar tapaði rúmlega milljón krónum á síðasta ári
Tekjur útgáfufélags Stundarinnar námu 233,9 milljónum króna á síðasta ári og jukust þær um fjögur prósent á milli ára. Tapið af rekstrinum nam 1,2 milljónum króna í fyrra, samanborið við rúmlega sjö milljóna hagnað árið 2020.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent