Segir harðan vetur framundan í boði Sjálfstæðisflokksins

Formaður VR segir fjármálaráðherra þynna út stuðning og græða á neyð. Ríkisstjórnin þurfi að búa sig undir harðan verkalýðsvetur.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son segir á Face­book-­síðu sinni í dag að rík­is­stjórnin skuli búa sig undir harðan verka­lýðs­vet­ur. Vetur þar sem verka­lýðs­hreyf­ingin muni upp­færa kröfu­gerð­ina í sam­ræmi við allt aðrar for­sendur en hafi verið fyrir gerð lífs­kjara­samn­ing­inn – og að þessi harði vetur verði í boði Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

„Og ef að rík­is­stjórnin heldur í eina mín­útu að þau kom­ist í gegnum næstu kosn­ingar með aug­lýs­inga­her­ferðum sem yfir­gnæfa svik­in, eins og venju­lega, þá er það gríð­ar­legt van­mat á þeim breyt­ingum sem orðið hafa innan raða verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar,“ skrifar hann.

Vísar Ragnar Þór þarna í orð Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra en hann sagði í sam­tali við RÚV í gær að allar helstu for­sendur fyrir gerð lífs­kjara­samn­ings væru brostn­ar. Ekki væri áhuga­vert að velta því fyrir sér. Brýnna væri að finna út úr því hvernig unnt væri að bjarga störfum og efla efna­hags­líf­ið. „Við erum öll í ein­hverjum nýjum veru­leika og ég hef í sjálfu sér ekki mik­inn áhuga á spurn­ing­unni: eru for­sendur lífs­kjara­samn­ing­anna breyttar eða brostn­ar. Ég hef miklu meiri áhuga á að ræða: hvernig eigum við að fara af þessum stað,“ sagði Bjarni við RÚV.

Auglýsing

For­sendur samn­ings­ins fallnar á van­efndum rík­is­stjórn­ar­innar

„Af orðum Bjarna má lesa að rík­is­stjórnin telji enga þörf á að efna sinn hluta lífs­kjara­samn­ings­ins vegna þess að staðan sé svo gjör­breytt og for­sendur allt aðrar en lagt var upp með í aðdrag­anda samn­ings­ins,“ skrifar Ragnar Þór.

Hann segir að stað­reyndin sé sú að „for­sendur lífs­kjara­samn­ings­ins eru fallnar á van­efndum rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Aðrir þættir í end­ur­skoðun munu að öllum lík­indum halda.“

Þau atriði sem felli samn­ing­inn hlúi einmitt að fjöl­skyldum og fyr­ir­tækjum og kosti skatt­greið­endur að öllum lík­indum ekki krónu en geti sparað mikla fjár­muni og komið í veg fyrir félags­leg og lýð­heilsu­leg áföll sem fyr­ir­sjá­an­leg eru sem afleið­ingar efna­hags­á­falla.

„Ef við tökum hlut­deild­ar­lán­in, þá tókst fjár­mála­ráð­herra að snúa þeirri vinnu á hvolf. Eyði­leggja málið með tekju­teng­ingum og vaxta­á­kvæði. Honum tókst líka að þynna það út þannig að það gagn­ist sem allra fæstum og nota svo vaxta­bóta­kerfið til að fjár­magna hlut­deild­ar­lán­in. Þannig að 3,6 millj­arðar verða teknir af hús­næð­is­stuðn­ingi til að lána fólki til hús­næð­is­kaupa. Lána!! Þannig að rík­is­stuðn­ing­ur­inn breyt­ist í lán (sem er vaxta og afborg­un­ar­laust) en er verð­tryggt með „hús­næð­is­vísi­tölu“ (mark­aðs­verð­i).

Hús­næð­is­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur hækkað að með­al­tali um 4,4 pró­sent á ári umfram verð­lag síð­ast­liðin 25 ár. Það er ekki til verð­bréfa­sjóður eða líf­eyr­is­sjóður sem hefur náð við­líka ávöxtun þannig að nán­ast engar líkur eru á því að ríkið tapi á hlut­deild­ar­lán­unum (sem er í raun­inni óhag­stæð­asta lána­formið í úrræð­inu) allar líkur eru hins­vegar á að ríkið komi út í bull­andi plús eins og raunin varð í Skotlandi þar sem fyr­ir­myndin er tek­in,“ skrifar hann.

Fjár­mála­ráð­herra „ein­beittur í að þynna út úrræð­ið“

Þá telur Ragnar Þór að með þessum aðferðum rík­is­stjórn­ar­innar sé stuðn­ingur þynntur út og grætt sé á neyð­inni.

„Fjár­mála­ráð­herra er svo ein­beittur í að þynna út úrræðið og eyði­leggja þessa þörfu og góðu vinnu, sem hefði komið fjöl­skyldum og bygg­inga­fyr­ir­tækjum svo vel, að hlut­deild­ar­lánin eiga að bera vexti ef fólk hækkar í laun­um.

Hlut­deild­ar­lánin munu þannig skipa sér sess með óhag­stæð­ustu lána­formum Íslands­sög­unn­ar, fjár­mögnuð með nið­ur­skurði á raun­veru­legum hús­næð­is­stuðn­ingi.

Lág­launa­fólkið sem stendur nægi­lega illa til að kom­ast inn í úrræðið verður svo refsað grimmi­lega með vaxta­á­kvæði sem úti­lokar þennan við­kvæma hóp frá lífs­nauð­syn­legum kjara­bótum með þessum jað­ar­skatt­i.“

Ragnar Þór spyr hvort hægt sé að hugsa sér skít­legra eðli.

Verð­tryggðu lánin „við­bjóðs­legt lána­form“

„Lífs­kjara­samn­ing­ur­inn féll hins­vegar síð­ustu ára­mót þar sem bann á 40 ára verð­tryggðum jafn­greiðslu­lánum átti að hafa tekið gildi. Þetta var fyrir kór­ónu­veiru­á­hrif­in!

Mál sem kostar ríkið ekki krónu en mun „hlúa að fjöl­skyld­um“ um ókomna tíð með því að banna þetta við­bjóðs­lega lána­form. Málið hefur legið í gísl­ingu í fjár­mála­ráðu­neyt­inu frá því að samn­ingar voru und­ir­rit­að­ir, útþynnt og gagns­laust með enda­lausum und­an­þágum sem gera öllum kleift að taka lánin áfram.

Bjarni segir að for­sendur rík­is­ins sem voru fyrir gerð lífs­kjara­samn­ings­ins, fyrir Covid áhrif­in, séu allt aðr­ar. Það er rétt hjá Bjarna en það er líka staðan hjá fólk­inu. Félags­mönnum okk­ar, skatt­greið­endum sem munu fá reikn­ing­inn fyrir millj­arða hund­ruðum sem fjár­mála­ráð­herra er að skrifa út í áhættu­sömum aðgerðum til fyr­ir­tækja á meðan aðgerðir er snúa að heim­il­um, örugg hlut­deild­ar­lán, eru fjár­magn­aðar með nið­ur­skurði á öðrum mik­il­vægum stuðn­ingi eða með því að halda lífs­kjara­samn­ings­frum­vörpum í gísl­ingu í fjár­mála­ráðu­neyt­in­u,“ skrifar hann.

Alinn upp við að standa við það sem hann segir

Ragnar Þór segir að það hljóti að vera Sjálf­stæð­is­mönnum áhyggju­efni hvernig þeir ætli að sann­færa kjós­endur um næsta lof­orða­pakka þegar þeir geti „ekki einu sinni staðið við hluti sem kosta ekki neitt né ættu að trufla þá við auð­valds­dekrið“.

Hann spyr enn fremur hvernig hægt sé að treysta fólki sem ekki orð sé að marka. Fólk sem svíki hluti sem skrifað hafi verið und­ir, lofað í orði og á borði.

„Ég veit ekki með ykkur kæru vinir en ég var alinn upp við að standa við það sem ég segi. Í það minnsta leggja mig allan fram við að efna þau lof­orð sem ég gef og standa við þær skuld­bind­ingar sem ég skrifa undir en ekki að vinna gegn þeim,“ skrifar hann.

Af orðum Bjarna má lesa að rík­is­stjórnin telji enga þörf á að efna sinn hluta lífs­kjara­samn­ings­ins vegna þess að stað­an...

Posted by Ragnar Þór Ing­ólfs­son on Wed­nes­day, June 24, 2020


Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent