Mesta atvinnuleysi frá upphafi mælinga

Metatvinnuleysi verður í ár á Íslandi samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Atvinnuleysið verður áfram umtalsvert á næstu tveimur árum. Horfur eru á svipaðir stöðu og var í íslensku atvinnulífi á árunum 2009 til 2011.

Algjört stopp í komu ferðamanna er stærsta ástæðan fyrir samdrætti í íslensku atvinnulífi. Afleiðingin er mikill tekjumissir fyrirtækja og stórfelldar uppsagnir.
Algjört stopp í komu ferðamanna er stærsta ástæðan fyrir samdrætti í íslensku atvinnulífi. Afleiðingin er mikill tekjumissir fyrirtækja og stórfelldar uppsagnir.
Auglýsing

Ný þjóð­hags­spá Hag­stofu Íslands, sem birt var á föstu­dag, gerir ráð fyrir að atvinnu­leysi verði að jafn­aði 8,2 pró­sent á árinu 2020. Gangi spáin eftir er um að ræða mesta atvinnu­leysi sem nokkru seinni hefur mælst innan árs í lýð­veld­is­sög­unni. Fyrra metið var sett árið 2010, í kjöl­far banka- og efna­hags­hruns­ins sem varð á árunum 2008 og 2009, þegar 7,6 pró­sent lands­manna var án atvinnu að með­al­tali. 

Atvinnu­leysið verður áfram umtals­vert í sögu­legu sam­hengi árin 2021 og 2022 sam­kvæmt spánni. Á næsta ári býst Hag­stofan við því að 6,8 pró­sent vinnu­mark­að­ar­ins verði að jafn­aði án atvinnu og árið eftir 6,2 pró­sent. Það er meira atvinnu­leysi en hefur mælst á Íslandi frá árinu 2012, þegar hag­kerfið fór að taka að fullu við sér eftir banka­hrun­ið. 

Miðað við þjóð­hags­spánna má gera ráð fyrir að staða mála á íslenskum vinnu­mark­aði, hvað varðar atvinnu­leysi, verði sam­bæri­leg því á tíma­bil­inu 2020 til 2022 og hún var á árunum 2009 til 2011. Atvinnu­leysi á árunum 2016 og út síð­asta ár mæld­ist á bil­inu 2,7 til 3,5 pró­sent. 

Yfir sjö þús­und sagt upp í hóp­upp­sögnum

Alls mæld­ist heild­­ar­at­vinn­u­­leysi í maí þrettán pró­­sent, en hafði verið 17,8 pró­­sent í apr­íl. 

Stjórn­völd hafa kynnt til leiks ýmis úrræði til að takast á við versn­andi atvinnu­horf­ur. Þeirra fyr­ir­ferða­mestar hafa verið hin svo­kall­aða hluta­bóta­leið og styrkir til fyr­ir­tækja til að hjálpa þeim við að greiða fólki upp­sagn­ar­frest­i. 

Auglýsing
Í apr­íl­mán­uði fengu alls 33.637 manns greiddar hluta­bætur vegna minn­k­aðs starfs­hlut­­falls úr atvinn­u­­leys­is­­trygg­inga­­sjóði. Í lok maí­mán­aðar voru alls 17.213 manns í minn­k­uðu starfs­hlut­­falli. Þeim launa­­mönnum sem settir höfðu verið á hluta­­bóta­­leið­ina hafði þá fækkað næstum helm­ing frá því sem mest var. 

Í þjóð­hags­spá Hag­stof­unnar segir að flestir þeirra sem nýttu sér hluta­bóta­úr­ræðið hafi verið starf­andi í ferða­þjón­ustu, eða um 37 pró­sent, og 21 pró­sent í versl­un. Alls hafi um 7.100 manns verið sagt upp í hóp­upp­sögnum frá því í mars, þar af um tvö þús­und hjá Icelanda­ir, í stærstu hóp­upp­sögn­inni sem til­kynnt hefur verið fram til þessa. 

Gert ráð fyrir yfir 60 millj­arða kostn­aði við tvö úrræði

Stjórn­­völd ákváðu að fram­­lengja hluta­­bóta­­leið­ina út ágúst næst­kom­andi, en þó með breyttu sniði. Þær breyt­ingar sem gerðar voru fela meðal ann­­­ars í sér að í júlí og ágúst verða hámarks­­­greiðslur úr opin­berum sjóðum 50 pró­­­sent af greiddum launum í stað 75 pró­­­sent. Auk þess mega þau fyr­ir­tæki sem nýta sér leið­ina ekki ætla að greiða arð, kaupa eigin bréf, greiða óum­­­samda bónusa eða borga helstu stjórn­­­endum yfir þrjár millj­­­ónir á mán­uði í tvö ár.

Áætl­anir stjórn­­­valda gera nú ráð fyrir að leiðin muni kosta 34 millj­­arða króna. 

­Sama dag og fram­­leng­ing hluta­­bóta­­leið­­ar­innar var sam­­þykkt á Alþingi í lok maí var sam­­þykkt frum­varp um að veita fyr­ir­tækjum sem orðið hafa fyrir umfangs­­miklu tekju­tapi, eða 75 pró­­sent, styrki til að eyða ráðn­­ing­­ar­­sam­­böndum við starfs­­fólk sitt. Til­­kynnt var um að frum­varpið yrði lagt fram í lok apr­íl, sem leiddi til þess að mörg fyr­ir­tæki sem höfðu verið með fólk á hluta­­bóta­­leið­inni sögðu því upp fyrir þau mán­aða­mót.

Úrræðið gerir ráð fyrir því að rík­­­is­­­sjóður greiði fyr­ir­tækjum sem upp­­­­­fylla sett skil­yrði alls 27 millj­­­arða króna í styrki til að hjálpa þeim að segja upp fólki. Yfir­­­lýst mark­mið er að draga úr fjölda­gjald­­­þrotum og tryggja rétt­indi launa­­­fólks. Hlið­­­ar­á­hrif eru að eign hlut­hafa er var­in. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Kærunefnd jafnréttismála verði einnig stefnt en ekki bara kæranda einum
Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að breytingum á stjórnsýslu jafnréttismála, sem fela meðal annars í sér að kærendum í jafnréttismálum verði ekki lengur stefnt einum fyrir dóm, uni gagnaðili ekki niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu.
Forseti Brasilíu greinist með COVID-19 en segist ekkert óttast
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu greindi frá því í dag að hann hefði greinst með COVID-19, en hann hefur fundið fyrir slappleika frá því á sunnudag. Forsetinn hefur kallað veiruna aumt kvef, en 65.000 Brasilíumenn liggja í valnum eftir að hafa smitast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Mikið var um að vera á COVID-19 göngudeild Landspítala í mars og apríl.
Færri alvarlega veikir – en er veiran að mildast?
Nokkrar ástæður geta verið fyrir því að alvarlegum kórónuveirutilfellum hefur fækkað verulega. Í nýju svari á Vísindavefnum er farið yfir nokkra möguleika sem kunna að útskýra hvers vegna veiran virðist vera að veikjast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
Þórólfur þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir samstarfið
Sóttvarnalæknir segir að Íslensk erfðagreining hafi „nokkuð óvænt“ lýst því yfir í gær að hún muni hætta að skima á landamærum í næstu viku. Leitað verður annarra leiða til að halda landamæraskimun áfram.
Kjarninn 7. júlí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Skrifist á Sjálfstæðisflokkinn og „hamfarakapítalismann þeirra“
Þingmaður Pírata segir að sama hvert litið er hafi Sjálfstæðisflokkurinn undanfarna áratugi notað valdastöðu sína til að moka verkefnum yfir á einkageirann en að ábyrgðin sé samt áfram hjá ríkinu. Þar vísar hann meðal annars til ástandsins í skimunum.
Kjarninn 7. júlí 2020
Lárus Sigurður Lárusson er fyrsti stjórnarformaður nýs Menntasjóðs námsmanna.
Lilja skipar Lárus sem stjórnarformann Menntasjóðs námsmanna
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Lárus Sigurð Lárusson lögmann sem stjórnarformann nýs Menntasjóðs námsmanna. Hann leiddi lista Framsóknar í Reykjavík norður til síðustu alþingiskosninga.
Kjarninn 7. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Kári: Þú hreyfir þig ekki hægt í svona ástandi
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur boðið forsætisráðherra að koma til hans á fund í Vatnsmýrinni þar sem fyrirtækið er til húsa.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Korta.
Fjártæknifyrirtækið Rapyd kaupir Korta
Fjártæknifyrirtækið Rapyd hyggst samþætta og útvíkka starfsemi Korta í posa- og veflausnum, ásamt því að „efla starfsemina á Íslandi með áframhaldandi vexti og ráðningu starfsfólks“.
Kjarninn 7. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent