Alþjóðlega fjártæknifyrirtækisins Rapyd hefur keypt Korta, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að Rapyd hyggist samþætta og útvíkka starfsemi Korta í posa- og veflausnum, ásamt því að efla starfsemina á Íslandi með áframhaldandi vexti og ráðningu starfsfólks.
„Rapyd veitir fyrirtækjum aðgang að lausnum í greiðslumiðlun sem gefa viðskiptavinum kost á að greiða og fá greitt á öllum helstu alþjóðlegu mörkuðum með einföldum og aðgengilegum hætti, hvort sem er með millifærslum, greiðslukortum eða öðrum greiðsluleiðum,“ segir í tilkynningunni.
Arik Shtilman, forstjóra Rapyd, segir að þau hjá fyrirtækinu séu ánægð með að hafa klárað þessi viðskipti sem séu mjög stefnumótandi fyrir þau. „Nú tekur við vinna við samþættingu færsluhirðingar Korta við fjártæknilausnirnar okkar. Við viljum bjóða íslenskum og evrópskum fyrirtækjum upp á alþjóðlegar greiðslulausnir, hvort sem það er á staðnum eða vefnum. Við viljum að viðskiptavinir okkar hafi aðgang að fyrsta flokks fjártæknilausnum og geti þannig einbeitt sér að því að auka umsvif sín og dafna á sínu sviði.“
Forstjóri Korta, Jakob Már Ásmundsson, segir þetta vera spennandi tíma þar sem fyrirtæki, sem sé fremst í flokki í fjártækni í heiminum, sé að fjárfesta beint í starfsemi á Íslandi „sem mun gera okkur kleift að veita íslenskum viðskiptavinum aðgang að fyrsta flokks fjártækni“. Rapyd muni fjárfesta í starfseminni Reykjavík og geri áætlanir félagsins ráð fyrir auknum vexti og frekari ráðningum á næstu misserum.