Flugfreyjur og flugþjónar fella nýjan kjarasamning

Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning milli félagsins og SA vegna Icelandair. Niðurstaðan var afgerandi. „Mikil vonbrigði,“ segir forstjóri flugfélagsins.

Icelandair flugvél
Auglýsing

Félags­menn Flug­freyju­fé­lags Íslands hafa fellt nýjan kjara­samn­ing sem aðilar skrif­uðu undir hjá rík­is­sátta­semj­ara þann 25. júní síð­ast­lið­inn í atkvæða­greiðslu sem lauk í dag. Félagið mun nú meta þá mögu­leika sem eru í stöð­unn­i. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Icelandair sem send var út í dag. 

Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Flug­freyju­fé­lagi Íslands var á kjör­skrá 921. Atkvæði greiddu 786 eða 85,3 pró­sent. Alls sögð­u 208 eða 26,46 pró­sent já og nei sögðu 571 eða 72,65 pró­sent. Auðir voru 7 eða 0,89 pró­sent. Við­ræður við­semj­enda verði því teknar upp að nýju svo fljótt sem auðið er.

Kjör­sókn góð

Auglýsing

„Stjórn og samn­inga­nefnd FFÍ þakkar félags­mönnum fyrir sam­stöðu og stuðn­ing sem ríkt hefur síð­ustu mán­uði. Kjör­sókn var mjög góð eða 85,3 pró­sent og sýnir það ábyrgð og áhuga félags­manna á starfs­kjörum sínum og vinnu­um­hverfi. Það að nýr kjara­samn­ingur hafi verið felldur með afger­andi hætti sýnir vel að félags­menn telja of langt gengið í þeim hag­ræð­ing­ar­kröfum sem fólust í nýjum samn­ingi. Stjórn og samn­inga­nefnd mun nú fara yfir málið og mæta á fund rík­is­sátta­semj­ara þegar til hans verður boðað með ríkan samn­ings­vilja líkt og áður,“ segir í til­kynn­ingu frá Flug­freyju­fé­lag­in­u. 

Mynd: Flugfreyjufélag Íslands

Segir nið­ur­stöð­una von­brigði

„Samn­ing­ur­inn var í sam­ræmi við þau mark­mið sem lagt var upp með um að auka vinnu­fram­lag en á sama tíma verja ráð­stöf­un­ar­tekjur flug­freyja og flug­þjóna. Þá stuðl­aði samn­ing­ur­inn að auknum sveigj­an­leika, bæði fyrir þróun leiða­kerfis Icelandair og jafn­framt sveigj­an­leika á vinnu­fram­lagi fyrir starfs­fólk,“ segir í til­kynn­ingu Icelanda­ir. 

Þá kemur fram að félagið hafi nú þegar gengið frá samn­ingum við flug­menn og flug­virkja en „eins og fram hefur komið eru lang­tíma­samn­ingar við flug­stéttir ein af for­sendum þess að félagið geti lokið fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu félags­ins sem nú stendur yfir og hafið fyr­ir­hugað hluta­fjár­út­boð·.

Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelandair Group, segir í til­kynn­ing­unni að þau hafi lagt allt kapp á að ná samn­ingum við Flug­freyju­fé­lag Íslands und­an­farnar vikur og mán­uði. „Með þessum samn­ingi gengum við eins langt og mögu­legt var til að koma til móts við samn­inga­nefnd FFÍ. Þessi samn­ingur hefði tryggt ein bestu kjör fyrir störf flug­freyja og flug­þjóna sem þekkj­ast á alþjóða­mark­aði en á sama tíma aukið sam­keppn­is­hæfni félags­ins til fram­tíð­ar. Þetta eru því mikil von­brigði. Nú verðum við að skoða þá mögu­leika sem eru í stöð­unni og munum gera það hratt og örugg­lega. Það hvílir mikil ábyrgð á okkur sem stjórna félag­inu að tryggja rekstr­ar­grund­völl þess til fram­tíðar og þar með verð­mæti fyrir þjóð­ar­búið og mik­il­væg störf, þar á meðal störf flug­freyja og flug­þjóna.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Guðmundur Ingi var kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs árið 2019.
Tveir keppast um oddvitasæti VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur tilkynnt að hann stefni á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi. Nú þegar hefur Ólafur Þór Gunnarsson tilkynnt að hann vilji fyrsta sætið.
Kjarninn 2. mars 2021
Hjálmar Sveinsson
Framtíðaráætlun fyrir Reykjavík
Kjarninn 2. mars 2021
Bóluefni Johnson & Johnson hefur fengið neyðarleyfi í Bandaríkjunum.
Aftur fjölgar dauðsföllum vestanhafs – „Vinsamlega hlustið á mig“
Framkvæmdastjóri bandarísku smitsjúkdómastofnunarinnar er uggandi yfir stöðunni á faraldrinum í landinu. Smitum og dauðsföllum hefur fjölgað á ný. Nýtt bóluefni, sem aðeins þarf að gefa einn skammt af, er rétt ókomið á markað.
Kjarninn 2. mars 2021
Fimm forvitnilegar (og covid-lausar) fréttir
Stórmerkilegur fundur í Argentínu, fugl vakinn upp frá dauðum, úlfur á landshornaflakki, „frosnar“ skjaldbökur teknar í skjól og alveg einstaklega áhugaverð mörgæs. Það er ýmislegt að frétta úr heimi dýranna.
Kjarninn 1. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent