Flugfreyjur og flugþjónar fella nýjan kjarasamning

Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning milli félagsins og SA vegna Icelandair. Niðurstaðan var afgerandi. „Mikil vonbrigði,“ segir forstjóri flugfélagsins.

Icelandair flugvél
Auglýsing

Félags­menn Flug­freyju­fé­lags Íslands hafa fellt nýjan kjara­samn­ing sem aðilar skrif­uðu undir hjá rík­is­sátta­semj­ara þann 25. júní síð­ast­lið­inn í atkvæða­greiðslu sem lauk í dag. Félagið mun nú meta þá mögu­leika sem eru í stöð­unn­i. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Icelandair sem send var út í dag. 

Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Flug­freyju­fé­lagi Íslands var á kjör­skrá 921. Atkvæði greiddu 786 eða 85,3 pró­sent. Alls sögð­u 208 eða 26,46 pró­sent já og nei sögðu 571 eða 72,65 pró­sent. Auðir voru 7 eða 0,89 pró­sent. Við­ræður við­semj­enda verði því teknar upp að nýju svo fljótt sem auðið er.

Kjör­sókn góð

Auglýsing

„Stjórn og samn­inga­nefnd FFÍ þakkar félags­mönnum fyrir sam­stöðu og stuðn­ing sem ríkt hefur síð­ustu mán­uði. Kjör­sókn var mjög góð eða 85,3 pró­sent og sýnir það ábyrgð og áhuga félags­manna á starfs­kjörum sínum og vinnu­um­hverfi. Það að nýr kjara­samn­ingur hafi verið felldur með afger­andi hætti sýnir vel að félags­menn telja of langt gengið í þeim hag­ræð­ing­ar­kröfum sem fólust í nýjum samn­ingi. Stjórn og samn­inga­nefnd mun nú fara yfir málið og mæta á fund rík­is­sátta­semj­ara þegar til hans verður boðað með ríkan samn­ings­vilja líkt og áður,“ segir í til­kynn­ingu frá Flug­freyju­fé­lag­in­u. 

Mynd: Flugfreyjufélag Íslands

Segir nið­ur­stöð­una von­brigði

„Samn­ing­ur­inn var í sam­ræmi við þau mark­mið sem lagt var upp með um að auka vinnu­fram­lag en á sama tíma verja ráð­stöf­un­ar­tekjur flug­freyja og flug­þjóna. Þá stuðl­aði samn­ing­ur­inn að auknum sveigj­an­leika, bæði fyrir þróun leiða­kerfis Icelandair og jafn­framt sveigj­an­leika á vinnu­fram­lagi fyrir starfs­fólk,“ segir í til­kynn­ingu Icelanda­ir. 

Þá kemur fram að félagið hafi nú þegar gengið frá samn­ingum við flug­menn og flug­virkja en „eins og fram hefur komið eru lang­tíma­samn­ingar við flug­stéttir ein af for­sendum þess að félagið geti lokið fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu félags­ins sem nú stendur yfir og hafið fyr­ir­hugað hluta­fjár­út­boð·.

Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelandair Group, segir í til­kynn­ing­unni að þau hafi lagt allt kapp á að ná samn­ingum við Flug­freyju­fé­lag Íslands und­an­farnar vikur og mán­uði. „Með þessum samn­ingi gengum við eins langt og mögu­legt var til að koma til móts við samn­inga­nefnd FFÍ. Þessi samn­ingur hefði tryggt ein bestu kjör fyrir störf flug­freyja og flug­þjóna sem þekkj­ast á alþjóða­mark­aði en á sama tíma aukið sam­keppn­is­hæfni félags­ins til fram­tíð­ar. Þetta eru því mikil von­brigði. Nú verðum við að skoða þá mögu­leika sem eru í stöð­unni og munum gera það hratt og örugg­lega. Það hvílir mikil ábyrgð á okkur sem stjórna félag­inu að tryggja rekstr­ar­grund­völl þess til fram­tíðar og þar með verð­mæti fyrir þjóð­ar­búið og mik­il­væg störf, þar á meðal störf flug­freyja og flug­þjóna.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Krefur yfirvöld um betri upplýsingar um faraldurinn á erlendum tungum
„Við erum ekki öll almannavarnir ef upplýsingarnar ná ekki til okkar allra,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir í bréfi til forsætisráðherra, þar sem þess er krafist að bætt verði úr upplýsingamiðlun um faraldurinn til aðfluttra íbúa á Íslandi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun var nýlega selt til erlendra eigenda. Ábyrgð á mögulegum blekkingum fortíðar situr eftir hjá fyrri eigendum.
Íslandsbanki mun áfram bera ábyrgð á fjártjóni í Borgunarmálinu
Þrátt fyrir að Íslandsbanki hafi selt hlut sinn í Borgun í síðasta mánuði mun bankinn áfram bera ábyrgð á að greiða hinum ríkisbankanum, Landsbankanum, bætur ef Borgunarmálið tapast. Matsmenn í málinu telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Níu ný smit – 91 í einangrun
Níu ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær. 91 er því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun. Öll smitin greindust í rannsóknum veirufræðideildar Landspítalans.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Leita lífs og svara
Það er talað um slys. En á sama tíma liggur fyrir að spenna milli Ísraela og Hezbollah-skæruliða hefur aukist að undanförnu. Eiturgufur og ryk liggur enn yfir borginni – París Miðausturlanda – og lífs er leitað í rústunum sem og svara við því sem gerðist.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Í fyrsta sinn frá árinu 2012 fluttu fleiri erlendir ríkisborgarar af landinu en til þess
Þegar mest lét starfaði rúmur fjórðungur erlends vinnuafls í ferðaþjónustu en almennt atvinnuleysi erlendra ríkisborgara hérlendis var 18,5 prósent í júní síðastliðnum. Á árunum eftir hrun fækkaði erlendum ríkisborgurum sem búsettir voru hér á landi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Viðskipti með hlutabréf lækkuðu um 60 prósent milli ára
Mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel í nýliðnum mánuði en flest viðskipti voru með hlutabréf í Icelandair.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur segir „komið að stjórnvöldum“ að taka ákvarðanir
Við þurfum að læra að lifa með kórónuveirunni næstu mánuði og jafnvel ár og því er komið að hafa sjónarmið annarra en sóttvarnalæknis í ákvarðanatöku. „Ég held að það sé komið að stjórnvöldum að koma meira inn í það,“ segir Þórólfur Guðnason.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Það verður ekkert Reykjavíkurmaraþon í ár.
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka aflýst
Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka, sem fram átti að fara 22. ágúst, hefur verið aflýst. Allar skráningar í hlaupið verða færðar fram um eitt ár, en þeir sem þess óska geta fengið endurgreiðslu.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent