WHO viðurkennir hættu á smiti í lofti

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur brugðist við opnu bréfi yfir 200 vísindamanna sem kalla eftir endurskoðun leiðbeininga WHO um að nýja kórónuveiran geti borist í lofti og smitast manna á milli.

Ef veiran getur borist í lofti þarf mögulega að hvetja til þess að  nota andlitsgrímur á mannmörgum stöðum og í lokuðum rýmum.
Ef veiran getur borist í lofti þarf mögulega að hvetja til þess að nota andlitsgrímur á mannmörgum stöðum og í lokuðum rýmum.
Auglýsing

Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin (WHO) við­ur­kennir að rann­sóknir séu farnar að benda til þess að nýja kór­ónu­veiran, SAR­S-CoV-2, geti borist í örsmáum ögnum í lofti. Ekki sé hægt að úti­loka að veiran smit­ist manna á milli með þessum hætti á mann­mörg­um, lok­uðum eða illa loft­ræstum stöð­um. Ef frek­ari stað­fest­ing fæst á fyr­ir­liggj­andi rann­sóknum er mögu­legt að leið­bein­ingum WHO um smit­leiðir inn­an­dyra verði breytt.

Þetta sagði Bene­detta Allegranzi, sér­fræð­ingur tækni­mála hjá WHO, á blaða­manna­fundi stofn­un­ar­innar í gær. Benti hún á að stöðugt væri verið að kom­ast að fleiru varð­andi nýju veiruna. „Ég tel að við þurfum að vera opin fyrir þessum vís­bend­ingum og opin fyrir því hvernig smit gætu borist með þessum hætti og grípa til fyr­ir­byggj­andi aðgerða í kjöl­far­ið.“

Auglýsing

239 vís­inda­menn skrif­uðu grein í vís­inda­tíma­ritið Clin­ical Infect­i­ous Dise­a­ses í fyrra­dag þar sem sagði að „mark­tækur mögu­leiki“ væri á því að anda að sér veiru í örsmáum ögnum sem geta borist úr stuttri vega­lengd en líka um nokkra metra. Vildu vís­inda­menn­irnir að WHO myndi bregð­ast við með því að ráð­leggja ný for­varn­ar­við­mið í ljósi þessa. 

WHO hefur hingað til sagt að veiran ber­ist helst manna á milli með drop­um, t.d. þegar fólk sýkt af veirunni hnerrar eða hóst­ar. Vís­bend­ingar um að hún geti borist í lofti hafa komið fram í margar vikur og vildu vís­inda­menn­irnir að WHO tæki þær til alvar­legrar skoð­un­ar. „Við vildum að þeir tækju mark á sönn­un­ar­gögn­un­um,“ sagði Jose Jimenez, efna­fræð­ingur við háskól­ann í Colorado og einn úr hópi vís­inda­mann­anna sem birti grein­ina. 

„Þetta er alls ekki árás á WHO. Þetta er vís­inda­leg rök­ræða en okkur fannst við þurfa að gera þetta opin­bert því [WHO] neit­aði að hlusta á rökin þrátt fyrir margar sam­ræð­ur,“ heldur Jimenez áfram í við­tali við Reuter­s-frétta­stof­una.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun var nýlega selt til erlendra eigenda. Ábyrgð á mögulegum blekkingum fortíðar situr eftir hjá fyrri eigendum.
Íslandsbanki mun áfram bera ábyrgð á fjártjóni í Borgunarmálinu
Þrátt fyrir að Íslandsbanki hafi selt hlut sinn í Borgun í síðasta mánuði mun bankinn áfram bera ábyrgð á að greiða hinum ríkisbankanum, Landsbankanum, bætur ef Borgunarmálið tapast. Matsmenn í málinu telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Níu ný smit – 91 í einangrun
Níu ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær. 91 er því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun. Öll smitin greindust í rannsóknum veirufræðideildar Landspítalans.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Leita lífs og svara
Það er talað um slys. En á sama tíma liggur fyrir að spenna milli Ísraela og Hezbollah-skæruliða hefur aukist að undanförnu. Eiturgufur og ryk liggur enn yfir borginni – París Miðausturlanda – og lífs er leitað í rústunum sem og svara við því sem gerðist.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Í fyrsta sinn frá árinu 2012 fluttu fleiri erlendir ríkisborgarar af landinu en til þess
Þegar mest lét starfaði rúmur fjórðungur erlends vinnuafls í ferðaþjónustu en almennt atvinnuleysi erlendra ríkisborgara hérlendis var 18,5 prósent í júní síðastliðnum. Á árunum eftir hrun fækkaði erlendum ríkisborgurum sem búsettir voru hér á landi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Viðskipti með hlutabréf lækkuðu um 60 prósent milli ára
Mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel í nýliðnum mánuði en flest viðskipti voru með hlutabréf í Icelandair.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur segir „komið að stjórnvöldum“ að taka ákvarðanir
Við þurfum að læra að lifa með kórónuveirunni næstu mánuði og jafnvel ár og því er komið að hafa sjónarmið annarra en sóttvarnalæknis í ákvarðanatöku. „Ég held að það sé komið að stjórnvöldum að koma meira inn í það,“ segir Þórólfur Guðnason.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Það verður ekkert Reykjavíkurmaraþon í ár.
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka aflýst
Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka, sem fram átti að fara 22. ágúst, hefur verið aflýst. Allar skráningar í hlaupið verða færðar fram um eitt ár, en þeir sem þess óska geta fengið endurgreiðslu.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason sýna hér hvað tveir metrar eru um það bil langir.
Víðir: Rýmisgreind fólks er mismunandi
Meirihluti þeirra sem sýkst hefur af COVID-19 síðustu daga er ungt fólk. Landlæknir segir engan vilja lenda í því að sýkja aðra og biðlar til ungs fólks og aðstandenda þeirra að skerpa á sóttvarnarreglum.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent