Sjö hafa sótt um tvö laus embætti dómara við Landsrétt, að því er fram kemur á vef Stjórnarráðsins í dag. Þann 19. júní 2020 auglýsti dómsmálaráðuneytið laus til umsóknar tvö embætti dómara við Landsrétt og rann umsóknarfrestur út þann 6. júlí síðasliðinn.
Umsækjendur um embættin eru:
- Ástráður Haraldsson, héraðsdómari
- Hildur Briem, héraðsdómari
- Jóhannes Rúnar Jóhannsson, lögmaður
- Jón Höskuldsson, héraðsdómari
- Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari
- Ragnheiður Bragadóttir, dómari við Landsrétt
- Stefán Geir Þórisson, lögmaður
Auglýsing
Skipað verður í embættin hið fyrsta eftir að dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómaraembætti hefur lokið störfum, segir á vef Stjórnarráðsins.