Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni

Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir telur óráð­legt að rýmka reglur um hámarks­fjölda á sam­komum á næst­unni. Í dag er 500 manns leyfi­legt að koma saman og telur sótt­varna­læknir lík­legt að hann muni mæla með óbreyttum fjölda út ágúst. Hins vegar segir hann til skoð­unar að rýmka opn­un­ar­tíma vín­veit­inga­staða um næstu mán­aða­mót: Þeim er nú heim­ilt að hafa opið til klukkan 23.Ekk­ert inn­an­lands­smit hefur greinst hér á landi í heila viku. Frá 15. júní, er landamæra­skimun hóf­st,  hafa tæp­lega 25 þús­und far­þegar verið skimað­ir. Tólf hafa greinst með virkt smit og beðið er eftir mótefna­mæl­ingu hjá tveim­ur. Tæp­lega fimm­tíu hafa greinst með gam­alt smit og því ekki taldir smit­andi.Ell­efu inn­an­lands­smit hafa greinst frá 15. júní og öll tengj­ast þau ferða­mönnum sem hingað hafa komið með veiruna.  Á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag sagði sótt­varna­læknir að ennþá væri því mjög lítið smit til staðar í sam­fé­lag­inu. Tek­ist hefði að upp­ræta smit sem komu upp í tengslu við komu ferða­mann­anna.

Auglýsing


Þórólfur sagði að áfram verði lögð áhersla á skimun við landa­mær­in. „Við munum halda áfram á sömu braut.“Hann fór svo yfir gagn­rýni sem komið hefur frá lækn­um, m.a. á Land­spít­al­an­um, á landamæra­skimun­ina. Sagði hann mál­efna­lega gagn­rýni af hinu góða og að hún væri hjálp­leg.Gagn­rýnin hefur að sögn Þór­ólfs verið marg­vís­leg og ekki eins­leit. Því sé erfitt að átta sig á hvort um eina rödd sé að ræða eða fleiri. Sagði hann meg­in­gagn­rýn­ina vera þá að nið­ur­stöður skimun­ar­innar gæfu til­efni til að hætta henni. Því væri hann ekki sam­mála.„Ef við hefðum ekki gert þetta þá hefðum við ekki vit­að ­neitt. Ekki vitað hvort það væru margir eða fáir [smit­að­ir] eða hvern­ig ­staðan væri og þá hefðum við haldið áfram að þrasa og ríf­ast um það án þess að hafa nokkra vit­neskju í hand­rað­an­um. Ég held að þetta sé ómet­an­leg­t.“Dæmin sýni að illa hefði getað farið ef ekki hefði verið ski­mað. Við skimun­ina hafi feng­ist þekk­ing sem yrði notuð til að taka ákvarð­anir um breyttar áherslur í fram­tíð­inn­i.  „Við viljum halda áfram skimun út júlí og sjá hvort og hvaða ferða­menn eru að bera með sér veiruna.“ Til greina komi svo að hætta að skima fólk sem er að koma frá ákveðnum lönd­um.

Fjarri öllu lagiÞórólfur sagði að ein­hverjir hafi sagt að kostn­aður sem falli á Land­spít­al­ann vegna skim­an­anna hlaupi á   millj­örð­um. „Þetta er tala sem er fjarri öllu lag­i.“ Hann sagði kostnað spít­al­ans fyrst og fremst fel­ast í upp­færslu tækja­bún­aðar sem hafi verið tíma­bær fyrir löngu.Þeirri gagn­rýni að það væri ekki hlut­verk spít­al­ans að taka þátt í skimunum á ein­kenna­lausum ein­stak­lingum vís­aði Þórólfur í reglur um að rann­sókn­ar­stofur spít­al­ans hafi hlut­verki að gegna fyrir landið allt. Einnig beri að stunda skimun fyrir smit­sjúk­dómum sem hafi þýð­ingu fyrir almanna­heill. „Al­rangt“ væri að halda því fram að það sé ekki hlut­verk Land­spít­al­ans að taka þátt í þessum aðgerð­um. „Ým­is­legt í gagn­rýni lækna á Land­spít­ala er rétt­mætt en annað er bein­línis rang­t.“Einnig minnti sótt­varna­læknir á að frá og með 13. júlí verða Íslend­ingar og aðrir búsettir hér að fara í skimun við kom­una eins og nú er en svo í það sem kallað er „heim­komusmit­gát“ – sem er ákveðin útfærsla á sótt­kví – í 4-6 daga. Að þeim tíma loknum verður fólki boðið í aðra sýna­töku og ef nið­ur­staðan er nei­kvæð „eru ein­stak­lingar frjálsir ferða sinna,“ sagði Þórólf­ur.  Þetta er að hans sögn gert til að tryggja að ein­stak­lingar sem fá nei­kvæða nið­ur­stöðu úr skimun séu ekki raun­veru­lega smit­aðir og geti smitað aðra eins og þegar hefur gerst.Hins vegar sé ekki talin þörf á því að beita tvö­faldri skimun á hinn almenna ferða­menn, ekki frekar en var gert í mars og apr­íl. „Í mínum huga verður skimun á landa­mærum ennþá mik­il­væg í hlut­verki okkar að reyna að lág­marka áhætt­una á frek­ari far­aldri COVID-19. [...] Við erum að beita öllum ráðum í bók­inni til að lág­marka það að smit breið­ist út hér inn­an­lands.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rúllustigarnir eru enn tómir. En listaverkin eru komin á sinn stað.
Loksins – eftir 13 ára seinkun
Þegar tilkynnt var um byggingu nýs flugvallar og flugstöðvar í Berlín árið 1996 átti framkvæmdum að ljúka árið 2007. Nú hillir undir að hann verði tekinn í notkun, þrettán árum á eftir áætlun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Atli Viðar Thorstensen
Hamfarasprengingar í Beirút
Kjarninn 8. ágúst 2020
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent