„Við þurfum fleiri ferðamenn“

Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.

Auglýsing
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.

Aldís Haf­steins­dótt­ir, for­maður Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga og bæj­ar­stjóri Hvera­gerð­is, segir bæinn þurfa að fá fleiri ferða­menn til að milda það efna­hags­á­fall sem sveit­ar­fé­lögin hafa orðið fyr­ir. Enn fremur telur hún Hvera­gerði geta tekið á móti fleiri ferða­mönnum með öruggum hætti og veltir því upp hvort hægt sé að breyta fyr­ir­komu­lagi skim­ana á Kefla­vík­ur­flug­velli. 

Aldís var gestur í Viku­lok­unum á Rás 1 fyrr í dag, ásamt Ara Skúla­syni hag­fræð­ingi hjá Lands­bank­anum og Skapta Erni Ólafs­syni upp­lýs­inga­full­trúa Sam­taka ferða­þjón­ust­unnar (SAF).

Skapti segir ferða­þjón­ust­una kalla eftir því að áformum um breyt­ingar á skimunum fyrir komu­far­þega í Leifs­stöð verði flýtt.

Sam­kvæmt honum hafa Íslend­ingar ekki gefið neinn afslátt þegar kemur að sótt­vörnum í COVID- far­aldr­in­um, en mik­il­vægt væri að huga að efna­hags­málum líka. Verði komur ferða­manna tak­mark­aðar enn frekar til lands­ins færum við í enn dýpri efna­hagslægð, sem gæti líka haft heilsu­fars­leg vanda­mál, að mati Skapta.

Auglýsing

Aldís tekur í sama streng og Skapti og segir Hvera­gerði hafi orðið af miklum tekjum vegna færri ferða­manna. „Við þurfum að fá fleiri ferða­menn. Efna­hagur okkar hefur byggt á þessu og við teljum að við getum tekið á móti þeim með öruggum hætti. Smitin eru ekki í stórum mæli greini­lega, þannig að það er spurn­ing hvort við getum ekki spítt aðeins í,“ segir Aldís.

Hún bætir þó við að íslenskum ferða­mönnum um bæj­ar­fé­lagið hafi fjölgað á und­an­förnum vik­um, sem sjá mætti með auk­inni umferð um helg­ar. Hins vegar dugi það ekki til að veita fólki í rekstri í ferða­þjón­ust­unni við­eig­andi stuðn­ing, þar sem 350 þús­und manna þjóð geti ekki bætt upp tap þegar tvær millj­ónir ferða­manna vant­ar. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rúllustigarnir eru enn tómir. En listaverkin eru komin á sinn stað.
Loksins – eftir 13 ára seinkun
Þegar tilkynnt var um byggingu nýs flugvallar og flugstöðvar í Berlín árið 1996 átti framkvæmdum að ljúka árið 2007. Nú hillir undir að hann verði tekinn í notkun, þrettán árum á eftir áætlun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Atli Viðar Thorstensen
Hamfarasprengingar í Beirút
Kjarninn 8. ágúst 2020
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent