„Við þurfum fleiri ferðamenn“

Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.

Auglýsing
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.

Aldís Haf­steins­dótt­ir, for­maður Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga og bæj­ar­stjóri Hvera­gerð­is, segir bæinn þurfa að fá fleiri ferða­menn til að milda það efna­hags­á­fall sem sveit­ar­fé­lögin hafa orðið fyr­ir. Enn fremur telur hún Hvera­gerði geta tekið á móti fleiri ferða­mönnum með öruggum hætti og veltir því upp hvort hægt sé að breyta fyr­ir­komu­lagi skim­ana á Kefla­vík­ur­flug­velli. 

Aldís var gestur í Viku­lok­unum á Rás 1 fyrr í dag, ásamt Ara Skúla­syni hag­fræð­ingi hjá Lands­bank­anum og Skapta Erni Ólafs­syni upp­lýs­inga­full­trúa Sam­taka ferða­þjón­ust­unnar (SAF).

Skapti segir ferða­þjón­ust­una kalla eftir því að áformum um breyt­ingar á skimunum fyrir komu­far­þega í Leifs­stöð verði flýtt.

Sam­kvæmt honum hafa Íslend­ingar ekki gefið neinn afslátt þegar kemur að sótt­vörnum í COVID- far­aldr­in­um, en mik­il­vægt væri að huga að efna­hags­málum líka. Verði komur ferða­manna tak­mark­aðar enn frekar til lands­ins færum við í enn dýpri efna­hagslægð, sem gæti líka haft heilsu­fars­leg vanda­mál, að mati Skapta.

Auglýsing

Aldís tekur í sama streng og Skapti og segir Hvera­gerði hafi orðið af miklum tekjum vegna færri ferða­manna. „Við þurfum að fá fleiri ferða­menn. Efna­hagur okkar hefur byggt á þessu og við teljum að við getum tekið á móti þeim með öruggum hætti. Smitin eru ekki í stórum mæli greini­lega, þannig að það er spurn­ing hvort við getum ekki spítt aðeins í,“ segir Aldís.

Hún bætir þó við að íslenskum ferða­mönnum um bæj­ar­fé­lagið hafi fjölgað á und­an­förnum vik­um, sem sjá mætti með auk­inni umferð um helg­ar. Hins vegar dugi það ekki til að veita fólki í rekstri í ferða­þjón­ust­unni við­eig­andi stuðn­ing, þar sem 350 þús­und manna þjóð geti ekki bætt upp tap þegar tvær millj­ónir ferða­manna vant­ar. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja Alfreðsdóttir
Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum
Kjarninn 27. október 2020
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson. Einnig kallaður Júllinn.
Lögreglurannsókn hafin vegna COVID-smita á frystitogaranum
Ákveðið hefur verið að hefja lögreglurannsókn vegna atburða í kjölfar smitanna á Júlíusi Geirmundssyni. Enginn hefur stöðu sakbornings þessa stundina.
Kjarninn 26. október 2020
Kristbjörn Árnason
Þetta er ekki bara harka og grimmd, heldur sérstök heimska.
Leslistinn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent