Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir

Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.

Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Auglýsing

Flóða­varna­kerfi Feney­inga var prófað nú í vik­unni en nokkrir mán­uðir eru síðan eitt mesta flóð í sögu borg­ar­innar olli þar miklum skemmd­um. Mark­mið prófan­anna var að sýna íbúum Fen­eyja styrk kerf­is­ins að því er fram kemur í frétt Reuters en flóða­varna­kerf­inu er ætlað að hindra flæði sjávar úr Adría­hafi inn í Fen­eyja­lón­ið. Fram­kvæmdin er mörgum árum á eftir áætlun og kostn­að­ur­inn er orð­inn mun meiri en áætl­anir gerðu ráð fyr­ir. Sögu flóða­varna­kerf­is­ins má rekja aftur til árs­ins 1966. Eftir verstu flóð sem gengið hafa yfir borg­ina fólu ítölsk yfir­völd verk­fræð­ingum að hanna lausn sem myndi verja borg­ina fyrir flóð­um. Vinna hófst við gerð flóða­varna­kerf­is­ins árið 2003 og átti það að vera til­búið árið 2011.Auglýsing

Vanda­málin hafa hrúg­ast upp í kringum fram­kvæmd­ina. Spill­ing, umfram­keyrsla og seink­anir á seink­anir ofan. Upp­haf­lega var gert ráð fyrir að fram­kvæmdin myndi kosta 1,6 millj­arða evra en nú er áætlað að kostn­aður muni nema 5,5 millj­örðum evra. Spill­ingin í kringum fram­kvæmd­ina er slík að í tengslum við hana hafa tugir emb­ætt­is­manna verið hand­teknir sam­kvæmt frétt BBC.Flóða­varna­kerfið virkar þannig að þegar von er á að flóð fari yfir fyrir fram ákveðna hæð þá lokar kerfið fyrir inn­göngu­leiðir sjávar úr Adría­hafi inn í Fen­eyja­lón­ið. Upp úr haf­inu rísa 78 flekar sem mynda stíflur og loka lón­inu þannig að yfir­borð lóns­ins verður ekki það hátt að það valdi flóð­um. Nú er gert ráð fyrir að stífl­urnar verði til­búnar á næsta ári.Síð­asta stór­flóð gekk yfir borg­ina í nóv­em­ber í fyrra en það var það næst­hæsta í sögu borg­ar­inn­ar. Ein­ungis flóðið sem gekk yfir borg­ina árið 1966 var hærra, flóðið sem kom fram­kvæmd­inni af stað.Flóðin í Fen­eyjum eru árs­tíða­bundin og því geta íbúar búist við flóðum allt frá hausti og fram á vor. Hægt er að fylgj­ast með flóða­spá líkt og veð­ur­spá og þannig gert ráð­staf­anir ef þarf. Sú spá nær aðeins nokkra daga fram í tím­ann og því ómögu­legt að segja til um hvort næsta stór­flóð gangi yfir borg­ina í haust eða eftir 20 ár.Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Óskað eftir heimild fyrir ríkissjóð til að taka allt að 360 milljarða króna lán í erlendri mynt
Heildarskuldir ríkissjóðs verða 1.251 milljarðar króna um komandi áramót, eða 431 milljarði króna hærri en lagt var upp með á fjárlögum ársins 2020. Vextir hafa hins vegar lækkað mikið á árinu og vaxtagjöld hafa hlutfallslega hækkað mun minna en skuldir.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 27. þáttur: Konungdæmið í norðri
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Aðgerðir fyrir fólk – staðreyndir skipta máli
Kjarninn 26. nóvember 2020
„Látum Amazon borga“
Starfsmenn Amazon munu á svörtum föstudegi efna til mótmæla og jafnvel verkfalla á starfsstöðvum Amazon víða um heim. Alþýðusamband Íslands er orðið þátttakandi í alþjóðlegri herferð undir yfirskriftinni „Látum Amazon borga“.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Togarinn Júlíus Geirmundsson.
Skipstjórnarmenn hjá Samherja segjast „án málsvara og stéttarfélags“
Sautján skipstjórar og stýrimenn hjá Samherja gagnrýna eigið stéttarfélag harðlega fyrir að hafa staðið að lögreglukæru á hendur skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar og segja umfjöllun um málið gefa ranga mynd af lífinu til sjós.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“
Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiErlent