Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir

Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.

Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Auglýsing

Flóðavarnakerfi Feneyinga var prófað nú í vikunni en nokkrir mánuðir eru síðan eitt mesta flóð í sögu borgarinnar olli þar miklum skemmdum. Markmið prófananna var að sýna íbúum Feneyja styrk kerfisins að því er fram kemur í frétt Reuters en flóðavarnakerfinu er ætlað að hindra flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið. Framkvæmdin er mörgum árum á eftir áætlun og kostnaðurinn er orðinn mun meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. 


Sögu flóðavarnakerfisins má rekja aftur til ársins 1966. Eftir verstu flóð sem gengið hafa yfir borgina fólu ítölsk yfirvöld verkfræðingum að hanna lausn sem myndi verja borgina fyrir flóðum. Vinna hófst við gerð flóðavarnakerfisins árið 2003 og átti það að vera tilbúið árið 2011.


Auglýsing

Vandamálin hafa hrúgast upp í kringum framkvæmdina. Spilling, umframkeyrsla og seinkanir á seinkanir ofan. Upphaflega var gert ráð fyrir að framkvæmdin myndi kosta 1,6 milljarða evra en nú er áætlað að kostnaður muni nema 5,5 milljörðum evra. Spillingin í kringum framkvæmdina er slík að í tengslum við hana hafa tugir embættismanna verið handteknir samkvæmt frétt BBC.


Flóðavarnakerfið virkar þannig að þegar von er á að flóð fari yfir fyrir fram ákveðna hæð þá lokar kerfið fyrir inngönguleiðir sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið. Upp úr hafinu rísa 78 flekar sem mynda stíflur og loka lóninu þannig að yfirborð lónsins verður ekki það hátt að það valdi flóðum. Nú er gert ráð fyrir að stíflurnar verði tilbúnar á næsta ári.


Síðasta stórflóð gekk yfir borgina í nóvember í fyrra en það var það næsthæsta í sögu borgarinnar. Einungis flóðið sem gekk yfir borgina árið 1966 var hærra, flóðið sem kom framkvæmdinni af stað.


Flóðin í Feneyjum eru árstíðabundin og því geta íbúar búist við flóðum allt frá hausti og fram á vor. Hægt er að fylgjast með flóðaspá líkt og veðurspá og þannig gert ráðstafanir ef þarf. Sú spá nær aðeins nokkra daga fram í tímann og því ómögulegt að segja til um hvort næsta stórflóð gangi yfir borgina í haust eða eftir 20 ár.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Aur lumar á góðri lífslausn
Kjarninn 14. maí 2021
Meira úr sama flokkiErlent