Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic

Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.

icelandair
Auglýsing

Icelandair hefur und­ir­ritað samn­ing við lett­neska flug­fé­lagið air­Baltic um sam­merkt flug félag­anna. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá félag­inu í dag.

Þar segir að um sé að ræða sam­starfs­samn­ing sem felur í sér að bæði flug­fé­lögin geti selt og gefið út flug­miða hvort hjá öðru. Þannig geti við­skipta­vinir Icelandair keypt einn far­seðil frá Íslandi eða Banda­ríkj­unum til áfanga­staða air­Baltic í Eystra­salts­ríkj­unum og Aust­ur-­Evr­ópu. Á móti geti við­skipta­vinir air­Baltic keypt miða til Íslands og yfir hafið til áfanga­staða Icelandair í Norð­ur­-Am­er­íku.

Auglýsing

Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, segir í til­kynn­ing­unni að með því að tengja leiða­kerfi Icelandair við air­Baltic bjóði þau við­skipta­vinum aukna val­mögu­leika þegar kemur að teng­ingum í Eystra­salts­ríkj­unum og Aust­ur-­Evr­ópu. „Á móti geta við­skipta­vinir air­Baltic nýtt sér mik­il­vægar teng­ingar til Íslands og yfir hafið til fjölda áfanga­staða okkar í Norður Amer­íku. Sam­starfið styrkir Kefla­vík­ur­flug­völl sem tengi­m­ið­stöð og styður við fjölgun ferða­manna,” segir hann.

Martin Gauss, for­stjóri air­Balt­ic, segir við sama til­efni það vera „sönn ánægja að gera sam­starfs­samn­ing við öfl­ugt félag á borð við Icelanda­ir. Sam­starf félag­anna eykur val­mögu­leika við­skipta­vina á flugi til Eystra­salts­ríkj­anna og með flugi í gegnum Riga til Búda­pest, Prag, Var­sjá og fleiri áfanga­staða. Við hlökkum til sam­starfs­ins við Icelandair sem mun gera við­skipta­vinum okkar aukna mögu­leika á ferða­lögum víða um heim.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Atli Viðar Thorstensen
Hamfarasprengingar í Beirút
Kjarninn 8. ágúst 2020
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent