Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“

„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.

(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auglýsing

Hópur 83 manna, sem eru í hópi þeirra rík­ustu í heimi, hvetja rík­is­stjórnir til að hækka til fram­búðar skatta á þá sjálfa og aðra auð­kýf­inga til að ýta undir bata hag­kerf­is­ins vegna COVID-19.Meðal þeirra sem rita nafn sitt undir hvatn­ing­una er stofn­andi ísris­ans Ben and Jerry’s, Jerry Green­fi­eld, og Abigail Dis­ney, einn af erf­ingjum Dis­ney-veld­is­ins. Í opnu bréfi, sem m.a. hefur verið birt í breska dag­blað­inu Guar­di­an, hvetja þau rík­is­stjórnir til að „hækka skatta á fólk eins og okk­ur. Strax. Umtals­vert. Til fram­búð­ar“.Í bréf­inu segir að í far­aldri COVID-19 leiki „millj­óna­mær­ingar eins og við gegna lyk­il­hlut­verk í því að græða heim­inn. Nei, við erum ekki þau sem hjúkra sjúkum á gjör­gæslu­deild­um. Við erum ekki þau sem keyra sjúkra­bíl­ana sem flytja þá sjúku á sjúkra­hús. Við erum ekki þau sem raða mat­vælum í poka sem sendir eru heim til fólks. En við eigum pen­inga, mikið af þeim. Pen­inga sem gríð­ar­leg þörf er nú fyrir sem og næstu árin á meðan heim­ur­inn er að jafna sig af þessum ham­för­u­m.“

Auglýsing


Auð­manna­hóp­ur­inn varar við því að efna­hags­leg áhrif far­ald­urs­ins muni vara í ára­tugi sem gæti orðið til þess að ýta hálfum millj­arði manna fram af brún­inni og í fátækt.Meðal þeirra sem rita nafn sitt undir bréfið er Stephen Tindall, annar rík­asti maður Nýja-­Sjá­lands, og breski hand­rits­höf­und­ur­inn  og leik­stjór­inn Ric­hard Curt­is. Einnig ritar írski fjár­festir­inn John O’Farrell, nafn sitt undir bréfið en hann hefur verið umfangs­mik­ill í fjár­fest­ingum í tækni­geir­an­um.„Vanda­málin sem COVID-19 hefur skapað og líka þau sem far­ald­ur­inn hefur afhjúpað verða ekki leyst með góð­gerðum – sama hversu veg­legar þær eru. Leið­togar rík­is­stjórna verða að taka þá ábyrgð að hækka útgjöld sem þarf og útbýta þeim með rétt­látum hætt­i,“ segir í bréf­inu. „Við stöndum í mik­illi þakk­ar­skuld við þá sem staðið hafa í fram­lín­unni í bar­átt­unni. Flest fram­línu­fólkið er lág­launa­fólk en þarf að bera byrð­arn­ar.“Bréf auð­mann­anna er birt í aðdrag­anda G20-ráð­stefn­unnar en til hennar mæta fjár­mála­ráð­herrar stærstu iðn­ríkja heims sem og seðla­banka­stjórar þeirra ríkja. Í bréf­inu eru stjórn­mála­menn hvattir til að taka á mis­rétti sem á sér stað á alþjóða­vísu og við­ur­kenna að skatta­hækk­anir á hina ríku eru nauð­syn­legur hluti af lausn­inni til lang­frama.Í frétt Guar­dian um málið segir að fjöldi ofur­ríkra ein­stak­linga í heim­inum haldi áfram aukast þrátt fyrir far­aldur kór­ónu­veirunn­ar. Sem dæmi hafi auð­æfi Jeff Bezos, stofn­anda Amazon og rík­asta manns ver­ald­ar, auk­ist um 75 millj­arða Banda­ríkja­dala í ár. Hans auður er nú met­inn á 189 millj­arða dala. Bezos hefur látið 100 millj­ónir dala af hendi rakna vegna far­ald­urs­ins. Það er innan við 0,1 pró­sent af öllum hans auði.Yfir hálf milljón manna í heim­inum er í hópi ofur­ríkra. Til að kom­ast í þann hóp þarf við­kom­andi að eiga meira en 30 millj­ónir dala.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Atli Viðar Thorstensen
Hamfarasprengingar í Beirút
Kjarninn 8. ágúst 2020
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent