„Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“

Formaður Eflingar hefur gert kröfu á stjórnvöld og stílað á fimm ráðuneyti. Hún vill að þau standi við gefin loforð um að heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, hefur gert kröfu á stjórn­völd, og birt á Face­book, um að þau standi við gefin lof­orð. Hún bendir á að krafan sé upp­sett eins og hefð­bundin krafa frá félag­inu – og segir hún að frá Efl­ingu séu sendar hund­ruð slíkra krafna um van­goldin laun á ári hverju fyrir hönd félags­fólks þeirra.

Á síð­asta ári fóru frá Efl­ingu 700 kröfur upp á meira en 345 millj­ónir króna, að því er fram kemur í færslu Sól­veigar Önnu. Hún segir enn fremur að verka­lýðs­fé­lög um land allt sendi einnig „út enda­laust af kröfum fyrir sitt fólk“.

Hún stílar kröf­una á for­sæt­is­ráðu­neyt­ið, dóms­mála­ráðu­neyt­ið, félags­mála­ráðu­neyt­ið, atvinnu- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið og fjár­mála­ráðu­neyt­ið.

Auglýsing

„Vissuð þið að á ári hverju er hund­ruðum millj­óna stolið af félags­fólki Efl­ing­ar; van­goldin laun, orlof, des­em­ber­upp­bót, orlofs­upp­bót og svo fram­vegis sem fólk á inni fyrir sína unnu vinnu látið hverfa í vasa atvinnu­rek­and­ans?

Vissuð þið að það er ekki refsi­vert á Íslandi að stela launum af vinnu­afl­inu?

Vissuð þið að eitt af lof­orðum stjórn­valda vegna hins svo­kall­aða Lífs­kjara­samn­ings var að „heim­ildir til refs­inga yrðu aukn­ar, í sam­ráði við aðila vinnu­mark­að­ar­ins, ef atvinnu­rek­andi brýtur gegn lág­marks­kjörum launa­manns“?

Vissuð þið að ekk­ert bólar á því að þetta lof­orð verði upp­fyllt?“ spyr Sól­veig Anna.

Hafa heyrt ótal sögur um sví­virði­lega fram­komu

Í bréf­inu til ráðu­neyt­anna segir að þau hjá Efl­ingu hafi heyrt ótal sögur um og séð fjölda sann­ana fyrir algjör­lega sví­virði­legri fram­komu fólks sem ræður annað fólk í vinnu en sjái samt ekki ástæðu til að standa skil á launa­greiðsl­um.

Hér fyrir neðan má lesa kröf­una í heild sinni.

Bréf Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Krefur yfirvöld um betri upplýsingar um faraldurinn á erlendum tungum
„Við erum ekki öll almannavarnir ef upplýsingarnar ná ekki til okkar allra,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir í bréfi til forsætisráðherra, þar sem þess er krafist að bætt verði úr upplýsingamiðlun um faraldurinn til aðfluttra íbúa á Íslandi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun var nýlega selt til erlendra eigenda. Ábyrgð á mögulegum blekkingum fortíðar situr eftir hjá fyrri eigendum.
Íslandsbanki mun áfram bera ábyrgð á fjártjóni í Borgunarmálinu
Þrátt fyrir að Íslandsbanki hafi selt hlut sinn í Borgun í síðasta mánuði mun bankinn áfram bera ábyrgð á að greiða hinum ríkisbankanum, Landsbankanum, bætur ef Borgunarmálið tapast. Matsmenn í málinu telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Níu ný smit – 91 í einangrun
Níu ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær. 91 er því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun. Öll smitin greindust í rannsóknum veirufræðideildar Landspítalans.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Leita lífs og svara
Það er talað um slys. En á sama tíma liggur fyrir að spenna milli Ísraela og Hezbollah-skæruliða hefur aukist að undanförnu. Eiturgufur og ryk liggur enn yfir borginni – París Miðausturlanda – og lífs er leitað í rústunum sem og svara við því sem gerðist.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Í fyrsta sinn frá árinu 2012 fluttu fleiri erlendir ríkisborgarar af landinu en til þess
Þegar mest lét starfaði rúmur fjórðungur erlends vinnuafls í ferðaþjónustu en almennt atvinnuleysi erlendra ríkisborgara hérlendis var 18,5 prósent í júní síðastliðnum. Á árunum eftir hrun fækkaði erlendum ríkisborgurum sem búsettir voru hér á landi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Viðskipti með hlutabréf lækkuðu um 60 prósent milli ára
Mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel í nýliðnum mánuði en flest viðskipti voru með hlutabréf í Icelandair.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur segir „komið að stjórnvöldum“ að taka ákvarðanir
Við þurfum að læra að lifa með kórónuveirunni næstu mánuði og jafnvel ár og því er komið að hafa sjónarmið annarra en sóttvarnalæknis í ákvarðanatöku. „Ég held að það sé komið að stjórnvöldum að koma meira inn í það,“ segir Þórólfur Guðnason.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Það verður ekkert Reykjavíkurmaraþon í ár.
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka aflýst
Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka, sem fram átti að fara 22. ágúst, hefur verið aflýst. Allar skráningar í hlaupið verða færðar fram um eitt ár, en þeir sem þess óska geta fengið endurgreiðslu.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent