„Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“

Formaður Eflingar hefur gert kröfu á stjórnvöld og stílað á fimm ráðuneyti. Hún vill að þau standi við gefin loforð um að heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, hefur gert kröfu á stjórn­völd, og birt á Face­book, um að þau standi við gefin lof­orð. Hún bendir á að krafan sé upp­sett eins og hefð­bundin krafa frá félag­inu – og segir hún að frá Efl­ingu séu sendar hund­ruð slíkra krafna um van­goldin laun á ári hverju fyrir hönd félags­fólks þeirra.

Á síð­asta ári fóru frá Efl­ingu 700 kröfur upp á meira en 345 millj­ónir króna, að því er fram kemur í færslu Sól­veigar Önnu. Hún segir enn fremur að verka­lýðs­fé­lög um land allt sendi einnig „út enda­laust af kröfum fyrir sitt fólk“.

Hún stílar kröf­una á for­sæt­is­ráðu­neyt­ið, dóms­mála­ráðu­neyt­ið, félags­mála­ráðu­neyt­ið, atvinnu- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið og fjár­mála­ráðu­neyt­ið.

Auglýsing

„Vissuð þið að á ári hverju er hund­ruðum millj­óna stolið af félags­fólki Efl­ing­ar; van­goldin laun, orlof, des­em­ber­upp­bót, orlofs­upp­bót og svo fram­vegis sem fólk á inni fyrir sína unnu vinnu látið hverfa í vasa atvinnu­rek­and­ans?

Vissuð þið að það er ekki refsi­vert á Íslandi að stela launum af vinnu­afl­inu?

Vissuð þið að eitt af lof­orðum stjórn­valda vegna hins svo­kall­aða Lífs­kjara­samn­ings var að „heim­ildir til refs­inga yrðu aukn­ar, í sam­ráði við aðila vinnu­mark­að­ar­ins, ef atvinnu­rek­andi brýtur gegn lág­marks­kjörum launa­manns“?

Vissuð þið að ekk­ert bólar á því að þetta lof­orð verði upp­fyllt?“ spyr Sól­veig Anna.

Hafa heyrt ótal sögur um sví­virði­lega fram­komu

Í bréf­inu til ráðu­neyt­anna segir að þau hjá Efl­ingu hafi heyrt ótal sögur um og séð fjölda sann­ana fyrir algjör­lega sví­virði­legri fram­komu fólks sem ræður annað fólk í vinnu en sjái samt ekki ástæðu til að standa skil á launa­greiðsl­um.

Hér fyrir neðan má lesa kröf­una í heild sinni.

Bréf Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Guðmundur Ingi var kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs árið 2019.
Tveir keppast um oddvitasæti VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur tilkynnt að hann stefni á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi. Nú þegar hefur Ólafur Þór Gunnarsson tilkynnt að hann vilji fyrsta sætið.
Kjarninn 2. mars 2021
Hjálmar Sveinsson
Framtíðaráætlun fyrir Reykjavík
Kjarninn 2. mars 2021
Bóluefni Johnson & Johnson hefur fengið neyðarleyfi í Bandaríkjunum.
Aftur fjölgar dauðsföllum vestanhafs – „Vinsamlega hlustið á mig“
Framkvæmdastjóri bandarísku smitsjúkdómastofnunarinnar er uggandi yfir stöðunni á faraldrinum í landinu. Smitum og dauðsföllum hefur fjölgað á ný. Nýtt bóluefni, sem aðeins þarf að gefa einn skammt af, er rétt ókomið á markað.
Kjarninn 2. mars 2021
Fimm forvitnilegar (og covid-lausar) fréttir
Stórmerkilegur fundur í Argentínu, fugl vakinn upp frá dauðum, úlfur á landshornaflakki, „frosnar“ skjaldbökur teknar í skjól og alveg einstaklega áhugaverð mörgæs. Það er ýmislegt að frétta úr heimi dýranna.
Kjarninn 1. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent