Tengslin milli útgerðarinnar og stjórnmálaflokka verði að rofna

Fyrrverandi formaður Viðreisnar og fjármála- og efnahagsráðherra spyr hversu lengi Íslendingar eigi að láta bjóða sér óbreytt ástand.

Benedikt Jóhannesson
Benedikt Jóhannesson
Auglýsing

Bene­dikt Jóhann­es­son, fyrrum for­maður Við­reisn­ar, segir það vera úti­lokað að þjóðin fái sann­gjarnan hlut af sam­eign­inni nema rofin verði tengslin milli útgerð­ar­innar og stjórn­mála­flokk­anna – tengsl sem hafi orðið til þess að lækka veiði­gjöld og auka hagnað útgerðar­að­als­ins.

Þetta skrifar hann í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag. Hann spyr enn fremur hve lengi Íslend­ingar eigi að láta bjóða sér óbreytt ástand.

Í grein á vef­svæði Bene­dikts segir hann að núver­andi rík­is­stjórn „gæti vel staðið undir nafn­inu Sér­hags­muna­stjórn­in“. Veiði­gjald hafi verið lækkað og öllum almenn­ingi sé mis­boð­ið. Það verði aldrei sátt um kerfi sem ívilni útgerð­ar­mönnum og þegar gjald sé ákveðið af póli­tíkusum og emb­ætt­is­mönn­um.

Auglýsing

Hagn­að­ur­inn af „sam­eign­inni“ lendir allur í vasa útgerð­ar­manna og afkom­enda þeirra

Bene­dikt segir að útgerðin hafi aftur á móti á und­an­förnum árum for­herst í því að gefa ekki krónu eftir af sínum ofur­gróða og að almenn­ingur sé ekki sáttur við einka­eign á sam­eign þjóð­ar­inn­ar. Á móti sé ekki óeðli­legt að spurt sé: Hver hlúir að sam­eign og gætir þess að vel sé um hana geng­ið? 

Kvóta­kerfið með reglum um nýt­ing­ar­rétt til langs tíma stuðli að því að útgerðin fari ekki ráns­hendi um auð­lind­ina til þess að ná í skamm­tíma­hagn­að. Kerfið hafi orðið grund­völlur mik­illar hag­ræð­ingar sem að mestu hafi hafnað í vasa útgerð­ar­manna.

Það er úti­lokað að þjóðin fái sann­gjarnan hlut af sam­eign­inni nema rofin verði tengslin milli útgerð­ar­innar og...

Posted by Bene­dikt Jóhann­es­son on Wed­nes­day, July 15, 2020


„Fyrir daga kvóta­kerf­is­ins var útgerðin rekin á núlli með síend­ur­teknum geng­is­fell­ing­um, en nú er öldin önn­ur. Fólk, sem áður rak útgerð sem barð­ist í bökk­um, varð skyndi­lega auð­kýf­ingar á montjeppum með villur úti í erlendum paradís­um. Útgerð­ar­menn eru smám saman að leggja undir sig allt atvinnu­líf þjóð­ar­inn­ar. Hagn­að­ur­inn af „sam­eign­inni“ lendir allur í vasa og afkom­enda þeirra. Núver­andi stjórn­ar­flokkar vilja festa það kerfi nýrra léns­herra um alla fram­tíð,“ skrifar hann. 

„Kyrr­stöðu­flokk­arn­ir“ vilja að veiði­gjaldið sé ákveðið af stjórn­mála­mönnum

Bene­dikt gagn­rýnir rík­is­stjórn­ar­flokk­ana en hann segir að stjórn­mála­menn „kyrr­stöðu­flokk­anna í rík­is­stjórn­inni“ vilji veiði­gjald sem sé ákveðið af stjórn­mála­mönnum en taki ekki mið af mark­aði. Þeir sem mikið skulda fái afslátt. Flestum þætti það ein­kenni­leg við­skipta­að­ferð við bens­ín­dæl­una.

Ýmsir þing­menn sem á hátíð­ar­stundum kenni sig við frjálsa sam­keppni vilji alls ekki hleypa mark­aðs­öfl­unum að til þess að ákveða veiði­gjaldið sem þó sé almenn regla á Íslandi, til dæmis á húsa­leigu­mark­aði. Ekk­ert kerfi sem byggir á und­an­þágum og sér­reglum nái að upp­fylla kröfur um sann­girni. Sann­gjarnt gjald fyrir veiði­heim­ildir sé nákvæm­lega eins skil­greint og á hluta­bréfa­mark­aði: „Það sem mark­að­ur­inn ber“. Það sé fullt gjald.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Krefur yfirvöld um betri upplýsingar um faraldurinn á erlendum tungum
„Við erum ekki öll almannavarnir ef upplýsingarnar ná ekki til okkar allra,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir í bréfi til forsætisráðherra, þar sem þess er krafist að bætt verði úr upplýsingamiðlun um faraldurinn til aðfluttra íbúa á Íslandi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun var nýlega selt til erlendra eigenda. Ábyrgð á mögulegum blekkingum fortíðar situr eftir hjá fyrri eigendum.
Íslandsbanki mun áfram bera ábyrgð á fjártjóni í Borgunarmálinu
Þrátt fyrir að Íslandsbanki hafi selt hlut sinn í Borgun í síðasta mánuði mun bankinn áfram bera ábyrgð á að greiða hinum ríkisbankanum, Landsbankanum, bætur ef Borgunarmálið tapast. Matsmenn í málinu telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Níu ný smit – 91 í einangrun
Níu ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær. 91 er því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun. Öll smitin greindust í rannsóknum veirufræðideildar Landspítalans.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Leita lífs og svara
Það er talað um slys. En á sama tíma liggur fyrir að spenna milli Ísraela og Hezbollah-skæruliða hefur aukist að undanförnu. Eiturgufur og ryk liggur enn yfir borginni – París Miðausturlanda – og lífs er leitað í rústunum sem og svara við því sem gerðist.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Í fyrsta sinn frá árinu 2012 fluttu fleiri erlendir ríkisborgarar af landinu en til þess
Þegar mest lét starfaði rúmur fjórðungur erlends vinnuafls í ferðaþjónustu en almennt atvinnuleysi erlendra ríkisborgara hérlendis var 18,5 prósent í júní síðastliðnum. Á árunum eftir hrun fækkaði erlendum ríkisborgurum sem búsettir voru hér á landi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Viðskipti með hlutabréf lækkuðu um 60 prósent milli ára
Mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel í nýliðnum mánuði en flest viðskipti voru með hlutabréf í Icelandair.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur segir „komið að stjórnvöldum“ að taka ákvarðanir
Við þurfum að læra að lifa með kórónuveirunni næstu mánuði og jafnvel ár og því er komið að hafa sjónarmið annarra en sóttvarnalæknis í ákvarðanatöku. „Ég held að það sé komið að stjórnvöldum að koma meira inn í það,“ segir Þórólfur Guðnason.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Það verður ekkert Reykjavíkurmaraþon í ár.
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka aflýst
Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka, sem fram átti að fara 22. ágúst, hefur verið aflýst. Allar skráningar í hlaupið verða færðar fram um eitt ár, en þeir sem þess óska geta fengið endurgreiðslu.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent