„Ég er tilbúin að fá mér kettling“

Facebook-síður eru troðfullar af auglýsingum frá fólki sem óskar eftir kettlingum. Viðbrögðin eru oft dræm en þau eru gríðarleg þegar auglýst er eftir heimili fyrir kisur. Rekstrarstjóri Kattholts minnir á að um ketti þarf að hugsa vel og það í 15-20 ár.

Kettir geta gefið eigendum sínum mikið með sinni mjúku nánd.
Kettir geta gefið eigendum sínum mikið með sinni mjúku nánd.
Auglýsing

„Mig og dóttur minni langar að bjóða einum kett­lingi í fjöl­skyld­una. Okkur langar mest í ein­hvern loð­bolta en erum þó aðal­lega að huga um ein­hvern karakter sem heillar okk­ur.“



„Er að leita að kisu á hvaða aldri sem er, úti- eða innikisu. Lofa ást­ríku heim­il­i!“



„Er ein­hver með kett­ling gef­ins?“



„Hæhæ, ég óska eftir kett­lingi á mjög gott heim­il­i.“

„Er ein­hver með kett­ling i heim­il­is­leit? Mun ávalt vera dekraður og elsk­að­ur.“



„ÓE ungri innikisu. Get borgað með henn­i.“  [ÓE þýðir „óska eft­ir“.]



Þau eru oft fá svörin sem ber­ast við færslum á Face­book þessa dag­ana þar sem óskað er eftir kett­lingum og full­orðnum kött­um. Aðeins annað slagið birt­ist svar yfir höf­uð. Sumar aug­lýs­ing­arnar eru ítrek­aðar nokkrum sinn­um.



Margir virð­ast þrá að eign­ast kött. Stundum „helst ein­hvern loð­bolta“ en öðrum er slétt sama um kyn og útlit. Það vill „kisu á hvaða aldri sem er“.

Auglýsing


Á kisu­síð­unum á Face­book eru við­brögð við aug­lýs­ingum um kett­linga og full­orðna ketti í heim­il­is­leit mun meiri. Stundum gríð­ar­leg. Á þriðja tug svara bár­ust til dæmis við færslu þar sem stóð: „Ég er með þrjá kett­linga fædda í júní í leit að góðu heim­il­i.“



„Já, það væri æðis­leg­t!“ svarar einn um hæl. „Er til í einn,“ skrifar ann­ar. „Áttu mynd?“ spyr sá þriðji. „Ég er mikil kisum­amma,“ skrifar áhuga­söm kona og bætir við: „Munum að við erum að taka kisur að okkur til fram­búð­ar.“



Með færslu um þriggja mán­aða kett­ling sem er í leit að heim­ili er birt mynd af grá­brönd­óttum kett­lingi með stór og for­vitin augu. Og stór eyru. „Al­mátt­ugur minn! Hvernig er þetta bara hægt. Þessi slær alla krútt­skala.“



Það eru engar ýkj­ur. Þessi litli kett­lingur er mjög sæt­ur, liggj­andi á sæng í manna­rúmi með tand­ur­hreinar hvítar og loðnar lopp­ur. Enda láta við­brögðin ekki á sér standa. „Ég er til­bú­inn að fá mér kett­ling,“ skrifar einn.



Í annarri aug­lýs­ingu stend­ur: „Þetta litla krútt er að leita að heim­ili. Hún er alveg að vera fjög­urra mán­aða.“ Mynd fylg­ir. Litla læðan er þrí­lit og hallar undir flatt á meðan hún horfir beint í mynda­vél­ina. „Í drauma­lit­unum okk­ar. Getum tekið við henni. Búin að senda þér skila­boð,“ er skrifað nær sam­stundis og aug­lýs­ingin birt­ist. „Ég vil eiga hana,“ segir í öðru svari. Alls eru svörin um 30. Reikna má með að enn fleiri sendi við­kom­andi einka­skila­boð.



Svo mörg svör ber­ast við hverri aug­lýs­ingu að þær eru sumar hverjar horfnar af síð­unum nær sam­dæg­urs.



En hvað veldur þessu katta­fári hjá land­anum og hvað ber að hafa í huga áður en loð­inn ein­stak­lingur er boð­inn vel­kom­inn í fjöl­skyld­una?

Víða erlendis hafa umbreytingar í COVID-faraldrinum orðið til þess að fólk yfirgefur ketti sína og hunda. Því er öfugt farið á Íslandi þar sem fleiri vilja taka að sér ketti en áður. Mynd: EPA



„Það er meiri eft­ir­spurn eftir köttum en áður, aðal­lega kett­ling­um,“ segir Hanna Even­sen, rekstr­ar­stjóri Katt­holts í sam­tali við Kjarn­ann. „Það er alveg sleg­ist um þá.“



Á þessum árs­tíma koma venju­lega margar kett­linga­fullar læður til Katt­holts. Engin breyt­ing hefur orðið á því í ár að sögn Hönnu. „Sumar hafa fund­ist úti en aðrar koma til okkar í heim­il­is­leit frá fólki sem ræður ekki við að hafa þær.“



Hanna segir að eft­ir­spurn eftir kett­lingum hafi alltaf verið mik­il. En þar sem fólk sér ekki fram á mikil ferða­lög erlendis á næst­unni vegna COVID-far­ald­urs­ins, gæti það haft þau áhrif að fleiri finna þörf til að fá sér „nýja fjöl­skyldu­með­lim­i“.

Ekki algengt að fólk losi sig við ketti



Hún segir minna um það en áður að fólk fái sér kett­ling og losi sig svo við hann þegar aðstæður breytast, t.d. ferða­lög standi fyrir dyr­um. Margir eru orðnir með­vit­aðir um að í Katt­holti sé fínt katta­hótel þar sem dýrin hafa það náð­ugt á meðan aðrir í fjöl­skyld­unni eru á ferða­lagi.



Í Katt­holti er sá háttur hafður á að fólk sækir um að fá ketti sem þar dvelja. „Um­sókn­ar­ferli fer í gang þegar fólk kemur hingað og vill ætt­leiða kött,“ útskýrir hún. „Oft er það þannig að ef það koma þrjá­tíu umsóknir um kett­ling og þær eru að okkar mati allar jafn góð­ar, þá er ekk­ert annað í stöð­unni fyrir okkur en að snúa umsókn­unum á hvolf og draga.“



Í umsókn­ar­ferl­inu er hvorki verið að dæma einn né annan heldur að kanna við hvaða aðstæður kött­ur­inn mun búa, t.d. hvort hann geti farið út í fram­tíð­inni og þar fram eftir göt­un­um. „Hver sem er getur orðið góður katt­ar­eig­andi. En fólk verður algjör­lega að gera sér grein fyrir því að þetta er ekki skamm­tíma­lausn fyrir ein­hvern sem leið­ist í sum­ar­frí­inu. Það þarf að passa upp á ketti og gefa þeim mikla ást og hlýju í fimmtán til átján ár. Fólk verður líka að gera sér grein fyrir því að kett­ling­ur­inn verður full­orð­inn köttur sem muni lifa lengi – í sumum til­fellum í tutt­ugu ár.“

Mjási hefur verið val­inn kisi júlí mán­aðar af starfs­fólki Katt­holts <3 Mjási er ald­urs­for­seti Katt­holts og algjör...

Posted by Katt­holt on Thurs­day, July 2, 2020




Hanna segir að flestir sem áhuga hafi á því að fá sér kött og komi í Katt­holt í þeirri leit sinni geri sér grein fyrir þessu. „Mér finnst hafa orðið mjög mikil vit­und­ar­vakn­ing í sam­fé­lag­inu hvað þetta varð­ar. Fólk er ekki lengur að fá sér sætan kett­ling sem það síðan losar sig við þegar hann verður stór.“



Henni finnst að fólk sé almennt farið að taka meiri ábyrgð á dýr­unum sínum en áður. „Kettir gefa eig­endum sínum mikið – það er því­lík gleði sem fylgir því að hafa kisur í kringum sig.“

Fóst­ur­heim­ili fyrir kett­linga­fullar læður óskast



Í Katt­holti eru ekki bara kett­lingar í heim­il­is­leit heldur einnig eldri kis­ur. Núna dvelur þar til dæm­is  þrettán ára fress. Hann fær mikið knús frá öllum sem koma að skoða en kett­ling­arnir verða oftar fyrir val­inu en þeir eldri. „En á end­anum finnum við heim­ili fyrir þá eldri líka. Við gefum þeim allan þann tíma sem þeir þurfa þar til að full­komna fjöl­skyldan kemur og sækir um.“



Í athvarf­inu eru nú einnig nokkrar kett­linga­fullar læður sem starfs­menn Katt­holts eru að reyna að finna tíma­bundin fóst­ur­heim­ili fyr­ir. Eftir að hafa dvalið á fóst­ur­heim­ilum um nokkra vikna skeið eru svo fundin fram­tíð­ar­heim­ili fyrir læð­urnar og kett­ling­ana.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent