Síminn leigir aðgang að ljósleiðarakerfi Gagnaveitu Reykjavíkur

Ljósleiðarakerfi Gagnaveitu Reykjavíkur mun ná til 107 þúsund heimila í lok árs.

Orri Hauksson, forstjóri Símans, og Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri GR.
Orri Hauksson, forstjóri Símans, og Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri GR.
Auglýsing

Sím­inn og Gagna­veita Reykja­víkur (GR) rit­uðu undir sam­komu­lag í morgun þess efnis að Sím­inn leigi aðgang að ljós­leið­ara­kerfi GR. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu.

„Þannig mun Sím­inn í fram­tíð­inni geta aukið þjón­ustu til við­skipta­vina sinna yfir ljós­leið­ara­net GR. Hjá báðum aðilum er vinna hafin við tækni­legan und­ir­bún­ing og stefnt verður að því að þjón­usta Sím­ans verði aðgengi­leg á ljós­leið­ara GR snemma á næsta ári,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Orri Hauks­son, for­stjóri Sím­ans, seg­ist fagna því að hafa náð þessum samn­ingi við GR. „Með honum fjölgum við mögu­legum aðgangs­leiðum neyt­enda á suð­vest­ur­horn­inu að fjöl­breyttri þjón­ustu Sím­ans. Hið víð­feðma ljós­leið­ara­net GR er það stærsta sinnar teg­undar á Íslandi og hefur verið það eina sem við höfum ekki nýtt til að sinna við­skipta­vinum okkar með beinum hætti. Nú breyt­ist það bless­un­ar­lega,“

Erling Freyr Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri Gagna­veitu Reykja­vík­ur, seg­ist einnig fagna því að fá þjón­ustur Sím­ans á ljós­leið­ara­kerfi GR sem muni ná til 107 þús­und heim­ila í lok árs og um leið auki þau val neyt­enda. Ísland sé mjög fram­ar­lega í notkun á ljós­leið­ara og þessi samn­ingur muni styðja enn frekar við stefnu stjórn­valda um nýt­ingu hans.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki talin þörf á að skima tónleikagesti aftur síðar í vikunni
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki alveg öruggt, en þó mjög líklegt, að ef einhver tónleikagestur hafi smitast í Hörpu á föstudag myndi smitið finnast í skimun í dag. Ekki er talin þörf á tvöfaldri skimun hópsins.
Kjarninn 8. mars 2021
Færeyska Kringvarpið birtir annað kvöld heimildaþátt sem ber nafnið Teir ómettiligu og fjallar m.a. um hvernig rannsókn á meintum brotum Samherjasamstæðunnar í Namibíu teygir sig til Færeyja.
Íslenskir rannsakendur hafa aflað upplýsinga um þrjú félög tengd Samherja í Færeyjum
Færeyski skatturinn staðfestir við Kringvarpið að íslenskir rannsóknaraðilar hafi óskað eftir liðsinni vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum. Félögin sem íslensk yfirvöld spurðust fyrir um eru öll í slitameðferð.
Kjarninn 8. mars 2021
Ólafur Arnalds
Ljósglæta í þokumóðu sauðfjárstyrkja
Kjarninn 8. mars 2021
Taka þurfi af vafa um nýtingarrétt á náttúruauðlindum í stjórnarskrárfrumvarpi
Að mati ASÍ þarf að gera breytingar á frumvarpi um stjórnarskrárbreytingar til þess að taka af allan vafa um nýtingarrétt auðlinda náttúru Íslands. Sambandið sér hvorki ástæðu til að stytta kjörtímabil forseta né takmarka embættistíma.
Kjarninn 8. mars 2021
Tvær milljónir barna í Englandi sneru aftur í skólann í morgun.
Börn í Englandi aftur í skólann en hluti ítalskra barna sendur heim
Faraldurinn sendir ýmist kaldar eða hlýjar kveðjur um Evrópu nú í upphafi nýrrar viku. Í sumum löndum er verið að aflétta takmörkunum en í öðrum er enn verið að herða.
Kjarninn 8. mars 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Skiptir máli hvernig fæðingarorlofi er háttað?
Kjarninn 8. mars 2021
Lítið eftir af veiðigjöldunum þegar búið er að standa straum af eftirliti og rannsóknum
Heildarútgjöld ríkissjóðs vegna eftirlits og rannsókna vegna fiskveiða og -vinnslu munu líklega nema um 7 milljörðum króna á þessu ári. Árin 2015-2020 voru álögð veiðigjöld að meðaltali 7,4 milljarðar á verðlagi ársins 2020.
Kjarninn 8. mars 2021
Fjöldi fólks sem var á tónleikum í Hörpu á föstudagskvöld verður skimaður í dag.
107 í sóttkví – sjö í einangrun
Á næstu klukkustundum mun það skýrast hvort að tekist hafi að koma í veg fyrir hópsýkingu í kringum tvo einstaklinga sem greindust með veiruna og voru utan sóttkvíar. Nokkrir dagar geta liðið frá smiti og þar til veiran finnst í fólki við sýnatöku.
Kjarninn 8. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent