Áfangastaðir innanlands grænka

Náttúruperlur Íslands fá ekki frí í sumar þótt erlendum ferðamönnum hafi snarfækkað. Helstu ferðamannastaðir innan friðlýstra svæða eru þó mun betur í stakk búnir til að taka við ágangi en áður vegna uppbyggingar undanfarinna ára.

Foss ofan við Skógafoss þar sem gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls hefst. Á síðasta ári þurfti að loka hluta af Skógaheiði ofan við Skógafoss vegna ágangs um svæðið.
Foss ofan við Skógafoss þar sem gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls hefst. Á síðasta ári þurfti að loka hluta af Skógaheiði ofan við Skógafoss vegna ágangs um svæðið.
Auglýsing

Árið 2016 voru sex ferða­manna­staðir innan frið­lýstra svæða á rauðum lista Umhverf­is­stofn­un­ar, sem þýðir að þeir voru í veru­legri hættu hvað varðar vernd­ar­gildi vegna ágangs, en á árinu 2019 voru aðeins tveir staðir á rauða list­an­um. Aðrir höfðu náð að kom­ast af list­anum vegna þess að áhersla var lögð á upp­bygg­ingu þeirra og vernd­un. Þá hefur fjölgað á sér­stökum grænum lista en sá listi geymir þá ferða­manna­staði sem stand­ast vel álag og hafa sumir verið byggðir sér­stak­lega upp til að taka við miklum fjölda gesta.Íslend­ingar ferð­ast meira um landið nú en fyrri ár, enda færri á leið til útlanda en vana­lega. Und­an­farin ár hefur mikið verið fjallað um ágang á ferða­manna­stöðum og áhyggjur verið viðr­aðar af því að dýr­mætar perlur nátt­úr­unnar verði fótum troðnar vegna mann­mergð­ar. En einmitt vegna mik­illar ásóknar ferða­manna hefur verið ráð­ist í upp­bygg­ingu inn­viða á mörgum af helstu ferða­manna­stöðum innan frið­lýstra svæða. Umhverf­is­stofnun hvetur lands­menn raunar alveg sér­stak­lega til þess að ferð­ast um frið­lýst svæð­i. 

AuglýsingSkóga­foss ekki lengur í hættuÁstand frið­lýstra svæða, sem geyma helstu nátt­úruperlur lands­ins og fjöl­sótta sem fáfarna ferða­manna­staði, er metið reglu­lega af Umhverf­is­stofn­un. Sé áfanga­staður eða svæði talið í sér­stakri hættu er það sett á rauðan lista svo hægt sé að „for­gangs­raða kröftum og fjár­munum til vernd­un­ar,” eins og segir í nýj­ustu skýrslu stofn­un­ar­innar um ástands­mat ferða­manna­staða innan frið­lýstra svæða. Rauði list­inn er nú gef­inn út árlega, en var áður gef­inn út annað hvert ár. App­el­sínu­gulur listi er næsta stig fyrir ofan, þá er aðeins hluti svæðis tal­inn í hætt­u. 

Á árunum 2012-2016 röt­uðu vin­sælar perlur eins og Skóga­foss, Friðland að Fjalla­baki og Geysir á áður­nefndan rauðan lista og voru þannig talin „svæði í hætt­u.” Þessi svæði hafa þó öll náð að kom­ast af rauða list­anum sam­hliða auk­inni upp­bygg­ingu inn­viða. 

Alls eru 106 áfanga­staðir ferða­manna innan frið­lýstra svæða metnir í ástands­skýrsl­unni. Af þeim eru tveir staðir sem rata á rauða list­ann miðað við stöðu mála 2019 og eru þannig metnir sem áfanga­staðir í hættu: Detti­foss (að aust­an­verðu) og Rauðu­fossar innan Friðlands að Fjalla­baki. 

Frið­lýst svæði eða áfanga­staðir innan þeirra sem talið er að geti tapað vernd­ar­gildi sínu verði ekki gripið til aðgerða fara á app­el­sínugulan lista. Göngu­leiðin vin­sæla Lauga­veg­ur­inn var til að mynda á app­el­sínu­gulum lista árið 2018 og einnig Skóga­heiði við Skóga­foss, sem er upp­haf göngu­leið­ar­innar um Fimm­vörðu­háls, en báðar leið­irnar eru komnar af þeim lista í nýj­ustu skýrsl­unni sem miðar við stöðu mála 2019. Fleiri rata á grænan listaTek­inn var upp sér­stakur grænn listi fyrir ferða­manna­staði innan frið­lýstra svæða árið 2018 og hefur fjölgað á honum milli ára. Á árinu 2018 röt­uðu 23 staðir á list­ann en þeim fjölgar í 34 á árinu 2019. Grænir áfanga­staðir telj­ast þeir sem taldir eru stand­ast vel það álag sem er á þeim. Bæði er þar að finna staði sem hafa sér­stak­lega verið byggðir upp til að geta tekið á móti miklum fjölda gesta, eins og til að mynda Dynj­andi og áfanga­staðir innan Þjóð­garðs­ins Snæ­fells­jök­uls en einnig fáfarn­ari slóðir svo sem Veiði­leysu­fjörð á Horn­strönd­um. Meðal nýrra staða á græna list­anum árið 2019 eru Önd­verð­ar­nes innan Þjóð­garðs­ins Snæ­fells­jök­uls, Þrí­hnúka­gíg­ar, Hraun­fossar og Arn­ar­stapi. Aðrir staðir sem ná á græna list­ann bæði 2018 og einnig 2019 eru Dynj­andi, Dimmu­borgir, Grá­brók, Búða­hraun og Húsa­fell svo eitt­hvað sé nefn­t. Ferða­menn eigi stefnu­mót við nátt­úr­unaFor­stjóri Umhverf­is­stofn­unar hvetur þá sem eru á ferð um landið til að heim­sækja frið­lýst svæði. „Það var full þörf á því að byggja upp inn­við­ina og við erum klár­lega að njóta þess núna að gert hefur verið átak í þessum efnum und­an­farin ár,” segir Sig­rún Ágústs­dóttir for­stjóri stofn­un­ar­inn­ar. Hún bendir á að stofn­unin hafi ekki þurft að loka neinu svæði í ár á grund­velli laga um nátt­úru­vernd eins og gerst hafi síð­ustu ár. Í fyrra þurfti til að mynda að loka Fjaðrár­gljúfri tíma­bundið og einnig Skóga­heiði ofan við Skóga­foss. Engar lok­anir nú segir hún að séu ekki aðeins vegna færri ferða­manna heldur vegna þess að ferða­manna­stað­irnir séu ein­fald­lega betur í stakk búnir til að taka við fólki en áður vegna sterk­ari inn­viða. „Al­mennt þá er aðstaðan til að taka við mik­illi umferð fólks um frið­lýst svæði orðin miklu betri. Það er líka skemmti­legt að sjá hvað ferða­þjón­ustan víða um land hefur gert mik­ið, þetta spilar mjög vel sam­an. Nú er hægt að njóta þess að skoða nátt­úruperlu og fara svo líka á ein­hvern góðan veit­inga­stað í nágrenn­inu til dæm­is, það er víða svo margt í boði. Ég held að Íslend­ingar séu að fá mjög gott frí á Íslandi í sum­ar, í boði nátt­úr­unn­ar.” Stefnu­mót við nátt­úr­una er nafn á fræðslu- og kynn­ing­ar­átaki sem Umhverfi­stofnun hefur blásið til í því skyni að hvetja fólk til að sækja nátt­úruperlur innan frið­lýstra svæða heim. „Við viljum með því benda Íslend­ingum sér­stak­lega á þessa staði sem við höfum verið að vinna hörðum höndum á til að byggja upp inn­við­ina,” segir Sig­rún. Umræddir inn­viðir vísa bæði til upp­bygg­ingar á borð við betri göngu­stíga og bættra merk­inga en einnig auk­innar land­vörslu og fræðslu. Víða er nú hægt að fara í göngu­ferðir undir leið­sögn land­varða á frið­lýstum svæðum og hafa þær að sögn Sig­rúnar hafa hlotið góðar við­tök­ur. Hægt er að fá upp­lýs­ingar um fræðslu­göng­urnar undir aðgang­inum Nátt­úru­vernd­ar­svæði á Face­book og einnig heldur Umhverf­is­stofnun úti Instagram-­reikn­ingi undir sama nafni í því skyni að upp­lýsa almenn­ing betur um frið­lýst svæði á borð við Friðland að Fjalla­baki, Þjóð­garð­inn Snæ­fells­jökul og fleiri og fleiri, og þau undur sem þessi stór­brotnu svæði hafa upp á að bjóða. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent