Áfangastaðir innanlands grænka

Náttúruperlur Íslands fá ekki frí í sumar þótt erlendum ferðamönnum hafi snarfækkað. Helstu ferðamannastaðir innan friðlýstra svæða eru þó mun betur í stakk búnir til að taka við ágangi en áður vegna uppbyggingar undanfarinna ára.

Foss ofan við Skógafoss þar sem gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls hefst. Á síðasta ári þurfti að loka hluta af Skógaheiði ofan við Skógafoss vegna ágangs um svæðið.
Foss ofan við Skógafoss þar sem gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls hefst. Á síðasta ári þurfti að loka hluta af Skógaheiði ofan við Skógafoss vegna ágangs um svæðið.
Auglýsing

Árið 2016 voru sex ferða­manna­staðir innan frið­lýstra svæða á rauðum lista Umhverf­is­stofn­un­ar, sem þýðir að þeir voru í veru­legri hættu hvað varðar vernd­ar­gildi vegna ágangs, en á árinu 2019 voru aðeins tveir staðir á rauða list­an­um. Aðrir höfðu náð að kom­ast af list­anum vegna þess að áhersla var lögð á upp­bygg­ingu þeirra og vernd­un. Þá hefur fjölgað á sér­stökum grænum lista en sá listi geymir þá ferða­manna­staði sem stand­ast vel álag og hafa sumir verið byggðir sér­stak­lega upp til að taka við miklum fjölda gesta.Íslend­ingar ferð­ast meira um landið nú en fyrri ár, enda færri á leið til útlanda en vana­lega. Und­an­farin ár hefur mikið verið fjallað um ágang á ferða­manna­stöðum og áhyggjur verið viðr­aðar af því að dýr­mætar perlur nátt­úr­unnar verði fótum troðnar vegna mann­mergð­ar. En einmitt vegna mik­illar ásóknar ferða­manna hefur verið ráð­ist í upp­bygg­ingu inn­viða á mörgum af helstu ferða­manna­stöðum innan frið­lýstra svæða. Umhverf­is­stofnun hvetur lands­menn raunar alveg sér­stak­lega til þess að ferð­ast um frið­lýst svæð­i. 

AuglýsingSkóga­foss ekki lengur í hættuÁstand frið­lýstra svæða, sem geyma helstu nátt­úruperlur lands­ins og fjöl­sótta sem fáfarna ferða­manna­staði, er metið reglu­lega af Umhverf­is­stofn­un. Sé áfanga­staður eða svæði talið í sér­stakri hættu er það sett á rauðan lista svo hægt sé að „for­gangs­raða kröftum og fjár­munum til vernd­un­ar,” eins og segir í nýj­ustu skýrslu stofn­un­ar­innar um ástands­mat ferða­manna­staða innan frið­lýstra svæða. Rauði list­inn er nú gef­inn út árlega, en var áður gef­inn út annað hvert ár. App­el­sínu­gulur listi er næsta stig fyrir ofan, þá er aðeins hluti svæðis tal­inn í hætt­u. 

Á árunum 2012-2016 röt­uðu vin­sælar perlur eins og Skóga­foss, Friðland að Fjalla­baki og Geysir á áður­nefndan rauðan lista og voru þannig talin „svæði í hætt­u.” Þessi svæði hafa þó öll náð að kom­ast af rauða list­anum sam­hliða auk­inni upp­bygg­ingu inn­viða. 

Alls eru 106 áfanga­staðir ferða­manna innan frið­lýstra svæða metnir í ástands­skýrsl­unni. Af þeim eru tveir staðir sem rata á rauða list­ann miðað við stöðu mála 2019 og eru þannig metnir sem áfanga­staðir í hættu: Detti­foss (að aust­an­verðu) og Rauðu­fossar innan Friðlands að Fjalla­baki. 

Frið­lýst svæði eða áfanga­staðir innan þeirra sem talið er að geti tapað vernd­ar­gildi sínu verði ekki gripið til aðgerða fara á app­el­sínugulan lista. Göngu­leiðin vin­sæla Lauga­veg­ur­inn var til að mynda á app­el­sínu­gulum lista árið 2018 og einnig Skóga­heiði við Skóga­foss, sem er upp­haf göngu­leið­ar­innar um Fimm­vörðu­háls, en báðar leið­irnar eru komnar af þeim lista í nýj­ustu skýrsl­unni sem miðar við stöðu mála 2019. Fleiri rata á grænan listaTek­inn var upp sér­stakur grænn listi fyrir ferða­manna­staði innan frið­lýstra svæða árið 2018 og hefur fjölgað á honum milli ára. Á árinu 2018 röt­uðu 23 staðir á list­ann en þeim fjölgar í 34 á árinu 2019. Grænir áfanga­staðir telj­ast þeir sem taldir eru stand­ast vel það álag sem er á þeim. Bæði er þar að finna staði sem hafa sér­stak­lega verið byggðir upp til að geta tekið á móti miklum fjölda gesta, eins og til að mynda Dynj­andi og áfanga­staðir innan Þjóð­garðs­ins Snæ­fells­jök­uls en einnig fáfarn­ari slóðir svo sem Veiði­leysu­fjörð á Horn­strönd­um. Meðal nýrra staða á græna list­anum árið 2019 eru Önd­verð­ar­nes innan Þjóð­garðs­ins Snæ­fells­jök­uls, Þrí­hnúka­gíg­ar, Hraun­fossar og Arn­ar­stapi. Aðrir staðir sem ná á græna list­ann bæði 2018 og einnig 2019 eru Dynj­andi, Dimmu­borgir, Grá­brók, Búða­hraun og Húsa­fell svo eitt­hvað sé nefn­t. Ferða­menn eigi stefnu­mót við nátt­úr­unaFor­stjóri Umhverf­is­stofn­unar hvetur þá sem eru á ferð um landið til að heim­sækja frið­lýst svæði. „Það var full þörf á því að byggja upp inn­við­ina og við erum klár­lega að njóta þess núna að gert hefur verið átak í þessum efnum und­an­farin ár,” segir Sig­rún Ágústs­dóttir for­stjóri stofn­un­ar­inn­ar. Hún bendir á að stofn­unin hafi ekki þurft að loka neinu svæði í ár á grund­velli laga um nátt­úru­vernd eins og gerst hafi síð­ustu ár. Í fyrra þurfti til að mynda að loka Fjaðrár­gljúfri tíma­bundið og einnig Skóga­heiði ofan við Skóga­foss. Engar lok­anir nú segir hún að séu ekki aðeins vegna færri ferða­manna heldur vegna þess að ferða­manna­stað­irnir séu ein­fald­lega betur í stakk búnir til að taka við fólki en áður vegna sterk­ari inn­viða. „Al­mennt þá er aðstaðan til að taka við mik­illi umferð fólks um frið­lýst svæði orðin miklu betri. Það er líka skemmti­legt að sjá hvað ferða­þjón­ustan víða um land hefur gert mik­ið, þetta spilar mjög vel sam­an. Nú er hægt að njóta þess að skoða nátt­úruperlu og fara svo líka á ein­hvern góðan veit­inga­stað í nágrenn­inu til dæm­is, það er víða svo margt í boði. Ég held að Íslend­ingar séu að fá mjög gott frí á Íslandi í sum­ar, í boði nátt­úr­unn­ar.” Stefnu­mót við nátt­úr­una er nafn á fræðslu- og kynn­ing­ar­átaki sem Umhverfi­stofnun hefur blásið til í því skyni að hvetja fólk til að sækja nátt­úruperlur innan frið­lýstra svæða heim. „Við viljum með því benda Íslend­ingum sér­stak­lega á þessa staði sem við höfum verið að vinna hörðum höndum á til að byggja upp inn­við­ina,” segir Sig­rún. Umræddir inn­viðir vísa bæði til upp­bygg­ingar á borð við betri göngu­stíga og bættra merk­inga en einnig auk­innar land­vörslu og fræðslu. Víða er nú hægt að fara í göngu­ferðir undir leið­sögn land­varða á frið­lýstum svæðum og hafa þær að sögn Sig­rúnar hafa hlotið góðar við­tök­ur. Hægt er að fá upp­lýs­ingar um fræðslu­göng­urnar undir aðgang­inum Nátt­úru­vernd­ar­svæði á Face­book og einnig heldur Umhverf­is­stofnun úti Instagram-­reikn­ingi undir sama nafni í því skyni að upp­lýsa almenn­ing betur um frið­lýst svæði á borð við Friðland að Fjalla­baki, Þjóð­garð­inn Snæ­fells­jökul og fleiri og fleiri, og þau undur sem þessi stór­brotnu svæði hafa upp á að bjóða. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkisbankarnir tveir á meðal þriggja stærstu eigenda Icelandair Group
Þeir 23 milljarðar hluta sem seldust í hlutafjárútboði Icelandair fyrr í mánuðinum voru teknir til viðskipta í Kauphöllinni í dag. Icelandair hefur uppfært lista yfir 20 stærstu hluthafa félagsins.
Kjarninn 30. september 2020
Seðlabankinn hyggst selja 66 milljónir evra í október
Í næsta mánuði ætlar Seðlabankinn að selja um 3 milljónir evra hvern viðskiptadag til að auka dýpt á gjaldeyrismarkaðnum.
Kjarninn 30. september 2020
Á öðrum ársfjórðungi varð 97 prósenta tekjusamdráttur í rekstri móðurfélagsins sem sinnir rekstri Keflavíkurflugvallar.
Isavia tapaði 7,6 milljörðum á hálfu ári
Tap opinbera hlutafélagsins Isavia nam 7,6 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins. Sveinbjörn Indriðason forstjóri segir að jafnvel sé útlit fyrir að flugumferð fari ekki af stað fyrr en í lok fyrsta ársfjórðungs á næsta ári.
Kjarninn 30. september 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Baneitraðir Rússar
Kjarninn 30. september 2020
Ben van Beurden, framkvæmdastjóri Royal Dutch Shell
Allt að níu þúsund uppsagnir hjá Shell á næstu tveimur árum
Olíufyrirtækið Shell hyggst leggjast í endurskipulagningu á næstu árum og segja upp allt að níu þúsund starfsmanna sinna. Eitt af nýju verkefnum fyrirtækisins er kolefnisförgun í Noregshafi.
Kjarninn 30. september 2020
Gauti Jóhannesson (D) og Stefán Bogi Sveinsson (B) leiða flokkana tvo sem mynda meirihluta.
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn vinna saman í Múlaþingi
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa komist að samkomulagi um myndun meirihluta í Múlaþingi, nýja sameinaða sveitarfélaginu á Austurlandi.
Kjarninn 30. september 2020
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Stoðir töpuðu tæpum hálfum milljarði króna á fyrri hluta ársins 2020
Stoðir, sem eru einn umsvifamesti einkafjárfestirinn á íslenska markaðnum, á eignir upp á tæpa 25 milljarða króna og skuldar nánast ekkert. Verði af sameiningu TM og Kviku munu stoðir verða stærsti einkafjárfestirinn í báðum einkareknu bönkum landsins.
Kjarninn 30. september 2020
Gísli Herjólfsson, framkvæmdastjóri Controlant
Controlant hefur safnað tveimur milljörðum í hlutafjárútboði
Íslenskt upplýsingatæknifyrirtæki sem segist munu gegna lykilhlutverki í dreifingu á bóluefni gegn COVID-19 hefur tryggt sér tveggja milljarða króna fjármögnun í hlutafjárútboði.
Kjarninn 30. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent