Áfangastaðir innanlands grænka

Náttúruperlur Íslands fá ekki frí í sumar þótt erlendum ferðamönnum hafi snarfækkað. Helstu ferðamannastaðir innan friðlýstra svæða eru þó mun betur í stakk búnir til að taka við ágangi en áður vegna uppbyggingar undanfarinna ára.

Foss ofan við Skógafoss þar sem gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls hefst. Á síðasta ári þurfti að loka hluta af Skógaheiði ofan við Skógafoss vegna ágangs um svæðið.
Foss ofan við Skógafoss þar sem gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls hefst. Á síðasta ári þurfti að loka hluta af Skógaheiði ofan við Skógafoss vegna ágangs um svæðið.
Auglýsing

Árið 2016 voru sex ferða­manna­staðir innan frið­lýstra svæða á rauðum lista Umhverf­is­stofn­un­ar, sem þýðir að þeir voru í veru­legri hættu hvað varðar vernd­ar­gildi vegna ágangs, en á árinu 2019 voru aðeins tveir staðir á rauða list­an­um. Aðrir höfðu náð að kom­ast af list­anum vegna þess að áhersla var lögð á upp­bygg­ingu þeirra og vernd­un. Þá hefur fjölgað á sér­stökum grænum lista en sá listi geymir þá ferða­manna­staði sem stand­ast vel álag og hafa sumir verið byggðir sér­stak­lega upp til að taka við miklum fjölda gesta.



Íslend­ingar ferð­ast meira um landið nú en fyrri ár, enda færri á leið til útlanda en vana­lega. Und­an­farin ár hefur mikið verið fjallað um ágang á ferða­manna­stöðum og áhyggjur verið viðr­aðar af því að dýr­mætar perlur nátt­úr­unnar verði fótum troðnar vegna mann­mergð­ar. En einmitt vegna mik­illar ásóknar ferða­manna hefur verið ráð­ist í upp­bygg­ingu inn­viða á mörgum af helstu ferða­manna­stöðum innan frið­lýstra svæða. Umhverf­is­stofnun hvetur lands­menn raunar alveg sér­stak­lega til þess að ferð­ast um frið­lýst svæð­i. 

Auglýsing



Skóga­foss ekki lengur í hættu



Ástand frið­lýstra svæða, sem geyma helstu nátt­úruperlur lands­ins og fjöl­sótta sem fáfarna ferða­manna­staði, er metið reglu­lega af Umhverf­is­stofn­un. Sé áfanga­staður eða svæði talið í sér­stakri hættu er það sett á rauðan lista svo hægt sé að „for­gangs­raða kröftum og fjár­munum til vernd­un­ar,” eins og segir í nýj­ustu skýrslu stofn­un­ar­innar um ástands­mat ferða­manna­staða innan frið­lýstra svæða. Rauði list­inn er nú gef­inn út árlega, en var áður gef­inn út annað hvert ár. App­el­sínu­gulur listi er næsta stig fyrir ofan, þá er aðeins hluti svæðis tal­inn í hætt­u. 

Á árunum 2012-2016 röt­uðu vin­sælar perlur eins og Skóga­foss, Friðland að Fjalla­baki og Geysir á áður­nefndan rauðan lista og voru þannig talin „svæði í hætt­u.” Þessi svæði hafa þó öll náð að kom­ast af rauða list­anum sam­hliða auk­inni upp­bygg­ingu inn­viða. 

Alls eru 106 áfanga­staðir ferða­manna innan frið­lýstra svæða metnir í ástands­skýrsl­unni. Af þeim eru tveir staðir sem rata á rauða list­ann miðað við stöðu mála 2019 og eru þannig metnir sem áfanga­staðir í hættu: Detti­foss (að aust­an­verðu) og Rauðu­fossar innan Friðlands að Fjalla­baki. 

Frið­lýst svæði eða áfanga­staðir innan þeirra sem talið er að geti tapað vernd­ar­gildi sínu verði ekki gripið til aðgerða fara á app­el­sínugulan lista. Göngu­leiðin vin­sæla Lauga­veg­ur­inn var til að mynda á app­el­sínu­gulum lista árið 2018 og einnig Skóga­heiði við Skóga­foss, sem er upp­haf göngu­leið­ar­innar um Fimm­vörðu­háls, en báðar leið­irnar eru komnar af þeim lista í nýj­ustu skýrsl­unni sem miðar við stöðu mála 2019. 



Fleiri rata á grænan lista



Tek­inn var upp sér­stakur grænn listi fyrir ferða­manna­staði innan frið­lýstra svæða árið 2018 og hefur fjölgað á honum milli ára. Á árinu 2018 röt­uðu 23 staðir á list­ann en þeim fjölgar í 34 á árinu 2019. Grænir áfanga­staðir telj­ast þeir sem taldir eru stand­ast vel það álag sem er á þeim. Bæði er þar að finna staði sem hafa sér­stak­lega verið byggðir upp til að geta tekið á móti miklum fjölda gesta, eins og til að mynda Dynj­andi og áfanga­staðir innan Þjóð­garðs­ins Snæ­fells­jök­uls en einnig fáfarn­ari slóðir svo sem Veiði­leysu­fjörð á Horn­strönd­um. 



Meðal nýrra staða á græna list­anum árið 2019 eru Önd­verð­ar­nes innan Þjóð­garðs­ins Snæ­fells­jök­uls, Þrí­hnúka­gíg­ar, Hraun­fossar og Arn­ar­stapi. Aðrir staðir sem ná á græna list­ann bæði 2018 og einnig 2019 eru Dynj­andi, Dimmu­borgir, Grá­brók, Búða­hraun og Húsa­fell svo eitt­hvað sé nefn­t. 



Ferða­menn eigi stefnu­mót við nátt­úr­una



For­stjóri Umhverf­is­stofn­unar hvetur þá sem eru á ferð um landið til að heim­sækja frið­lýst svæði. „Það var full þörf á því að byggja upp inn­við­ina og við erum klár­lega að njóta þess núna að gert hefur verið átak í þessum efnum und­an­farin ár,” segir Sig­rún Ágústs­dóttir for­stjóri stofn­un­ar­inn­ar. 



Hún bendir á að stofn­unin hafi ekki þurft að loka neinu svæði í ár á grund­velli laga um nátt­úru­vernd eins og gerst hafi síð­ustu ár. Í fyrra þurfti til að mynda að loka Fjaðrár­gljúfri tíma­bundið og einnig Skóga­heiði ofan við Skóga­foss. Engar lok­anir nú segir hún að séu ekki aðeins vegna færri ferða­manna heldur vegna þess að ferða­manna­stað­irnir séu ein­fald­lega betur í stakk búnir til að taka við fólki en áður vegna sterk­ari inn­viða. 



„Al­mennt þá er aðstaðan til að taka við mik­illi umferð fólks um frið­lýst svæði orðin miklu betri. Það er líka skemmti­legt að sjá hvað ferða­þjón­ustan víða um land hefur gert mik­ið, þetta spilar mjög vel sam­an. Nú er hægt að njóta þess að skoða nátt­úruperlu og fara svo líka á ein­hvern góðan veit­inga­stað í nágrenn­inu til dæm­is, það er víða svo margt í boði. Ég held að Íslend­ingar séu að fá mjög gott frí á Íslandi í sum­ar, í boði nátt­úr­unn­ar.” 



Stefnu­mót við nátt­úr­una er nafn á fræðslu- og kynn­ing­ar­átaki sem Umhverfi­stofnun hefur blásið til í því skyni að hvetja fólk til að sækja nátt­úruperlur innan frið­lýstra svæða heim. „Við viljum með því benda Íslend­ingum sér­stak­lega á þessa staði sem við höfum verið að vinna hörðum höndum á til að byggja upp inn­við­ina,” segir Sig­rún. Umræddir inn­viðir vísa bæði til upp­bygg­ingar á borð við betri göngu­stíga og bættra merk­inga en einnig auk­innar land­vörslu og fræðslu. 



Víða er nú hægt að fara í göngu­ferðir undir leið­sögn land­varða á frið­lýstum svæðum og hafa þær að sögn Sig­rúnar hafa hlotið góðar við­tök­ur. Hægt er að fá upp­lýs­ingar um fræðslu­göng­urnar undir aðgang­inum Nátt­úru­vernd­ar­svæði á Face­book og einnig heldur Umhverf­is­stofnun úti Instagram-­reikn­ingi undir sama nafni í því skyni að upp­lýsa almenn­ing betur um frið­lýst svæði á borð við Friðland að Fjalla­baki, Þjóð­garð­inn Snæ­fells­jökul og fleiri og fleiri, og þau undur sem þessi stór­brotnu svæði hafa upp á að bjóða. 









Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent