Reyna að leiða kjaradeilu Herjólfs og Sjómannafélagsins til lykta í dag

Meirihluti áhafnar Herjólfs boðaði til verkfalls í upphafi þessa mánaðar. Tvívegis hefur komið til vinnustöðvunar og að öðru óbreyttu hefst þriggja sólarhringa vinnustöðvun á miðnætti.

Ef til vinnustöðvunar kemur á miðnætti verður hún sú þriðja í röðinni.
Ef til vinnustöðvunar kemur á miðnætti verður hún sú þriðja í röðinni.
Auglýsing

Við­ræður milli Sjó­manna­fé­lags Íslands og stjórnar Herj­ólfs ohf. halda áfram í dag vegna verk­falls sjó­manna Herj­ólfs. Að öðru óbreyttu hefst vinnu­stöðvun áhafnar Herj­ólfs á mið­nætti og stendur í þrjá sól­ar­hringa.„Þetta þarf að klár­ast við samn­inga­borðið og það er verk­efni dags­ins,“ segir Guð­bjartur Ell­ert Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Herj­ólfs Ohf., í sam­tali við Kjarn­ann. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um hvar hafi strand­aði í við­ræðum milli deilu­að­ila. „Nú eru menn bara að tala saman og við skulum sjá hvað kemur út úr því.“Auglýsing

Gamli Herj­ólfur siglir í verk­falli

Ef til vinnu­stöðv­unar kemur mun Herj­ólfur III sigla á milli lands og eyja og hann mann­aður sjó­mönnum sem ekki eru í Sjó­manna­fé­lagi Íslands. Rætt hefur verið um verk­falls­brot í sam­hengi við þessa ráð­stöfun stjórnar Herj­ólfs ohf. Guð­bjartur telur ekki að um verk­falls­brot sé að ræða þegar sjó­menn úr öðru stétt­ar­fé­lagi sáu um ferðir Gamla Herj­ólfs milli lands og eyja. „Það er alveg við­ur­kennt í félags­dómi að félags­menn í Sjó­manna­fé­lagi Íslands hafa fengið þennan rétt til að boða til verk­falls. Að sama skapi þýðir það að aðrir og önnur stétt­ar­fé­lög sem hafa aðkomu að und­ir­mönnun á skip­inu eru ekki í verk­falli. Af því leiðir að þeir eru með vinnu­skyldu og við getum þá siglt á þeim. Þannig að við erum í sjálfu sér ekki að brjóta nein lög og þetta er þá aðrir í áhöfn en þeir sem eru í Sjó­manna­fé­lagi Íslands. Það er ekk­ert verið að nota starfs­menn úr því félagi enda eru þeir í verk­fall­i,“ segir Guð­bjart­ur.„Þetta er klárt verk­falls­brot“

Bergur Þor­kels­son, for­maður Sjó­manna­fé­lags­ins, segir í sam­tali við Kjarn­ann að um klárt verk­falls­brot sé að ræða og að Sjó­manna­fé­lagið hygg­ist kæra það til félags­dóms.Þegar Bergur er spurður um það hvort hann sé bjart­sýnn fyrir því að við­ræður dags­ins skili árangri seg­ist hann vera bjart­sýnn að eðl­is­fari. Ekki sé hægt að leggja mat á það hvort að við­ræður dags­ins skili árangri enda funda­höld skammt á veg kom­in. Horfa til lífs­kjara­samn­ings­ins

Aðspurður um hvort Sjó­manna­fé­lagið hafi eitt­hvað slegið af sínum kröfum segir Berg­ur: „Við tökum annan vinkil á þetta. Þeir hafa vísað í sínum skrifum svo mikið í lífs­kjara­samn­ing­inn svo við tókum bara vinkil þang­að. Eitt af atriðum lífs­kjara­samn­ings­ins er vinnu­tíma­stytt­ing. Við sjáum hvernig við getum útfært það.“Í því sam­hengi segir hann starfs­fólk Herj­ólfs vinna mikið eins og staðan er í dag. „Þetta fólk vinnur núna 190 tíma í mán­uði og 67 pró­sent af því er í yfir­vinnu. Þannig að við skulum sjá hvort að við finnum ekki far­sæla lausn á þessu.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Prestar ósáttir við tillögu um að hætta að rukka fyrir hjónavígslur, skírnir og útfarir
Lagt hefur verið til að hætt verði að rukka fyrir aukaverk presta. Það þyki fráhrindandi að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning. Einkum sé þetta „slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða.“
Kjarninn 18. október 2021
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent