Reyna að leiða kjaradeilu Herjólfs og Sjómannafélagsins til lykta í dag

Meirihluti áhafnar Herjólfs boðaði til verkfalls í upphafi þessa mánaðar. Tvívegis hefur komið til vinnustöðvunar og að öðru óbreyttu hefst þriggja sólarhringa vinnustöðvun á miðnætti.

Ef til vinnustöðvunar kemur á miðnætti verður hún sú þriðja í röðinni.
Ef til vinnustöðvunar kemur á miðnætti verður hún sú þriðja í röðinni.
Auglýsing

Við­ræður milli Sjó­manna­fé­lags Íslands og stjórnar Herj­ólfs ohf. halda áfram í dag vegna verk­falls sjó­manna Herj­ólfs. Að öðru óbreyttu hefst vinnu­stöðvun áhafnar Herj­ólfs á mið­nætti og stendur í þrjá sól­ar­hringa.„Þetta þarf að klár­ast við samn­inga­borðið og það er verk­efni dags­ins,“ segir Guð­bjartur Ell­ert Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Herj­ólfs Ohf., í sam­tali við Kjarn­ann. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um hvar hafi strand­aði í við­ræðum milli deilu­að­ila. „Nú eru menn bara að tala saman og við skulum sjá hvað kemur út úr því.“Auglýsing

Gamli Herj­ólfur siglir í verk­falli

Ef til vinnu­stöðv­unar kemur mun Herj­ólfur III sigla á milli lands og eyja og hann mann­aður sjó­mönnum sem ekki eru í Sjó­manna­fé­lagi Íslands. Rætt hefur verið um verk­falls­brot í sam­hengi við þessa ráð­stöfun stjórnar Herj­ólfs ohf. Guð­bjartur telur ekki að um verk­falls­brot sé að ræða þegar sjó­menn úr öðru stétt­ar­fé­lagi sáu um ferðir Gamla Herj­ólfs milli lands og eyja. „Það er alveg við­ur­kennt í félags­dómi að félags­menn í Sjó­manna­fé­lagi Íslands hafa fengið þennan rétt til að boða til verk­falls. Að sama skapi þýðir það að aðrir og önnur stétt­ar­fé­lög sem hafa aðkomu að und­ir­mönnun á skip­inu eru ekki í verk­falli. Af því leiðir að þeir eru með vinnu­skyldu og við getum þá siglt á þeim. Þannig að við erum í sjálfu sér ekki að brjóta nein lög og þetta er þá aðrir í áhöfn en þeir sem eru í Sjó­manna­fé­lagi Íslands. Það er ekk­ert verið að nota starfs­menn úr því félagi enda eru þeir í verk­fall­i,“ segir Guð­bjart­ur.„Þetta er klárt verk­falls­brot“

Bergur Þor­kels­son, for­maður Sjó­manna­fé­lags­ins, segir í sam­tali við Kjarn­ann að um klárt verk­falls­brot sé að ræða og að Sjó­manna­fé­lagið hygg­ist kæra það til félags­dóms.Þegar Bergur er spurður um það hvort hann sé bjart­sýnn fyrir því að við­ræður dags­ins skili árangri seg­ist hann vera bjart­sýnn að eðl­is­fari. Ekki sé hægt að leggja mat á það hvort að við­ræður dags­ins skili árangri enda funda­höld skammt á veg kom­in. Horfa til lífs­kjara­samn­ings­ins

Aðspurður um hvort Sjó­manna­fé­lagið hafi eitt­hvað slegið af sínum kröfum segir Berg­ur: „Við tökum annan vinkil á þetta. Þeir hafa vísað í sínum skrifum svo mikið í lífs­kjara­samn­ing­inn svo við tókum bara vinkil þang­að. Eitt af atriðum lífs­kjara­samn­ings­ins er vinnu­tíma­stytt­ing. Við sjáum hvernig við getum útfært það.“Í því sam­hengi segir hann starfs­fólk Herj­ólfs vinna mikið eins og staðan er í dag. „Þetta fólk vinnur núna 190 tíma í mán­uði og 67 pró­sent af því er í yfir­vinnu. Þannig að við skulum sjá hvort að við finnum ekki far­sæla lausn á þessu.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Tryggingagjald lækkað og ráðist í beina styrki til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tekjuhruni
Ríkisstjórnin kynnti nýjan aðgerðarpakka í dag. Hann er metinn á 25 milljarða króna en sá fyrirvari settur að ekki liggi fyrir hversu vel aðgerðirnar, sem eru átta, verði nýttar.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent