Reyna að leiða kjaradeilu Herjólfs og Sjómannafélagsins til lykta í dag

Meirihluti áhafnar Herjólfs boðaði til verkfalls í upphafi þessa mánaðar. Tvívegis hefur komið til vinnustöðvunar og að öðru óbreyttu hefst þriggja sólarhringa vinnustöðvun á miðnætti.

Ef til vinnustöðvunar kemur á miðnætti verður hún sú þriðja í röðinni.
Ef til vinnustöðvunar kemur á miðnætti verður hún sú þriðja í röðinni.
Auglýsing

Við­ræður milli Sjó­manna­fé­lags Íslands og stjórnar Herj­ólfs ohf. halda áfram í dag vegna verk­falls sjó­manna Herj­ólfs. Að öðru óbreyttu hefst vinnu­stöðvun áhafnar Herj­ólfs á mið­nætti og stendur í þrjá sól­ar­hringa.„Þetta þarf að klár­ast við samn­inga­borðið og það er verk­efni dags­ins,“ segir Guð­bjartur Ell­ert Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Herj­ólfs Ohf., í sam­tali við Kjarn­ann. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um hvar hafi strand­aði í við­ræðum milli deilu­að­ila. „Nú eru menn bara að tala saman og við skulum sjá hvað kemur út úr því.“Auglýsing

Gamli Herj­ólfur siglir í verk­falli

Ef til vinnu­stöðv­unar kemur mun Herj­ólfur III sigla á milli lands og eyja og hann mann­aður sjó­mönnum sem ekki eru í Sjó­manna­fé­lagi Íslands. Rætt hefur verið um verk­falls­brot í sam­hengi við þessa ráð­stöfun stjórnar Herj­ólfs ohf. Guð­bjartur telur ekki að um verk­falls­brot sé að ræða þegar sjó­menn úr öðru stétt­ar­fé­lagi sáu um ferðir Gamla Herj­ólfs milli lands og eyja. „Það er alveg við­ur­kennt í félags­dómi að félags­menn í Sjó­manna­fé­lagi Íslands hafa fengið þennan rétt til að boða til verk­falls. Að sama skapi þýðir það að aðrir og önnur stétt­ar­fé­lög sem hafa aðkomu að und­ir­mönnun á skip­inu eru ekki í verk­falli. Af því leiðir að þeir eru með vinnu­skyldu og við getum þá siglt á þeim. Þannig að við erum í sjálfu sér ekki að brjóta nein lög og þetta er þá aðrir í áhöfn en þeir sem eru í Sjó­manna­fé­lagi Íslands. Það er ekk­ert verið að nota starfs­menn úr því félagi enda eru þeir í verk­fall­i,“ segir Guð­bjart­ur.„Þetta er klárt verk­falls­brot“

Bergur Þor­kels­son, for­maður Sjó­manna­fé­lags­ins, segir í sam­tali við Kjarn­ann að um klárt verk­falls­brot sé að ræða og að Sjó­manna­fé­lagið hygg­ist kæra það til félags­dóms.Þegar Bergur er spurður um það hvort hann sé bjart­sýnn fyrir því að við­ræður dags­ins skili árangri seg­ist hann vera bjart­sýnn að eðl­is­fari. Ekki sé hægt að leggja mat á það hvort að við­ræður dags­ins skili árangri enda funda­höld skammt á veg kom­in. Horfa til lífs­kjara­samn­ings­ins

Aðspurður um hvort Sjó­manna­fé­lagið hafi eitt­hvað slegið af sínum kröfum segir Berg­ur: „Við tökum annan vinkil á þetta. Þeir hafa vísað í sínum skrifum svo mikið í lífs­kjara­samn­ing­inn svo við tókum bara vinkil þang­að. Eitt af atriðum lífs­kjara­samn­ings­ins er vinnu­tíma­stytt­ing. Við sjáum hvernig við getum útfært það.“Í því sam­hengi segir hann starfs­fólk Herj­ólfs vinna mikið eins og staðan er í dag. „Þetta fólk vinnur núna 190 tíma í mán­uði og 67 pró­sent af því er í yfir­vinnu. Þannig að við skulum sjá hvort að við finnum ekki far­sæla lausn á þessu.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bensíndropinn er dýr um þessar mundir.
Bensínverð ekki verið hærra frá því í nóvember 2019
Hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra hefur ekki verið minni frá því í janúar 2020. Viðmiðunarverð á bensíni hefur þrátt fyrir það ekki verið hærra í 15 mánuði og hefur hækkað um 14 prósent frá því í maí.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Barokkbandið Brák safnar fyrir útgáfu plötu sem skilur eftir sig menningarleg verðmæti
Ný hljómplata Barokkbandsins Brákar nefnist Tvær hliðar/ Two Sides og verður tvöföld. Hljómsveitin safnar nú fyrir upptökum og útgáfu hennar á Karolina Fund og áætlar að platan komi út í lok árs 2021.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Freyr Eyjólfsson
Hring eftir hring
Kjarninn 28. febrúar 2021
Halla Bergþóra Björnsdóttir.
Lögreglustjóri vill ekki tjá sig um símtöl Áslaugar Örnu til sín
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir ástæðu þess að hún vilji ekki tjá sig um símtöl dómsmálaráðherra eftir að Ásmundarsalsmálið kom upp vera þá að málið sé komið til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Kjarninn 28. febrúar 2021
„Mér leið alveg ömurlega yfir að hafa smitast“
Víðir Reynisson hefur lært „ótrúlega margt“ um mannleg samskipti frá upphafi faraldursins og hefði viljað gera sumt öðruvísi, m.a. Facebook-færsluna sem hann skrifaði um aðdraganda þess að hann smitaðist sjálfur af COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Mynd tengd ráninu sem var framið í Dansk Værdihåndtering árið 2008.
Ákært fyrir áform
Fyrir nokkrum dögum hófust í Danmörku réttarhöld yfir fimm mönnum. Þótt réttarhöld séu daglegt brauð eru þessi óvenjuleg því afbrotið sem ákært er fyrir hefur ekki verið framið.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent