Íslendingar skráðir fyrir 83 prósentum af hótelgistingu í júní

Íslendingar voru skráðir fyrir 74.800 gistinóttum á hótelum í júní síðastliðnum en erlendir ferðamenn voru skráðir fyrir 15.100. Í júní voru 32 hótel enn lokuð og heildarfjöldi greiddra gistinátta dróst saman um 72 prósent.

ferðamenn, ferðaþjónusta, suðurland, tourism 14831009322_dc79025b21_o.jpg
Auglýsing

Heild­ar­fjöldi greiddra gistin­átta í júní dróst saman um 72 pró­sent sam­an­borið við sama mánuð í fyrra sam­kvæmt nýjum tölum Hag­stofu Íslands. Þar af fækk­aði gistin­óttum á hót­elum um 79 pró­sent og á gisti­heim­ilum um 75 pró­sent. Minni fækkun varð á öðrum teg­undum gisti­staða, sem eru meðal ann­ars far­fugla­heim­ili, orlofs­hús og tjald­svæði. Þar nam fækk­unin 63 pró­sent­u­m. 

Greiddar gistinætur ferðamanna undanfarin tvö ár. Mynd: Hagstofan

Greiddar gistinætur ferða­manna á öllum stöðum voru um 263.400 í júní sam­an­borið við 942.700 í sama mán­uði í fyrra. Um 86 pró­sent gistin­átta voru skráðar á Íslend­inga, um 227.000, en um 14 pró­sent á erlenda gesti, um 36.400.Í til­kynn­ingu á vef Hag­stof­unnar seg­ir: „Í lok mars tóku mörg hótel þá ákvörðun að loka tíma­bundið og voru enn 32 hótel lokuð í júní. Fram­boð gisti­rýmis minnk­aði um 24% frá júní 2019, mælt í fjölda hót­el­her­bergja, sem skýrist af lok­unum hót­ela.“

Auglýsing


Gistinætur á hót­elum í júní voru 89.900 sem er fækkun um 79 pró­sent frá sama mán­uði í fyrra. Um 16,8 pró­sent gistin­átta á hót­elum voru skráð á erlenda ferða­menn, eða 15.100. Gistinætur Íslend­inga voru 74.800 eða 83,2 pró­sent. Her­bergj­a­nýt­ing á hót­elum í júní síð­ast­liðnum var 20,5 pró­sent og dróst saman um 51,4 pró­sentu­stig frá því á sama tíma í fyrra.Gistniætur á hótelum í júní 2020. Mynd: HagstofanErt þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Lögreglan hefur barið á mótmælendum í helstu borgum Hvíta-Rússlands frá því að úrslit kosninganna lágu fyrir síðla á sunnudag. Myndin er tekin í Minsk í gær.
Síðasti einræðisherra Evrópu heldur velli en mótstaðan eykst
Hinn þaulsetni Alexander Lúkasjenkó var endurkjörinn forseti Hvíta-Rússlands á sunnudag. Fæstir leggja trú á niðurstöður kosninganna og hefur þeim verið ákaft mótmælt. Mótframbjóðandi hans er búin að flýja landið.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Ekkert nýtt innanlandssmit – einn sjúklingur enn á gjörgæslu
Ekkert nýtt innanlandssmit af kórónuveirunni greindist hér á landi í gær samkvæmt þeim tölum sem birtar hafa verið á covid.is. Þrjú virk smit greindust við landamærin. 114 manns eru með COVID-19 og í einangrun og tveir liggja á sjúkrahúsi.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Ásættanlegur fórnarkostnaður við frekari opnun landamæra sem var aldrei metinn
Þann 12. maí var kynnt ákvörðun um að draga úr takmörkunum á landamærum Íslands um miðjan júní. Til grundvallar þeirra ákvörðun, sem fól í sér að fleiri ferðamönnum var hleypt inn í landið, lá mat á hagrænum áhrifum þess á ferðaþjónustu.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent