Rök gríma getur aukið sýkingarhættu – aðeins skal nota hverja grímu í 4 tíma

Rök og skítug gríma gerir ekkert gagn og getur aukið sýkingarhættu. Einnota gríma, sem notuð er oftar en einu sinni, gerir ekkert gagn og getur aukið sýkingarhættu. Ekki er mælt með almennri grímunotkun á almannafæri hér á landi.

Ekki er mælt með notkun gríma á almannafæri. Þeim ber að henda í almennar sorptunnur eftir notkun.
Ekki er mælt með notkun gríma á almannafæri. Þeim ber að henda í almennar sorptunnur eftir notkun.
Auglýsing

Frá hádegi í dag, föstu­dag, taka hertar aðgerðir vegna hraðrar útbreiðslu COVID-19 hér á landi síð­ustu daga gildi. Það verður aftur regla að halda 2 metra fjar­lægð en við aðstæður þar sem ekki er hægt að hafa tveggja metra fjar­lægð á að nota hlífð­ar­grímu sem hylur munn og nef.



Í leið­bein­ing­unum, sem birtar voru í gær­kvöldi, nokkrum klukku­tímum eftir að hertar aðgerðir voru kynnt­ar, er ítrekað að þegar hægt sé að tryggja 2 metra á milli ein­stak­linga þurfi ekki að nota hlífð­ar­grímu „og ekki er mælt með almennri notkun grímu á almanna­færi“.



Þá er eft­ir­far­andi tekið skýrt fram að hlífð­ar­gríma kemur aldrei í stað almennra sýk­inga­varna sem alltaf skal við­hafa: hand­hreins­un, almennt hrein­læti og þrif á snerti­flöt­um. Þá kemur hlífð­ar­gríma ekki í stað 2 metra regl­unnar t.d. í versl­unum og skemmti­stöðum

Auglýsing


Hlífð­ar­grímur á að nota hér á landi við eft­ir­far­andi aðstæð­ur:

  • Í öllu áætl­un­ar­flugi, inn­an­lands og milli landa.
  • Í far­þega­ferjum ef ekki er hægt að hafa 2 metra fjar­lægð milli ein­stak­linga. Athugið að ekki er þörf fyrir grímu ef far­þegar sitja í eigin far­ar­tæki, lok­uðu, í ferj­unni.
  • Í öðrum almenn­ings­sam­göng­um, ef ekki eru gerðar ráð­staf­anir til að 2 metra fjar­lægð sé milli ein­stak­linga. Sér­stak­lega er mik­il­vægt að nota grímu í rútum frá flug­velli, eftir sýna­töku á landa­mærum og á lengri leiðum með hóp­ferða­bíl­um, en í inn­an­bæj­ar­sam­göngum þar sem ferð er gjarnan 15-30 mín­út­ur. Fyrst og fremst, ættu ein­stak­lingar í áhættu­hópum að nota grímu.
  • Við þjón­ustu við ein­stak­linga sem krefst návíg­is, s.s. snyrt­ingu, nudd, sjúkra­þjálfun, við tann­lækn­ing­ar, við augn­lækn­ingar og við heima­hjúkr­un.
  • Í öllum öðrum aðstæðum gilda reglur um fjölda­tak­mark­anir og 2 metra fjar­lægð milli ein­stak­linga og geta hlífð­ar­grímur ekki komið í stað þess.



Ekki er gerð krafa um að börn fædd 2005 og síðar beri grím­ur.

Eiga að grípa dropa



Hlut­verk hlífð­ar­grímu er að grípa dropa sem koma úr önd­un­ar­vegi þess sem ber hana svo þeir dreif­ist ekki um umhverf­ið. „Þetta gerir að verkum að notuð hlífð­ar­gríma er mjög menguð af örverum sem eru alla jafna í munn­vatn­i,“ segir í leið­bein­ing­un­um. Því þarf að gæta ítrasta hrein­lætis við notkun grím­urn­ar, snerta þær sem minnst og skipta um grímu þegar hún er orðin rök eða skemmd á ein­hvern hátt. Alltaf þarf að þvo eða spritta hendur eftir snert­ingu við not­aðar hlífð­ar­grím­ur.



Æski­leg­ast er að nota einnota hlífð­ar­grímur sem hent er eftir notkun í almennt sorp og þvo hendur eða spritta eftir snert­ingu við grímuna. Æski­legt er að miða að hámarki við fjórar klukku­stundir upp­safn­aða eða sam­fellda notkun og henda þá grímunni.



Margnota grímur úr taui má einnig nota en nauð­syn­legt er að þær séu úr efni sem má þvo og þarf að lág­marki að þvo þær dag­lega. Sama gildir um margnota grímur og einnota grím­ur, þær meng­ast að utan og því á að snerta þær sem allra minnst og þvo eða spritta hendur á eft­ir. Nán­ari leið­bein­ingar um slíkar grímur eru vænt­an­leg­ar.



Að lokum er árétt­að:



  • Ekki er mælt með almennri grímunotkun á almanna­færi


  • Rök og skítug gríma gerir ekk­ert gagn og getur aukið sýk­ing­ar­hættu


  •  Einnota gríma, sem notuð er oftar en einu sinni, gerir ekk­ert gagn og getur auk­ið ­sýk­ing­ar­hættu


  • Hlífð­ar­gríma, sem hylur ekki bæði nef og munn, gerir ekk­ert gagn


  • Hlífð­ar­gríma, sem er höfð á enni eða undir höku, gerir ekk­ert gagn



 





Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent