Rök gríma getur aukið sýkingarhættu – aðeins skal nota hverja grímu í 4 tíma

Rök og skítug gríma gerir ekkert gagn og getur aukið sýkingarhættu. Einnota gríma, sem notuð er oftar en einu sinni, gerir ekkert gagn og getur aukið sýkingarhættu. Ekki er mælt með almennri grímunotkun á almannafæri hér á landi.

Ekki er mælt með notkun gríma á almannafæri. Þeim ber að henda í almennar sorptunnur eftir notkun.
Ekki er mælt með notkun gríma á almannafæri. Þeim ber að henda í almennar sorptunnur eftir notkun.
Auglýsing

Frá hádegi í dag, föstu­dag, taka hertar aðgerðir vegna hraðrar útbreiðslu COVID-19 hér á landi síð­ustu daga gildi. Það verður aftur regla að halda 2 metra fjar­lægð en við aðstæður þar sem ekki er hægt að hafa tveggja metra fjar­lægð á að nota hlífð­ar­grímu sem hylur munn og nef.Í leið­bein­ing­unum, sem birtar voru í gær­kvöldi, nokkrum klukku­tímum eftir að hertar aðgerðir voru kynnt­ar, er ítrekað að þegar hægt sé að tryggja 2 metra á milli ein­stak­linga þurfi ekki að nota hlífð­ar­grímu „og ekki er mælt með almennri notkun grímu á almanna­færi“.Þá er eft­ir­far­andi tekið skýrt fram að hlífð­ar­gríma kemur aldrei í stað almennra sýk­inga­varna sem alltaf skal við­hafa: hand­hreins­un, almennt hrein­læti og þrif á snerti­flöt­um. Þá kemur hlífð­ar­gríma ekki í stað 2 metra regl­unnar t.d. í versl­unum og skemmti­stöðum

Auglýsing


Hlífð­ar­grímur á að nota hér á landi við eft­ir­far­andi aðstæð­ur:

  • Í öllu áætl­un­ar­flugi, inn­an­lands og milli landa.
  • Í far­þega­ferjum ef ekki er hægt að hafa 2 metra fjar­lægð milli ein­stak­linga. Athugið að ekki er þörf fyrir grímu ef far­þegar sitja í eigin far­ar­tæki, lok­uðu, í ferj­unni.
  • Í öðrum almenn­ings­sam­göng­um, ef ekki eru gerðar ráð­staf­anir til að 2 metra fjar­lægð sé milli ein­stak­linga. Sér­stak­lega er mik­il­vægt að nota grímu í rútum frá flug­velli, eftir sýna­töku á landa­mærum og á lengri leiðum með hóp­ferða­bíl­um, en í inn­an­bæj­ar­sam­göngum þar sem ferð er gjarnan 15-30 mín­út­ur. Fyrst og fremst, ættu ein­stak­lingar í áhættu­hópum að nota grímu.
  • Við þjón­ustu við ein­stak­linga sem krefst návíg­is, s.s. snyrt­ingu, nudd, sjúkra­þjálfun, við tann­lækn­ing­ar, við augn­lækn­ingar og við heima­hjúkr­un.
  • Í öllum öðrum aðstæðum gilda reglur um fjölda­tak­mark­anir og 2 metra fjar­lægð milli ein­stak­linga og geta hlífð­ar­grímur ekki komið í stað þess.Ekki er gerð krafa um að börn fædd 2005 og síðar beri grím­ur.

Eiga að grípa dropaHlut­verk hlífð­ar­grímu er að grípa dropa sem koma úr önd­un­ar­vegi þess sem ber hana svo þeir dreif­ist ekki um umhverf­ið. „Þetta gerir að verkum að notuð hlífð­ar­gríma er mjög menguð af örverum sem eru alla jafna í munn­vatn­i,“ segir í leið­bein­ing­un­um. Því þarf að gæta ítrasta hrein­lætis við notkun grím­urn­ar, snerta þær sem minnst og skipta um grímu þegar hún er orðin rök eða skemmd á ein­hvern hátt. Alltaf þarf að þvo eða spritta hendur eftir snert­ingu við not­aðar hlífð­ar­grím­ur.Æski­leg­ast er að nota einnota hlífð­ar­grímur sem hent er eftir notkun í almennt sorp og þvo hendur eða spritta eftir snert­ingu við grímuna. Æski­legt er að miða að hámarki við fjórar klukku­stundir upp­safn­aða eða sam­fellda notkun og henda þá grímunni.Margnota grímur úr taui má einnig nota en nauð­syn­legt er að þær séu úr efni sem má þvo og þarf að lág­marki að þvo þær dag­lega. Sama gildir um margnota grímur og einnota grím­ur, þær meng­ast að utan og því á að snerta þær sem allra minnst og þvo eða spritta hendur á eft­ir. Nán­ari leið­bein­ingar um slíkar grímur eru vænt­an­leg­ar.Að lokum er árétt­að:  • Ekki er mælt með almennri grímunotkun á almanna­færi


  • Rök og skítug gríma gerir ekk­ert gagn og getur aukið sýk­ing­ar­hættu


  •  Einnota gríma, sem notuð er oftar en einu sinni, gerir ekk­ert gagn og getur auk­ið ­sýk­ing­ar­hættu


  • Hlífð­ar­gríma, sem hylur ekki bæði nef og munn, gerir ekk­ert gagn


  • Hlífð­ar­gríma, sem er höfð á enni eða undir höku, gerir ekk­ert gagn 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Atli Viðar Thorstensen
Hamfarasprengingar í Beirút
Kjarninn 8. ágúst 2020
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent