Rök gríma getur aukið sýkingarhættu – aðeins skal nota hverja grímu í 4 tíma

Rök og skítug gríma gerir ekkert gagn og getur aukið sýkingarhættu. Einnota gríma, sem notuð er oftar en einu sinni, gerir ekkert gagn og getur aukið sýkingarhættu. Ekki er mælt með almennri grímunotkun á almannafæri hér á landi.

Ekki er mælt með notkun gríma á almannafæri. Þeim ber að henda í almennar sorptunnur eftir notkun.
Ekki er mælt með notkun gríma á almannafæri. Þeim ber að henda í almennar sorptunnur eftir notkun.
Auglýsing

Frá hádegi í dag, föstu­dag, taka hertar aðgerðir vegna hraðrar útbreiðslu COVID-19 hér á landi síð­ustu daga gildi. Það verður aftur regla að halda 2 metra fjar­lægð en við aðstæður þar sem ekki er hægt að hafa tveggja metra fjar­lægð á að nota hlífð­ar­grímu sem hylur munn og nef.Í leið­bein­ing­unum, sem birtar voru í gær­kvöldi, nokkrum klukku­tímum eftir að hertar aðgerðir voru kynnt­ar, er ítrekað að þegar hægt sé að tryggja 2 metra á milli ein­stak­linga þurfi ekki að nota hlífð­ar­grímu „og ekki er mælt með almennri notkun grímu á almanna­færi“.Þá er eft­ir­far­andi tekið skýrt fram að hlífð­ar­gríma kemur aldrei í stað almennra sýk­inga­varna sem alltaf skal við­hafa: hand­hreins­un, almennt hrein­læti og þrif á snerti­flöt­um. Þá kemur hlífð­ar­gríma ekki í stað 2 metra regl­unnar t.d. í versl­unum og skemmti­stöðum

Auglýsing


Hlífð­ar­grímur á að nota hér á landi við eft­ir­far­andi aðstæð­ur:

  • Í öllu áætl­un­ar­flugi, inn­an­lands og milli landa.
  • Í far­þega­ferjum ef ekki er hægt að hafa 2 metra fjar­lægð milli ein­stak­linga. Athugið að ekki er þörf fyrir grímu ef far­þegar sitja í eigin far­ar­tæki, lok­uðu, í ferj­unni.
  • Í öðrum almenn­ings­sam­göng­um, ef ekki eru gerðar ráð­staf­anir til að 2 metra fjar­lægð sé milli ein­stak­linga. Sér­stak­lega er mik­il­vægt að nota grímu í rútum frá flug­velli, eftir sýna­töku á landa­mærum og á lengri leiðum með hóp­ferða­bíl­um, en í inn­an­bæj­ar­sam­göngum þar sem ferð er gjarnan 15-30 mín­út­ur. Fyrst og fremst, ættu ein­stak­lingar í áhættu­hópum að nota grímu.
  • Við þjón­ustu við ein­stak­linga sem krefst návíg­is, s.s. snyrt­ingu, nudd, sjúkra­þjálfun, við tann­lækn­ing­ar, við augn­lækn­ingar og við heima­hjúkr­un.
  • Í öllum öðrum aðstæðum gilda reglur um fjölda­tak­mark­anir og 2 metra fjar­lægð milli ein­stak­linga og geta hlífð­ar­grímur ekki komið í stað þess.Ekki er gerð krafa um að börn fædd 2005 og síðar beri grím­ur.

Eiga að grípa dropaHlut­verk hlífð­ar­grímu er að grípa dropa sem koma úr önd­un­ar­vegi þess sem ber hana svo þeir dreif­ist ekki um umhverf­ið. „Þetta gerir að verkum að notuð hlífð­ar­gríma er mjög menguð af örverum sem eru alla jafna í munn­vatn­i,“ segir í leið­bein­ing­un­um. Því þarf að gæta ítrasta hrein­lætis við notkun grím­urn­ar, snerta þær sem minnst og skipta um grímu þegar hún er orðin rök eða skemmd á ein­hvern hátt. Alltaf þarf að þvo eða spritta hendur eftir snert­ingu við not­aðar hlífð­ar­grím­ur.Æski­leg­ast er að nota einnota hlífð­ar­grímur sem hent er eftir notkun í almennt sorp og þvo hendur eða spritta eftir snert­ingu við grímuna. Æski­legt er að miða að hámarki við fjórar klukku­stundir upp­safn­aða eða sam­fellda notkun og henda þá grímunni.Margnota grímur úr taui má einnig nota en nauð­syn­legt er að þær séu úr efni sem má þvo og þarf að lág­marki að þvo þær dag­lega. Sama gildir um margnota grímur og einnota grím­ur, þær meng­ast að utan og því á að snerta þær sem allra minnst og þvo eða spritta hendur á eft­ir. Nán­ari leið­bein­ingar um slíkar grímur eru vænt­an­leg­ar.Að lokum er árétt­að:  • Ekki er mælt með almennri grímunotkun á almanna­færi


  • Rök og skítug gríma gerir ekk­ert gagn og getur aukið sýk­ing­ar­hættu


  •  Einnota gríma, sem notuð er oftar en einu sinni, gerir ekk­ert gagn og getur auk­ið ­sýk­ing­ar­hættu


  • Hlífð­ar­gríma, sem hylur ekki bæði nef og munn, gerir ekk­ert gagn


  • Hlífð­ar­gríma, sem er höfð á enni eða undir höku, gerir ekk­ert gagn 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent