„Það virðist full ástæða til viðbragða“

Upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar segir að þó hann þekki ekki forsendur textagerðar á upplýsingaskilti um Sigríði í Brattholti við Gullfoss, þar sem afreka hennar í náttúruvernd er hvergi getið, „virðist full ástæða til viðbragða“.

Sigríður Tómasdóttir í Brattholti er sögð hafa hótað að henda sér í Gullfoss yrði hann virkjaður.
Sigríður Tómasdóttir í Brattholti er sögð hafa hótað að henda sér í Gullfoss yrði hann virkjaður.
Auglýsing

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ráð­herra, seg­ist ekki geta orða bund­ist eftir að hafa séð texta á upp­lýs­inga­skilti Umhverf­is­stofn­unar um Sig­ríði Tóm­as­dóttur í Bratt­holti. Sig­ríð­ur, sem fædd­ist árið 1871 og lést 1957, er þjóð­þekkt kona fyrir fram­tak sitt til vernd­unar Gull­foss og ann­arra fossa, en hún barð­ist af ein­urð gegn áformum um virkjun foss­ins og var braut­ryðj­andi á sviði nátt­úru­vernd­ar. Þess er þó hvergi getið á upp­lýs­inga­skilti sem stendur við foss­inn og er á fjórum tungu­mál­um. Þar kemur hins vegar fram að Sig­ríður hafi verið með­al­kona á hæð, nokkuð þrek­in, þótt fríð sýnum „á yngri árum“ og hafði „mikið og fag­urt ljóst hár“.„Það er margt vont við þennan texta en það versta er að þarna er ekki orð um bar­áttu Sig­ríðar gegn virkjun Gull­foss og hvernig hún opn­aði augu almenn­ings fyrir gildi og feg­urð Gull­foss og mik­il­vægi hans og ann­arra ósnort­inna nátt­úruperla,“ skrif­aði Ingi­björg Sól­rún á Face­book-­síðu sína í gær. „Ég get heldur ekki ímyndað mér annað en að útlend­ingar sem lesa þennan texta hljóti að velta fyrir sér hvað þeim komi þessi kona við sem vann sér það helst til frægðar að fylgja ferða­mönnum að foss­in­um! Getur Umhverf­is­stofnun ekki lag­fært þennan texta?“

AuglýsingKjarn­inn hafði sam­band við Björn Þor­láks­son, upp­lýs­inga­full­trúa Umhverf­is­stofn­un­ar, sem sagð­ist hafa séð text­ann á skilt­inu í fyrsta skipti í gær­kvöldi. „Ýmsar spurn­ingar kvikna. Fyrsta skref er að fá botn í for­send­urnar fyrir texta­gerð­inni. Án frek­ari skoð­unar væri óvar­legt að hrapa að álykt­unum en það virð­ist full ástæða til við­bragða.“

Ég sá um dag­inn að ein­hver vinur minn á Face­book var að hneyksl­ast á þessum texta um Sig­ríði í Bratt­holti sem er á...

Posted by Ingi­björg Sól­rún Gísla­dóttir on Thurs­day, July 30, 2020

Ein af hetjum Íslands­sög­unnar

Guð­mundur Andri Thors­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, bendir á að Sig­ríður í Bratt­holti sé konan sem „bjarg­aði Gull­fossi und­an­ ­virkj­ana­á­form­um“. Fyrir vikið sé hún sterkasta tákn­mynd nátt­úru­verndar hér á landi. „Hún er ein af hetjum Íslands­sög­unn­ar. Það að strika út þennan þátt úr ævi hennar í kynn­ingu á henni jafn­gildir því að fjar­lægja stytt­una af Jón­i ­Sig­urðs­syni af Aust­ur­velli eða fjalla um Skúla Magn­ús­son án þess að nefna Inn­rétt­ing­arn­ar,“ ­skrifar Guð­mundur Andri á Face­book í morg­un. 

„Sumir hægri menn hafa ógur­leg­ar á­hyggjur af kalla­styttum í Banda­ríkj­unum og telja það jafn­gilda sós­íal­ískri ­bylt­ingu að fjar­lægja slíkar tákn­myndir sigra og meintra afreka. Skiltið með­ út­lits­lýs­ing­unum á Sig­ríði í Bratt­holt­i,  þar sem nátt­úru­verndin er feimn­is­mál, er miklu nær­tækara dæmi um hið hljóð­láta styttu­stríð á hendur merkum konum í sögu okkar sem fer fram án þess að við tökum eftir því.“

Sigríður Tómasdóttir í Brattholti.

Bar­átta sem tók á sig ævin­týra­blæ

Í ítar­legri grein Eyrúnar Inga­dóttur sagn­fræð­ings, um bar­áttu Sig­ríðar í Les­bók Morg­un­blaðs­ins árið 1994, er rifjað upp að um alda­mótin 1900 hafi Gull­foss verið leigður til 150 ára er kaup­sýslu­menn voru í óða önn að tryggja sér rétt yfir fossum þegar virkj­un­ar­fram­kvæmdir hæfust.Annar eig­anda foss­ins, Tómas Tóm­as­son í Bratt­holti, fékk bak­þanka og upp frá því hófust mála­ferli þar sem hann reyndi að fá samn­ing­inn ógilt­an. „Dóttir Tómasar, Sig­ríð­ur, lagði á sig ómælt erf­iði til þess að það tæk­ist þau sex ár sem mála­ferlin stóðu. Þegar dómur féll í mál­inu, Bratt­holts­feðginum í óhag, hót­aði hún að henda sér í foss­inn þegar fyrsta skóflustungan yrði tekin vegna virkj­un­ar­fram­kvæmda,“ segir í grein Eyrún­ar.Nokkrum árum síðar gekk  þó leigu­samn­ing­ur­inn til baka og Gull­foss var aldrei virkj­aður og er eins og allir vita ein þekktasta nátt­úruperla Íslands í dag. „Bar­átta Sig­ríðar fyrir foss­inum tók á sig ævin­týra­blæ og varð hún vel þekkt vegna þessa,“ segir í grein­inni í Les­bók­inni. „Al­menn­ingur dáð­ist að átt­haga­ást og áræði sveita­kon­unn­ar.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna, klippir á borða við nýtt sendiráð Bandaríkjanna hérlendis fyrr í þessum mánuði.
Bandaríska sendiráðið ásakar Fréttablaðið um að flytja falsfréttir
Sendiráð Bandaríkjanna birti stöðuuppfærslu á Facebook í nótt þar sem það segir Fréttablaðið flytja falsfréttir og sýna virðingarleysi „með því að nota COVID-19 í pólitískum tilgangi“. Ástæðan er frétt um meint smit á meðal starfsmanna sendiráðsins.
Kjarninn 30. október 2020
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hjálmar ætlar að hætta sem formaður Blaðamannafélags Íslands
„Tímabært að ný kynslóð taki við,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á aðalfundi hans í kvöld. Hann mun ekki vera í framboði á næsta aðalfundi sem fram fer á næsta ári.
Kjarninn 29. október 2020
Mikill hagnaður hjá ríkisbönkunum
Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki skiluðu yfir þriggja milljarða króna hagnaði á síðasta ársfjórðungi. Í báðum bönkunum hefur rekstrarkostnaður minnkað og húsnæðislánum fjölgað.
Kjarninn 29. október 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Segir fullyrðingar Bjarna rangar
„Það er ánægjulegt að fá loks að ræða þessi mál við þig, og við erum tilbúin til þess hvenær sem er, eins og ósvaraðir tölvupóstar síðustu þriggja ára í innhólfi tölvu þinnar bera vott um,“ segir í bréfi formanns ÖBÍ til fjármálaráðherra.
Kjarninn 29. október 2020
Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn vikið úr Verkamannaflokknum
Fyrrverandi formanni breska Verkamannaflokksins var í dag vikið tímabundið úr flokknum vegna viðbragða sinna við nýrri skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins. Corbyn sagði þau mál öll hafa verið blásin upp í pólitískum tilgangi.
Kjarninn 29. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifar undir reglugerðarbreytinguna.
Ísland býður erlenda sérfræðinga velkomna ef þeir eru með milljón á mánuði eða meira
Til að fá langtímavegabréfsáritun til að stunda fjarvinnu á Íslandi þurfa útlendinga að vera með að minnsta kosti eina milljón króna á mánuði. Ef maki er með í för þurfa tekjurnar að vera að minnsta kosti 1,3 milljónir króna.
Kjarninn 29. október 2020
Sjómenn hafa á undanförnum árum ítrekað kvartað til Verðlagsstofu skiptaverðs yfir því hve lágt hráefnaverðið á uppsjávartegundum er á Íslandi.
Margt gæti skýrt að miklu meira sé greitt fyrir síld í Noregi en hér
Verðlagsstofa skiptaverðs birti á dögunum samanburð á síldarverðum í Noregi og á Íslandi, sem sýndi að hráefnisverð síldar var að meðaltali 128 prósentum hærra í Noregi en hér á landi á árunum 2012-2019, á meðan að afurðaverðið var svipað.
Kjarninn 29. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Boðar hertar aðgerðir á landsvísu „sem fyrst“
Sóttvarnalæknir boðar hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og vill að þær verði samræmdar um allt land. Langflest smit hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu en þeim fjölgar nú á Norðurlandi. Á Austurlandi er ekkert smit.
Kjarninn 29. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent