„Það virðist full ástæða til viðbragða“

Upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar segir að þó hann þekki ekki forsendur textagerðar á upplýsingaskilti um Sigríði í Brattholti við Gullfoss, þar sem afreka hennar í náttúruvernd er hvergi getið, „virðist full ástæða til viðbragða“.

Sigríður Tómasdóttir í Brattholti er sögð hafa hótað að henda sér í Gullfoss yrði hann virkjaður.
Sigríður Tómasdóttir í Brattholti er sögð hafa hótað að henda sér í Gullfoss yrði hann virkjaður.
Auglýsing

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ráð­herra, seg­ist ekki geta orða bund­ist eftir að hafa séð texta á upp­lýs­inga­skilti Umhverf­is­stofn­unar um Sig­ríði Tóm­as­dóttur í Bratt­holti. Sig­ríð­ur, sem fædd­ist árið 1871 og lést 1957, er þjóð­þekkt kona fyrir fram­tak sitt til vernd­unar Gull­foss og ann­arra fossa, en hún barð­ist af ein­urð gegn áformum um virkjun foss­ins og var braut­ryðj­andi á sviði nátt­úru­vernd­ar. Þess er þó hvergi getið á upp­lýs­inga­skilti sem stendur við foss­inn og er á fjórum tungu­mál­um. Þar kemur hins vegar fram að Sig­ríður hafi verið með­al­kona á hæð, nokkuð þrek­in, þótt fríð sýnum „á yngri árum“ og hafði „mikið og fag­urt ljóst hár“.„Það er margt vont við þennan texta en það versta er að þarna er ekki orð um bar­áttu Sig­ríðar gegn virkjun Gull­foss og hvernig hún opn­aði augu almenn­ings fyrir gildi og feg­urð Gull­foss og mik­il­vægi hans og ann­arra ósnort­inna nátt­úruperla,“ skrif­aði Ingi­björg Sól­rún á Face­book-­síðu sína í gær. „Ég get heldur ekki ímyndað mér annað en að útlend­ingar sem lesa þennan texta hljóti að velta fyrir sér hvað þeim komi þessi kona við sem vann sér það helst til frægðar að fylgja ferða­mönnum að foss­in­um! Getur Umhverf­is­stofnun ekki lag­fært þennan texta?“

AuglýsingKjarn­inn hafði sam­band við Björn Þor­láks­son, upp­lýs­inga­full­trúa Umhverf­is­stofn­un­ar, sem sagð­ist hafa séð text­ann á skilt­inu í fyrsta skipti í gær­kvöldi. „Ýmsar spurn­ingar kvikna. Fyrsta skref er að fá botn í for­send­urnar fyrir texta­gerð­inni. Án frek­ari skoð­unar væri óvar­legt að hrapa að álykt­unum en það virð­ist full ástæða til við­bragða.“

Ég sá um dag­inn að ein­hver vinur minn á Face­book var að hneyksl­ast á þessum texta um Sig­ríði í Bratt­holti sem er á...

Posted by Ingi­björg Sól­rún Gísla­dóttir on Thurs­day, July 30, 2020

Ein af hetjum Íslands­sög­unnar

Guð­mundur Andri Thors­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, bendir á að Sig­ríður í Bratt­holti sé konan sem „bjarg­aði Gull­fossi und­an­ ­virkj­ana­á­form­um“. Fyrir vikið sé hún sterkasta tákn­mynd nátt­úru­verndar hér á landi. „Hún er ein af hetjum Íslands­sög­unn­ar. Það að strika út þennan þátt úr ævi hennar í kynn­ingu á henni jafn­gildir því að fjar­lægja stytt­una af Jón­i ­Sig­urðs­syni af Aust­ur­velli eða fjalla um Skúla Magn­ús­son án þess að nefna Inn­rétt­ing­arn­ar,“ ­skrifar Guð­mundur Andri á Face­book í morg­un. 

„Sumir hægri menn hafa ógur­leg­ar á­hyggjur af kalla­styttum í Banda­ríkj­unum og telja það jafn­gilda sós­íal­ískri ­bylt­ingu að fjar­lægja slíkar tákn­myndir sigra og meintra afreka. Skiltið með­ út­lits­lýs­ing­unum á Sig­ríði í Bratt­holt­i,  þar sem nátt­úru­verndin er feimn­is­mál, er miklu nær­tækara dæmi um hið hljóð­láta styttu­stríð á hendur merkum konum í sögu okkar sem fer fram án þess að við tökum eftir því.“

Sigríður Tómasdóttir í Brattholti.

Bar­átta sem tók á sig ævin­týra­blæ

Í ítar­legri grein Eyrúnar Inga­dóttur sagn­fræð­ings, um bar­áttu Sig­ríðar í Les­bók Morg­un­blaðs­ins árið 1994, er rifjað upp að um alda­mótin 1900 hafi Gull­foss verið leigður til 150 ára er kaup­sýslu­menn voru í óða önn að tryggja sér rétt yfir fossum þegar virkj­un­ar­fram­kvæmdir hæfust.Annar eig­anda foss­ins, Tómas Tóm­as­son í Bratt­holti, fékk bak­þanka og upp frá því hófust mála­ferli þar sem hann reyndi að fá samn­ing­inn ógilt­an. „Dóttir Tómasar, Sig­ríð­ur, lagði á sig ómælt erf­iði til þess að það tæk­ist þau sex ár sem mála­ferlin stóðu. Þegar dómur féll í mál­inu, Bratt­holts­feðginum í óhag, hót­aði hún að henda sér í foss­inn þegar fyrsta skóflustungan yrði tekin vegna virkj­un­ar­fram­kvæmda,“ segir í grein Eyrún­ar.Nokkrum árum síðar gekk  þó leigu­samn­ing­ur­inn til baka og Gull­foss var aldrei virkj­aður og er eins og allir vita ein þekktasta nátt­úruperla Íslands í dag. „Bar­átta Sig­ríðar fyrir foss­inum tók á sig ævin­týra­blæ og varð hún vel þekkt vegna þessa,“ segir í grein­inni í Les­bók­inni. „Al­menn­ingur dáð­ist að átt­haga­ást og áræði sveita­kon­unn­ar.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Lögreglan hefur barið á mótmælendum í helstu borgum Hvíta-Rússlands frá því að úrslit kosninganna lágu fyrir síðla á sunnudag. Myndin er tekin í Minsk í gær.
Síðasti einræðisherra Evrópu heldur velli en mótstaðan eykst
Hinn þaulsetni Alexander Lúkasjenkó var endurkjörinn forseti Hvíta-Rússlands á sunnudag. Fæstir leggja trú á niðurstöður kosninganna og hefur þeim verið ákaft mótmælt. Mótframbjóðandi hans er búin að flýja landið.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Ekkert nýtt innanlandssmit – einn sjúklingur enn á gjörgæslu
Ekkert nýtt innanlandssmit af kórónuveirunni greindist hér á landi í gær samkvæmt þeim tölum sem birtar hafa verið á covid.is. Þrjú virk smit greindust við landamærin. 114 manns eru með COVID-19 og í einangrun og tveir liggja á sjúkrahúsi.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Ásættanlegur fórnarkostnaður við frekari opnun landamæra sem var aldrei metinn
Þann 12. maí var kynnt ákvörðun um að draga úr takmörkunum á landamærum Íslands um miðjan júní. Til grundvallar þeirra ákvörðun, sem fól í sér að fleiri ferðamönnum var hleypt inn í landið, lá mat á hagrænum áhrifum þess á ferðaþjónustu.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent