„Það virðist full ástæða til viðbragða“

Upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar segir að þó hann þekki ekki forsendur textagerðar á upplýsingaskilti um Sigríði í Brattholti við Gullfoss, þar sem afreka hennar í náttúruvernd er hvergi getið, „virðist full ástæða til viðbragða“.

Sigríður Tómasdóttir í Brattholti er sögð hafa hótað að henda sér í Gullfoss yrði hann virkjaður.
Sigríður Tómasdóttir í Brattholti er sögð hafa hótað að henda sér í Gullfoss yrði hann virkjaður.
Auglýsing

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ráð­herra, seg­ist ekki geta orða bund­ist eftir að hafa séð texta á upp­lýs­inga­skilti Umhverf­is­stofn­unar um Sig­ríði Tóm­as­dóttur í Bratt­holti. Sig­ríð­ur, sem fædd­ist árið 1871 og lést 1957, er þjóð­þekkt kona fyrir fram­tak sitt til vernd­unar Gull­foss og ann­arra fossa, en hún barð­ist af ein­urð gegn áformum um virkjun foss­ins og var braut­ryðj­andi á sviði nátt­úru­vernd­ar. Þess er þó hvergi getið á upp­lýs­inga­skilti sem stendur við foss­inn og er á fjórum tungu­mál­um. Þar kemur hins vegar fram að Sig­ríður hafi verið með­al­kona á hæð, nokkuð þrek­in, þótt fríð sýnum „á yngri árum“ og hafði „mikið og fag­urt ljóst hár“.



„Það er margt vont við þennan texta en það versta er að þarna er ekki orð um bar­áttu Sig­ríðar gegn virkjun Gull­foss og hvernig hún opn­aði augu almenn­ings fyrir gildi og feg­urð Gull­foss og mik­il­vægi hans og ann­arra ósnort­inna nátt­úruperla,“ skrif­aði Ingi­björg Sól­rún á Face­book-­síðu sína í gær. „Ég get heldur ekki ímyndað mér annað en að útlend­ingar sem lesa þennan texta hljóti að velta fyrir sér hvað þeim komi þessi kona við sem vann sér það helst til frægðar að fylgja ferða­mönnum að foss­in­um! Getur Umhverf­is­stofnun ekki lag­fært þennan texta?“

Auglýsing



Kjarn­inn hafði sam­band við Björn Þor­láks­son, upp­lýs­inga­full­trúa Umhverf­is­stofn­un­ar, sem sagð­ist hafa séð text­ann á skilt­inu í fyrsta skipti í gær­kvöldi. „Ýmsar spurn­ingar kvikna. Fyrsta skref er að fá botn í for­send­urnar fyrir texta­gerð­inni. Án frek­ari skoð­unar væri óvar­legt að hrapa að álykt­unum en það virð­ist full ástæða til við­bragða.“

Ég sá um dag­inn að ein­hver vinur minn á Face­book var að hneyksl­ast á þessum texta um Sig­ríði í Bratt­holti sem er á...

Posted by Ingi­björg Sól­rún Gísla­dóttir on Thurs­day, July 30, 2020

Ein af hetjum Íslands­sög­unnar

Guð­mundur Andri Thors­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, bendir á að Sig­ríður í Bratt­holti sé konan sem „bjarg­aði Gull­fossi und­an­ ­virkj­ana­á­form­um“. Fyrir vikið sé hún sterkasta tákn­mynd nátt­úru­verndar hér á landi. „Hún er ein af hetjum Íslands­sög­unn­ar. Það að strika út þennan þátt úr ævi hennar í kynn­ingu á henni jafn­gildir því að fjar­lægja stytt­una af Jón­i ­Sig­urðs­syni af Aust­ur­velli eða fjalla um Skúla Magn­ús­son án þess að nefna Inn­rétt­ing­arn­ar,“ ­skrifar Guð­mundur Andri á Face­book í morg­un. 

„Sumir hægri menn hafa ógur­leg­ar á­hyggjur af kalla­styttum í Banda­ríkj­unum og telja það jafn­gilda sós­íal­ískri ­bylt­ingu að fjar­lægja slíkar tákn­myndir sigra og meintra afreka. Skiltið með­ út­lits­lýs­ing­unum á Sig­ríði í Bratt­holt­i,  þar sem nátt­úru­verndin er feimn­is­mál, er miklu nær­tækara dæmi um hið hljóð­láta styttu­stríð á hendur merkum konum í sögu okkar sem fer fram án þess að við tökum eftir því.“

Sigríður Tómasdóttir í Brattholti.

Bar­átta sem tók á sig ævin­týra­blæ

Í ítar­legri grein Eyrúnar Inga­dóttur sagn­fræð­ings, um bar­áttu Sig­ríðar í Les­bók Morg­un­blaðs­ins árið 1994, er rifjað upp að um alda­mótin 1900 hafi Gull­foss verið leigður til 150 ára er kaup­sýslu­menn voru í óða önn að tryggja sér rétt yfir fossum þegar virkj­un­ar­fram­kvæmdir hæfust.



Annar eig­anda foss­ins, Tómas Tóm­as­son í Bratt­holti, fékk bak­þanka og upp frá því hófust mála­ferli þar sem hann reyndi að fá samn­ing­inn ógilt­an. „Dóttir Tómasar, Sig­ríð­ur, lagði á sig ómælt erf­iði til þess að það tæk­ist þau sex ár sem mála­ferlin stóðu. Þegar dómur féll í mál­inu, Bratt­holts­feðginum í óhag, hót­aði hún að henda sér í foss­inn þegar fyrsta skóflustungan yrði tekin vegna virkj­un­ar­fram­kvæmda,“ segir í grein Eyrún­ar.



Nokkrum árum síðar gekk  þó leigu­samn­ing­ur­inn til baka og Gull­foss var aldrei virkj­aður og er eins og allir vita ein þekktasta nátt­úruperla Íslands í dag. „Bar­átta Sig­ríðar fyrir foss­inum tók á sig ævin­týra­blæ og varð hún vel þekkt vegna þessa,“ segir í grein­inni í Les­bók­inni. „Al­menn­ingur dáð­ist að átt­haga­ást og áræði sveita­kon­unn­ar.“









Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent