„Það virðist full ástæða til viðbragða“

Upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar segir að þó hann þekki ekki forsendur textagerðar á upplýsingaskilti um Sigríði í Brattholti við Gullfoss, þar sem afreka hennar í náttúruvernd er hvergi getið, „virðist full ástæða til viðbragða“.

Sigríður Tómasdóttir í Brattholti er sögð hafa hótað að henda sér í Gullfoss yrði hann virkjaður.
Sigríður Tómasdóttir í Brattholti er sögð hafa hótað að henda sér í Gullfoss yrði hann virkjaður.
Auglýsing

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi ráðherra, segist ekki geta orða bundist eftir að hafa séð texta á upplýsingaskilti Umhverfisstofnunar um Sigríði Tómasdóttur í Brattholti. Sigríður, sem fæddist árið 1871 og lést 1957, er þjóðþekkt kona fyrir framtak sitt til verndunar Gullfoss og annarra fossa, en hún barðist af einurð gegn áformum um virkjun fossins og var brautryðjandi á sviði náttúruverndar. Þess er þó hvergi getið á upplýsingaskilti sem stendur við fossinn og er á fjórum tungumálum. Þar kemur hins vegar fram að Sigríður hafi verið meðalkona á hæð, nokkuð þrekin, þótt fríð sýnum „á yngri árum“ og hafði „mikið og fagurt ljóst hár“.


„Það er margt vont við þennan texta en það versta er að þarna er ekki orð um baráttu Sigríðar gegn virkjun Gullfoss og hvernig hún opnaði augu almennings fyrir gildi og fegurð Gullfoss og mikilvægi hans og annarra ósnortinna náttúruperla,“ skrifaði Ingibjörg Sólrún á Facebook-síðu sína í gær. „Ég get heldur ekki ímyndað mér annað en að útlendingar sem lesa þennan texta hljóti að velta fyrir sér hvað þeim komi þessi kona við sem vann sér það helst til frægðar að fylgja ferðamönnum að fossinum! Getur Umhverfisstofnun ekki lagfært þennan texta?“

Auglýsing


Kjarninn hafði samband við Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúa Umhverfisstofnunar, sem sagðist hafa séð textann á skiltinu í fyrsta skipti í gærkvöldi. „Ýmsar spurningar kvikna. Fyrsta skref er að fá botn í forsendurnar fyrir textagerðinni. Án frekari skoðunar væri óvarlegt að hrapa að ályktunum en það virðist full ástæða til viðbragða.“

Ég sá um daginn að einhver vinur minn á Facebook var að hneykslast á þessum texta um Sigríði í Brattholti sem er á...

Posted by Ingibjörg Sólrún Gísladóttir on Thursday, July 30, 2020

Ein af hetjum Íslandssögunnar

Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, bendir á að Sigríður í Brattholti sé konan sem „bjargaði Gullfossi undan virkjanaáformum“. Fyrir vikið sé hún sterkasta táknmynd náttúruverndar hér á landi. „Hún er ein af hetjum Íslandssögunnar. Það að strika út þennan þátt úr ævi hennar í kynningu á henni jafngildir því að fjarlægja styttuna af Jóni Sigurðssyni af Austurvelli eða fjalla um Skúla Magnússon án þess að nefna Innréttingarnar,“ skrifar Guðmundur Andri á Facebook í morgun. 

„Sumir hægri menn hafa ógurlegar áhyggjur af kallastyttum í Bandaríkjunum og telja það jafngilda sósíalískri byltingu að fjarlægja slíkar táknmyndir sigra og meintra afreka. Skiltið með útlitslýsingunum á Sigríði í Brattholti,  þar sem náttúruverndin er feimnismál, er miklu nærtækara dæmi um hið hljóðláta styttustríð á hendur merkum konum í sögu okkar sem fer fram án þess að við tökum eftir því.“

Sigríður Tómasdóttir í Brattholti.

Barátta sem tók á sig ævintýrablæ

Í ítarlegri grein Eyrúnar Ingadóttur sagnfræðings, um baráttu Sigríðar í Lesbók Morgunblaðsins árið 1994, er rifjað upp að um aldamótin 1900 hafi Gullfoss verið leigður til 150 ára er kaupsýslumenn voru í óða önn að tryggja sér rétt yfir fossum þegar virkjunarframkvæmdir hæfust.


Annar eiganda fossins, Tómas Tómasson í Brattholti, fékk bakþanka og upp frá því hófust málaferli þar sem hann reyndi að fá samninginn ógiltan. „Dóttir Tómasar, Sigríður, lagði á sig ómælt erfiði til þess að það tækist þau sex ár sem málaferlin stóðu. Þegar dómur féll í málinu, Brattholtsfeðginum í óhag, hótaði hún að henda sér í fossinn þegar fyrsta skóflustungan yrði tekin vegna virkjunarframkvæmda,“ segir í grein Eyrúnar.


Nokkrum árum síðar gekk  þó leigusamningurinn til baka og Gullfoss var aldrei virkjaður og er eins og allir vita ein þekktasta náttúruperla Íslands í dag. „Barátta Sigríðar fyrir fossinum tók á sig ævintýrablæ og varð hún vel þekkt vegna þessa,“ segir í greininni í Lesbókinni. „Almenningur dáðist að átthagaást og áræði sveitakonunnar.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent