Frestunarhugmynd forsetans snarlega afskrifuð af samflokksmönnum

Donald Trump viðraði í gær hugmynd um að fresta forsetakosningunum sem fram fara 3. nóvember. Tillögunni var fálega tekið, enda fráleit, þrátt fyrir að sumir hafi búist við henni. Áhrifamiklir samflokksmenn forsetans lýstu sig ósammála.

Hugmynd Trumps um að fresta kosningunum hefur ekki fengið mikinn hljómgrunn.
Hugmynd Trumps um að fresta kosningunum hefur ekki fengið mikinn hljómgrunn.
Auglýsing

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti fór mik­inn á sam­fé­lags­miðlum í gær, eins og svo oft áður. Hann sagði allt benda til þess að for­seta­kosn­ing­arnar sem eru á dag­skrá vest­an­hafs 3. nóv­em­ber myndu verða algjör­lega marklausar vegna svindls í tengslum við póst­kosn­ingar og rit­aði svo: „Þetta verður Banda­ríkj­unum til mik­illar skamm­ar. Frestum kosn­ing­unum þar til fólk getur kosið á réttan hátt, tryggi­lega og örugg­lega???“

Þetta var í fyrsta sinn sem Trump viðr­aði það opin­ber­lega að mögu­lega ætti að fresta kosn­ing­un­um, sem er raunar nokkuð sem hann hefur ekki minnsta vald til þess að gera, eins og rakið er í frétta­skýr­ingu frá New York Times.

Banda­ríkja­þing fer með vald til þess að ákveða hvenær kosn­ingar fara fram og frá árinu 1845 hafa lög verið í gildi sem kveða á um að for­seta­kosn­ingar á að halda þriðju­dag­inn eftir fyrsta mánu­dag­inn í nóv­em­ber­mán­uð­i. 

Auglýsing

Til þess að kjör­degi breytt myndi for­set­inn þurfa að fá sam­þykki bæði öld­unga­deildar og full­trúa­deildar Banda­ríkja­þings fyrir laga­setn­ingu. Það er ekki mögu­leiki að demókrat­arnir sem stýra full­trúa­deild­inni myndu nokkru sinni sætta sig við frestun kosn­inga og það varð svo strax ljóst í gær að hug­mynd Trumps sló hreint ekki í gegn hjá sam­flokks­fólki hans í Repúblikana­flokkn­um.

„Mér finnst það ekki sér­lega góð hug­mynd,“ sagði Lindsey Gra­ham, banda­maður for­set­ans sem veitir dóms­mála­nefnd öld­unga­deild­ar­innar for­mennsku, við CNN. John Thune, sem er í for­ystu­sveit repúblik­ana í öld­unga­deild­inni, sagði sama miðli að til­laga Trump væri lík­leg til þess að ná athygli fjöl­miðla, en að hann reikn­aði ekki með að hún yrði lengi til umræðu.

Mitch McConn­ell, leið­togi flokks­ins í öld­unga­deild­inni var afdrátt­ar­laus, í við­tali við sjón­varps­stöð­ina WNKY í Kent­ucky-­ríki, um að honum hugn­að­ist ekki hug­mynd Trumps. „Aldrei í sögu þessa lands, í gegnum stríð, kreppur og Þræla­stríð­ið, höfum við ekki náð að halda alrík­is­kosn­ingar á réttum tíma, og við munum finna leið til þess að gera það 3. nóv­em­ber næst­kom­and­i,“ sagði McConn­ell. 

Í sama streng tók Kevin McCarthy sem leiðir minni­hluta repúblik­ana í full­trúa­deild­inni, sem og repúblikanar á borð við Ted Cruz og Marco Rubio. Óþarfi er að fara mörgum orðum um hvað leið­togar demókrata sögðu um hug­mynd­ina, þeir sögðu hana frá­leita og hreint út sagt hættu­lega.

Biden hafði spáð því að þessi hug­mynd kæmi fram

Í umfjöllun Polit­ico um hug­mynd for­set­ans er rifjað upp að Joe Biden, and­stæð­ingur Trumps í for­seta­kosn­ing­unum í haust, sagði í apríl að hann teldi að Trump myndi reyna að finna ein­hverja ástæðu til þess að stinga upp á því að kosn­ing­unum yrði frestað. Biden hefur reynst sann­spár, en á þeim tíma sagði Trump að hann hefði aldrei látið sér detta til hugar að fresta kosn­ing­un­um. 

Þetta útspil Trumps hefur verið túlkað sem veik­leika­merki af ýms­um. Frétta­hauk­ur­inn fyrr­ver­andi Dan Rather sagði á Twitter að hann teldi að Trump væri dauð­hræddur og sagði jafn­framt að hann liti á hug­mynd for­set­ans sem til­raun til þess að fá fjöl­miðla til þess að fjalla um eitt­hvað annað en stöðu efna­hags­mála í Banda­ríkj­unum í skugga kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins.

Í gær, á svip­uðum tíma og Trump setti tíst sitt í loft­ið, var greint frá því að lands­fram­leiðsla Banda­ríkj­anna á öðrum árs­fjórð­ungi hefði dreg­ist meira saman en nokkru sinni frá því að ­byrjað var að taka saman árs­fjórð­ungs­legar hag­tölur í Banda­ríkj­unum árið 1947, eða um 9,5 pró­sent, sem myndi sam­svara 32,9 pró­sentum á árs­grund­velli.

Á sama tíma benda skoð­ana­kann­anir ein­dregið til þess að Joe Biden muni fara með sigur af hólmi í kosn­ing­unum 3. nóv­em­ber.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Eyþór Eðvarðsson
Þurfum stærri aðgerðir í loftslagsmálum
Kjarninn 15. janúar 2021
Telur mikilvægt að finna lausn sem gagnast ferðaþjónustunni betur
Starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins telur að hægt sé að auka hagvöxt um sex prósentustig með því að biðja komufarþega að framvísa neikvæðu vottorði gegn COVID-19 á landamærum og sleppa við 5-6 daga sóttkví við komuna til landsins.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Segir ákall eftir sölu Íslandsbanka koma frá væntanlegum kaupendum, ekki almenningi
Forseti ASÍ bendir á að kannanir sýni lítinn stuðning almennings við sölu á banka í ríkiseigu. Í könnun sem gerð var við vinnslu hvítbókar um fjármálakerfið sögðust 61,2 prósent aðspurðra vera jákvæðir gagnvart því að íslenska ríkið sé eigandi banka.
Kjarninn 15. janúar 2021
Velferðarnefnd Alþingis hefur verið að funda stíft um breytingar á sóttvarnalögum undanfarna daga.
Vonast til að hægt verði að klára sóttvarnalögin í næstu viku
„Ég hef væntingar til þess að klára málið í næstu viku,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segist ekki skilja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skylduskimun á landamærum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Tvöföld landamæraskimun verður skylda strax í dag
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að afnema möguleikann á því að þeir sem til landsins koma fari í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunar með 5 daga sóttkvi. „Neyðarúrræði“ sem tekur gildi strax í dag, segir heilbrigðisráðherra.
Kjarninn 15. janúar 2021
Auður Jónsdóttir
Góðborgarablindan
Kjarninn 15. janúar 2021
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Hey Siri, talarðu íslensku? En þú Embla?
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent