Frestunarhugmynd forsetans snarlega afskrifuð af samflokksmönnum

Donald Trump viðraði í gær hugmynd um að fresta forsetakosningunum sem fram fara 3. nóvember. Tillögunni var fálega tekið, enda fráleit, þrátt fyrir að sumir hafi búist við henni. Áhrifamiklir samflokksmenn forsetans lýstu sig ósammála.

Hugmynd Trumps um að fresta kosningunum hefur ekki fengið mikinn hljómgrunn.
Hugmynd Trumps um að fresta kosningunum hefur ekki fengið mikinn hljómgrunn.
Auglýsing

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti fór mik­inn á sam­fé­lags­miðlum í gær, eins og svo oft áður. Hann sagði allt benda til þess að for­seta­kosn­ing­arnar sem eru á dag­skrá vest­an­hafs 3. nóv­em­ber myndu verða algjör­lega marklausar vegna svindls í tengslum við póst­kosn­ingar og rit­aði svo: „Þetta verður Banda­ríkj­unum til mik­illar skamm­ar. Frestum kosn­ing­unum þar til fólk getur kosið á réttan hátt, tryggi­lega og örugg­lega???“

Þetta var í fyrsta sinn sem Trump viðr­aði það opin­ber­lega að mögu­lega ætti að fresta kosn­ing­un­um, sem er raunar nokkuð sem hann hefur ekki minnsta vald til þess að gera, eins og rakið er í frétta­skýr­ingu frá New York Times.

Banda­ríkja­þing fer með vald til þess að ákveða hvenær kosn­ingar fara fram og frá árinu 1845 hafa lög verið í gildi sem kveða á um að for­seta­kosn­ingar á að halda þriðju­dag­inn eftir fyrsta mánu­dag­inn í nóv­em­ber­mán­uð­i. 

Auglýsing

Til þess að kjör­degi breytt myndi for­set­inn þurfa að fá sam­þykki bæði öld­unga­deildar og full­trúa­deildar Banda­ríkja­þings fyrir laga­setn­ingu. Það er ekki mögu­leiki að demókrat­arnir sem stýra full­trúa­deild­inni myndu nokkru sinni sætta sig við frestun kosn­inga og það varð svo strax ljóst í gær að hug­mynd Trumps sló hreint ekki í gegn hjá sam­flokks­fólki hans í Repúblikana­flokkn­um.

„Mér finnst það ekki sér­lega góð hug­mynd,“ sagði Lindsey Gra­ham, banda­maður for­set­ans sem veitir dóms­mála­nefnd öld­unga­deild­ar­innar for­mennsku, við CNN. John Thune, sem er í for­ystu­sveit repúblik­ana í öld­unga­deild­inni, sagði sama miðli að til­laga Trump væri lík­leg til þess að ná athygli fjöl­miðla, en að hann reikn­aði ekki með að hún yrði lengi til umræðu.

Mitch McConn­ell, leið­togi flokks­ins í öld­unga­deild­inni var afdrátt­ar­laus, í við­tali við sjón­varps­stöð­ina WNKY í Kent­ucky-­ríki, um að honum hugn­að­ist ekki hug­mynd Trumps. „Aldrei í sögu þessa lands, í gegnum stríð, kreppur og Þræla­stríð­ið, höfum við ekki náð að halda alrík­is­kosn­ingar á réttum tíma, og við munum finna leið til þess að gera það 3. nóv­em­ber næst­kom­and­i,“ sagði McConn­ell. 

Í sama streng tók Kevin McCarthy sem leiðir minni­hluta repúblik­ana í full­trúa­deild­inni, sem og repúblikanar á borð við Ted Cruz og Marco Rubio. Óþarfi er að fara mörgum orðum um hvað leið­togar demókrata sögðu um hug­mynd­ina, þeir sögðu hana frá­leita og hreint út sagt hættu­lega.

Biden hafði spáð því að þessi hug­mynd kæmi fram

Í umfjöllun Polit­ico um hug­mynd for­set­ans er rifjað upp að Joe Biden, and­stæð­ingur Trumps í for­seta­kosn­ing­unum í haust, sagði í apríl að hann teldi að Trump myndi reyna að finna ein­hverja ástæðu til þess að stinga upp á því að kosn­ing­unum yrði frestað. Biden hefur reynst sann­spár, en á þeim tíma sagði Trump að hann hefði aldrei látið sér detta til hugar að fresta kosn­ing­un­um. 

Þetta útspil Trumps hefur verið túlkað sem veik­leika­merki af ýms­um. Frétta­hauk­ur­inn fyrr­ver­andi Dan Rather sagði á Twitter að hann teldi að Trump væri dauð­hræddur og sagði jafn­framt að hann liti á hug­mynd for­set­ans sem til­raun til þess að fá fjöl­miðla til þess að fjalla um eitt­hvað annað en stöðu efna­hags­mála í Banda­ríkj­unum í skugga kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins.

Í gær, á svip­uðum tíma og Trump setti tíst sitt í loft­ið, var greint frá því að lands­fram­leiðsla Banda­ríkj­anna á öðrum árs­fjórð­ungi hefði dreg­ist meira saman en nokkru sinni frá því að ­byrjað var að taka saman árs­fjórð­ungs­legar hag­tölur í Banda­ríkj­unum árið 1947, eða um 9,5 pró­sent, sem myndi sam­svara 32,9 pró­sentum á árs­grund­velli.

Á sama tíma benda skoð­ana­kann­anir ein­dregið til þess að Joe Biden muni fara með sigur af hólmi í kosn­ing­unum 3. nóv­em­ber.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
109 virk smit – 914 í sóttkví
Sautján ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og þrjú í landamæraskimun. 109 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Stórir lífeyrissjóðir hafa ekki farið vel út úr fjárfestingu í Icelandair
Aðkoma stærstu hluthafa Icelandair, sem hafa það hlutverk að ávaxta lífeyri landsmanna, að félaginu síðastliðinn áratug hefur ekki skilað mikilli arðsemi, og í tveimur tilfellum miklu tapi. Þessir sömu sjóðir munu á næstu dögum þurfa að taka ákvörðun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent