Endurgreiðslubeiðnir til Skattsins fjórfaldast á milli ára

Meðal ráðstafana sem gripið var til vegna kórónuveirufaraldursins var hækkun á endurgreiðslu virðisaukaskatts úr 60 í 100 prósent auk þess sem endurgreiðsluheimildir voru útvíkkaðar. Afgreiddar endurgreiðslur vegna bílaviðgerða nema 25 milljónum króna.

Sög - Grandi Mathöll
Auglýsing

Frá því maí síð­ast­liðnum hafa rúm­lega 14 þús­und umsóknir um end­ur­greiðslur virð­is­auka­skatts borist Skatt­in­um. Frá til og með ágúst í fyrra bár­ust Skatt­inum sam­tals 3.542 slíkar beiðnir svo þær hafa fjór­fald­ast á milli ára. Þetta kemur fram í svari Skatts­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um end­ur­greiðslu virð­is­auka­skatts.



Meðal þeirra ráð­staf­ana sem stjórn­völd hafa gripið til í kjöl­far kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins er að hækka end­ur­greiðslu virð­is­auka­skatts tíma­bundið úr 60 pró­sentum upp í 100 pró­sent vegna end­ur­bóta á íbúð­ar­hús­næði sem og að útvíkka end­ur­greiðslu­heim­ild­irn­ar. Nú fæst til dæmis virð­is­auka­skattur sem greiddur hefur verið vegna vinnu við bíla­við­gerðir og heim­il­is­hjálp og -þrif að fullu end­ur­greidd­ur.



Rúm­lega 18.500 end­ur­greiðslu­beiðnir í ár

Í svari Skatts­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um end­ur­greiðslur virð­is­auka­skatts segir að frá því í jan­úar 2020 hafi borist rúm­lega 18.500 end­ur­greiðslu­beiðnir vegna allra end­ur­greiðslu­þátta. Í fyrra hafi 6.340 end­ur­greiðslu­beiðnir borist Skatt­inum frá 1. jan­úar út ágúst. „At­huga þarf í þessu sam­bandi að end­ur­greiðslu­beiðnir geta varðað kostnað sem fellur til eitt­hvað fyrr en beiðnin berst. Þannig voru 13.784 beiðnir vegna kostn­aðar á árinu 2020 og 3.740 vegna kostn­aðar á árinu 2019,“ segir í svar­inu. Rest­in, um þús­und beiðnir hafi verið fyrir kostnað sem féll til enn fyrr.

Auglýsing


Ef litið er til þrengra tíma­bils, þá hefur Skatt­inum borist rúm­lega 14 þús­und umsóknir um end­ur­greiðslur af ýmsu tagi frá því í maí, sam­kvæmt svari Skatts­ins. Í fyrra nam fjöldi end­ur­greiðslu­beiðna frá maí til og með ágúst um 3.500. Fjöldi umsókna hefur því fjór­fald­ast á milli ára á tíma­bil­inu.



25 millj­óna end­ur­greiðsla vegna bíla­við­gerða

Útvíkkun á end­ur­greiðslu virð­is­auka­skatts sem tók gildi fyrr í ár náði meðal ann­ars til end­ur­greiðslu á vinnu vegna bíla­við­gerða. Í svari Skatts­ins segir að umsóknir vegna bíla­við­gerða séu orðnar rúm­lega 5.200 tals­ins. Á þriðju­dag var búið að afgreiða 1.631 umsókn sam­tals að fjá­hæð rúm­lega 25 millj­óna króna.



Vegna end­ur­bóta og við­halds hús­næðis hefur Skatt­inum borist alls um 12 þús­und umsóknir frá upp­hafi árs, þar af hafa um 8 þús­und umsóknir borist frá 1. maí. „Á árinu 2020 er búið að afgreiða 12.369 umsóknir vegna end­ur­bóta og við­halds, þar af 3.434 vegna kostn­aðar sem féll til á árinu 2020. End­ur­greiðslur sam­kvæmt umsóknum vegna kostn­aðar 2020 sam­kvæmt þessum 3.434 umsóknum nema 469.745.335 kr,“ segir í svari Skatts­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti N'drangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent