Inga Sæland óskar svara um vísindalegt framlag Hafrannsóknastofnunar

Inga Sæland formaður Flokks fólksins hefur sent Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegsráðherra tíu skriflegar fyrirspurnir um rannsóknir Hafrannsóknastofnunar á mismunandi nytjastofnum.

Inga Sæland formaður Flokks fólksins
Inga Sæland formaður Flokks fólksins
Auglýsing

„Ég er að kalla eftir því hvaða verkefni þetta eru og hve miklum fjármunum sé varið í tiltekin rannsóknarverkefni á hverjum og einum fiskistofni,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, en hún lagði undir lok síðustu viku fram tíu skriflegar fyrirspurnir til Kristjáns Þórs Júlíussonar landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra á þingi.

Inga spyr ráðherra út í rannsóknir Hafrannsóknastofnunar á mörgum þeim nytjastofnum sem veiddir eru við Íslandsstrendur og lúta fyrirspurnir hennar að því hversu miklum fjármunum hafi verið varið árlega frá 2015-2020 í rannsóknir á einstaka stofnum, til dæmis stofnum humars, rækju, hrognkelsa, ýsu, þorsks og makríls. 

Einnig spyr hún hvaða tilteknu verkefni hafi verið unnin hjá Hafrannsóknastofnun varðandi hvern og einn stofn og hversu margar ritrýndar vísindagreinar eftir sérfræðinga Hafró hafi birst í alþjóðlegum vísindatímaritum um hvern og einn þeirra tíu stofna sem fyrirspurnirnar lúta að.

Auglýsing

„Við, íslenska þjóðin, veitum um það bil 6.000 milljónum, sex milljörðum til rekstur Hafrannsóknastofnunar og þetta er vísindastofnun og það er bæði sjálfsagt og eðlilegt að kallað sé eftir nánari upplýsingum um það hverjar séu áherslur á rannsóknir hinna ýmsu nytjastofna og rýna í það hver hin vísindalegi afrakstur er í formi framlags til birtingar á nýrri þekkingu,“ segir Inga í samtali við Kjarnann, spurð út í ástæður þess að hún óskar svara ráðherra við þessum spurningum.

Inga segir við blaðamann að hún telji að það séu ekki margir inni á þingi sem séu að taka utan um sjávarútveginn sem slíkan, en Flokkur fólksins sé að setja málaflokkinn á oddinn. 

„Við munum halda áfram að kryfja þetta til mergjar. Við viljum breyta uppbyggingunni á fiskveiðistjórnunarkerfinu eins og við þekkjum það í dag og erum akkúrat núna í þessum töluðu orðum í fullri, rosa flottri vinnu, sem verður okkar skýra stefna í Flokki fólksins þegar við erum að ganga inn í þennan fína kosningavetur,“ segir Inga.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tómas A. Tómasson og Kolbrún Baldursdóttir
Aðalsmenn og almenningur á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Þorkell Sigurlaugsson og Sigmar Vilhjálmsson sitja báðir í undirbúningsnefnd hins nýja félags.
Unnið að stofnun nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Atvinnufjélaginu er ætlað að vera málsvari fyrir hagsmuni einyrkja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Þörfin á slíkum samtökum atvinnurekenda er sögð mikil af hálfu stofnenda.
Kjarninn 16. september 2021
Tryggvi Rúnar Brynjarsson
Í Dal hinna föllnu
Kjarninn 16. september 2021
Sif Sigmarsdóttir
Hvernig viljum við lifa?
Kjarninn 16. september 2021
Arnhildur Hálfdánardóttir fékk fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían. Hún er þar með síðasti handhafi þeirra verðlauna.
Hætta að veita fjölmiðlaverðlaun á degi íslenskrar náttúru
Algjör sprenging hefur orðið í umfjöllun fjölmiðla um loftslags- og umhverfismál og því telur umhverfis- og auðlindaráðuneytið ekki lengur þörf á að verðlauna miðla sérstaklega fyrir slíkan fréttaflutning.
Kjarninn 16. september 2021
Sif Konráðsdóttir
Áratugur Árósasamnings
Kjarninn 16. september 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Framlög til barnabótakerfisins aukin og fleiri fá þær, en raunvirði bóta hefur lítið hækkað
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Katrínar Jakobsdóttur um að ríkisstjórn hennar hafi aukið við barnabótakerfið og tryggt að það nái til fleiri en það gerði fyrir fjórum árum síðan.
Kjarninn 15. september 2021
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Rúm 40 prósent vilja að Katrín verði áfram forsætisráðherra
Í niðurstöðum könnunar á vegum ÍSKOS kemur í ljós að langflestir vilja að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra. Athygli vekur að Bjarni Benediktsson nýtur minni stuðnings í embættið en Sjálfstæðisflokkurinn nýtur í könnunum.
Kjarninn 15. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent