Icelandair Group hefur náð samkomulagi við Íslandsbanka og Landsbankann um sölutryggingu væntanlegs hlutafjárútboðs félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í dag.
Samkvæmt samkomulaginu munu bankarnir kaupa, hvor fyrir sig, nýtt hlutafé að andvirði samtals allt að 6 milljarða króna, að því er fram kemur í tilkynningunni.
Þá segir að endanleg fjárhæð sölutryggingar muni skiptast jafnt milli bankanna. Samningurinn sé háður því skilyrði að áskriftir fjárfesta nái að lágmarki 14 milljörðum króna í útboðinu.
Auglýsing