Fjölmiðlastyrkjum hefur verið úthlutað

Þrjú stærstu útgáfufélög landsins skipta með sér rúmlega 250 milljónum af þeim 400 milljónum sem ákveðið hefur verið að veita í sérstakan rekstrarstuðing við fjölmiðla vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins.

23 fjölmiðlaveitur uppfylltu þau skilyrði sem þurfti til að fá sérstakan rekstrarstuðning.
23 fjölmiðlaveitur uppfylltu þau skilyrði sem þurfti til að fá sérstakan rekstrarstuðning.
Auglýsing
Árvakur, Sýn og Torg, þrjú stærstu fjölmiðlafyrirtæki landsins, skipta með sér rúmum 250 milljónum af sérstökum 400 milljóna króna rekstrarstuðningi við einkarekna fjölmiðla, til að mæta efnahagsáhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.


Eitt hundrað milljón króna þak var sett á stuðning við hvert fjölmiðlafyrirtæki. Árvakur fær samkvæmt úthlutuninni 99,9 milljónir, Sýn 91,1 milljón og Torg 64,7 milljónir. Tuttugu fjölmiðlafyrirtæki til viðbótar skipta svo þeim 150 milljónum sem eftir eru af stuðningsupphæðinni á milli sín.

Birtíngur útgáfufélag, sem gefur út Mannlíf, fær 24,5 milljónir, Myllusetur, sem gefur m.a. út Viðskiptablaðið og Fiskifréttir, fær 20 milljónir, útgáfufélag Stundarinnar fær tæpar 17,8 milljónir, N4 fær 13,5 milljónir og útgáfufélag Kjarnans fær tæpar 9,3 milljónir króna.

Auglýsing

Bændasamtök Íslands, sem gefa út Bændablaðið, fá einnig tæpa 9,3 milljónir króna og næst á lista eru svo héraðfréttamiðlarnir Víkurfréttir og Skessuhorn, sem fá vel á áttundu milljón í stuðning. MD Reykjavík, sem gefur út tímaritið Iceland Review, fær 5,9 milljónir króna og Útvarp Saga fær 5,2 milljónir. Aðrir miðlar fá minna.

Alþingi samþykkti sl. vor að verja 400 milljónum kr. til verkefnisins og fól ráðherra að setja reglugerð um úthlutunina. Í henni var tilgreint að við ákvörðun um fjárhæð stuðnings yrði litið til tryggingagjalds vegna launagreiðslna til blaða- og fréttamanna, myndatökumanna, ljósmyndara, ritstjóra og aðstoðarritstjóra á árinu 2019 vegna miðlunar á fréttum og fréttatengdu efni. Þá verði tekið mið af beinum verktakagreiðslum til sambærilegra aðila, útgáfutíðni miðilsins og fjölbreytileika. Upplýsingarnar skulu staðfestar af endurskoðanda.

Í reglugerð ráðherra frá 3. júlí 2020 var fjölmiðlanefnd falin umsýsla málsins. Nefndin auglýsti eftir umsóknum 10. júlí sl. og umsóknarfrestur rann út 7. ágúst. Alls bárust 26 umsóknir um sérstakan rekstrarstuðning, þar af 25 frá fjölmiðlaveitum og ein frá félagi sem ekki telst fjölmiðlaveita í skilningi laga um fjölmiðla. Alls uppfylltu 23 umsóknir frá fjölmiðlaveitum skilyrði reglugerðar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá Keflavíkurflugvelli.
Segja Ísland geta orðið miðstöð flugs á norðurslóðum
Í skýrslu starfshóps um efnahagstækifæri á norðurslóðum er sagt mikilvægt að flugi frá Íslandi til Rússlands og Kína verði komið á, enda hafi kínverskir ferðamenn mikinn áhuga á ferðum til norðurslóða. Þá séu tækifæri fólgin í betri tengingu við Grænland.
Kjarninn 14. maí 2021
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent