Segir þingmenn Vinstri grænna reyna að réttlæta vanlíðan sína í stjórnarsamstarfinu

Formaður Viðreisnar benti þingmönnum Vinstri grænna á að lesa viðtal við formann Sjálfstæðisflokksins í „ríkisstyrktu blaði“ í morgun. Í kjölfarið ættu þeir að hvetja hann til að fara strax í lagningu á Borgarlínu.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar.
Auglýsing

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, seg­ist hafa veru­legar áhyggjur af því að rík­is­stjórnin skynji ekki þann mikla vanda sem blasi við íslensku sam­fé­lagi vegna atvinnu­leys­is. Hún telur þing­menn Vinstri grænna koma upp í pontu Alþingis til að reyna að rétt­læta sína eigin van­líðan í stjórn­ar­sam­starf­inu. „Ég skil það reyndar mjög vel, en þetta er svo­lítið kúnstugt að eftir þrjú ár er van­líð­anin enn svona merki­lega mikil þrátt fyrir að í raun­inni að þetta sé sam­bræð­ingur íhalds­flokka.“

Þetta kom fram í umræðum um störf þings­ins á Alþingi í dag.

Þor­gerður Katrín sagði að þing­menn Vinstri grænna ættu þó að hafa meiri áhyggjur af því sem Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hefði sagt í „rík­is­styrktu blað­i“, Morg­un­blað­inu, í morg­un. Ástæðan þess að hún kall­aði Morg­un­blaðið rík­is­styrkt er sú að mið­ill­inn fékk fjórð­ung allra styrkja sem veittir voru til einka­rek­inna fjöl­miðla í gær, alls 100 millj­ónir króna. 

Í við­tal­inu ræddi Bjarni meðal ann­ars lagn­ingu Sunda­brautar og sagði að lagn­ing hennar væri eitt meg­in­at­riðið í aðkomu rík­is­ins að sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, sem felur einnig í sér fjár­mögnun Borg­ar­línu. „Ef það strand­ar á ein­­stök­um verk­efn­um í sátt­­mál­an­um, nú þá er hann strand.“

Auglýsing
Viðreisn og Vinstri græn starfa saman í meiri­hluta við stjórn Reykja­vík­ur­borgar og þar er meg­in­á­hersla á lagn­ingu Borg­ar­línu. Þor­gerður Katrín sagði að þing­menn Vinstri grænna ættu að hvetja Bjarna til að fara strax í lagn­ingu Borg­ar­línu vegna ástands­ins í atvinnu­málum sem nú rík­ir, ekki að bíða með hana.  

Of lítil skref og of hægur taktur

Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir, flokksystir Þor­gerðar Katrín­ar, sagði við sama til­efni að ástæða væri til að ætla að yfir­stand­andi kreppa yrði frekar stutt. 

Stjórn­völd ættu því að bregð­ast ákveðið og hratt við yfir­stand­andi ástandi. Sú sam­staða sem hefði skap­ast í vor í kringum helstu aðgerðir væri að hverfa og rík­is­stjórnin beri ábyrgð á því. Hún hafi verið óskýr í svörum sínum og aðgerð­um, til dæmis þegar hún hafi opnað landið í sumar án nægi­legra grein­inga á afleið­ingum þess, og svo lokað því aftur á sama illa byggða grunni. „Þess vegna hafa mynd­ast and­stæðar fylk­ingar í land­inu, gjá á milli hópa og atvinnu­greina þegar sam­eig­in­legur óvinur er, og á að vera þessi bráðsmit­andi veira.“

Hún sagði að ný fjár­mála­stefna rík­is­stjórn­ar­innar væri ekki skýr og spurði hvers vegna það væri verið að draga aðgerðir á lang­inn. Skrefin sem verið væri að taka væru of lítil og takt­ur­inn of hæg­ur. „Allt sem er hvetj­andi fyrir störf núna er af hinu góða. Það er ekki bara það mann­lega í stöð­unni, heldur ábyrgð efna­hags­lega.“

Þor­björg kall­aði eftir því að fólki yrði auð­veldað að skapa sér tæki­færi og tekj­ur, að álögur á vinnu­veit­endur yrðu lækk­aðar og að hvatar yrðu skap­aðir fyrir fyr­ir­tæki til að ráða fólk. Það væri ábyrg efna­hags­stjórn, þegar tíma­bundið ástand gangi yfir, að hafa kjark til að standa með fólki á meðan að á því stæð­i. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Aðgerðir fyrir fólk – staðreyndir skipta máli
Kjarninn 26. nóvember 2020
„Látum Amazon borga“
Starfsmenn Amazon munu á svörtum föstudegi efna til mótmæla og jafnvel verkfalla á starfsstöðvum Amazon víða um heim. Alþýðusamband Íslands er orðið þátttakandi í alþjóðlegri herferð undir yfirskriftinni „Látum Amazon borga“.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Togarinn Júlíus Geirmundsson.
Skipstjórnarmenn hjá Samherja segjast „án málsvara og stéttarfélags“
Sautján skipstjórar og stýrimenn hjá Samherja gagnrýna eigið stéttarfélag harðlega fyrir að hafa staðið að lögreglukæru á hendur skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar og segja umfjöllun um málið gefa ranga mynd af lífinu til sjós.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“
Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent