Segir þingmenn Vinstri grænna reyna að réttlæta vanlíðan sína í stjórnarsamstarfinu

Formaður Viðreisnar benti þingmönnum Vinstri grænna á að lesa viðtal við formann Sjálfstæðisflokksins í „ríkisstyrktu blaði“ í morgun. Í kjölfarið ættu þeir að hvetja hann til að fara strax í lagningu á Borgarlínu.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar.
Auglýsing

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segist hafa verulegar áhyggjur af því að ríkisstjórnin skynji ekki þann mikla vanda sem blasi við íslensku samfélagi vegna atvinnuleysis. Hún telur þingmenn Vinstri grænna koma upp í pontu Alþingis til að reyna að réttlæta sína eigin vanlíðan í stjórnarsamstarfinu. „Ég skil það reyndar mjög vel, en þetta er svolítið kúnstugt að eftir þrjú ár er vanlíðanin enn svona merkilega mikil þrátt fyrir að í rauninni að þetta sé sambræðingur íhaldsflokka.“

Þetta kom fram í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag.

Þorgerður Katrín sagði að þingmenn Vinstri grænna ættu þó að hafa meiri áhyggjur af því sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, hefði sagt í „ríkisstyrktu blaði“, Morgunblaðinu, í morgun. Ástæðan þess að hún kallaði Morgunblaðið ríkisstyrkt er sú að miðillinn fékk fjórðung allra styrkja sem veittir voru til einkarekinna fjölmiðla í gær, alls 100 milljónir króna. 

Í viðtalinu ræddi Bjarni meðal annars lagningu Sundabrautar og sagði að lagning hennar væri eitt meginatriðið í aðkomu ríkisins að samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, sem felur einnig í sér fjármögnun Borgarlínu. „Ef það strand­ar á ein­stök­um verk­efn­um í sátt­mál­an­um, nú þá er hann strand.“

Auglýsing
Viðreisn og Vinstri græn starfa saman í meirihluta við stjórn Reykjavíkurborgar og þar er megináhersla á lagningu Borgarlínu. Þorgerður Katrín sagði að þingmenn Vinstri grænna ættu að hvetja Bjarna til að fara strax í lagningu Borgarlínu vegna ástandsins í atvinnumálum sem nú ríkir, ekki að bíða með hana.  

Of lítil skref og of hægur taktur

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, flokksystir Þorgerðar Katrínar, sagði við sama tilefni að ástæða væri til að ætla að yfirstandandi kreppa yrði frekar stutt. 

Stjórnvöld ættu því að bregðast ákveðið og hratt við yfirstandandi ástandi. Sú samstaða sem hefði skapast í vor í kringum helstu aðgerðir væri að hverfa og ríkisstjórnin beri ábyrgð á því. Hún hafi verið óskýr í svörum sínum og aðgerðum, til dæmis þegar hún hafi opnað landið í sumar án nægilegra greininga á afleiðingum þess, og svo lokað því aftur á sama illa byggða grunni. „Þess vegna hafa myndast andstæðar fylkingar í landinu, gjá á milli hópa og atvinnugreina þegar sameiginlegur óvinur er, og á að vera þessi bráðsmitandi veira.“

Hún sagði að ný fjármálastefna ríkisstjórnarinnar væri ekki skýr og spurði hvers vegna það væri verið að draga aðgerðir á langinn. Skrefin sem verið væri að taka væru of lítil og takturinn of hægur. „Allt sem er hvetjandi fyrir störf núna er af hinu góða. Það er ekki bara það mannlega í stöðunni, heldur ábyrgð efnahagslega.“

Þorbjörg kallaði eftir því að fólki yrði auðveldað að skapa sér tækifæri og tekjur, að álögur á vinnuveitendur yrðu lækkaðar og að hvatar yrðu skapaðir fyrir fyrirtæki til að ráða fólk. Það væri ábyrg efnahagsstjórn, þegar tímabundið ástand gangi yfir, að hafa kjark til að standa með fólki á meðan að á því stæði. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá Keflavíkurflugvelli.
Segja Ísland geta orðið miðstöð flugs á norðurslóðum
Í skýrslu starfshóps um efnahagstækifæri á norðurslóðum er sagt mikilvægt að flugi frá Íslandi til Rússlands og Kína verði komið á, enda hafi kínverskir ferðamenn mikinn áhuga á ferðum til norðurslóða. Þá séu tækifæri fólgin í betri tengingu við Grænland.
Kjarninn 14. maí 2021
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent