Hver komufarþegi kostaði samfélagið að minnsta kosti 80 þúsund krónur

Prófessor í hagfræði segir að Íslendingar hafi þurft að færa fórnir að andvirði tuga þúsunda króna með hverjum farþega sem kom til landsins í sumar.

Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.
Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.
Auglýsing

Sam­fé­lags­legur auka­kostn­aður hvers komu­far­þega til lands­ins í sumar nam að minnsta kosti 80 þús­und krón­um. Þetta er mat Tinnu Lauf­eyjar Ásgeirs­dótt­ur, pró­fess­ors í hag­fræði við Háskóla Íslands. 

Háskól­inn birti fyrr í dag mynd­band með Tinnu Lauf­eyju þar sem hún fer yfir eina leið til þess að fram­kvæma mat á hag­kvæmni fyr­ir­komu­lags á landa­mær­un­um. 

Í mynd­bandi sínu mælir hún tvo kostn­að­ar­liði sem hljót­ast af komu­far­þegum til lands­ins sem ekki eru inni­faldir í miða­verði þeirra: Ann­ars vegar aukna smit­hættu, sem eykur líkur á sótt­kví og ein­angr­un, og hins vegar hertar sótt­varn­ar­að­gerð­ir, sem fela í sér sam­komu- og fjar­lægð­ar­tak­mörk. 

Auglýsing

Aukin áhætta og hertar aðgerðir

Kostn­að­ur­inn af auk­inni smit­hættu er mældur með því að meta virði þess að þurfa ekki að vera í sótt­kví eða ein­angr­un. Í því til­viki mælir hún hversu mikið fram­leiðslutap hlýst af slíkum aðgerð­um, auk þess sem hún ber saman fjölda komu­far­þega í sumar við fjölda fólks sem var í sótt­kví á sama tíma.  

Sam­kvæmt henni er kostn­aður hvers komu­far­þega vegna auk­innar smitá­hættu met­inn á að minnsta kosti tíu þús­und krón­ur, en bætir þó við að um lík­legt van­mat sé að ræða þar sem aðferð hennar geri ráð fyrir að frí­tími fólks sé einskis virð­i. 

Til við­bótar við aukna smitá­hættu bætir Tinna Laufey við nei­kvæðu ytri áhrifin sem hljót­ast af almennum sótt­varn­ar­að­gerðum inn­an­lands og hversu mikið fólk sé til­búið að greiða til þess að losna við þær. Í því til­felli sé matið er aðeins vanda­sam­ara, en Tinna segir að kostn­að­inn sé hægt að meta með ýmsum aðferð­u­m. 

Hún byggir matið sitt á spurn­inga­listum þar sem spurt var hversu mikið fólk væri til­búið að borga til þess að losna við þessar aðgerð­ir. Tinna við­ur­kennir að þessi aðferð er talin síðri en aðr­ar, en útskýrir þó að hún að gott sé að styðj­ast við hana þar sem aðferðin býður upp á var­færið mat á kostn­að­in­um. 

Hvernig má meta kostnað og ávinn­ing af ferða­tak­mörk­un­um?

Tek­ist er á um það í sam­fé­lag­inu að hvort og þá hvernig haga eigi ferða­tak­mörk­unum á landa­mærum á þessum óvenju­legu tímum og þar veg­ast á ýmis sjón­ar­mið. En hvernig er hægt að meta ávinn­ing og kostnað af því að hafa ferða­tak­mark­anir á landa­mærum Íslands? Tinna Laufey Ásgeirs­dótt­ir, pró­fessor við Hag­fræði­deild Háskóla Íslands, fjallar um það í þessu nýja mynd­bandi.

Posted by Háskóli Íslands on Thurs­day, Sept­em­ber 3, 2020

Hér fyrir ofan má sjá mynd­band Tinnu Lauf­eyjarÚt­reikn­ingar Tinnu Lauf­eyjar benda til þess að hver ein­stak­lingur væri til­bú­inn að greiða að minnsta kosti þús­und krónur á dag til þess að þurfa ekki að búa við gild­andi fjar­lægð­ar- og sam­komu­tak­mörk. „Fólk getur svo sjálft metið hvort þessi upp­hæð sé raun­hæf eða ekki,“ segir Tinna í mynd­band­in­u. 

80 þús­und krónur á far­þega

Ef ein­ungis þessir tveir liðir eru not­aðir segir Tinna Laufey að nei­kvæð ytri áhrif sem hljót­ast af hverjum komu­far­þega nemi að minnsta kosti 80 þús­und krón­um. Þar sem þessi upp­hæð er langtum minni en sú sem ferða­menn greiddu við kom­una hér til lands­ins í sumar segir Tinna að opnun landamær­anna hafi falið í sér fórn fyrir lands­menn sem jafn­gildir verð­inu á flug­mið­anum til lands­ins og hluta gist­ing­ar­inn­ar.

Virð­is­tap ferða­þjón­ust­unnar tekið með í reikn­ing­inn 

Í mynd­band­inu áréttir Tinna að umrætt mat taki einnig til­lit til vöru og þjón­ustu sem teng­ist ferða­tak­mörk­unum með við­skipta­legum hætti, eins og t.d. útflutn­ing, sem og virði þess að geta farið til útlanda. Virð­is­tap ferða­þjón­ust­unnar ætti því að heyra þar und­ir. Þar sem útreikn­ingar hennar nái ein­ungis til ytri áhrifa þurfi hins vegar ekki að vega þá upp á móti sam­fé­lags­lega kostn­að­inum sem koma ferða­mann­anna veld­ur. 

Að lokum bætir Tinna Laufey við að útreikn­ingar hennar snú­ast um að hámarka þjóð­ar­hag og byggi ekki á sið­ferð­is­legum hug­myndum um frelsi. „Ef fólki finnst að frelsi trompi þjóð­ar­hag hef ég lítið við það að segja,“ bætir hún við. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent