Hver komufarþegi kostaði samfélagið að minnsta kosti 80 þúsund krónur

Prófessor í hagfræði segir að Íslendingar hafi þurft að færa fórnir að andvirði tuga þúsunda króna með hverjum farþega sem kom til landsins í sumar.

Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.
Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.
Auglýsing

Sam­fé­lags­legur auka­kostn­aður hvers komu­far­þega til lands­ins í sumar nam að minnsta kosti 80 þús­und krón­um. Þetta er mat Tinnu Lauf­eyjar Ásgeirs­dótt­ur, pró­fess­ors í hag­fræði við Háskóla Íslands. 

Háskól­inn birti fyrr í dag mynd­band með Tinnu Lauf­eyju þar sem hún fer yfir eina leið til þess að fram­kvæma mat á hag­kvæmni fyr­ir­komu­lags á landa­mær­un­um. 

Í mynd­bandi sínu mælir hún tvo kostn­að­ar­liði sem hljót­ast af komu­far­þegum til lands­ins sem ekki eru inni­faldir í miða­verði þeirra: Ann­ars vegar aukna smit­hættu, sem eykur líkur á sótt­kví og ein­angr­un, og hins vegar hertar sótt­varn­ar­að­gerð­ir, sem fela í sér sam­komu- og fjar­lægð­ar­tak­mörk. 

Auglýsing

Aukin áhætta og hertar aðgerðir

Kostn­að­ur­inn af auk­inni smit­hættu er mældur með því að meta virði þess að þurfa ekki að vera í sótt­kví eða ein­angr­un. Í því til­viki mælir hún hversu mikið fram­leiðslutap hlýst af slíkum aðgerð­um, auk þess sem hún ber saman fjölda komu­far­þega í sumar við fjölda fólks sem var í sótt­kví á sama tíma.  

Sam­kvæmt henni er kostn­aður hvers komu­far­þega vegna auk­innar smitá­hættu met­inn á að minnsta kosti tíu þús­und krón­ur, en bætir þó við að um lík­legt van­mat sé að ræða þar sem aðferð hennar geri ráð fyrir að frí­tími fólks sé einskis virð­i. 

Til við­bótar við aukna smitá­hættu bætir Tinna Laufey við nei­kvæðu ytri áhrifin sem hljót­ast af almennum sótt­varn­ar­að­gerðum inn­an­lands og hversu mikið fólk sé til­búið að greiða til þess að losna við þær. Í því til­felli sé matið er aðeins vanda­sam­ara, en Tinna segir að kostn­að­inn sé hægt að meta með ýmsum aðferð­u­m. 

Hún byggir matið sitt á spurn­inga­listum þar sem spurt var hversu mikið fólk væri til­búið að borga til þess að losna við þessar aðgerð­ir. Tinna við­ur­kennir að þessi aðferð er talin síðri en aðr­ar, en útskýrir þó að hún að gott sé að styðj­ast við hana þar sem aðferðin býður upp á var­færið mat á kostn­að­in­um. 

Hvernig má meta kostnað og ávinn­ing af ferða­tak­mörk­un­um?

Tek­ist er á um það í sam­fé­lag­inu að hvort og þá hvernig haga eigi ferða­tak­mörk­unum á landa­mærum á þessum óvenju­legu tímum og þar veg­ast á ýmis sjón­ar­mið. En hvernig er hægt að meta ávinn­ing og kostnað af því að hafa ferða­tak­mark­anir á landa­mærum Íslands? Tinna Laufey Ásgeirs­dótt­ir, pró­fessor við Hag­fræði­deild Háskóla Íslands, fjallar um það í þessu nýja mynd­bandi.

Posted by Háskóli Íslands on Thurs­day, Sept­em­ber 3, 2020

Hér fyrir ofan má sjá mynd­band Tinnu Lauf­eyjarÚt­reikn­ingar Tinnu Lauf­eyjar benda til þess að hver ein­stak­lingur væri til­bú­inn að greiða að minnsta kosti þús­und krónur á dag til þess að þurfa ekki að búa við gild­andi fjar­lægð­ar- og sam­komu­tak­mörk. „Fólk getur svo sjálft metið hvort þessi upp­hæð sé raun­hæf eða ekki,“ segir Tinna í mynd­band­in­u. 

80 þús­und krónur á far­þega

Ef ein­ungis þessir tveir liðir eru not­aðir segir Tinna Laufey að nei­kvæð ytri áhrif sem hljót­ast af hverjum komu­far­þega nemi að minnsta kosti 80 þús­und krón­um. Þar sem þessi upp­hæð er langtum minni en sú sem ferða­menn greiddu við kom­una hér til lands­ins í sumar segir Tinna að opnun landamær­anna hafi falið í sér fórn fyrir lands­menn sem jafn­gildir verð­inu á flug­mið­anum til lands­ins og hluta gist­ing­ar­inn­ar.

Virð­is­tap ferða­þjón­ust­unnar tekið með í reikn­ing­inn 

Í mynd­band­inu áréttir Tinna að umrætt mat taki einnig til­lit til vöru og þjón­ustu sem teng­ist ferða­tak­mörk­unum með við­skipta­legum hætti, eins og t.d. útflutn­ing, sem og virði þess að geta farið til útlanda. Virð­is­tap ferða­þjón­ust­unnar ætti því að heyra þar und­ir. Þar sem útreikn­ingar hennar nái ein­ungis til ytri áhrifa þurfi hins vegar ekki að vega þá upp á móti sam­fé­lags­lega kostn­að­inum sem koma ferða­mann­anna veld­ur. 

Að lokum bætir Tinna Laufey við að útreikn­ingar hennar snú­ast um að hámarka þjóð­ar­hag og byggi ekki á sið­ferð­is­legum hug­myndum um frelsi. „Ef fólki finnst að frelsi trompi þjóð­ar­hag hef ég lítið við það að segja,“ bætir hún við. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent