Skatturinn birtir lista yfir uppsagnarstyrki til fyrirtækja

Stærstu ferðaþjónustufyrirtæki landsins raða sér efst á lista sem Skatturinn hefur birt á vef sínum yfir svokallaða uppsagnarstyrki.

Félög í eigu Icelandair Group hafa fengið á fjórða milljarð króna í uppsagnarstyrki úr ríkissjóði.
Félög í eigu Icelandair Group hafa fengið á fjórða milljarð króna í uppsagnarstyrki úr ríkissjóði.
Auglýsing


Stærstu ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki lands­ins raða sér efst á lista sem Skatt­ur­inn hefur birt á vef sínum yfir svo­kallað upp­sagna­styrki, rík­is­stuðn­ing til fyr­ir­tækja vegna greiðslu launa starfs­manna á upp­sagn­ar­fresti, sem í heild hefur numið yfir 8 millj­örðum króna til þessa. Skatt­ur­inn birtir lista yfir upp­safn­aða fjár­hæð sem rekstrað­ilar hafa fengið vegna upp­sagna­styrkj­anna í maí, júní og júlí.

Félög í eigu Icelandair hafa sam­an­lagt fengið á fjórða millj­arð króna í styrki vegna upp­sagna á fjórða þús­und launa­manna. Mest hefur að sjálf­sögðu flug­fé­lagið sjálft feng­ið, eða 2.874 millj­ónir króna vegna upp­sagna 1889 launa­manna. Icelandair Group gerði ráð fyrir því í hálfs­árs­upp­gjöri sínu að sækja allt að 3,3 millj­arða í upp­sagn­ar­styrki til rík­is­ins þegar allt yrði saman talið.

Stóru hót­el­keðj­urnar hafa sagt upp fjölda manns, en Íslands­hótel og Foss­hótel Reykja­vík, sem eru tengd félög, hafa sam­an­lagt fengið fengið yfir 582 millj­óna stuðn­ing vegna hluta launa­kostn­aðar alls 591 starfs­manns á upp­sagn­ar­fresti. Þá hafa Center­hot­els fengið tæpar 223 millj­ónir í stuðn­ing vegna upp­sagna 226 launa­manna og Hótel Saga fengið 118 milljón króna stuðn­ing vegna upp­sagna 66 starfs­manna, svo eitt­hvað sé nefnt.

Bláa lónið hefur fengið 425 millj­óna króna stuðn­ing vegna upp­sagna 540 starfs­manna. Stærstu rútu­fyr­ir­tækin tvö, Gray Line og Kynn­is­ferð­ir, hafa svo bæði fengið hátt á annað hund­rað millj­ónir í stuðn­ing. Þá hafa bíla­leigur sagt upp fjölda fólks og ýmis fyr­ir­tæki í afþr­ey­ingu fyrir ferða­menn einnig. 

Auglýsing


List­inn sem Skatt­ur­inn birtir er tæm­andi og eru alls 272 fyr­ir­tæki sem hafa fengið greidda upp­sagn­ar­styrki. Vegna per­sónu­vernd­ar­sjón­ar­miða er fjöldi launa­manna á upp­sagn­ar­fresti ein­ungis gerður opin­ber þegar þeir eru 20 eða fleiri hjá sama fyr­ir­tæk­inu.

Búið að greiða út 8 millj­arða en áætlun gerði ráð fyrir 27 millj­arða útgjöldum

Heild­­ar­­upp­­hæðin sem greidd hefur verið út vegna upp­sagn­ar­styrkj­anna er um átta millj­­arðar króna, en þegar frum­varp um upp­­­sagn­­­ar­­­styrki var lagt fram um miðjan maí var gert ráð fyrir því að bein útgjöld rík­­­is­­­sjóðs vegna úrræð­is­ins yrðu 27 millj­­­arðar króna. Enn sem komið hefur því um 30 pró­­­sent af áætl­­­uðum kostn­aði vegna upp­­­sagn­­­ar­­­styrkja fallið til.

Yfir­lýst mark­mið upp­sagn­ar­styrkj­anna var að draga úr fjölda­gjald­þrotum og tryggja rétt­indi launa­fólks. Hlið­ar­á­hrifin eru svo þau að eign hlut­hafa fyr­ir­tækja er var­in.

Í minn­is­­­blaði Bjarna Bene­dikts­­­son­­­ar, fjár­­­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, sem inn­­i­heldur yfir­­­lit yfir stöðu stærstu efna­hags­að­­­gerða stjórn­­­­­valda vegna COVID-19, og var lagt fyrir rík­­­is­­­stjórn 14. ágúst, sagði að umsóknir hefðu verið færri en gert hefði verið ráð fyrir á tíma­bil­inu. Síð­asti umsókn­ar­dagur fyrir umsóknir um upp­sagna­styrki vegna greiddra launa í maí til júlí var 20. ágúst. 

Síð­asti upp­sagn­ar­dag­ur­inn sem fellur undir stuðn­ing vegna launa­greiðslna á upp­sagn­ar­fresti er 1. októ­ber og mun úrræðið því teygja sig út árið.

Fréttin hefur verið upp­færð.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent