Lægri flug­fargjöld fyrir íbúa lands­byggð­arinnar með Loftbrú

Loftbrú veitir 40 prósent afslátt af heildar­fargjaldi fyrir allar áætlunar­leiðir innan­lands til og frá höfuð­borgar­svæðinu. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynnti verkefnið í dag en það mun kosta ríkið 600 milljónir á ári.

Undir Loftbrú falla Vest­firðir, hluti af Norður­landi vestra, Norðurland eystra, Austurland, Hornafjörður og Vest­manna­eyjar.
Undir Loftbrú falla Vest­firðir, hluti af Norður­landi vestra, Norðurland eystra, Austurland, Hornafjörður og Vest­manna­eyjar.
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra kynnti í dag úrræði sem mun gefa íbúum á lands­byggð­inni sem búa fjarri höf­uð­borg­inni kost á lægri flug­far­gjöldum til borg­ar­innar frá og með deg­inum í dag.

Verk­efnið kall­ast Loft­brú og veitir hún 40 pró­sent afslátt af heild­ar­­far­gjaldi fyrir allar áætl­un­ar­­­leiðir inn­an­­lands til og frá höf­uð­­borg­ar­­svæð­inu. Fullur afsláttur er veittur hvort sem valið er afslátt­ar­far­gjald eða fullt far­­gjald. Hver ein­stak­lingur getur fengið lægri far­gjöld fyrir allt að þrjár ferðir til og frá Reykja­vík á ári, eða fyrir sex flug­leggi. Út árið 2020 gilda afslátt­ar­­kjörin fyrir eina ferð til og frá Reykja­vík.

Undir Loft­brú falla Vest­­firð­ir, hluti af Norð­ur­­landi vestra, Norð­ur­land eystra, Aust­ur­land, Horna­fjörður og Vest­­manna­eyj­ar. Svæðið er afmarkað með til­liti til póst­­­núm­era. Alls ná afslátt­ar­­kjör Loft­brúar til rúm­lega 60 þús­und íbúa á þessum svæð­um.

Auglýsing

Loft­brú ekki fyrir ferðir í atvinn­u­­skyni eða hefð­bundnar vinn­u­­ferðir

Fram kemur á vef­síð­unni loft­bru.is að afslátt­ar­­kjörin nýt­ist öllum þeim sem sækja mið­læga þjón­ustu og afþr­ey­ingu á höf­uð­­borg­ar­­svæðið og til að heim­sækja ætt­ingja og vini. Mark­mið verk­efn­is­ins sé að jafna aðstöðumun íbúa og efla byggðir lands­ins með því að gera inn­an­lands­­flug að hag­kvæm­ari sam­göng­u­­kosti. Loft­brú sé ætluð fólki sem fer í einka­er­indum til höf­uð­­borg­ar­innar en ekki fyrir ferðir í atvinn­u­­skyni eða hefð­bundnar vinn­u­­ferð­ir.

„Tveir hópar hafa sér­­­stöðu og um þá gilda und­an­­­tekn­ingar frá regl­unni um að eiga lög­­heim­ili á lands­­byggð­inni. Fram­halds­­­skóla­nemar af lands­­byggð­inni sem stunda nám á höf­uð­­borg­ar­svæð­inu og hafa fært lög­­heim­ili sitt tíma­bundið þangað munu eiga rétt á Loft­brú.

Börn sem eru með lög­­heim­ili á höf­uð­­borg­ar­svæð­inu en eiga for­eldra eða for­ráða­menn sem hafa búsetu á lands­­byggð­inni munu einnig eiga rétt á Loft­brú. Unnið er að því að út­­færa þjón­ust­una þannig að hægt verði að bóka lægri far­­gjöld fyrir þessa tvo hópa. Stefnt er að því að klára þá vinnu fyrir ára­mót,“ segir á vef­síðu verk­efn­is­ins.

Kostn­aður rík­is­ins vegna verk­efn­is­ins 600 millj­ónir á ári

Verk­efnið er hluti af stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar um að efla inn­an­lands­flug og byggja upp almenn­ings­sam­göngur um land allt. Verk­efnið er hluti af sam­göngu­á­ætlun 2020 til 2034 sem Alþingi sam­þykkti í júní síð­ast­liðn­um. Verk­efnið hefur gjarnan verið nefnt skoska leiðin þar sem það á fyr­ir­mynd í kerfi sem Skotar hafa byggt upp í sam­starfi ríkis og flug­fé­laga, að því er fram kemur á vef Stjórn­ar­ráðs­ins

Vega­gerðin fer með umsjón og fram­kvæmd verk­efn­is­ins í sam­vinnu við sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neytið en kostn­aður við greiðslu­þátt­töku rík­is­ins við lækkun flug­far­gjalda í verk­efn­inu er met­inn allt að 600 millj­ónum króna á árs­vísu og 200 millj­ónum króna á þessu ári. Gert er ráð fyrir þeim fjár­fram­lögum í sam­göngu­á­ætlun sem sam­þykkt var í júní síð­ast­liðn­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent