Lægri flug­fargjöld fyrir íbúa lands­byggð­arinnar með Loftbrú

Loftbrú veitir 40 prósent afslátt af heildar­fargjaldi fyrir allar áætlunar­leiðir innan­lands til og frá höfuð­borgar­svæðinu. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynnti verkefnið í dag en það mun kosta ríkið 600 milljónir á ári.

Undir Loftbrú falla Vest­firðir, hluti af Norður­landi vestra, Norðurland eystra, Austurland, Hornafjörður og Vest­manna­eyjar.
Undir Loftbrú falla Vest­firðir, hluti af Norður­landi vestra, Norðurland eystra, Austurland, Hornafjörður og Vest­manna­eyjar.
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra kynnti í dag úrræði sem mun gefa íbúum á lands­byggð­inni sem búa fjarri höf­uð­borg­inni kost á lægri flug­far­gjöldum til borg­ar­innar frá og með deg­inum í dag.

Verk­efnið kall­ast Loft­brú og veitir hún 40 pró­sent afslátt af heild­ar­­far­gjaldi fyrir allar áætl­un­ar­­­leiðir inn­an­­lands til og frá höf­uð­­borg­ar­­svæð­inu. Fullur afsláttur er veittur hvort sem valið er afslátt­ar­far­gjald eða fullt far­­gjald. Hver ein­stak­lingur getur fengið lægri far­gjöld fyrir allt að þrjár ferðir til og frá Reykja­vík á ári, eða fyrir sex flug­leggi. Út árið 2020 gilda afslátt­ar­­kjörin fyrir eina ferð til og frá Reykja­vík.

Undir Loft­brú falla Vest­­firð­ir, hluti af Norð­ur­­landi vestra, Norð­ur­land eystra, Aust­ur­land, Horna­fjörður og Vest­­manna­eyj­ar. Svæðið er afmarkað með til­liti til póst­­­núm­era. Alls ná afslátt­ar­­kjör Loft­brúar til rúm­lega 60 þús­und íbúa á þessum svæð­um.

Auglýsing

Loft­brú ekki fyrir ferðir í atvinn­u­­skyni eða hefð­bundnar vinn­u­­ferðir

Fram kemur á vef­síð­unni loft­bru.is að afslátt­ar­­kjörin nýt­ist öllum þeim sem sækja mið­læga þjón­ustu og afþr­ey­ingu á höf­uð­­borg­ar­­svæðið og til að heim­sækja ætt­ingja og vini. Mark­mið verk­efn­is­ins sé að jafna aðstöðumun íbúa og efla byggðir lands­ins með því að gera inn­an­lands­­flug að hag­kvæm­ari sam­göng­u­­kosti. Loft­brú sé ætluð fólki sem fer í einka­er­indum til höf­uð­­borg­ar­innar en ekki fyrir ferðir í atvinn­u­­skyni eða hefð­bundnar vinn­u­­ferð­ir.

„Tveir hópar hafa sér­­­stöðu og um þá gilda und­an­­­tekn­ingar frá regl­unni um að eiga lög­­heim­ili á lands­­byggð­inni. Fram­halds­­­skóla­nemar af lands­­byggð­inni sem stunda nám á höf­uð­­borg­ar­svæð­inu og hafa fært lög­­heim­ili sitt tíma­bundið þangað munu eiga rétt á Loft­brú.

Börn sem eru með lög­­heim­ili á höf­uð­­borg­ar­svæð­inu en eiga for­eldra eða for­ráða­menn sem hafa búsetu á lands­­byggð­inni munu einnig eiga rétt á Loft­brú. Unnið er að því að út­­færa þjón­ust­una þannig að hægt verði að bóka lægri far­­gjöld fyrir þessa tvo hópa. Stefnt er að því að klára þá vinnu fyrir ára­mót,“ segir á vef­síðu verk­efn­is­ins.

Kostn­aður rík­is­ins vegna verk­efn­is­ins 600 millj­ónir á ári

Verk­efnið er hluti af stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar um að efla inn­an­lands­flug og byggja upp almenn­ings­sam­göngur um land allt. Verk­efnið er hluti af sam­göngu­á­ætlun 2020 til 2034 sem Alþingi sam­þykkti í júní síð­ast­liðn­um. Verk­efnið hefur gjarnan verið nefnt skoska leiðin þar sem það á fyr­ir­mynd í kerfi sem Skotar hafa byggt upp í sam­starfi ríkis og flug­fé­laga, að því er fram kemur á vef Stjórn­ar­ráðs­ins

Vega­gerðin fer með umsjón og fram­kvæmd verk­efn­is­ins í sam­vinnu við sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neytið en kostn­aður við greiðslu­þátt­töku rík­is­ins við lækkun flug­far­gjalda í verk­efn­inu er met­inn allt að 600 millj­ónum króna á árs­vísu og 200 millj­ónum króna á þessu ári. Gert er ráð fyrir þeim fjár­fram­lögum í sam­göngu­á­ætlun sem sam­þykkt var í júní síð­ast­liðn­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent