Lægri flug­fargjöld fyrir íbúa lands­byggð­arinnar með Loftbrú

Loftbrú veitir 40 prósent afslátt af heildar­fargjaldi fyrir allar áætlunar­leiðir innan­lands til og frá höfuð­borgar­svæðinu. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynnti verkefnið í dag en það mun kosta ríkið 600 milljónir á ári.

Undir Loftbrú falla Vest­firðir, hluti af Norður­landi vestra, Norðurland eystra, Austurland, Hornafjörður og Vest­manna­eyjar.
Undir Loftbrú falla Vest­firðir, hluti af Norður­landi vestra, Norðurland eystra, Austurland, Hornafjörður og Vest­manna­eyjar.
Auglýsing

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynnti í dag úrræði sem mun gefa íbúum á landsbyggðinni sem búa fjarri höfuðborginni kost á lægri flugfargjöldum til borgarinnar frá og með deginum í dag.

Verkefnið kallast Loftbrú og veitir hún 40 prósent afslátt af heildar­fargjaldi fyrir allar áætlunar­leiðir innan­lands til og frá höfuð­borgar­svæðinu. Fullur afsláttur er veittur hvort sem valið er afsláttar­fargjald eða fullt far­gjald. Hver einstaklingur getur fengið lægri fargjöld fyrir allt að þrjár ferðir til og frá Reykjavík á ári, eða fyrir sex flugleggi. Út árið 2020 gilda afsláttar­kjörin fyrir eina ferð til og frá Reykjavík.

Undir Loftbrú falla Vest­firðir, hluti af Norður­landi vestra, Norðurland eystra, Austurland, Hornafjörður og Vest­manna­eyjar. Svæðið er afmarkað með tilliti til póst­númera. Alls ná afsláttar­kjör Loftbrúar til rúmlega 60 þúsund íbúa á þessum svæðum.

Auglýsing

Loftbrú ekki fyrir ferðir í atvinnu­skyni eða hefð­bundnar vinnu­ferðir

Fram kemur á vefsíðunni loftbru.is að afsláttar­kjörin nýtist öllum þeim sem sækja miðlæga þjónustu og afþreyingu á höfuð­borgar­svæðið og til að heimsækja ættingja og vini. Markmið verkefnisins sé að jafna aðstöðumun íbúa og efla byggðir landsins með því að gera innanlands­flug að hagkvæmari samgöngu­kosti. Loftbrú sé ætluð fólki sem fer í einka­erindum til höfuð­borgarinnar en ekki fyrir ferðir í atvinnu­skyni eða hefð­bundnar vinnu­ferðir.

„Tveir hópar hafa sér­stöðu og um þá gilda undan­tekningar frá reglunni um að eiga lög­heimili á lands­byggðinni. Framhalds­skólanemar af lands­byggðinni sem stunda nám á höfuð­borgarsvæðinu og hafa fært lög­heimili sitt tíma­bundið þangað munu eiga rétt á Loftbrú.

Börn sem eru með lög­heimili á höfuð­borgarsvæðinu en eiga foreldra eða for­ráðamenn sem hafa búsetu á lands­byggðinni munu einnig eiga rétt á Loftbrú. Unnið er að því að út­færa þjónustuna þannig að hægt verði að bóka lægri far­gjöld fyrir þessa tvo hópa. Stefnt er að því að klára þá vinnu fyrir áramót,“ segir á vefsíðu verkefnisins.

Kostnaður ríkisins vegna verkefnisins 600 milljónir á ári

Verkefnið er hluti af stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að efla innanlandsflug og byggja upp almenningssamgöngur um land allt. Verkefnið er hluti af samgönguáætlun 2020 til 2034 sem Alþingi samþykkti í júní síðastliðnum. Verkefnið hefur gjarnan verið nefnt skoska leiðin þar sem það á fyrirmynd í kerfi sem Skotar hafa byggt upp í samstarfi ríkis og flugfélaga, að því er fram kemur á vef Stjórnarráðsins

Vegagerðin fer með umsjón og framkvæmd verkefnisins í samvinnu við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið en kostnaður við greiðsluþátttöku ríkisins við lækkun flugfargjalda í verkefninu er metinn allt að 600 milljónum króna á ársvísu og 200 milljónum króna á þessu ári. Gert er ráð fyrir þeim fjárframlögum í samgönguáætlun sem samþykkt var í júní síðastliðnum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent