Blöskrar framsetning forsætisráðherra í málum hælisleitenda

Þingmaður Pírata gefur ekki mikið fyrir þær upplýsingar sem koma fram í stöðuuppfærslu forsætisráðherra varðandi mál hælisleitenda á Íslandi.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Auglýsing

Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, seg­ist blöskra fram­setn­ing Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra í málum hæl­is­leit­enda – en Katrín birti stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu sinni í gær þar sem hún sagði að Vinstri græn legðu áherslu á að taka á móti fleira fólki á flótta og væri það mark­mið sett fram í stjórn­ar­sátt­mála núver­andi rík­is­stjórn­ar. Um þessi mál væri sjaldan fjallað nema þegar ein­stök mál eru rædd. Mik­il­vægt væri að skoða hver þró­unin hefði verið á und­an­förnum árum þegar rætt væri um stefnu stjórn­valda í þessum efn­um.

Þór­hildur Sunna tjáði sig um málið á Face­book gær og gerði athuga­semd við færslu Katrín­ar. Þar segir hún að eina fram­lag VG til flótta­manna­mála sé ítrekuð fram­lagn­ing frum­varps sem ætlað sé að stór­skaða rétt­indi flótta­manna og auð­velda brott­flutn­ing þeirra. Þrisvar sinnum hafi þing­mann VG sam­þykkt stjórn­ar­frum­varp þessa efnis sem þau í stjórn­ar­and­stöð­unni hefðu þurft að leggja mikla vinnu í að stoppa í hvert sinn.

„Þú segir mik­il­vægt að láta umræð­una ekki snú­ast um tölur á blaði en nefnir svo ekk­ert nema töl­fræði til þess að verj­ast gagn­rýni á það hvernig þig komuð fram við fjögur lif­andi og mennsk börn og for­eldra þeirra.

Auglýsing

Þú veist jafn vel og ég Katrín að fjöldi kjós­enda kaus þig og þinn flokk vegna þess að þau trúðu að þú hefðir sam­kennd með fólki og myndir ekki skýla þér á bak við töl­fræði þegar á reyndi fyrir börn af holdi og blóði. Þessi póstur þinn sannar því miður enn og aftur hið gagn­stæða,” skrifar Þór­hildur Sunna.

Það eina sem hægt er að gera er að halda áfram – skref fyrir skref að stefna í rétta átt

Katrín sagði á Face­book-­síðu sinni í gær að fjöldi fólks á flótta á heims­vísu hefði meira en tvö­fald­ast á tíu árum og því hefði fylgt mikið umrót hvar­vetna þegar kemur að mál­efnum þeirra. „Frammi fyrir jafn risa­vöxnum áskor­unum og lofts­lags­vánni og fjölgun fólks á flótta (sem ekki eru ótengd mál­efni) er auð­velt að fyll­ast van­mátt­ar­til­finn­ingu en það hjálpar okkur ekki neitt. Það eina sem hægt er að gera er að halda áfram, skref fyrir skref að stefna í rétta átt.“

Þá benti hún á að Ursula Von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins, hefði sagt frá því í fyrra­dag að ráð­ist yrði í breyt­ingar á hæl­is­kerfi sam­bands­ins, meðal ann­ars með því að afnema Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ina og inn­leiða í stað hennar nýtt sam­evr­ópskt mót­töku­kerfi fyrir flótta­fólk. Ursula kall­aði eftir því að Evr­ópa ynni saman að því að bregð­ast við flótta­manna­vand­an­um. Það er mik­il­vægt að taka eigi þetta kerfi til end­ur­skoð­unar og von­andi næst sam­staða um breyt­ingar sem munu bæta stöðu fólks á flótta og þar mun Ísland leggja sitt af mörk­um,“ skrif­aði Katrín.

For­sæt­is­ráð­herr­ann birti graf með færsl­unni og sagði: „Af málum sem er lokið á þessu ári hjá þeim sem sótt hafa um vernd, við­bót­ar­vernd eða mann­úð­ar­leyfi hafa rúm 60 pró­sent umsókna verið sam­þykkt. Það eru 368 ein­stak­ling­ar, fjöl­skyldur og börn sem hafa hlotið vernd hér á þessu ári. Ef ein­göngu er horft til þeirra mála sem hafa fengið efn­is­með­ferð þá hafa 79 pró­sent umsókna verið sam­þykkt. Umsóknum hefur fjölgað mjög á und­an­förnum árum en 2019 var fékkst nið­ur­staða í 1123 mál­um. Í fyrra fengu 376 ein­stak­lingar vernd, við­bót­ar­vernd eða mann­úð­ar­leyfi sem var 33 pró­sent afgreiddra umsókna sam­an­borið við 10 pró­sent árið 2017.

Þar með er þó ekki öll sagan sögð en þessi töl­fræði á ein­ungis við um mál sem lokið er hjá Útlend­inga­stofn­un. Mál sem fara á borð kæru­nefndar útlend­inga­mála eru því ekki hér með­tal­in, en með þeim hækkar fjöldi þeirra sem hlotið hafa vernd tölu­vert. Til að mynda hlaut 531 ein­stak­lingur alþjóð­lega vernd hér á landi í fyrra þegar horft er bæði á mál hjá Útlend­inga­stofnun og kæru­nefnd­inn­i,“ segir í færslu for­sæt­is­ráð­herr­ans að lok­um. 

Verður að gæta þess að láta umræð­una ekki snú­ast um tölur á blaði

Katrín sagði enn fremur að þessi mál sner­ust auð­vitað um fólk og því yrði að gæta þess að láta umræð­una ekki snú­ast um tölur á blaði. „Þessar tölur geta þó sagt okkur hvort við séu á réttri leið, hvort að þau skref sem við höfum tekið séu að skila árangri fyrir fólk. Hvort við séum að taka á móti fleira fólki á flótta eins og við ein­settum okkur þegar stjórn­ar­sátt­mál­inn var settur saman á árinu 2017.

Tölu­verðar breyt­ingar hafa orðið á bæði reglu­verk­inu og fram­kvæmd þess hér á Íslandi síð­ast­liðin ár, meðal ann­ars með nýjum þverpóli­tískum útlend­inga­lögum sem sam­þykkt voru 2016. Þó að fram­kvæmdin hafi batnað er eigi að síður nauð­syn­legt að hún sæti sífelldri end­ur­skoð­un. Umræða síð­ustu daga sýnir að ríkur vilji er í sam­fé­lag­inu til að gera betur í þessum málum og það er verk­efnið fram und­an,“ skrif­aði hún.

Fjöldi fólks á flótta á heims­vísu hefur meira en tvö­fald­ast á tíu árum og því hefur fylgt mikið umrót hvar­vetna þeg­ar...

Posted by Katrín Jak­obs­dóttir on Thurs­day, Sept­em­ber 17, 2020


Hefur ekk­ert með stefnu VG að gera

Þór­unn Ólafs­dótt­ir, stofn­andi sam­tak­anna Akk­eri, gerir athuga­semd undir færslu Katrínar og segir það eig­in­lega ekk­ert annað en ósmekk­legt að VG ætli að hreykja sér af því að hér hafi fleiri fengið vernd und­an­farin miss­eri. Það hafi allt með breytta sam­setn­ingu umsækj­enda og ekk­ert með stefnu VG að gera.

„Stjórn­völd eru skuld­bundin til að taka til með­ferðar umsóknir um alþjóð­lega vernd og það að hreykja sér af því að gera einmitt það er svo­lítið eins og að klappa sér sér­stak­lega á bakið fyrir að reka skóla­kerfi eða annað sem við teljum álíka sjálf­sag­t,“ skrifar hún.

Á meðan séu fjögur börn og for­eldrar þeirra log­andi hrædd í felum fyrir stjórn­völdum og „fjöldi barna sem eng­inn veit að eru til hafa líka verið flutt úr landi í skjóli nætur á ykkar vakt“.

Þór­unn segir að Katrín hafi valið þá leið að afvega­leiða umræðu um nafn­greind börn með því að henda fram tölum – það séu harð­neskju­stjórn­mál. „Ég bjóst við meiru af þér Katrín og það er virki­lega sárt að horfa upp á þessa atburða­rás.“

Von um mann­úð­legri útlend­inga­stefnu má síns lít­ils

Andrés Ingi Jóns­son, þing­maður utan flokkar og fyrr­ver­andi þing­maður VG, hefur einnig gagn­rýnt fyrr­nefnt frum­varp. „Síð­ustu daga hefur berg­málað um allt stjórn­ar­heim­ilið að mann­úð­leg­asta kerfið fyrir hæl­is­leit­endur sé að vera bara nógu fljót að synja þeim. Stjórn­ar­flokk­arnir eru í því allir orðnir samdauna Sjálf­stæð­is­flokkn­um,“ skrif­aði þing­mað­ur­inn á Face­book í gær.

Hann bendir á að þrír dóms­mála­ráð­herrar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hafi ítrekað lagt fram „sama hræði­lega frum­varpið sem snýst um að draga veru­lega úr vernd hæl­is­leit­enda, allt í nafni skil­virkni kerf­is­ins. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er nefni­lega með skýra sýn á mála­flokk­inn þótt flokk­arnir hafi gef­ist upp á að ná sam­eig­in­legri sýn í stjórn­ar­sátt­mála.“

Von um mann­úð­legri útlend­inga­stefnu megi síns lít­ils meðan þessi staða rík­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent