Eigið fé Íslendinga í fasteignum hefur tvöfaldast á fimm árum

Íslendingar eru að skuldsetja sig hraðar og hærra fasteignaverð drífur áfram aukna eignamyndun. Alls eru tæplega átta af hverjum tíu krónum sem heimili landsins eiga í hreinni eign bundnar í fasteignum.

Þrátt fyrir samdrátt í efnahagslífinu er húsnæðismarkaðurinn á fleygiferð. Og skuldsetning heimila hefur verið að aukast.
Þrátt fyrir samdrátt í efnahagslífinu er húsnæðismarkaðurinn á fleygiferð. Og skuldsetning heimila hefur verið að aukast.
Auglýsing

Eigið fé lands­manna í fast­eign­um, eign þegar skuldir hafa verið dregnar frá, var 4.034 millj­arðar króna í lok árs í fyrra. Það hefur tvö­fald­ast frá byrjun árs 2015, eða á fimm árum. Alls er 78 pró­sent af öllu eigin fé heim­ila lands­ins bundið í fast­eign­um.

Virði fast­eigna í eigu lands­manna hefur sömu­leiðis vaxið gríð­ar­lega hratt á síð­ustu árum. Í lok árs 2010 var heild­ar­virði þeirra sam­kvæmt fast­eigna­mati 2.353 millj­arðar króna. Um síð­ustu ára­mót var sú upp­hæð komin upp í 5.648 millj­arða króna og hafði heild­ar­virðið því auk­ist um 140 pró­sent. Virðið miðar við fast­eigna­mat, ekki mark­aðsvirði.

Þetta má lesa úr tölu sem Hag­stofa Íslands birti í gær um eignir og skuldir Íslend­inga. 

Auglýsing

Heild­ar­um­fang íbúða­lána sem Íslend­ingar höfðu tekið um síð­ustu ára­mót var 1.614 millj­arðar króna. Umfang lán­anna jókst um 141 millj­arð króna á síð­asta ári. 

Frá lokum árs 2016 hefur umfang íbúða­lána auk­ist um 352 millj­arða króna, eða 28 pró­sent. Áður hafði lán­taka þjóð­ar­innar til að kaupa sér hús­næði ein­ungis vaxið um 56 millj­arða króna frá byrjun árs 2011 og til loka árs 2016, eða um 4,6 pró­sent. 

Skuld­setn­ing skilur sig frá lands­fram­leiðslu

Þessi þró­un, aukin skuld­setn­ing og hærra fast­eigna­verð, hefur haldið áfram á þessu ári þrátt fyrir þau efna­hags­á­föll sem drifið hafa yfir. Þannig kom fram í Fjár­mála­stöð­ug­leika­riti Seðla­banka Íslands sem birt var í vik­unni að heild­ar­skuldir heim­ila hafi numið tæp­lega 79 pró­sent af lands­fram­leiðslu í lok júní og að hlut­fallið hafi hækkað um rúm tvö pró­sentu­stig á milli ára. Áður hafði aukin skuld­setn­ing verið í takti við hag­vöxt frá árinu 2016, en í ár hefur skilið á milli. 

Í rit­inu segir að skulda­vöxtur heim­il­anna sé drif­inn áfram af aukn­ingu í íbúða­lán­um. „Þrátt fyrir óvissu virð­ist lítið lát vera á eft­ir­spurn heim­ila eftir íbúða­lánum sem skýrist meðal ann­ars af lækk­andi fjár­magns­kostn­aði og því að kaup­máttur hefur hald­ist stöð­ugur þrátt fyrir efna­hags­sam­drátt­inn. Hrein ný útlán til heim­ila í júlí námu tæp­lega 32 ma.kr. sem er um 80 pró­sent hærri fjár­hæð en með­al­tal síð­ustu 12 mán­aða.“

Þrátt fyrir skulda­aukn­ingu síð­­asta árs er eigna­­staða heim­ila betri en áður. Eigið fé heim­ila, sem eru eignir þess umfram skuld­ir, jókst tölu­vert í fyrra og er það nú rúm­­lega tvö­­falt meira en árleg lands­fram­­leiðsla. Til sam­an­­burðar var það jafnt lands­fram­­leiðsl­unni fyrir tíu árum síð­­an, og hefur það því tvö­­fald­­ast sem hlut­­fall af henn­i.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Arnar Gunnar Hilmarsson, háseti á Júlíusi Geirmundssyni, sagði frá aðbúnaðinum um borð í viðtali við RÚV.
Frásögn hásetans „alveg í takt“ við upplifun annarra háseta
Varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segist ekki vita hvað yfirvélstjóranum á Júlíusi Geirmundssyni gangi til með því að segja það „bull“ sem hásetarnir upplifðu um borð.
Kjarninn 26. október 2020
Framlag úr fortíðinni skipti sköpum í baráttunni fyrir nýrri stjórnarskrá
Stjórnarskrárfélagið safnaði nýverið yfir 43 þúsund undirskriftum þar sem Alþingi var hvatt til að klára samþykkt á nýju stjórnarskránni. Átakið vakti víða athygli og var mjög sýnilegt. Kjarninn hefur fengið aðgang að bókhaldi þess.
Kjarninn 26. október 2020
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent