Eigið fé Íslendinga í fasteignum hefur tvöfaldast á fimm árum

Íslendingar eru að skuldsetja sig hraðar og hærra fasteignaverð drífur áfram aukna eignamyndun. Alls eru tæplega átta af hverjum tíu krónum sem heimili landsins eiga í hreinni eign bundnar í fasteignum.

Þrátt fyrir samdrátt í efnahagslífinu er húsnæðismarkaðurinn á fleygiferð. Og skuldsetning heimila hefur verið að aukast.
Þrátt fyrir samdrátt í efnahagslífinu er húsnæðismarkaðurinn á fleygiferð. Og skuldsetning heimila hefur verið að aukast.
Auglýsing

Eigið fé lands­manna í fast­eign­um, eign þegar skuldir hafa verið dregnar frá, var 4.034 millj­arðar króna í lok árs í fyrra. Það hefur tvö­fald­ast frá byrjun árs 2015, eða á fimm árum. Alls er 78 pró­sent af öllu eigin fé heim­ila lands­ins bundið í fast­eign­um.

Virði fast­eigna í eigu lands­manna hefur sömu­leiðis vaxið gríð­ar­lega hratt á síð­ustu árum. Í lok árs 2010 var heild­ar­virði þeirra sam­kvæmt fast­eigna­mati 2.353 millj­arðar króna. Um síð­ustu ára­mót var sú upp­hæð komin upp í 5.648 millj­arða króna og hafði heild­ar­virðið því auk­ist um 140 pró­sent. Virðið miðar við fast­eigna­mat, ekki mark­aðsvirði.

Þetta má lesa úr tölu sem Hag­stofa Íslands birti í gær um eignir og skuldir Íslend­inga. 

Auglýsing

Heild­ar­um­fang íbúða­lána sem Íslend­ingar höfðu tekið um síð­ustu ára­mót var 1.614 millj­arðar króna. Umfang lán­anna jókst um 141 millj­arð króna á síð­asta ári. 

Frá lokum árs 2016 hefur umfang íbúða­lána auk­ist um 352 millj­arða króna, eða 28 pró­sent. Áður hafði lán­taka þjóð­ar­innar til að kaupa sér hús­næði ein­ungis vaxið um 56 millj­arða króna frá byrjun árs 2011 og til loka árs 2016, eða um 4,6 pró­sent. 

Skuld­setn­ing skilur sig frá lands­fram­leiðslu

Þessi þró­un, aukin skuld­setn­ing og hærra fast­eigna­verð, hefur haldið áfram á þessu ári þrátt fyrir þau efna­hags­á­föll sem drifið hafa yfir. Þannig kom fram í Fjár­mála­stöð­ug­leika­riti Seðla­banka Íslands sem birt var í vik­unni að heild­ar­skuldir heim­ila hafi numið tæp­lega 79 pró­sent af lands­fram­leiðslu í lok júní og að hlut­fallið hafi hækkað um rúm tvö pró­sentu­stig á milli ára. Áður hafði aukin skuld­setn­ing verið í takti við hag­vöxt frá árinu 2016, en í ár hefur skilið á milli. 

Í rit­inu segir að skulda­vöxtur heim­il­anna sé drif­inn áfram af aukn­ingu í íbúða­lán­um. „Þrátt fyrir óvissu virð­ist lítið lát vera á eft­ir­spurn heim­ila eftir íbúða­lánum sem skýrist meðal ann­ars af lækk­andi fjár­magns­kostn­aði og því að kaup­máttur hefur hald­ist stöð­ugur þrátt fyrir efna­hags­sam­drátt­inn. Hrein ný útlán til heim­ila í júlí námu tæp­lega 32 ma.kr. sem er um 80 pró­sent hærri fjár­hæð en með­al­tal síð­ustu 12 mán­aða.“

Þrátt fyrir skulda­aukn­ingu síð­­asta árs er eigna­­staða heim­ila betri en áður. Eigið fé heim­ila, sem eru eignir þess umfram skuld­ir, jókst tölu­vert í fyrra og er það nú rúm­­lega tvö­­falt meira en árleg lands­fram­­leiðsla. Til sam­an­­burðar var það jafnt lands­fram­­leiðsl­unni fyrir tíu árum síð­­an, og hefur það því tvö­­fald­­ast sem hlut­­fall af henn­i.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Þáttur ársins
Kjarninn 21. janúar 2021
Leið evrópskra fótboltamanna til Englands þrengdist vegna Brexit
Frjálst flæði evrópsks vinnuafls til Bretlands heyrir sögunni til. Það á einnig við um fótboltamenn, sem nú þurfa að uppfylla ákveðnar gæðakröfur til að fá atvinnuleyfi. Leið ungra leikmanna til Englands er orðin þrengri. Kjarninn rýndi í breytingarnar.
Kjarninn 21. janúar 2021
Haukur V. Alfreðsson
Læsi og lífsgæði
Kjarninn 21. janúar 2021
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
ESB þrýstir á Biden til að setja tæknifyrirtækjunum þröngar skorður
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fagnaði í gær innsetningu Joe Biden í embætti Bandaríkjaforseta, en hvatti til aukins samstarfs milli ríkjanna við að takmarka vald stóru tæknifyrirtækjanna.
Kjarninn 21. janúar 2021
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent