Almenna atvinnuleysið stefnir í að verða jafn mikið og eftir bankahrunið

Almennt atvinnuleysið verður komið í 9,3 prósent í lok október gangi spá Vinnumálastofnunar eftir. Það yrði jafn mikið atvinnuleysi og mest var snemma á árinu 2010. Heildaratvinnuleysið, að hlutabótaleiðinni meðtalinni, verður 10,2 prósent í lok október.

Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Auglýsing

Sam­an­lagt atvinnu­leysi þeirra sem eru í almenna bóta­kerf­inu eða á hinni svoköll­uðu hluta­bóta­leið var 9,4 pró­sent í lok síð­asta mán­að­ar. Það er umtals­verð aukn­ing frá mán­uð­inum á undan þegar það var 8,8 pró­sent og meira en spá Vinnu­mála­stofn­unar hafði gert ráð fyr­ir. 

Búist er við því að atvinnu­lausi haldi áfram að vaxa næstu mán­uði. Spá Vinnu­mála­stofn­unar gerir ráð fyrir að það verði 9,6 pró­sent í lok þessa mán­aðar og 10,2 pró­sent í lok októ­ber. Mest fór heild­ar­at­vinnu­leysið upp í 17,8 pró­sent í apríl en 10,3 pró­sentu­stig voru þá vegna hluta­bóta­leið­ar­inn­ar. Nýt­ing á henni hefur dreg­ist veru­lega saman síðan þá.

Þetta kemur fram í nýrri vinn­u­­mark­aðs­­skýrslu Vinn­u­­mála­­stofn­unar sem birt var nýlega og sýnir stöðu mála á vinn­u­­mark­aði um síð­­­ustu mán­aða­­mót. 

Auglýsing
Almennt atvinnu­leysi var 8,5 pró­sent í lok ágúst og jókst úr 7,9 pró­sent mán­uði fyrr. Spáin gerir ráð fyrir því að það verði 9,3 pró­sent í lok októ­ber. Gangi hún eftir verður um hlut­falls­lega mesta almenna atvinnu­leysi sem mælst hefur á Íslandi frá því í febr­úar og mars 2010, þegar það náði hámarki eftir banka­hrun­ið.

Fjöldi þeirra sem var í minnk­uðu starfs­hlut­falli vegna hluta­bóta­leið­ar­úr­ræð­is­ins var sá sami og í júlílok, en atvinnu­leysi tengt þeirri leið var 0,9 pró­sent.

Flestir úr ferða­þjón­ustu

Alls voru 17.788 ein­stak­l­ingar atvinn­u­­lausir í almenna bóta­­kerf­inu um síð­­­ustu mán­aða­­mót og 3.483 á hluta­­bóta­­leið­inni. Þeim sem voru almenna bóta­kerf­inu fjölg­aði um 684 en þeim sem nýttu hluta­bóta­leið­ina fækk­aði um 328. Alls voru 21.271 manns sam­an­lagt atvinnu­lausir að öllu leyti eða að hluta. 

Flestir þeirra sem eru að missa vinn­una störf­uðu áður í ferða­­þjón­ust­u­tengdum geir­um, eða 36 pró­sent. Atvinn­u­­leysið er áfram sem áður hlut­­falls­­lega lang­­mest á Suð­­ur­­nesj­un­um, sem er afar háð ferða­­þjón­­ustu um atvinnu þar sem alþjóða­flug­­völlur lands­ins er stað­­settur þar. Alls mælist 18 pró­­sent heild­ar­at­vinn­u­­leysi á svæð­inu en 16,9 pró­sent almennt atvinnu­leysi. Næst mest heild­ar­at­vinn­u­­leysi mælist á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu, eða 9,9 pró­­sent.  

Rúm­lega fimmti hver útlend­ingur atvinnu­laus

Erlendir rík­­­is­­­borg­­­arar léku lyk­il­hlut­verk í hag­­­vaxt­­­ar­­­skeið­inu sem hófst árið 2011 og ómög­u­­­legt hefði veið að manna öll þau störf sem sköp­uð­ust á tíma­bil­inu ef ekki hefði verið fyrir erlent vinn­u­afl. Frá miðju ári 2012 og fram til loka jún­í­mán­aðar fjölg­aði þeim úr 20.570 í 50.701 hér­­­lend­is, eða um yfir 30 þús­und. Af þeim eru um 75 pró­­sent á vinn­u­­mark­að­i. 

Rúm­­lega fjórð­ungur erlends vinn­u­afls hér­­­lendis á síð­­asta ári starf­aði í ferða­­þjón­­ustu. Þessi hópur varð því sá fyrsti til missa vinn­una þegar mik­ill sam­­dráttur varð í ferða­­þjón­­ustu sam­hliða kór­ón­u­veiru­far­ald­in­­um. 

Í skýrslu Vinn­u­­mála­­stofn­unar kemur fram að heild­­ar­at­vinn­u­­leysi erlendra rík­­is­­borg­­ara hafi verið nálægt 20,7 pró­­sent ágúst og jókst það lít­il­lega milli mán­aða. Það þýðir að rúm­lega fimmti hver erlendur rík­­is­­borg­­ari á íslenskum vinn­u­­mark­aði var án atvinnu um síð­­­ustu mán­aða­­mót, eða alls 7.173 manns. Auk þess voru 723 erlendir rík­­is­­borg­­arar á hluta­­bóta­­leið­inn­i. Í fyrra á sama tíma var 2.605 erlendur rík­­is­­borg­­ari án atvinnu og hefur þeim sem eru almennt atvinn­u­­lausir því fjölgað um 175 pró­­sent fá einu ári. 

Flestir erlendir rík­­is­­borg­­arar á atvinn­u­­leys­is­­skrá komu frá Pól­landi eða 3.644, sem er um 51 pró­­sent allra erlendra rík­­is­­borg­­ara á atvinn­u­­leys­is­­skrá. Pól­verjar eru lang­­fjöl­­menn­­asti hópur erlendra rík­­is­­borg­­ara sem búsettur er á Íslandi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Hámarksálag á reikisímtöl verður lækkað um tæp fjögur prósent
Evrópusambandið hefur sett reglugerð sem lækkar þá upphæð sem fjarskiptafyrirtæki mega rukka fyrir umframnotkun reikisímtala. Til stendur að taka reglugerðina upp í EES-samningnum og þar með hérlendis.
Kjarninn 26. janúar 2021
Tólf gefa kost á sér í forvali um fimm efstu sætin fyrir VG í Norðausturkjördæmi
Framboðsfrestur Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi er runninn út.
Kjarninn 26. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Fatnaður, geimferðir og sjálfbærni: Þjóðfræðirannsóknir fyrir framtíðina
Kjarninn 26. janúar 2021
Einná ferð á alþjóðaflugvellinum í Aþenu í Grikklandi.
Ísland fyrst Schengen-ríkja til að gefa út rafræn bólusetningarvottorð
Lönd sunnarlega í Evrópu vilja svör við því hvort að samræmd bólusetningarvottorð séu væntanleg á næstunni. Annað sumar án ferðamanna myndi hafa skelfilegar afleiðingar.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent