Almenna atvinnuleysið stefnir í að verða jafn mikið og eftir bankahrunið

Almennt atvinnuleysið verður komið í 9,3 prósent í lok október gangi spá Vinnumálastofnunar eftir. Það yrði jafn mikið atvinnuleysi og mest var snemma á árinu 2010. Heildaratvinnuleysið, að hlutabótaleiðinni meðtalinni, verður 10,2 prósent í lok október.

Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Auglýsing

Sam­an­lagt atvinnu­leysi þeirra sem eru í almenna bóta­kerf­inu eða á hinni svoköll­uðu hluta­bóta­leið var 9,4 pró­sent í lok síð­asta mán­að­ar. Það er umtals­verð aukn­ing frá mán­uð­inum á undan þegar það var 8,8 pró­sent og meira en spá Vinnu­mála­stofn­unar hafði gert ráð fyr­ir. 

Búist er við því að atvinnu­lausi haldi áfram að vaxa næstu mán­uði. Spá Vinnu­mála­stofn­unar gerir ráð fyrir að það verði 9,6 pró­sent í lok þessa mán­aðar og 10,2 pró­sent í lok októ­ber. Mest fór heild­ar­at­vinnu­leysið upp í 17,8 pró­sent í apríl en 10,3 pró­sentu­stig voru þá vegna hluta­bóta­leið­ar­inn­ar. Nýt­ing á henni hefur dreg­ist veru­lega saman síðan þá.

Þetta kemur fram í nýrri vinn­u­­mark­aðs­­skýrslu Vinn­u­­mála­­stofn­unar sem birt var nýlega og sýnir stöðu mála á vinn­u­­mark­aði um síð­­­ustu mán­aða­­mót. 

Auglýsing
Almennt atvinnu­leysi var 8,5 pró­sent í lok ágúst og jókst úr 7,9 pró­sent mán­uði fyrr. Spáin gerir ráð fyrir því að það verði 9,3 pró­sent í lok októ­ber. Gangi hún eftir verður um hlut­falls­lega mesta almenna atvinnu­leysi sem mælst hefur á Íslandi frá því í febr­úar og mars 2010, þegar það náði hámarki eftir banka­hrun­ið.

Fjöldi þeirra sem var í minnk­uðu starfs­hlut­falli vegna hluta­bóta­leið­ar­úr­ræð­is­ins var sá sami og í júlílok, en atvinnu­leysi tengt þeirri leið var 0,9 pró­sent.

Flestir úr ferða­þjón­ustu

Alls voru 17.788 ein­stak­l­ingar atvinn­u­­lausir í almenna bóta­­kerf­inu um síð­­­ustu mán­aða­­mót og 3.483 á hluta­­bóta­­leið­inni. Þeim sem voru almenna bóta­kerf­inu fjölg­aði um 684 en þeim sem nýttu hluta­bóta­leið­ina fækk­aði um 328. Alls voru 21.271 manns sam­an­lagt atvinnu­lausir að öllu leyti eða að hluta. 

Flestir þeirra sem eru að missa vinn­una störf­uðu áður í ferða­­þjón­ust­u­tengdum geir­um, eða 36 pró­sent. Atvinn­u­­leysið er áfram sem áður hlut­­falls­­lega lang­­mest á Suð­­ur­­nesj­un­um, sem er afar háð ferða­­þjón­­ustu um atvinnu þar sem alþjóða­flug­­völlur lands­ins er stað­­settur þar. Alls mælist 18 pró­­sent heild­ar­at­vinn­u­­leysi á svæð­inu en 16,9 pró­sent almennt atvinnu­leysi. Næst mest heild­ar­at­vinn­u­­leysi mælist á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu, eða 9,9 pró­­sent.  

Rúm­lega fimmti hver útlend­ingur atvinnu­laus

Erlendir rík­­­is­­­borg­­­arar léku lyk­il­hlut­verk í hag­­­vaxt­­­ar­­­skeið­inu sem hófst árið 2011 og ómög­u­­­legt hefði veið að manna öll þau störf sem sköp­uð­ust á tíma­bil­inu ef ekki hefði verið fyrir erlent vinn­u­afl. Frá miðju ári 2012 og fram til loka jún­í­mán­aðar fjölg­aði þeim úr 20.570 í 50.701 hér­­­lend­is, eða um yfir 30 þús­und. Af þeim eru um 75 pró­­sent á vinn­u­­mark­að­i. 

Rúm­­lega fjórð­ungur erlends vinn­u­afls hér­­­lendis á síð­­asta ári starf­aði í ferða­­þjón­­ustu. Þessi hópur varð því sá fyrsti til missa vinn­una þegar mik­ill sam­­dráttur varð í ferða­­þjón­­ustu sam­hliða kór­ón­u­veiru­far­ald­in­­um. 

Í skýrslu Vinn­u­­mála­­stofn­unar kemur fram að heild­­ar­at­vinn­u­­leysi erlendra rík­­is­­borg­­ara hafi verið nálægt 20,7 pró­­sent ágúst og jókst það lít­il­lega milli mán­aða. Það þýðir að rúm­lega fimmti hver erlendur rík­­is­­borg­­ari á íslenskum vinn­u­­mark­aði var án atvinnu um síð­­­ustu mán­aða­­mót, eða alls 7.173 manns. Auk þess voru 723 erlendir rík­­is­­borg­­arar á hluta­­bóta­­leið­inn­i. Í fyrra á sama tíma var 2.605 erlendur rík­­is­­borg­­ari án atvinnu og hefur þeim sem eru almennt atvinn­u­­lausir því fjölgað um 175 pró­­sent fá einu ári. 

Flestir erlendir rík­­is­­borg­­arar á atvinn­u­­leys­is­­skrá komu frá Pól­landi eða 3.644, sem er um 51 pró­­sent allra erlendra rík­­is­­borg­­ara á atvinn­u­­leys­is­­skrá. Pól­verjar eru lang­­fjöl­­menn­­asti hópur erlendra rík­­is­­borg­­ara sem búsettur er á Íslandi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar
Sýn vill ekki upplýsa um hugsanlega kaupendur farsímainnviða
Fjarskiptafyrirtækið segir að trúnaður ríki yfir samningaviðræðum um kaup á óvirkum farsímainnviðum kerfisins en að frekari upplýsingar verði gefnar fljótlega.
Kjarninn 26. október 2020
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Arnar Gunnar Hilmarsson, háseti á Júlíusi Geirmundssyni, sagði frá aðbúnaðinum um borð í viðtali við RÚV.
Frásögn hásetans „alveg í takt“ við upplifun annarra háseta
Varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segist ekki vita hvað yfirvélstjóranum á Júlíusi Geirmundssyni gangi til með því að segja það „bull“ sem hásetarnir upplifðu um borð.
Kjarninn 26. október 2020
Framlag úr fortíðinni skipti sköpum í baráttunni fyrir nýrri stjórnarskrá
Stjórnarskrárfélagið safnaði nýverið yfir 43 þúsund undirskriftum þar sem Alþingi var hvatt til að klára samþykkt á nýju stjórnarskránni. Átakið vakti víða athygli og var mjög sýnilegt. Kjarninn hefur fengið aðgang að bókhaldi þess.
Kjarninn 26. október 2020
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent