Almenna atvinnuleysið stefnir í að verða jafn mikið og eftir bankahrunið

Almennt atvinnuleysið verður komið í 9,3 prósent í lok október gangi spá Vinnumálastofnunar eftir. Það yrði jafn mikið atvinnuleysi og mest var snemma á árinu 2010. Heildaratvinnuleysið, að hlutabótaleiðinni meðtalinni, verður 10,2 prósent í lok október.

Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Auglýsing

Sam­an­lagt atvinnu­leysi þeirra sem eru í almenna bóta­kerf­inu eða á hinni svoköll­uðu hluta­bóta­leið var 9,4 pró­sent í lok síð­asta mán­að­ar. Það er umtals­verð aukn­ing frá mán­uð­inum á undan þegar það var 8,8 pró­sent og meira en spá Vinnu­mála­stofn­unar hafði gert ráð fyr­ir. 

Búist er við því að atvinnu­lausi haldi áfram að vaxa næstu mán­uði. Spá Vinnu­mála­stofn­unar gerir ráð fyrir að það verði 9,6 pró­sent í lok þessa mán­aðar og 10,2 pró­sent í lok októ­ber. Mest fór heild­ar­at­vinnu­leysið upp í 17,8 pró­sent í apríl en 10,3 pró­sentu­stig voru þá vegna hluta­bóta­leið­ar­inn­ar. Nýt­ing á henni hefur dreg­ist veru­lega saman síðan þá.

Þetta kemur fram í nýrri vinn­u­­mark­aðs­­skýrslu Vinn­u­­mála­­stofn­unar sem birt var nýlega og sýnir stöðu mála á vinn­u­­mark­aði um síð­­­ustu mán­aða­­mót. 

Auglýsing
Almennt atvinnu­leysi var 8,5 pró­sent í lok ágúst og jókst úr 7,9 pró­sent mán­uði fyrr. Spáin gerir ráð fyrir því að það verði 9,3 pró­sent í lok októ­ber. Gangi hún eftir verður um hlut­falls­lega mesta almenna atvinnu­leysi sem mælst hefur á Íslandi frá því í febr­úar og mars 2010, þegar það náði hámarki eftir banka­hrun­ið.

Fjöldi þeirra sem var í minnk­uðu starfs­hlut­falli vegna hluta­bóta­leið­ar­úr­ræð­is­ins var sá sami og í júlílok, en atvinnu­leysi tengt þeirri leið var 0,9 pró­sent.

Flestir úr ferða­þjón­ustu

Alls voru 17.788 ein­stak­l­ingar atvinn­u­­lausir í almenna bóta­­kerf­inu um síð­­­ustu mán­aða­­mót og 3.483 á hluta­­bóta­­leið­inni. Þeim sem voru almenna bóta­kerf­inu fjölg­aði um 684 en þeim sem nýttu hluta­bóta­leið­ina fækk­aði um 328. Alls voru 21.271 manns sam­an­lagt atvinnu­lausir að öllu leyti eða að hluta. 

Flestir þeirra sem eru að missa vinn­una störf­uðu áður í ferða­­þjón­ust­u­tengdum geir­um, eða 36 pró­sent. Atvinn­u­­leysið er áfram sem áður hlut­­falls­­lega lang­­mest á Suð­­ur­­nesj­un­um, sem er afar háð ferða­­þjón­­ustu um atvinnu þar sem alþjóða­flug­­völlur lands­ins er stað­­settur þar. Alls mælist 18 pró­­sent heild­ar­at­vinn­u­­leysi á svæð­inu en 16,9 pró­sent almennt atvinnu­leysi. Næst mest heild­ar­at­vinn­u­­leysi mælist á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu, eða 9,9 pró­­sent.  

Rúm­lega fimmti hver útlend­ingur atvinnu­laus

Erlendir rík­­­is­­­borg­­­arar léku lyk­il­hlut­verk í hag­­­vaxt­­­ar­­­skeið­inu sem hófst árið 2011 og ómög­u­­­legt hefði veið að manna öll þau störf sem sköp­uð­ust á tíma­bil­inu ef ekki hefði verið fyrir erlent vinn­u­afl. Frá miðju ári 2012 og fram til loka jún­í­mán­aðar fjölg­aði þeim úr 20.570 í 50.701 hér­­­lend­is, eða um yfir 30 þús­und. Af þeim eru um 75 pró­­sent á vinn­u­­mark­að­i. 

Rúm­­lega fjórð­ungur erlends vinn­u­afls hér­­­lendis á síð­­asta ári starf­aði í ferða­­þjón­­ustu. Þessi hópur varð því sá fyrsti til missa vinn­una þegar mik­ill sam­­dráttur varð í ferða­­þjón­­ustu sam­hliða kór­ón­u­veiru­far­ald­in­­um. 

Í skýrslu Vinn­u­­mála­­stofn­unar kemur fram að heild­­ar­at­vinn­u­­leysi erlendra rík­­is­­borg­­ara hafi verið nálægt 20,7 pró­­sent ágúst og jókst það lít­il­lega milli mán­aða. Það þýðir að rúm­lega fimmti hver erlendur rík­­is­­borg­­ari á íslenskum vinn­u­­mark­aði var án atvinnu um síð­­­ustu mán­aða­­mót, eða alls 7.173 manns. Auk þess voru 723 erlendir rík­­is­­borg­­arar á hluta­­bóta­­leið­inn­i. Í fyrra á sama tíma var 2.605 erlendur rík­­is­­borg­­ari án atvinnu og hefur þeim sem eru almennt atvinn­u­­lausir því fjölgað um 175 pró­­sent fá einu ári. 

Flestir erlendir rík­­is­­borg­­arar á atvinn­u­­leys­is­­skrá komu frá Pól­landi eða 3.644, sem er um 51 pró­­sent allra erlendra rík­­is­­borg­­ara á atvinn­u­­leys­is­­skrá. Pól­verjar eru lang­­fjöl­­menn­­asti hópur erlendra rík­­is­­borg­­ara sem búsettur er á Íslandi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Að sjá hið ósýnilega og þekkja hið hversdagslega
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Stóru breytingarnar snúast um gjöldin af bílunum og akstrinum
Fjármálaráðherra segir að það stefni að óbreyttu í óefni hvað varðar tekjuöflun hins opinbera af ökutækjum og akstri. Jafna þurfi byrðar og láta rafbílaeigendur greiða meira. Hækkun kolefnisgjalds kemur til greina, en gæta þarf að jafnræði.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent