Starfsfólki fækkar ört í fjármálakerfinu

Rúmlega þriðjungi færri unnu í fjármálafyrirtækjum í sumar, miðað við árið á undan. Hagræðing þriggja stærstu bankanna hefur skilað sér í hærri arðsemi, þrátt fyrir að þrengt hafi verið að rekstri þeirra á undanförnum mánuðum.

Seðlabankinn telur Landsbankann, Íslandsbanka og Arion banka alla vera kerfislega mikilvæga.
Seðlabankinn telur Landsbankann, Íslandsbanka og Arion banka alla vera kerfislega mikilvæga.
Auglýsing

Fjár­mála­störfum fækk­aði um rúm­lega þriðj­ung á öðrum fjórð­ungi þessa árs miðað við sama tíma­bil árið á und­an. Seðla­bank­inn nefnir að banka­kerfið búi við þrengri rekstr­ar­skil­yrði þessa mán­uð­ina, en segir að nið­ur­skurður á síð­ustu miss­erum hafi leitt til hag­kvæm­ari rekst­urs. Á sama tíma og starfs­mönnum í fjár­mála­kerf­inu hefur fækkað jafnt og þétt síð­ustu ára hefur stjórn­ar­mönn­um, fram­kvæmda­stjórum og stjórn­ar­for­mönnum fjölgað þar um fimmt­ung. 

Vaxta­munur hefur minnkað

Í rit­inu Fjár­mála­stöð­ug­leika, sem gefið var út af Seðla­bank­anum á mið­viku­dag­inn, kemur fram að nýlegar vaxta­lækk­anir og afskriftir í kjöl­far far­sótt­ar­innar hafi skapað þrengri rekstr­ar­skil­yrði fyrir Lands­bank­ann, Íslands­banka og Arion banka. 

Auglýsing
Lækkanir á meg­in­vöxtum Seðla­bank­ans hafa skapað þrýst­ing til lækk­unar á óverð­tryggðum lánum bank­anna á breyti­legum vöxt­um, á meðan erfitt hefur reynst að lækka inn­láns­vext­ina sína sökum þess hve nálægt þeir eru 0 pró­sent­um.

Vaxtamunur hjá einstaklingum og fyrirtækjunum síðustu fimm árin. Mynd fengin frá Fjármálastöðugleika.Minnk­andi vaxta­mun má sjá á mynd hér til hlið­ar, þar sem munur á vöxtum óverð­tryggðra inn­-og útlána til fyr­ir­tækja og ein­stak­linga síð­ustu fimm ára er skoð­að­ur.  Líkt og myndin sýnir hefur þessi vaxta­munur hjá ein­stak­lingum hald­ist nokkuð stöð­ugur í fimm pró­sentum síð­ustu árin, en hefur svo lækkað um fimmt­ung í ár. Sam­kvæmt Fjár­mála­stöð­ug­leika Seðla­bank­ans hefur svo vaxta­munur heild­ar­eigna bank­ans einnig lækk­að, úr 2,7 pró­sentum á öðrum fjórð­ungi síð­asta árs niður í 2,6 pró­sent á sama tíma­bili í ár.

Mikil virð­is­rýrnun

Á sama tíma og vaxta­munur hefur minnkað hefur svo greiðslu­geta fyr­ir­tækja og ein­stak­linga minnkað sökum ástands­ins. Um miðjan sept­em­ber voru 3,4 pró­sent útlána til heim­ila og 8,6 pró­sent útlána til fyr­ir­tækja í greiðslu­hléi eða fryst­ingu hjá bönk­unum þrem­ur. Þar sem greiðslu­hæfi lán­tak­enda hefur skerst hefur virði útlána bank­anna skerst um rúma 23 millj­arða króna á fyrri hluta þessa árs. Þetta er þrefalt meiri virð­is­rýrnun en á sama tíma­bili í fyrra. 

Meiri arð­semi eftir mikla hag­ræð­ingu

Þrátt fyrir verri rekstr­ar­skil­yrði bank­anna þriggja var arð­semi þeirra meiri á fyrri hluta árs­ins en hún hefur verið á sama tíma­bili síð­ustu tvö árin. Í því sam­hengi nefnir Seðla­bank­inn að bank­arnir hafi náð að lækka kostnað sinn tölu­vert á síð­ustu mán­uð­um, en hann var rúm­lega fimm pró­sentum minni á síð­asta árs­fjórð­ungi, ef miðað er við sama tíma­bil í fyrra og tekið er til­lit til verð­bólgu.

Fækkun starfs­manna vó þungt í þeirri kostn­að­ar­lækk­un, en sam­kvæmt rit­inu hefur stöðu­gildum í bönk­unum þremur fækkað um tæp 200 á síð­ustu mán­uðum og eru nú um 2.645. 

1.500 störf horfin á tólf mán­uðum

Svipuð þróun virð­ist hafa átt sér stað hjá öðrum fyr­ir­tækjum í fjár­mála­kerf­inu, ef tölur Hag­stofu um fjölda starfa eru skoð­aðar. Sam­kvæmt þeim störf­uðu um 2.900 manns í fjár­mála-og vátrygg­ing­ar­starf­semi á síð­asta árs­fjórð­ungi, sem er rúm þriðj­ungs­lækkun miðað við sama tíma­bil í fyrra, þegar um 4.400 manns störf­uðu þar. Störfum í grein­inni hefur því fækkað um 1.500 á tólf mán­uð­u­m. 

Fram­kvæmda­stjórum og stjórn­ar­mönnum fjölgar

Ef litið er lengur aftur í tím­ann sést einnig að fjöldi laun­þega hefur hægt og rólega minnkað í fjár­mála­kerf­inu á síð­ustu tíu árum, en um 7.300 manns störf­uðu þar í árs­byrjun 2010. Á sama tíma hefur þó fjöldi fram­kvæmda­stjóra og stjórn­ar­manna auk­ist tölu­vert, eða úr 950 í 1.200. Þar vegur fjölgun stjórn­ar­for­manna þyngst, en þeim hefur fjölgað um 130 á síð­ustu tíu árum. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar
Sýn vill ekki upplýsa um hugsanlega kaupendur farsímainnviða
Fjarskiptafyrirtækið segir að trúnaður ríki yfir samningaviðræðum um kaup á óvirkum farsímainnviðum kerfisins en að frekari upplýsingar verði gefnar fljótlega.
Kjarninn 26. október 2020
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Arnar Gunnar Hilmarsson, háseti á Júlíusi Geirmundssyni, sagði frá aðbúnaðinum um borð í viðtali við RÚV.
Frásögn hásetans „alveg í takt“ við upplifun annarra háseta
Varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segist ekki vita hvað yfirvélstjóranum á Júlíusi Geirmundssyni gangi til með því að segja það „bull“ sem hásetarnir upplifðu um borð.
Kjarninn 26. október 2020
Framlag úr fortíðinni skipti sköpum í baráttunni fyrir nýrri stjórnarskrá
Stjórnarskrárfélagið safnaði nýverið yfir 43 þúsund undirskriftum þar sem Alþingi var hvatt til að klára samþykkt á nýju stjórnarskránni. Átakið vakti víða athygli og var mjög sýnilegt. Kjarninn hefur fengið aðgang að bókhaldi þess.
Kjarninn 26. október 2020
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent