Starfsfólki fækkar ört í fjármálakerfinu

Rúmlega þriðjungi færri unnu í fjármálafyrirtækjum í sumar, miðað við árið á undan. Hagræðing þriggja stærstu bankanna hefur skilað sér í hærri arðsemi, þrátt fyrir að þrengt hafi verið að rekstri þeirra á undanförnum mánuðum.

Seðlabankinn telur Landsbankann, Íslandsbanka og Arion banka alla vera kerfislega mikilvæga.
Seðlabankinn telur Landsbankann, Íslandsbanka og Arion banka alla vera kerfislega mikilvæga.
Auglýsing

Fjár­mála­störfum fækk­aði um rúm­lega þriðj­ung á öðrum fjórð­ungi þessa árs miðað við sama tíma­bil árið á und­an. Seðla­bank­inn nefnir að banka­kerfið búi við þrengri rekstr­ar­skil­yrði þessa mán­uð­ina, en segir að nið­ur­skurður á síð­ustu miss­erum hafi leitt til hag­kvæm­ari rekst­urs. Á sama tíma og starfs­mönnum í fjár­mála­kerf­inu hefur fækkað jafnt og þétt síð­ustu ára hefur stjórn­ar­mönn­um, fram­kvæmda­stjórum og stjórn­ar­for­mönnum fjölgað þar um fimmt­ung. 

Vaxta­munur hefur minnkað

Í rit­inu Fjár­mála­stöð­ug­leika, sem gefið var út af Seðla­bank­anum á mið­viku­dag­inn, kemur fram að nýlegar vaxta­lækk­anir og afskriftir í kjöl­far far­sótt­ar­innar hafi skapað þrengri rekstr­ar­skil­yrði fyrir Lands­bank­ann, Íslands­banka og Arion banka. 

Auglýsing
Lækkanir á meg­in­vöxtum Seðla­bank­ans hafa skapað þrýst­ing til lækk­unar á óverð­tryggðum lánum bank­anna á breyti­legum vöxt­um, á meðan erfitt hefur reynst að lækka inn­láns­vext­ina sína sökum þess hve nálægt þeir eru 0 pró­sent­um.

Vaxtamunur hjá einstaklingum og fyrirtækjunum síðustu fimm árin. Mynd fengin frá Fjármálastöðugleika.Minnk­andi vaxta­mun má sjá á mynd hér til hlið­ar, þar sem munur á vöxtum óverð­tryggðra inn­-og útlána til fyr­ir­tækja og ein­stak­linga síð­ustu fimm ára er skoð­að­ur.  Líkt og myndin sýnir hefur þessi vaxta­munur hjá ein­stak­lingum hald­ist nokkuð stöð­ugur í fimm pró­sentum síð­ustu árin, en hefur svo lækkað um fimmt­ung í ár. Sam­kvæmt Fjár­mála­stöð­ug­leika Seðla­bank­ans hefur svo vaxta­munur heild­ar­eigna bank­ans einnig lækk­að, úr 2,7 pró­sentum á öðrum fjórð­ungi síð­asta árs niður í 2,6 pró­sent á sama tíma­bili í ár.

Mikil virð­is­rýrnun

Á sama tíma og vaxta­munur hefur minnkað hefur svo greiðslu­geta fyr­ir­tækja og ein­stak­linga minnkað sökum ástands­ins. Um miðjan sept­em­ber voru 3,4 pró­sent útlána til heim­ila og 8,6 pró­sent útlána til fyr­ir­tækja í greiðslu­hléi eða fryst­ingu hjá bönk­unum þrem­ur. Þar sem greiðslu­hæfi lán­tak­enda hefur skerst hefur virði útlána bank­anna skerst um rúma 23 millj­arða króna á fyrri hluta þessa árs. Þetta er þrefalt meiri virð­is­rýrnun en á sama tíma­bili í fyrra. 

Meiri arð­semi eftir mikla hag­ræð­ingu

Þrátt fyrir verri rekstr­ar­skil­yrði bank­anna þriggja var arð­semi þeirra meiri á fyrri hluta árs­ins en hún hefur verið á sama tíma­bili síð­ustu tvö árin. Í því sam­hengi nefnir Seðla­bank­inn að bank­arnir hafi náð að lækka kostnað sinn tölu­vert á síð­ustu mán­uð­um, en hann var rúm­lega fimm pró­sentum minni á síð­asta árs­fjórð­ungi, ef miðað er við sama tíma­bil í fyrra og tekið er til­lit til verð­bólgu.

Fækkun starfs­manna vó þungt í þeirri kostn­að­ar­lækk­un, en sam­kvæmt rit­inu hefur stöðu­gildum í bönk­unum þremur fækkað um tæp 200 á síð­ustu mán­uðum og eru nú um 2.645. 

1.500 störf horfin á tólf mán­uðum

Svipuð þróun virð­ist hafa átt sér stað hjá öðrum fyr­ir­tækjum í fjár­mála­kerf­inu, ef tölur Hag­stofu um fjölda starfa eru skoð­aðar. Sam­kvæmt þeim störf­uðu um 2.900 manns í fjár­mála-og vátrygg­ing­ar­starf­semi á síð­asta árs­fjórð­ungi, sem er rúm þriðj­ungs­lækkun miðað við sama tíma­bil í fyrra, þegar um 4.400 manns störf­uðu þar. Störfum í grein­inni hefur því fækkað um 1.500 á tólf mán­uð­u­m. 

Fram­kvæmda­stjórum og stjórn­ar­mönnum fjölgar

Ef litið er lengur aftur í tím­ann sést einnig að fjöldi laun­þega hefur hægt og rólega minnkað í fjár­mála­kerf­inu á síð­ustu tíu árum, en um 7.300 manns störf­uðu þar í árs­byrjun 2010. Á sama tíma hefur þó fjöldi fram­kvæmda­stjóra og stjórn­ar­manna auk­ist tölu­vert, eða úr 950 í 1.200. Þar vegur fjölgun stjórn­ar­for­manna þyngst, en þeim hefur fjölgað um 130 á síð­ustu tíu árum. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent