Starfsfólki fækkar ört í fjármálakerfinu

Rúmlega þriðjungi færri unnu í fjármálafyrirtækjum í sumar, miðað við árið á undan. Hagræðing þriggja stærstu bankanna hefur skilað sér í hærri arðsemi, þrátt fyrir að þrengt hafi verið að rekstri þeirra á undanförnum mánuðum.

Seðlabankinn telur Landsbankann, Íslandsbanka og Arion banka alla vera kerfislega mikilvæga.
Seðlabankinn telur Landsbankann, Íslandsbanka og Arion banka alla vera kerfislega mikilvæga.
Auglýsing

Fjármálastörfum fækkaði um rúmlega þriðjung á öðrum fjórðungi þessa árs miðað við sama tímabil árið á undan. Seðlabankinn nefnir að bankakerfið búi við þrengri rekstrarskilyrði þessa mánuðina, en segir að niðurskurður á síðustu misserum hafi leitt til hagkvæmari reksturs. Á sama tíma og starfsmönnum í fjármálakerfinu hefur fækkað jafnt og þétt síðustu ára hefur stjórnarmönnum, framkvæmdastjórum og stjórnarformönnum fjölgað þar um fimmtung. 

Vaxtamunur hefur minnkað

Í ritinu Fjármálastöðugleika, sem gefið var út af Seðlabankanum á miðvikudaginn, kemur fram að nýlegar vaxtalækkanir og afskriftir í kjölfar farsóttarinnar hafi skapað þrengri rekstrarskilyrði fyrir Landsbankann, Íslandsbanka og Arion banka. 

Auglýsing
Lækkanir á meginvöxtum Seðlabankans hafa skapað þrýsting til lækkunar á óverðtryggðum lánum bankanna á breytilegum vöxtum, á meðan erfitt hefur reynst að lækka innlánsvextina sína sökum þess hve nálægt þeir eru 0 prósentum.

Vaxtamunur hjá einstaklingum og fyrirtækjunum síðustu fimm árin. Mynd fengin frá Fjármálastöðugleika.Minnkandi vaxtamun má sjá á mynd hér til hliðar, þar sem munur á vöxtum óverðtryggðra inn-og útlána til fyrirtækja og einstaklinga síðustu fimm ára er skoðaður.  Líkt og myndin sýnir hefur þessi vaxtamunur hjá einstaklingum haldist nokkuð stöðugur í fimm prósentum síðustu árin, en hefur svo lækkað um fimmtung í ár. Samkvæmt Fjármálastöðugleika Seðlabankans hefur svo vaxtamunur heildareigna bankans einnig lækkað, úr 2,7 prósentum á öðrum fjórðungi síðasta árs niður í 2,6 prósent á sama tímabili í ár.

Mikil virðisrýrnun

Á sama tíma og vaxtamunur hefur minnkað hefur svo greiðslugeta fyrirtækja og einstaklinga minnkað sökum ástandsins. Um miðjan september voru 3,4 prósent útlána til heimila og 8,6 prósent útlána til fyrirtækja í greiðsluhléi eða frystingu hjá bönkunum þremur. Þar sem greiðsluhæfi lántakenda hefur skerst hefur virði útlána bankanna skerst um rúma 23 milljarða króna á fyrri hluta þessa árs. Þetta er þrefalt meiri virðisrýrnun en á sama tímabili í fyrra. 

Meiri arðsemi eftir mikla hagræðingu

Þrátt fyrir verri rekstrarskilyrði bankanna þriggja var arðsemi þeirra meiri á fyrri hluta ársins en hún hefur verið á sama tímabili síðustu tvö árin. Í því samhengi nefnir Seðlabankinn að bankarnir hafi náð að lækka kostnað sinn töluvert á síðustu mánuðum, en hann var rúmlega fimm prósentum minni á síðasta ársfjórðungi, ef miðað er við sama tímabil í fyrra og tekið er tillit til verðbólgu.

Fækkun starfsmanna vó þungt í þeirri kostnaðarlækkun, en samkvæmt ritinu hefur stöðugildum í bönkunum þremur fækkað um tæp 200 á síðustu mánuðum og eru nú um 2.645. 

1.500 störf horfin á tólf mánuðum

Svipuð þróun virðist hafa átt sér stað hjá öðrum fyrirtækjum í fjármálakerfinu, ef tölur Hagstofu um fjölda starfa eru skoðaðar. Samkvæmt þeim störfuðu um 2.900 manns í fjármála-og vátryggingarstarfsemi á síðasta ársfjórðungi, sem er rúm þriðjungslækkun miðað við sama tímabil í fyrra, þegar um 4.400 manns störfuðu þar. Störfum í greininni hefur því fækkað um 1.500 á tólf mánuðum. 

Framkvæmdastjórum og stjórnarmönnum fjölgar

Ef litið er lengur aftur í tímann sést einnig að fjöldi launþega hefur hægt og rólega minnkað í fjármálakerfinu á síðustu tíu árum, en um 7.300 manns störfuðu þar í ársbyrjun 2010. Á sama tíma hefur þó fjöldi framkvæmdastjóra og stjórnarmanna aukist töluvert, eða úr 950 í 1.200. Þar vegur fjölgun stjórnarformanna þyngst, en þeim hefur fjölgað um 130 á síðustu tíu árum. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent