Starfsfólki fækkar ört í fjármálakerfinu

Rúmlega þriðjungi færri unnu í fjármálafyrirtækjum í sumar, miðað við árið á undan. Hagræðing þriggja stærstu bankanna hefur skilað sér í hærri arðsemi, þrátt fyrir að þrengt hafi verið að rekstri þeirra á undanförnum mánuðum.

Seðlabankinn telur Landsbankann, Íslandsbanka og Arion banka alla vera kerfislega mikilvæga.
Seðlabankinn telur Landsbankann, Íslandsbanka og Arion banka alla vera kerfislega mikilvæga.
Auglýsing

Fjár­mála­störfum fækk­aði um rúm­lega þriðj­ung á öðrum fjórð­ungi þessa árs miðað við sama tíma­bil árið á und­an. Seðla­bank­inn nefnir að banka­kerfið búi við þrengri rekstr­ar­skil­yrði þessa mán­uð­ina, en segir að nið­ur­skurður á síð­ustu miss­erum hafi leitt til hag­kvæm­ari rekst­urs. Á sama tíma og starfs­mönnum í fjár­mála­kerf­inu hefur fækkað jafnt og þétt síð­ustu ára hefur stjórn­ar­mönn­um, fram­kvæmda­stjórum og stjórn­ar­for­mönnum fjölgað þar um fimmt­ung. 

Vaxta­munur hefur minnkað

Í rit­inu Fjár­mála­stöð­ug­leika, sem gefið var út af Seðla­bank­anum á mið­viku­dag­inn, kemur fram að nýlegar vaxta­lækk­anir og afskriftir í kjöl­far far­sótt­ar­innar hafi skapað þrengri rekstr­ar­skil­yrði fyrir Lands­bank­ann, Íslands­banka og Arion banka. 

Auglýsing
Lækkanir á meg­in­vöxtum Seðla­bank­ans hafa skapað þrýst­ing til lækk­unar á óverð­tryggðum lánum bank­anna á breyti­legum vöxt­um, á meðan erfitt hefur reynst að lækka inn­láns­vext­ina sína sökum þess hve nálægt þeir eru 0 pró­sent­um.

Vaxtamunur hjá einstaklingum og fyrirtækjunum síðustu fimm árin. Mynd fengin frá Fjármálastöðugleika.Minnk­andi vaxta­mun má sjá á mynd hér til hlið­ar, þar sem munur á vöxtum óverð­tryggðra inn­-og útlána til fyr­ir­tækja og ein­stak­linga síð­ustu fimm ára er skoð­að­ur.  Líkt og myndin sýnir hefur þessi vaxta­munur hjá ein­stak­lingum hald­ist nokkuð stöð­ugur í fimm pró­sentum síð­ustu árin, en hefur svo lækkað um fimmt­ung í ár. Sam­kvæmt Fjár­mála­stöð­ug­leika Seðla­bank­ans hefur svo vaxta­munur heild­ar­eigna bank­ans einnig lækk­að, úr 2,7 pró­sentum á öðrum fjórð­ungi síð­asta árs niður í 2,6 pró­sent á sama tíma­bili í ár.

Mikil virð­is­rýrnun

Á sama tíma og vaxta­munur hefur minnkað hefur svo greiðslu­geta fyr­ir­tækja og ein­stak­linga minnkað sökum ástands­ins. Um miðjan sept­em­ber voru 3,4 pró­sent útlána til heim­ila og 8,6 pró­sent útlána til fyr­ir­tækja í greiðslu­hléi eða fryst­ingu hjá bönk­unum þrem­ur. Þar sem greiðslu­hæfi lán­tak­enda hefur skerst hefur virði útlána bank­anna skerst um rúma 23 millj­arða króna á fyrri hluta þessa árs. Þetta er þrefalt meiri virð­is­rýrnun en á sama tíma­bili í fyrra. 

Meiri arð­semi eftir mikla hag­ræð­ingu

Þrátt fyrir verri rekstr­ar­skil­yrði bank­anna þriggja var arð­semi þeirra meiri á fyrri hluta árs­ins en hún hefur verið á sama tíma­bili síð­ustu tvö árin. Í því sam­hengi nefnir Seðla­bank­inn að bank­arnir hafi náð að lækka kostnað sinn tölu­vert á síð­ustu mán­uð­um, en hann var rúm­lega fimm pró­sentum minni á síð­asta árs­fjórð­ungi, ef miðað er við sama tíma­bil í fyrra og tekið er til­lit til verð­bólgu.

Fækkun starfs­manna vó þungt í þeirri kostn­að­ar­lækk­un, en sam­kvæmt rit­inu hefur stöðu­gildum í bönk­unum þremur fækkað um tæp 200 á síð­ustu mán­uðum og eru nú um 2.645. 

1.500 störf horfin á tólf mán­uðum

Svipuð þróun virð­ist hafa átt sér stað hjá öðrum fyr­ir­tækjum í fjár­mála­kerf­inu, ef tölur Hag­stofu um fjölda starfa eru skoð­aðar. Sam­kvæmt þeim störf­uðu um 2.900 manns í fjár­mála-og vátrygg­ing­ar­starf­semi á síð­asta árs­fjórð­ungi, sem er rúm þriðj­ungs­lækkun miðað við sama tíma­bil í fyrra, þegar um 4.400 manns störf­uðu þar. Störfum í grein­inni hefur því fækkað um 1.500 á tólf mán­uð­u­m. 

Fram­kvæmda­stjórum og stjórn­ar­mönnum fjölgar

Ef litið er lengur aftur í tím­ann sést einnig að fjöldi laun­þega hefur hægt og rólega minnkað í fjár­mála­kerf­inu á síð­ustu tíu árum, en um 7.300 manns störf­uðu þar í árs­byrjun 2010. Á sama tíma hefur þó fjöldi fram­kvæmda­stjóra og stjórn­ar­manna auk­ist tölu­vert, eða úr 950 í 1.200. Þar vegur fjölgun stjórn­ar­for­manna þyngst, en þeim hefur fjölgað um 130 á síð­ustu tíu árum. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Hámarksálag á reikisímtöl verður lækkað um tæp fjögur prósent
Evrópusambandið hefur sett reglugerð sem lækkar þá upphæð sem fjarskiptafyrirtæki mega rukka fyrir umframnotkun reikisímtala. Til stendur að taka reglugerðina upp í EES-samningnum og þar með hérlendis.
Kjarninn 26. janúar 2021
Tólf gefa kost á sér í forvali um fimm efstu sætin fyrir VG í Norðausturkjördæmi
Framboðsfrestur Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi er runninn út.
Kjarninn 26. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Fatnaður, geimferðir og sjálfbærni: Þjóðfræðirannsóknir fyrir framtíðina
Kjarninn 26. janúar 2021
Einná ferð á alþjóðaflugvellinum í Aþenu í Grikklandi.
Ísland fyrst Schengen-ríkja til að gefa út rafræn bólusetningarvottorð
Lönd sunnarlega í Evrópu vilja svör við því hvort að samræmd bólusetningarvottorð séu væntanleg á næstunni. Annað sumar án ferðamanna myndi hafa skelfilegar afleiðingar.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent