ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks

ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.

Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Auglýsing

Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ) fer fram á að stjórn­völd gefi vil­yrði um að hækka grunnatvinnu­leys­is­bæt­ur, sem nú eru 289.510 krón­ur, og þak tekju­tengdra atvinnu­leys­is­bóta sam­hliða þeim aðgerð­ar­pakka sem þau kynntu í morgun fyrir atvinnu­líf­ið. 

Sá pakki er met­inn á 25 millj­arða króna af rík­is­stjórn­inni, telur átta aðgerð­ir, og felur meðal ann­ars í sér lækkun á trygg­inga­gjaldi og beina styrki til fyr­ir­tækja úr rík­is­sjóði sem hafa orðið fyrir tekju­hruni vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. ASÍ telur sumar aðgerð­anna vera lítt úthugs­aðar og fer fram á að koma að útfærslu þeirra. 

Sam­bandið mót­mælir til að mynda lækkun trygg­inga­gjalds þar sem það standi undir mik­il­vægum innviðum á borð við fæð­ing­ar­or­lof og atvinnu­leys­is­trygg­ing­um, auk þess sem það hafi þegar lækkað um 0,5 pró­sent á síð­ustu tveimur árum og sé „nán­ast eini skatt­ur­inn sem fyr­ir­tæki greiða“. „Lækkun trygg­inga­gjalds þvert á atvinnu­greinar mætir ekki kröfu ASÍ um sér­tækar aðgerðir til að mæta sér­tækum vanda. Verði þessi leið farin þurfa stjórn­völd að brúa bil­ið. ASÍ áréttar að það kemur alls ekki til álita að fresta leng­ingu fæð­ing­ar­or­lofs eða skerða greiðslur í fæð­ing­ar­or­lofi.“

Auglýsing
Sambandið leggur líka þunga áherslu á að koma að útfærslu beinna styrkja til fyr­ir­tækja sem orðið hafi fyrir tekju­falli og gerir ráð fyrir að sú aðgerð eigi „öðru fremur að koma til móts við litla rekstr­ar­að­ila og ein­yrkja sem hafa orðið ein­stak­lega illa úti, ekki ein­göngu innan ferða­þjón­ustu heldur líka í tengdum grein­um, í list­um, menn­ingu, tækni­greinum o.fl.“

Í til­kynn­ingu frá ASÍ, þar sem við­brögðum sam­bands­ins við aðgerð­ar­pakka rík­is­stjórn­ar­innar er lýst, segir að í yfir­lýs­ingu stjórn­valda skorti „heild­ar­sýn um þær aðgerðir sem nauð­syn­legt er að grípa til vegna Covid-krepp­unn­ar. Alþjóð­legum stofn­unum á borð við Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­inn og OECD ber saman um að lyk­il­verk­efnið sé að tryggja afkomu­ör­yggi fólks. Með því verði komið í veg fyrir að kreppan verði djúp og lang­vinn.“ Þess vegna þurfi að hækka atvinnu­leys­is­bæt­ur. 

Auk þess setur ASÍ fram ský­lausa kröfu um að í frum­varpi til starfs­kjara­laga, sem leggja á fram á haust­þingi, verði kveðið á um févíti vegna launa­þjófn­að­ar. „Það er með öllu ólíð­andi að atvinnu­rek­endur kom­ist upp með að stela launum fólks og með ólík­indum að stjórn­völd hiki við að leiða í lög tæki sem raun­veru­lega bíta gegn svo sið­lausu athæfi. “ 

Segja opin­beru fé vera ausið til efna­fólks

Efl­ing sendi einnig frá sér til­kynn­ingu í hádeg­inu vegna aðgerð­ar­pakka stjórn­valda. Þar segir að þær aðgerðir sem hönd sé á festand­i í yfir­lýs­ingu stjórn­valda styðji ein­göngu „at­vinnu­rek­endur og efna­fólk, láta undan óeðli­legum þrýst­ingi þeirra og hlunn­fara vinn­andi fólk.“

Efl­ing gagn­rýn­ir, líkt og ASÍ, að ekki sé að finna neinar efndir á lof­orði um að lög­binda févíti vegna launa­þjófn­að­ar. Þá segir í til­kynn­ingu stétt­ar­fé­lags­ins að lof­orð um skatta­af­slátt til stór­efna­fólks sem standi í hluta­bréfa­kaupum veki algjöra furðu. „Sú aðgerð gengur þvert á mark­mið skatt­kerf­is­breyt­inga sem lofað var í tengslum við lífs­kjara­samn­ing­anna. Þeim breyt­ingum var ætlað að leið­rétta „stóru skatta­til­færslu“ síð­ustu ára­tuga frá hálauna- og stór­eigna­fólki yfir á herðar lág­launa­fólks. Efl­ing harmar að sjá rík­is­stjórn­ina vinna þannig gegn rétt­lát­ara skatt­kerf­i.“Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.

Í til­kynn­ingu Efl­ingar er sömu­leiðis gagn­rýnt að ekk­ert sé fjallað um til­lögur verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar um hækkun grunnatvinnu­leys­is­bóta og sagt að rík­is­stjórnin hafi látið Sam­tök atvinnu­lífs­ins beita sig hót­unum um upp­sögn kjara­samn­inga sem aldrei hafi verið inni­stæða fyr­ir. „Fjöldi fyr­ir­tækja um allt land eru í ágætum rekstri og ekki á þeim buxum að hefja ófrið um allan vinnu­mark­að­inn. Í stað þess að halda sjálfs­virð­ingu sinni og verja hags­muni almenn­ings lætur rík­is­stjórnin neyða sig til að ausa enn meira fé úr sjóðum hins opin­bera til efna­fólks og stöndugra fyr­ir­tækja.“

Í nið­ur­lagi til­kynn­ing­ar­innar segir að .au vinnu­brögð atvinnu­rek­enda sem rík­is­stjórnin hafi nú veitt sam­þykki sitt boði ekki gott fyrir áform um sam­ráð aðila vinnu­mark­að­ar­ins um svo­kall­aða græn­bók um fram­tíð­ar­um­hverfi kjara­samn­inga og vinnu­mark­aðs­mála, sem rætt var um í aðgerða­pakk­an­um. „Kostu­legt er að stjórn­völd ímyndi sér að grund­völlur sé fyrir slíku sam­ráði meðan launa­þjófn­að­ur, brot vinnu­mark­aðslög­gjöf­inni og hót­anir um samn­ings­rof við­gang­ast átölu­laust.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent