ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks

ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.

Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Auglýsing

Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ) fer fram á að stjórn­völd gefi vil­yrði um að hækka grunnatvinnu­leys­is­bæt­ur, sem nú eru 289.510 krón­ur, og þak tekju­tengdra atvinnu­leys­is­bóta sam­hliða þeim aðgerð­ar­pakka sem þau kynntu í morgun fyrir atvinnu­líf­ið. 

Sá pakki er met­inn á 25 millj­arða króna af rík­is­stjórn­inni, telur átta aðgerð­ir, og felur meðal ann­ars í sér lækkun á trygg­inga­gjaldi og beina styrki til fyr­ir­tækja úr rík­is­sjóði sem hafa orðið fyrir tekju­hruni vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. ASÍ telur sumar aðgerð­anna vera lítt úthugs­aðar og fer fram á að koma að útfærslu þeirra. 

Sam­bandið mót­mælir til að mynda lækkun trygg­inga­gjalds þar sem það standi undir mik­il­vægum innviðum á borð við fæð­ing­ar­or­lof og atvinnu­leys­is­trygg­ing­um, auk þess sem það hafi þegar lækkað um 0,5 pró­sent á síð­ustu tveimur árum og sé „nán­ast eini skatt­ur­inn sem fyr­ir­tæki greiða“. „Lækkun trygg­inga­gjalds þvert á atvinnu­greinar mætir ekki kröfu ASÍ um sér­tækar aðgerðir til að mæta sér­tækum vanda. Verði þessi leið farin þurfa stjórn­völd að brúa bil­ið. ASÍ áréttar að það kemur alls ekki til álita að fresta leng­ingu fæð­ing­ar­or­lofs eða skerða greiðslur í fæð­ing­ar­or­lofi.“

Auglýsing
Sambandið leggur líka þunga áherslu á að koma að útfærslu beinna styrkja til fyr­ir­tækja sem orðið hafi fyrir tekju­falli og gerir ráð fyrir að sú aðgerð eigi „öðru fremur að koma til móts við litla rekstr­ar­að­ila og ein­yrkja sem hafa orðið ein­stak­lega illa úti, ekki ein­göngu innan ferða­þjón­ustu heldur líka í tengdum grein­um, í list­um, menn­ingu, tækni­greinum o.fl.“

Í til­kynn­ingu frá ASÍ, þar sem við­brögðum sam­bands­ins við aðgerð­ar­pakka rík­is­stjórn­ar­innar er lýst, segir að í yfir­lýs­ingu stjórn­valda skorti „heild­ar­sýn um þær aðgerðir sem nauð­syn­legt er að grípa til vegna Covid-krepp­unn­ar. Alþjóð­legum stofn­unum á borð við Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­inn og OECD ber saman um að lyk­il­verk­efnið sé að tryggja afkomu­ör­yggi fólks. Með því verði komið í veg fyrir að kreppan verði djúp og lang­vinn.“ Þess vegna þurfi að hækka atvinnu­leys­is­bæt­ur. 

Auk þess setur ASÍ fram ský­lausa kröfu um að í frum­varpi til starfs­kjara­laga, sem leggja á fram á haust­þingi, verði kveðið á um févíti vegna launa­þjófn­að­ar. „Það er með öllu ólíð­andi að atvinnu­rek­endur kom­ist upp með að stela launum fólks og með ólík­indum að stjórn­völd hiki við að leiða í lög tæki sem raun­veru­lega bíta gegn svo sið­lausu athæfi. “ 

Segja opin­beru fé vera ausið til efna­fólks

Efl­ing sendi einnig frá sér til­kynn­ingu í hádeg­inu vegna aðgerð­ar­pakka stjórn­valda. Þar segir að þær aðgerðir sem hönd sé á festand­i í yfir­lýs­ingu stjórn­valda styðji ein­göngu „at­vinnu­rek­endur og efna­fólk, láta undan óeðli­legum þrýst­ingi þeirra og hlunn­fara vinn­andi fólk.“

Efl­ing gagn­rýn­ir, líkt og ASÍ, að ekki sé að finna neinar efndir á lof­orði um að lög­binda févíti vegna launa­þjófn­að­ar. Þá segir í til­kynn­ingu stétt­ar­fé­lags­ins að lof­orð um skatta­af­slátt til stór­efna­fólks sem standi í hluta­bréfa­kaupum veki algjöra furðu. „Sú aðgerð gengur þvert á mark­mið skatt­kerf­is­breyt­inga sem lofað var í tengslum við lífs­kjara­samn­ing­anna. Þeim breyt­ingum var ætlað að leið­rétta „stóru skatta­til­færslu“ síð­ustu ára­tuga frá hálauna- og stór­eigna­fólki yfir á herðar lág­launa­fólks. Efl­ing harmar að sjá rík­is­stjórn­ina vinna þannig gegn rétt­lát­ara skatt­kerf­i.“Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.

Í til­kynn­ingu Efl­ingar er sömu­leiðis gagn­rýnt að ekk­ert sé fjallað um til­lögur verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar um hækkun grunnatvinnu­leys­is­bóta og sagt að rík­is­stjórnin hafi látið Sam­tök atvinnu­lífs­ins beita sig hót­unum um upp­sögn kjara­samn­inga sem aldrei hafi verið inni­stæða fyr­ir. „Fjöldi fyr­ir­tækja um allt land eru í ágætum rekstri og ekki á þeim buxum að hefja ófrið um allan vinnu­mark­að­inn. Í stað þess að halda sjálfs­virð­ingu sinni og verja hags­muni almenn­ings lætur rík­is­stjórnin neyða sig til að ausa enn meira fé úr sjóðum hins opin­bera til efna­fólks og stöndugra fyr­ir­tækja.“

Í nið­ur­lagi til­kynn­ing­ar­innar segir að .au vinnu­brögð atvinnu­rek­enda sem rík­is­stjórnin hafi nú veitt sam­þykki sitt boði ekki gott fyrir áform um sam­ráð aðila vinnu­mark­að­ar­ins um svo­kall­aða græn­bók um fram­tíð­ar­um­hverfi kjara­samn­inga og vinnu­mark­aðs­mála, sem rætt var um í aðgerða­pakk­an­um. „Kostu­legt er að stjórn­völd ímyndi sér að grund­völlur sé fyrir slíku sam­ráði meðan launa­þjófn­að­ur, brot vinnu­mark­aðslög­gjöf­inni og hót­anir um samn­ings­rof við­gang­ast átölu­laust.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar
Sýn vill ekki upplýsa um hugsanlega kaupendur farsímainnviða
Fjarskiptafyrirtækið segir að trúnaður ríki yfir samningaviðræðum um kaup á óvirkum farsímainnviðum kerfisins en að frekari upplýsingar verði gefnar fljótlega.
Kjarninn 26. október 2020
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Arnar Gunnar Hilmarsson, háseti á Júlíusi Geirmundssyni, sagði frá aðbúnaðinum um borð í viðtali við RÚV.
Frásögn hásetans „alveg í takt“ við upplifun annarra háseta
Varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segist ekki vita hvað yfirvélstjóranum á Júlíusi Geirmundssyni gangi til með því að segja það „bull“ sem hásetarnir upplifðu um borð.
Kjarninn 26. október 2020
Framlag úr fortíðinni skipti sköpum í baráttunni fyrir nýrri stjórnarskrá
Stjórnarskrárfélagið safnaði nýverið yfir 43 þúsund undirskriftum þar sem Alþingi var hvatt til að klára samþykkt á nýju stjórnarskránni. Átakið vakti víða athygli og var mjög sýnilegt. Kjarninn hefur fengið aðgang að bókhaldi þess.
Kjarninn 26. október 2020
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent