ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks

ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.

Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Auglýsing

Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ) fer fram á að stjórn­völd gefi vil­yrði um að hækka grunnatvinnu­leys­is­bæt­ur, sem nú eru 289.510 krón­ur, og þak tekju­tengdra atvinnu­leys­is­bóta sam­hliða þeim aðgerð­ar­pakka sem þau kynntu í morgun fyrir atvinnu­líf­ið. 

Sá pakki er met­inn á 25 millj­arða króna af rík­is­stjórn­inni, telur átta aðgerð­ir, og felur meðal ann­ars í sér lækkun á trygg­inga­gjaldi og beina styrki til fyr­ir­tækja úr rík­is­sjóði sem hafa orðið fyrir tekju­hruni vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. ASÍ telur sumar aðgerð­anna vera lítt úthugs­aðar og fer fram á að koma að útfærslu þeirra. 

Sam­bandið mót­mælir til að mynda lækkun trygg­inga­gjalds þar sem það standi undir mik­il­vægum innviðum á borð við fæð­ing­ar­or­lof og atvinnu­leys­is­trygg­ing­um, auk þess sem það hafi þegar lækkað um 0,5 pró­sent á síð­ustu tveimur árum og sé „nán­ast eini skatt­ur­inn sem fyr­ir­tæki greiða“. „Lækkun trygg­inga­gjalds þvert á atvinnu­greinar mætir ekki kröfu ASÍ um sér­tækar aðgerðir til að mæta sér­tækum vanda. Verði þessi leið farin þurfa stjórn­völd að brúa bil­ið. ASÍ áréttar að það kemur alls ekki til álita að fresta leng­ingu fæð­ing­ar­or­lofs eða skerða greiðslur í fæð­ing­ar­or­lofi.“

Auglýsing
Sambandið leggur líka þunga áherslu á að koma að útfærslu beinna styrkja til fyr­ir­tækja sem orðið hafi fyrir tekju­falli og gerir ráð fyrir að sú aðgerð eigi „öðru fremur að koma til móts við litla rekstr­ar­að­ila og ein­yrkja sem hafa orðið ein­stak­lega illa úti, ekki ein­göngu innan ferða­þjón­ustu heldur líka í tengdum grein­um, í list­um, menn­ingu, tækni­greinum o.fl.“

Í til­kynn­ingu frá ASÍ, þar sem við­brögðum sam­bands­ins við aðgerð­ar­pakka rík­is­stjórn­ar­innar er lýst, segir að í yfir­lýs­ingu stjórn­valda skorti „heild­ar­sýn um þær aðgerðir sem nauð­syn­legt er að grípa til vegna Covid-krepp­unn­ar. Alþjóð­legum stofn­unum á borð við Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­inn og OECD ber saman um að lyk­il­verk­efnið sé að tryggja afkomu­ör­yggi fólks. Með því verði komið í veg fyrir að kreppan verði djúp og lang­vinn.“ Þess vegna þurfi að hækka atvinnu­leys­is­bæt­ur. 

Auk þess setur ASÍ fram ský­lausa kröfu um að í frum­varpi til starfs­kjara­laga, sem leggja á fram á haust­þingi, verði kveðið á um févíti vegna launa­þjófn­að­ar. „Það er með öllu ólíð­andi að atvinnu­rek­endur kom­ist upp með að stela launum fólks og með ólík­indum að stjórn­völd hiki við að leiða í lög tæki sem raun­veru­lega bíta gegn svo sið­lausu athæfi. “ 

Segja opin­beru fé vera ausið til efna­fólks

Efl­ing sendi einnig frá sér til­kynn­ingu í hádeg­inu vegna aðgerð­ar­pakka stjórn­valda. Þar segir að þær aðgerðir sem hönd sé á festand­i í yfir­lýs­ingu stjórn­valda styðji ein­göngu „at­vinnu­rek­endur og efna­fólk, láta undan óeðli­legum þrýst­ingi þeirra og hlunn­fara vinn­andi fólk.“

Efl­ing gagn­rýn­ir, líkt og ASÍ, að ekki sé að finna neinar efndir á lof­orði um að lög­binda févíti vegna launa­þjófn­að­ar. Þá segir í til­kynn­ingu stétt­ar­fé­lags­ins að lof­orð um skatta­af­slátt til stór­efna­fólks sem standi í hluta­bréfa­kaupum veki algjöra furðu. „Sú aðgerð gengur þvert á mark­mið skatt­kerf­is­breyt­inga sem lofað var í tengslum við lífs­kjara­samn­ing­anna. Þeim breyt­ingum var ætlað að leið­rétta „stóru skatta­til­færslu“ síð­ustu ára­tuga frá hálauna- og stór­eigna­fólki yfir á herðar lág­launa­fólks. Efl­ing harmar að sjá rík­is­stjórn­ina vinna þannig gegn rétt­lát­ara skatt­kerf­i.“Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.

Í til­kynn­ingu Efl­ingar er sömu­leiðis gagn­rýnt að ekk­ert sé fjallað um til­lögur verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar um hækkun grunnatvinnu­leys­is­bóta og sagt að rík­is­stjórnin hafi látið Sam­tök atvinnu­lífs­ins beita sig hót­unum um upp­sögn kjara­samn­inga sem aldrei hafi verið inni­stæða fyr­ir. „Fjöldi fyr­ir­tækja um allt land eru í ágætum rekstri og ekki á þeim buxum að hefja ófrið um allan vinnu­mark­að­inn. Í stað þess að halda sjálfs­virð­ingu sinni og verja hags­muni almenn­ings lætur rík­is­stjórnin neyða sig til að ausa enn meira fé úr sjóðum hins opin­bera til efna­fólks og stöndugra fyr­ir­tækja.“

Í nið­ur­lagi til­kynn­ing­ar­innar segir að .au vinnu­brögð atvinnu­rek­enda sem rík­is­stjórnin hafi nú veitt sam­þykki sitt boði ekki gott fyrir áform um sam­ráð aðila vinnu­mark­að­ar­ins um svo­kall­aða græn­bók um fram­tíð­ar­um­hverfi kjara­samn­inga og vinnu­mark­aðs­mála, sem rætt var um í aðgerða­pakk­an­um. „Kostu­legt er að stjórn­völd ímyndi sér að grund­völlur sé fyrir slíku sam­ráði meðan launa­þjófn­að­ur, brot vinnu­mark­aðslög­gjöf­inni og hót­anir um samn­ings­rof við­gang­ast átölu­laust.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent