Tryggingagjald lækkað og ráðist í beina styrki til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tekjuhruni

Ríkisstjórnin kynnti nýjan aðgerðarpakka í dag. Hann er metinn á 25 milljarða króna en sá fyrirvari settur að ekki liggi fyrir hversu vel aðgerðirnar, sem eru átta, verði nýttar.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Auglýsing

Rík­is­stjórn Íslands hefur kynnt átta aðgerð­ir, sem hún telur að muni kosta skatt­greið­endur 25 millj­arða króna, til að höggva á þann hnút sem er á vinnu­mark­aði eftir að Sam­tök atvinnu­lífs­ins boð­uðu atkvæða­greiðslu um upp­sögn Lífs­kjara­samn­ings­ins. 

­At­kvæða­greiðsla aðild­ar­fyr­ir­tækja Sam­taka atvinnu­lífs­ins um hvort segja eigi upp kjara­samn­ingum á að hefj­ast klukkan 12 í dag og því var aðgerð­ar­pakk­inn kynntur innan við klukku­tíma áður.

Katrín Jak­obs­dóttir sagði í sam­tali við Vísi að með þessum aðgerðum væri verið að létta atvinnu­líf­inu róð­ur­inn, sem væri vissu­lega þung­ur.

„Nú skaltu spyrja SA að því,“ sagði for­sæt­is­ráð­herra við frétta­mann eftir að hafa verið spurð hvort hún teldi að þetta útspil stjórn­valda yrði til þess að kjara­samn­ingar myndu halda, en hún sagði yfir­lýs­ingu stjórn­valda um þessar aðgerðir mið­aðar að því að kjara­samn­ingar héldu.

Hún sagð­ist bjart­sýn á að þetta leiddi til þess að ekki yrði ófrið­ar­bál á vinnu­mark­aði og sagði mjög mik­il­vægt, í ljósi þess að nú geisar heims­far­aldur sem ekki sér fyrir end­ann á, að ekki væru í ofaná­lag átök á vinnu­mark­aði.

Trygg­inga­gjald lækkað tíma­bundið

Helstu aðgerðir eru þær að trygg­inga­gjald verður lækkað tíma­bundið í eitt ár, til loka árs 2021, um 0,25 pró­sent og er kostn­aður rík­is­sjóðs við þetta metin á fjóra millj­arða króna. Full end­ur­greiðsla á virð­is­auka­skatti undir hatti úrræð­is­ins „Allir vinna“ verður fram­lengt út árið 2021 og er kostn­aður við þá aðgerð metin á átta millj­arða króna.

Auglýsing
Þá ætla stjórn­völd að beina frek­ari beinum styrkjum til fyr­ir­tækja sem „orðið fyrir tekju­hruni vegna COVID-19 far­ald­urs­ins“. Gert er ráð fyrir að styrkirnir geti numið um sex millj­örðum króna, en í til­kynn­ingu stjórn­valda í dag er ekki til­greint hvernig útfærsla styrkj­anna verð­ur. „Miðað er við að áætl­anir þar að lút­andi verði und­ir­búnar á næstu vikum og lagðar fyrir Alþingi eigi síðar en við fram­lagn­ingu frum­varps til fjár­auka­laga.“

Þá var greint frá því að unnið sé að „út­færslu á skatta­legum aðgerðum sem hafa það að mark­miði að hvetja og styðja fyr­ir­tæki til fjár­fest­inga sem ætlað er að efla nýsköpun og sam­keppn­is­hæfni atvinnu­lífs­ins.“ Jafn­framt verða skoð­aðar leiðir til að hvetja til þátt­töku almenn­ings í atvinnu­líf­inu með kaupum á hluta­bréf­um. 

Fram­lög til nýsköp­un­ar­mála aukin um fimm millj­arða

Fram­lög til nýsköp­un­ar­mála verða aukin um fimm millj­arða króna á næsta ári og hafa þá verið aukin um tíu millj­arða króna á árs­grund­velli ef þau eru borið saman við árið 2019. 

Rík­is­stjórnin mun líka hrinda í fram­kvæmd úrbótum í skipu­lags- og bygg­inga­málum og vinna að umbótum á líf­eyr­is­kerf­inu og vinnu­mark­aði. Afrakstur þeirrar vinnu á að kynna í græn­bók um líf­eyr­is­mál sem kynnt verður vorið 2021. Í til­kynn­ingu stjórn­valda segir að jafn­framt muni „rík­is­stjórnin hafa for­ystu um gerð græn­bókar um fram­tíð­ar­um­hverfi kjara­samn­inga og vinnu­mark­aðs­mála í nánu sam­starfi við heild­ar­sam­tök á vinnu­mark­aði. Stefnt er að því að græn­bókin um vinnu­markað verði sömu­leiðis kynnt vorið 2021.“

Að lokum lofa stjórn­völd að leggja fram frum­varp ­starfs­kjara­laga, frum­varp til húsa­leigu­laga, frum­varp til laga um breyt­ingar á gjald­þrota­skiptum (kenni­tölu­flakk) og frum­varp um  breyt­ingar á lögum um vexti og verð­trygg­ingu, sem á að mæta lof­orði stjórn­valda um að banna 40 ára verð­tryggð jafn­greiðslu­lán,  á haust­þingi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Þetta er ekki bara harka og grimmd, heldur einnig heimska.
Leslistinn 26. október 2020
Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar
Sýn vill ekki upplýsa um hugsanlega kaupendur farsímainnviða
Fjarskiptafyrirtækið segir að trúnaður ríki yfir samningaviðræðum um kaup á óvirkum farsímainnviðum kerfisins en að frekari upplýsingar verði gefnar fljótlega.
Kjarninn 26. október 2020
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Arnar Gunnar Hilmarsson, háseti á Júlíusi Geirmundssyni, sagði frá aðbúnaðinum um borð í viðtali við RÚV.
Frásögn hásetans „alveg í takt“ við upplifun annarra háseta
Varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segist ekki vita hvað yfirvélstjóranum á Júlíusi Geirmundssyni gangi til með því að segja það „bull“ sem hásetarnir upplifðu um borð.
Kjarninn 26. október 2020
Framlag úr fortíðinni skipti sköpum í baráttunni fyrir nýrri stjórnarskrá
Stjórnarskrárfélagið safnaði nýverið yfir 43 þúsund undirskriftum þar sem Alþingi var hvatt til að klára samþykkt á nýju stjórnarskránni. Átakið vakti víða athygli og var mjög sýnilegt. Kjarninn hefur fengið aðgang að bókhaldi þess.
Kjarninn 26. október 2020
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent