Tryggingagjald lækkað og ráðist í beina styrki til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tekjuhruni

Ríkisstjórnin kynnti nýjan aðgerðarpakka í dag. Hann er metinn á 25 milljarða króna en sá fyrirvari settur að ekki liggi fyrir hversu vel aðgerðirnar, sem eru átta, verði nýttar.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Auglýsing

Rík­is­stjórn Íslands hefur kynnt átta aðgerð­ir, sem hún telur að muni kosta skatt­greið­endur 25 millj­arða króna, til að höggva á þann hnút sem er á vinnu­mark­aði eftir að Sam­tök atvinnu­lífs­ins boð­uðu atkvæða­greiðslu um upp­sögn Lífs­kjara­samn­ings­ins. 

­At­kvæða­greiðsla aðild­ar­fyr­ir­tækja Sam­taka atvinnu­lífs­ins um hvort segja eigi upp kjara­samn­ingum á að hefj­ast klukkan 12 í dag og því var aðgerð­ar­pakk­inn kynntur innan við klukku­tíma áður.

Katrín Jak­obs­dóttir sagði í sam­tali við Vísi að með þessum aðgerðum væri verið að létta atvinnu­líf­inu róð­ur­inn, sem væri vissu­lega þung­ur.

„Nú skaltu spyrja SA að því,“ sagði for­sæt­is­ráð­herra við frétta­mann eftir að hafa verið spurð hvort hún teldi að þetta útspil stjórn­valda yrði til þess að kjara­samn­ingar myndu halda, en hún sagði yfir­lýs­ingu stjórn­valda um þessar aðgerðir mið­aðar að því að kjara­samn­ingar héldu.

Hún sagð­ist bjart­sýn á að þetta leiddi til þess að ekki yrði ófrið­ar­bál á vinnu­mark­aði og sagði mjög mik­il­vægt, í ljósi þess að nú geisar heims­far­aldur sem ekki sér fyrir end­ann á, að ekki væru í ofaná­lag átök á vinnu­mark­aði.

Trygg­inga­gjald lækkað tíma­bundið

Helstu aðgerðir eru þær að trygg­inga­gjald verður lækkað tíma­bundið í eitt ár, til loka árs 2021, um 0,25 pró­sent og er kostn­aður rík­is­sjóðs við þetta metin á fjóra millj­arða króna. Full end­ur­greiðsla á virð­is­auka­skatti undir hatti úrræð­is­ins „Allir vinna“ verður fram­lengt út árið 2021 og er kostn­aður við þá aðgerð metin á átta millj­arða króna.

Auglýsing
Þá ætla stjórn­völd að beina frek­ari beinum styrkjum til fyr­ir­tækja sem „orðið fyrir tekju­hruni vegna COVID-19 far­ald­urs­ins“. Gert er ráð fyrir að styrkirnir geti numið um sex millj­örðum króna, en í til­kynn­ingu stjórn­valda í dag er ekki til­greint hvernig útfærsla styrkj­anna verð­ur. „Miðað er við að áætl­anir þar að lút­andi verði und­ir­búnar á næstu vikum og lagðar fyrir Alþingi eigi síðar en við fram­lagn­ingu frum­varps til fjár­auka­laga.“

Þá var greint frá því að unnið sé að „út­færslu á skatta­legum aðgerðum sem hafa það að mark­miði að hvetja og styðja fyr­ir­tæki til fjár­fest­inga sem ætlað er að efla nýsköpun og sam­keppn­is­hæfni atvinnu­lífs­ins.“ Jafn­framt verða skoð­aðar leiðir til að hvetja til þátt­töku almenn­ings í atvinnu­líf­inu með kaupum á hluta­bréf­um. 

Fram­lög til nýsköp­un­ar­mála aukin um fimm millj­arða

Fram­lög til nýsköp­un­ar­mála verða aukin um fimm millj­arða króna á næsta ári og hafa þá verið aukin um tíu millj­arða króna á árs­grund­velli ef þau eru borið saman við árið 2019. 

Rík­is­stjórnin mun líka hrinda í fram­kvæmd úrbótum í skipu­lags- og bygg­inga­málum og vinna að umbótum á líf­eyr­is­kerf­inu og vinnu­mark­aði. Afrakstur þeirrar vinnu á að kynna í græn­bók um líf­eyr­is­mál sem kynnt verður vorið 2021. Í til­kynn­ingu stjórn­valda segir að jafn­framt muni „rík­is­stjórnin hafa for­ystu um gerð græn­bókar um fram­tíð­ar­um­hverfi kjara­samn­inga og vinnu­mark­aðs­mála í nánu sam­starfi við heild­ar­sam­tök á vinnu­mark­aði. Stefnt er að því að græn­bókin um vinnu­markað verði sömu­leiðis kynnt vorið 2021.“

Að lokum lofa stjórn­völd að leggja fram frum­varp ­starfs­kjara­laga, frum­varp til húsa­leigu­laga, frum­varp til laga um breyt­ingar á gjald­þrota­skiptum (kenni­tölu­flakk) og frum­varp um  breyt­ingar á lögum um vexti og verð­trygg­ingu, sem á að mæta lof­orði stjórn­valda um að banna 40 ára verð­tryggð jafn­greiðslu­lán,  á haust­þingi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Hámarksálag á reikisímtöl verður lækkað um tæp fjögur prósent
Evrópusambandið hefur sett reglugerð sem lækkar þá upphæð sem fjarskiptafyrirtæki mega rukka fyrir umframnotkun reikisímtala. Til stendur að taka reglugerðina upp í EES-samningnum og þar með hérlendis.
Kjarninn 26. janúar 2021
Tólf gefa kost á sér í forvali um fimm efstu sætin fyrir VG í Norðausturkjördæmi
Framboðsfrestur Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi er runninn út.
Kjarninn 26. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Fatnaður, geimferðir og sjálfbærni: Þjóðfræðirannsóknir fyrir framtíðina
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent