Tryggingagjald lækkað og ráðist í beina styrki til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tekjuhruni

Ríkisstjórnin kynnti nýjan aðgerðarpakka í dag. Hann er metinn á 25 milljarða króna en sá fyrirvari settur að ekki liggi fyrir hversu vel aðgerðirnar, sem eru átta, verði nýttar.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Auglýsing

Rík­is­stjórn Íslands hefur kynnt átta aðgerð­ir, sem hún telur að muni kosta skatt­greið­endur 25 millj­arða króna, til að höggva á þann hnút sem er á vinnu­mark­aði eftir að Sam­tök atvinnu­lífs­ins boð­uðu atkvæða­greiðslu um upp­sögn Lífs­kjara­samn­ings­ins. 

­At­kvæða­greiðsla aðild­ar­fyr­ir­tækja Sam­taka atvinnu­lífs­ins um hvort segja eigi upp kjara­samn­ingum á að hefj­ast klukkan 12 í dag og því var aðgerð­ar­pakk­inn kynntur innan við klukku­tíma áður.

Katrín Jak­obs­dóttir sagði í sam­tali við Vísi að með þessum aðgerðum væri verið að létta atvinnu­líf­inu róð­ur­inn, sem væri vissu­lega þung­ur.

„Nú skaltu spyrja SA að því,“ sagði for­sæt­is­ráð­herra við frétta­mann eftir að hafa verið spurð hvort hún teldi að þetta útspil stjórn­valda yrði til þess að kjara­samn­ingar myndu halda, en hún sagði yfir­lýs­ingu stjórn­valda um þessar aðgerðir mið­aðar að því að kjara­samn­ingar héldu.

Hún sagð­ist bjart­sýn á að þetta leiddi til þess að ekki yrði ófrið­ar­bál á vinnu­mark­aði og sagði mjög mik­il­vægt, í ljósi þess að nú geisar heims­far­aldur sem ekki sér fyrir end­ann á, að ekki væru í ofaná­lag átök á vinnu­mark­aði.

Trygg­inga­gjald lækkað tíma­bundið

Helstu aðgerðir eru þær að trygg­inga­gjald verður lækkað tíma­bundið í eitt ár, til loka árs 2021, um 0,25 pró­sent og er kostn­aður rík­is­sjóðs við þetta metin á fjóra millj­arða króna. Full end­ur­greiðsla á virð­is­auka­skatti undir hatti úrræð­is­ins „Allir vinna“ verður fram­lengt út árið 2021 og er kostn­aður við þá aðgerð metin á átta millj­arða króna.

Auglýsing
Þá ætla stjórn­völd að beina frek­ari beinum styrkjum til fyr­ir­tækja sem „orðið fyrir tekju­hruni vegna COVID-19 far­ald­urs­ins“. Gert er ráð fyrir að styrkirnir geti numið um sex millj­örðum króna, en í til­kynn­ingu stjórn­valda í dag er ekki til­greint hvernig útfærsla styrkj­anna verð­ur. „Miðað er við að áætl­anir þar að lút­andi verði und­ir­búnar á næstu vikum og lagðar fyrir Alþingi eigi síðar en við fram­lagn­ingu frum­varps til fjár­auka­laga.“

Þá var greint frá því að unnið sé að „út­færslu á skatta­legum aðgerðum sem hafa það að mark­miði að hvetja og styðja fyr­ir­tæki til fjár­fest­inga sem ætlað er að efla nýsköpun og sam­keppn­is­hæfni atvinnu­lífs­ins.“ Jafn­framt verða skoð­aðar leiðir til að hvetja til þátt­töku almenn­ings í atvinnu­líf­inu með kaupum á hluta­bréf­um. 

Fram­lög til nýsköp­un­ar­mála aukin um fimm millj­arða

Fram­lög til nýsköp­un­ar­mála verða aukin um fimm millj­arða króna á næsta ári og hafa þá verið aukin um tíu millj­arða króna á árs­grund­velli ef þau eru borið saman við árið 2019. 

Rík­is­stjórnin mun líka hrinda í fram­kvæmd úrbótum í skipu­lags- og bygg­inga­málum og vinna að umbótum á líf­eyr­is­kerf­inu og vinnu­mark­aði. Afrakstur þeirrar vinnu á að kynna í græn­bók um líf­eyr­is­mál sem kynnt verður vorið 2021. Í til­kynn­ingu stjórn­valda segir að jafn­framt muni „rík­is­stjórnin hafa for­ystu um gerð græn­bókar um fram­tíð­ar­um­hverfi kjara­samn­inga og vinnu­mark­aðs­mála í nánu sam­starfi við heild­ar­sam­tök á vinnu­mark­aði. Stefnt er að því að græn­bókin um vinnu­markað verði sömu­leiðis kynnt vorið 2021.“

Að lokum lofa stjórn­völd að leggja fram frum­varp ­starfs­kjara­laga, frum­varp til húsa­leigu­laga, frum­varp til laga um breyt­ingar á gjald­þrota­skiptum (kenni­tölu­flakk) og frum­varp um  breyt­ingar á lögum um vexti og verð­trygg­ingu, sem á að mæta lof­orði stjórn­valda um að banna 40 ára verð­tryggð jafn­greiðslu­lán,  á haust­þingi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alþjóðlegu stórfyrirtækin Google og Meta taka til sín stóran hluta af því fé sem íslenskir auglýsendur nota til að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri.
Hlutdeild erlendra miðla á auglýsingamarkaði eykst enn og nálgast helming
Verulegur hluti íslensku auglýsingakökunnar rennur til rekstraraðila Facebook og Google og ætla má að 43,2 af hverjum 100 krónum sem varið var í auglýsingar á Íslandi í fyrra hafi runnið til erlendra fyrirtækja, samkvæmt nýrri úttekt Hagstofunnar.
Kjarninn 7. desember 2022
Þórarinn Eyfjörð er formaður Sameykis.
„Hókuspókushagstjórn“ sem bitnar verst á almennu launafólki
Ríkisstjórnin hefur enga framtíðarsýn fyrir almenning, segir formaður Sameykis. „Hennar áhugi beinist að því að hlaða meira og hraðar undir ríka og fína fólkið og koma í veg fyrir þann óþverra að almenningur skuli mynda tærnar sínar á Tene.“
Kjarninn 7. desember 2022
Mótmæli hafa staðið yfir í Íran í tæpa þrjá mánuði.
Óvissa um framtíð írönsku siðgæðislögreglunnar
Óvissa ríkir um siðgæðislögregluna í Íran eftir að dómsmálaráðherra landsins lagði til að leggja hana niður. En hefur siðgæðislögreglan virkilega lagt niður störf eða eru þetta orðin tóm til að friðþægja mótmælendur?
Kjarninn 7. desember 2022
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent