Hlutverk Samfylkingar að leiða saman öfl til að mynda græna félagshyggjustjórn að ári

Formaður Samfylkingarinnar segir að skipta þurfi um kúrs, snúa skútunni frá hægri og hrista af Íslandi gamaldags kreddur um það hvernig ríkisfjármál virki og hvernig verðmæti verði til.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

„Abra­ham Lincoln sagði að besta leiðin til að spá fyrir um fram­tíð­ina væri að skapa hana  og nú þurfum við að hafa kjark til þess. Á­tök íslenskra stjórn­mála næsta árið munu  og þurfa að snú­ast um hvert skal stefna. Rétta leiðin , ábyrga leið­in, felst í því að ráð­ast strax í kraft­mikla græna fjár­fest­ing­ar­á­ætl­un, aðgerðir sem vinna gegn ham­fara­hlýnun en skapa um leið atvinnu og verð­mæta­sköpun fyrir okkur öll.“ 

Þetta sagði Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar í umræðum um stefnu­ræðu for­sæt­is­ráð­herra á Alþingi í kvöld. 

Í ræðu Loga kom fram að hann líti á það sem hlut­verk Sam­fylk­ing­ar­innar að leiða saman þau öfl sem væru  til­búin að fylkja sér um vinnu, vel­ferð og græna fram­tíð „og mynda græna félags­hyggju­stjórn að ári, sem getur varðað nýja leið.“

Íslend­ingar hafi ekki efni á hug­mynda­fræði Sjálf­stæð­is­flokks­ins

Logi sagði að hann væri sann­færður um að hægt væri að skapa betra og sterkara vel­ferð­ar­sam­fé­lag á Íslandi þar sem ekk­ert barn færi svangt að sofa, hús­næð­isör­uggi væri jafn sjálf­sagt og aðgangur að vatni eða lofti, þar sem gjald­mið­ill­inn væri stöðugri og mat­ar­k­arfan ódýr­ari. „Þar sem atvinnu­laus­ir, öryrkjar og fátækt fólk búa ekki við nístandi óvissu frá degi til dags. Þar sem hvers kyns mis­munun er hafn­að, vel­ferð inn­flytj­enda tryggð og börnum á flótta veitt skjól. Sam­fé­lag sem ein­kenn­ist af mannúð og sjálf­bærni, jöfn­uði og frelsi. Þannig sam­fé­lag sköpum við ekki nema með rétt­lát­ari skatt­byrði, minni ójöfn­uði, heil­brigð­ari og fjöl­breytt­ari vinnu­mark­að­i.“

Auglýsing
Á tímum lofts­lags­ham­fara og heims­far­ald­urs hafi Íslend­ingar ekki efni á því að leyfa hug­mynda­fræði Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fjár­mála­stefnu hægri­manna að ráða för, Það væri ein­fald­lega of mikið í húfi.

Sagði að frjáls­hyggjan væri dauð

Í ræðu sinni sagði Logi einnig að sjaldan eða aldrei hefði mik­il­vægi rík­is­valds­ins og sterkrar almanna­þjón­ustu birst jafn skýrt og í kór­ónu­veiru­far­aldr­in­um. „Full­yrð­ingar hægri­manna um að reglu­lít­ill mark­aður greiði sjálfur úr öllum vanda­málum og skili rétt­mætum gæðum til almenn­ings dæma sig nú end­an­lega sjálf­ar.“

Íslend­ingar stæðu and­spænis gríð­ar­lega flóknum verk­efnum sem yrðu ekki öll leyst á stuttum tíma. „En fyrsta skrefið er að skipta um kúrs, snúa skút­unni frá hægri og hrista af okkur gam­al­dags kreddur um það hvernig rík­is­fjár­mál virka og hvernig verð­mæti verða til.“

Lausnir jafn­að­ar­stefn­unn­ar, sem byggja á sam­spili opin­berra umsvifa og einka­fram­taks, væru mik­il­vægastar í bar­átt­unni við far­ald­ur­inn. Hann boð­aði svo að Sam­fylk­ingin myndi leggja fram, á næstu dög­um, heild­stæða áætlun um hvernig Ísland getur brot­ist út úr atvinnu­leysiskrepp­unn­i. 

Á meðal meg­in­á­hersla þar yrðu stór­auknar aðgerðir í bar­átt­unni gegn ham­fara­hlýn­un. „Við núver­andi aðstæður dugar nefni­lega ekk­ert minna en raun­veru­leg græn atvinnu­bylt­ing.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Arnar Gunnar Hilmarsson, háseti á Júlíusi Geirmundssyni, sagði frá aðbúnaðinum um borð í viðtali við RÚV.
Frásögn hásetans „alveg í takt“ við upplifun annarra háseta
Varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segist ekki vita hvað yfirvélstjóranum á Júlíusi Geirmundssyni gangi til með því að segja það „bull“ sem hásetarnir upplifðu um borð.
Kjarninn 26. október 2020
Framlag úr fortíðinni skipti sköpum í baráttunni fyrir nýrri stjórnarskrá
Stjórnarskrárfélagið safnaði nýverið yfir 43 þúsund undirskriftum þar sem Alþingi var hvatt til að klára samþykkt á nýju stjórnarskránni. Átakið vakti víða athygli og var mjög sýnilegt. Kjarninn hefur fengið aðgang að bókhaldi þess.
Kjarninn 26. október 2020
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent