„Blóðug sóun“ hjá hinu opinbera

Fjármálaráðherra boðar skattalegar ívilnanir fyrir fjárfestingu í einkageiranum og segir að stöðva þurfi blóðuga sóun í opinbera geiranum. Formaður Samfylkingarinnar vill hins vegar sjá auknar fjárfestingar hins opinbera.

Bjarni og Logi tókust á í Silfrinu í dag
Bjarni og Logi tókust á í Silfrinu í dag
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra segir að áhersla verði lögð á að end­ur­reisa störf í einka­geir­an­um, sem hann segir að haldi vel­ferð­ar­kerf­inu uppi. Logi Ein­ars­son for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar vill hins vegar að gengið sé lengra í inn­viða­upp­bygg­ingu og komið sé í veg fyrir und­ir­mönnun hjá hinu opin­bera.

Þetta kom fram í Silfr­inu á RÚV í dag, þar sem Bjarni og Logi ræddu efna­hags­stöð­una og nýút­gefið fjár­laga­frum­varp.

Sýni­dæmi um mik­il­vægi einka­fram­taks­ins

Sam­kvæmt Bjarna hefur núver­andi kreppa, sem orsak­að­ist vegna tap­aðra starfa í einka­geir­an­um, verið sýni­dæmi um það hversu miklu máli einka­fram­takið skipti.

Auglýsing

„Það voru störfin í einka­geir­anum sem héldu uppi öllum þessum gæðum í opin­berri þjón­ustu sem við höfum haldið und­an­farin ár. Án þess­ara starfa höfum við ekki efni á að reka opin­bera kerfið eins og við höfum verið að gera það,“ sagði Bjarni í við­tal­inu.

Aðspurður hvort hann sæi sóun í opin­bera geir­anum sagði ráð­herr­ann að dæmi um það væru enda­laus. Þeirra á meðal nefndi hann opin­ber inn­kaup og sagði að sóunin hefði verið blóðug þar sem upp­lýs­ingar hefðu ekki verið nýttar til þess að taka hag­kvæm­ari aðgerð­ir.

Vill stöðva und­ir­mönnun hins opin­bera

Logi sagði það hins vegar vera galla í fjár­lög­unum að þau væru ekki nógu rót­tæk. „Við erum í stór­kost­legri inn­viða­skuld og það þarf að vinna hana upp. Á sama tíma er ekki komið nóg til móts við sveit­ar­fé­lög­in. Það er bein­línis skorið niður hjá þeim sumum og þær aðgerðir sem hafa verið boð­aðar of litlar og það mun gera þeim erfitt fyr­ir… að ráð­ast í fjár­fest­ing­ar,“ sagði hann.

Logi var þó sam­mála um að skapa þyrfti vinnu í einka­geir­an­um, en hann sagði líka að stöðva þyrfti und­ir­mönnun í opin­bera geir­an­um. Einnig bætti hann við að ráð­ast þyrfti í miklu stærri fjár­fest­ing­ar­á­ætlun til grænnar fram­tíð­ar. 

Bjarni sagði Sam­fylk­ing­unni aldrei detta neitt annað í hug í sam­fé­lag­inu en að fjölga opin­berum störfum og að ekki væri ráð­rúm til þess að hafa þau verði störfin í einka­geir­anum ekki vernd­uð. 

Hann til­kynnti svo átak til að hvetja til fjár­fest­inga í einka­geir­anum með skatta­legum íviln­unum fyrir atvinnu­lífið og skatta­legar fyrn­ingar vegna fjár­fest­inga á næst­unni, en hann sagði að þær væru ekki í fjár­lögum þar sem þær hefðu ekki bein áhrif á afkomu rík­is­sjóðs á næsta ári. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
„Lítur út fyrir að vera eins ógegnsætt og ófaglegt og hægt er að ímynda sér“
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hvaða forsendur lægju að baki fyrirætlaðri sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Aksturskostnaður Guðjóns leiðréttur af Alþingi – Ásmundur keyrði mest
Guðjón S. Brjánsson var ekki sá þingmaður sem keyrði mest allra á síðasta ári. Alþingi gerði mistök í útreikningi á aksturskostnaði hans og bókfærði hluta kostnaðar vegna áranna 2018 og 2019 á árinu 2020.
Kjarninn 18. janúar 2021
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið varar við því að selja banka til skuldsettra eignarhaldsfélaga
Í umsögn Samkeppniseftirlitsins vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut í Íslandsbanka eru viðraðar margháttaðar samkeppnislegar áhyggjur af því að lífeyrissjóðir eigi í öllum íslensku viðskiptabönkunum. Þeir séu bæði viðskiptavinir og samkeppnisaðilar banka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sá þingmaður sem flaug mest innanlands árið 2020
Kostnaður vegna innanlandsflugs þingmanna dróst saman um þriðjung á árinu 2020. Einungis þrír þingmenn flugu fyrir meira en milljón króna. Einn þingmaður var með annan kostnað en laun og fastan kostnað upp á 347 þúsund krónur að meðaltali á mánuði.
Kjarninn 18. janúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Breytt skipulag bólusetninga: Allir skammtar notaðir strax
Íslendingar eru að lenda í verulegum vandræðum á landamærum annarra ríkja vegna hertra reglna. Sóttvarnalæknir, landlæknir og aðstoðaryfirlögregluþjónn hvetja fólk til að fara ekki til útlanda að nauðsynjalausu.
Kjarninn 18. janúar 2021
Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður.
Líneik Anna vill leiða Framsókn í Norðausturkjördæmi
Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður býður sig fram til þess að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Þórunn Egilsdóttir sem hefur leitt Framsókn í kjördæminu tilkynnti í síðustu viku að hún myndi hætta á þingi.
Kjarninn 18. janúar 2021
Árni Finnsson
Af hverju skilar Ísland auðu?
Kjarninn 18. janúar 2021
Enn er óvíst hvort að Trump lætur verða af því að veita sjálfum sér fyrirfram náðun.
Trump ætlar út með hvelli – vill náða hundrað til viðbótar
Á síðasta heila dag Donalds Trump í Hvíta húsinu á morgun er hann sagður stefna á að náða um 100 manns, m.a. hvítflibbaglæpamenn og þekkta rappara. Hvort hann veiti sér og sínum fyrirfram náðun er enn óvíst.
Kjarninn 18. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent