Leggur til viðbótarfæðingarorlof fyrir þá sem búa fjarri fæðingarþjónustu

Byggðastofnun telur brýnt að koma til móts við foreldra sem búa fjarri fæðingarþjónustu með einhverjum hætti í nýjum fæðingarorlofslögum. Kvenréttindafélagið fagnar því að stefnt sé að jöfnu orlofi foreldra. Alls hafa 130 umsagnir borist um málið.

Um 130 umsagnir hafa þegar borist við drög að frumvarpi til laga um fæðingarorlof.
Um 130 umsagnir hafa þegar borist við drög að frumvarpi til laga um fæðingarorlof.
Auglýsing

Byggða­stofnun telur að í nýjum frum­varps­drögum til laga um fæð­ing­ar­or­lof skorti upp á að tekið sé til­lit til fæð­andi kvenna og fjöl­skyldna þeirra sem búa fjarri fæð­ing­ar­þjón­ustu og þurfa að dvelj­ast utan heim­ilis og bíða eftir fæð­ingu, til dæmis þegar veður hamlar sam­göng­um.

Ein leið til að bregð­ast við þessu, að mati stofn­un­ar­inn­ar, væri að að bæta við sér­stöku við­bót­ar­fæð­ing­ar­or­lofi fyrir þá for­eldra á meðan á bið stend­ur, sem myndi í engu skerða almennt fæð­ing­ar­or­lof. Þetta kemur fram í umsögn stofn­un­ar­innar um frum­varps­drög­in.

Byggða­stofnun segir að gera megi ráð fyrir að allt að 10 pró­sent mæðra á Íslandi búi í meira en klukku­stund­ar­fjar­lægð frá fæð­ing­ar­þjón­ustu, en að víða sé fjar­lægðin enn meiri, til dæmis á sunn­an­verðum Vest­fjörð­um, Norð­ur­landi vestra, Norð­aust­ur­landi og Suð­aust­ur­landi. Stofn­unin telur afar brýnt að tekið verði til­lit til for­eldra sem búa á þessum svæðum og seg­ist til­búin að koma að vinnu við skil­grein­ingu á því hvaða svæði ættu að falla undir slíkar regl­ur.

Auglýsing

Byggða­stofnun er eina opin­bera stofn­unin sem hefur skilað inn frum­varpi um frum­varps­drög­in, sem hafa verið til umsagnar í sam­ráðs­gátt­inni frá 23. sept­em­ber og verða þar áfram til 7. októ­ber.

Kven­rétt­inda­fé­lagið tekur jafnri skipt­ingu fagn­andi

Hátt í 130 umsagnir um frum­varpið hafa borist til þessa. Þær eru lang­flestar frá ein­stak­ling­um, for­eldrum eða verð­andi for­eldrum, sem flest eru að gagn­rýna áform um jafna skipt­ingu fæð­ing­ar­or­lofs­ins á milli for­eldra. Ljóst er að skiptar skoð­anir eru um ágæti þeirra breyt­inga sem stefnt er að.

Kven­rétt­inda­fé­lag Íslands hefur sent inn um umsögn um frum­varps­drög­in, þar sem þeim er fagn­að, enda hefur Kven­rétt­inda­fé­lagið talað fyrir því að fæð­ing­ar­or­lof­inu verði alveg jafnt skipt á milli for­eldra. Félagið segir um að ræða „rétt­ar­bót sem mun stuðla að bættri stöðu kvenna og auknu kynja­jafn­rétti hér á land­i.“

Félagið hefur fram­leitt mynd­skeið og birt á YouTube þar sem farið er yfir þær rök­semdir sem liggja að baki afstöðu félags­ins. „Ís­land er eitt þeirra landa í heim­inum þar sem hvað mest jafn­rétti rík­ir. Þrátt fyrir það bera konur enn þá meiri ábyrgð á heim­ili og börn­um. Það leiðir til þess að konur fá lægri laun, síður stöðu­hækk­un, vinna frekar hluta­störf og fá lægri eft­ir­laun. Allt þetta hefst með fæð­ing­ar­or­lof­inu. Deilum fæð­ing­ar­or­lof­inu jafn­t!“ segir í lýs­ingu mynd­bands­ins.Kven­rétt­inda­fé­lagið er þó ekki hlynnt þeirri breyt­ingu sem lögð er til í frum­varps­drög­unum og varðar stytt­ingu þessa tíma­bils sem for­eldrar hafa til þess að taka fæð­ing­ar­or­lof eftir fæð­ingu barns, en til stendur að stytta það úr 24 mán­uðum niður í 18.

„Í skýrslu BSRB um dag­vist­un­ar­úr­ræði frá árinu 2017 kemur í ljós að rúm­lega helm­ingur lands­manna býr í sveit­ar­fé­lögum þar sem inn­töku­aldur barna á leik­skóla er 24 mán­aða. Nauð­syn­legt er að for­eldrar hafi svig­rúm til að taka fæð­ing­ar­or­lof á þessum 24 mán­uðum á meðan öllum börnum er ekki tryggð dag­vist­un,“ segir í umsögn Kven­rétt­inda­fé­lags­ins, sem telur áríð­andi að tryggja rétt íslenskra barna til dag­vist­unar með lög­um, eins og hin Norð­ur­löndin hafi þegar gert.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Eitt smit á Austurlandi í 3. bylgju – til álita kemur að slaka á aðgerðum á landsbyggðinni
„Í ljósi þess að mjög fá smit eru nú að greinast utan höfuðborgarsvæðisins þá kæmi til álita að mínu mati að beita minna takmarkandi aðgerðum á þeim svæðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðeins eitt smit greindist á Austurlandi í 3. bylgju.
Kjarninn 1. desember 2020
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Þeir sem brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að gegna trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings
Gagnsæi, samtök gegn spillingu, telja að þeir sem bera ábyrgð á því að brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að koma að frekari trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings.
Kjarninn 1. desember 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Dómsmálaráðherra: „Þessi niðurstaða veldur vissulega vonbrigðum“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi niðurstöðu Landsréttarmálsins á ríkisstjórnarfundi og sagði hana í kjölfarið valda sér vonbrigðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir bent á mjög alvarlega annmarka.
Kjarninn 1. desember 2020
Kjartan Briem nýr framkvæmdastjóri Isavia ANS
Isavia ANS ehf. er dótturfélag Isaiva ohf. og annast rekstur og uppbygginu flugleiðsöguþjónustu.
Kjarninn 1. desember 2020
Áfram munu fjöldamörk miðast við tíu manns - að minnsta kosti í viku í viðbót.
Óbreyttar sóttvarnaaðgerðir í viku í viðbót
Ákveðið hefur verið að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir til 9. desember. Til stóð að gera tilslakanir en vegna þróunar faraldursins síðustu daga var ákveðið að halda gildandi aðgerðum áfram.
Kjarninn 1. desember 2020
„Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar“
Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Yfirdeild MDE kvað upp niðurstöðu í málinu í morgun.
Íslenska ríkið tapaði málinu fyrir yfirdeildinni
Yfirdeild Mannréttindadómstól Evrópu staðfesti í dag fyrri dóm réttarins í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 1. desember 2020
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Rithöfundaspjall: Sagnaheimur og „neðanmittisvesen“
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent