Jafnari skipting orlofs stórt skref til jafnréttis á vinnumarkaði

Ef ætlunin er að loka launabili kynjanna er nýtt frumvarp um breytingar á fæðingarorlofinu skref í rétta átt og í rauninni alveg ótrúlega stórt skref, að mati Herdísar Steingrímsdóttur hagfræðings við CBS í Kaupmannahöfn.

Til stendur að eyrnamerkja hvoru foreldri sex mánaða fæðingarorlof hér á landi. Ljóst er að ekki eru allir sammála um ágæti þess.
Til stendur að eyrnamerkja hvoru foreldri sex mánaða fæðingarorlof hér á landi. Ljóst er að ekki eru allir sammála um ágæti þess.
Auglýsing

Umsögnum um drög að breyt­ingum á lögum fæð­ing­ar­or­lof hefur rignt inn í sam­ráðs­gátt stjórn­valda frá því að þau birt­ust þar í síð­ustu viku. Yfir hund­rað manns hafa þegar látið skoðun sína á frum­varps­drög­unum í ljós og eru þau lang­flest á þeirri skoðun að þær breyt­ingar sem fel­ast í frum­varp­inu varð­andi jafna skipt­ingu fæð­ing­ar­or­lofs á milli for­eldra séu ekki af hinu góða.

Stóru lín­urnar í fram­kominni gagn­rýni eru þær að með því að eyrna­merkja hvoru for­eldri sex mán­aða fæð­ing­ar­or­lof sé ekki verið að horfa til hags­muna barns­ins. Þá sé einnig verið að skerða frelsi for­eldra til þess að ákveða sjálf hvernig þeim hentar best að taka orlofið og ýmsir benda á að á meðan þak fæð­ing­ar­or­lofs­greiðslna sé enn 600.000 krónur (og aldrei meira en 80 pró­sent af heild­ar­laun­um) muni það reyn­ast dýrt, jafn­vel ómögu­legt, fyrir margar fjöl­skyldur að tekju­hærra for­eldrið taki allt það orlof sem því er eyrna­merkt.

Frum­varpið verður vænt­an­lega lagt fram á Alþingi í vetur og hefur Ásmundur Einar Daða­son félags- og barna­mála­ráð­herra sagt að hann telji það mikið fram­fara­skref. Ljóst er að ekki allir deila þeirri skoðun og að um útfærsl­una verður deilt í þingsöl­um.

Af umræð­unni und­an­farna daga má raunar sjá að hér er komið eitt af þeim sjald­gæfu málum þar sem þing­menn Pírata og Mið­flokks ger­ast skoð­ana­bræð­ur, en þær Hall­dóra Mog­en­sen Pírati og Anna Kol­brún Árna­dóttir úr Mið­flokknum hafa báðar sagt að í frum­varp­inu felist for­ræð­is­hyggja og að það sé ekki börnum né fjöl­skyldum fyrir bestu að sex mán­uðir verði eyrna­merktir hvoru for­eldri. 

Auglýsing

Mið­flokk­ur­inn hyggst leggja fram breyt­ing­ar­til­lögu við frum­varpið þess efnis að for­eldrar hafi fullt frelsi til að ráð­stafa 12 mán­aða fæð­ing­ar­or­lofi sín á milli eins og þeir helst vilja, en sam­kvæmt frum­varps­drög­unum er ein­ungis hægt að ráð­stafa einum mán­uði á milli for­eldra, óski þeir þess.

Lík­legt til að hafa jákvæð áhrif á kynja­jafn­rétti

Her­dís Stein­gríms­dótt­ir, dós­ent í hag­fræði við Copen­hagen Business School, við­skipta­há­skól­ann í Kaup­manna­höfn, ræddi málið við Kjarn­ann. Hún hefur skoðað fæð­ing­ar­or­lofs­mál í rann­sóknum sínum og rann­sak­aði meðal ann­ars áhrif feðra­or­lofs­ins á Íslandi á skiln­að­ar­tíðni. Í grein hennar og Örnu Olafs­son um mál­ið, sem birt­ist í The Economic Journal í upp­hafi þessa árs, kom í ljós að fylgni­sam­band var á milli töku feðra­or­lofs og lækk­andi skiln­að­ar­tíðni.

Her­dís segir við blaða­mann að það séu þó ætíð skiptar skoð­anir á því hvort það eigi að vera að eyrna­merkja ein­hvern hluta orlofs­ins hvoru for­eldri, eða ekki. Jöfn skipt­ing er þó að hennar mati lík­leg til þess að hafa jákvæða útkomu fyrir jafn­rétti kynj­anna á vinnu­mark­aði.

Herdís Steingrímsdóttir, dósent í hagfræði við CBS.

„Það er alveg skýrt þegar feðra­or­lofið er fyrst kynnt til sög­unnar að ætl­unin er bæði að tryggja að börn geti átt sam­vistir með báðum for­eldrum en líka til þess að hafa áhrif á vinnu­markað og launa­mun á vinnu­mark­að­i,“ segir Her­dís.

„Ef maður hugsar um þau mark­mið þá er þetta nátt­úr­lega bara mjög jákvætt og ótrú­lega stórt skref í raun­inni að það sé verið að setja jafnt eyrna­merkt orlof á feður og mæður og við sjáum það í nýlegum rann­sóknum að það sem er eftir af launa­muni kynj­anna er útskýrður að mjög miklu leyti af því að konur vinna minna eftir að þær eign­ast börn og verja meiri tíma í umönnun og að sinna fjöl­skyldu og heim­il­i,“ bætir hún við.

Hún segir rann­sóknir sýna að konur og karlar hafi mjög svipuð laun þar til þau fara að eign­ast börn. „Þá sjáum við að það fer að skilja á milli. Ef ætl­unin er að loka þessu launa­bili er aug­ljóst að það verður að jafna líka hlut­verkin heima við,“ segir Her­dís.

Það er jafn­rétt­is­hliðin á ten­ingn­um. „Svo er það hin hliðin sem þeir sem vilja ekki eyrna­merkja orlof halda mest á lofti, að for­eldrar eigi bara að fá að ákveða þetta sjálfir og fá að velja þá leið sem hentar þeim best. Það er sú leið sem hefur verið farin í Dan­mörku, en hér sjáum við líka að feður nota mjög lít­inn hluta af fæð­ing­ar­or­lof­inu. Þetta breyt­ist mjög hægt án þess að það sé gripið inn í með að eyrna­merkja hluta af fæð­ing­ar­or­lof­in­u.“

Hún segir að Danir verði vænt­an­lega að fara að ráð­ast í það að eyrna­merkja báðum for­eldrum ein­hvern hluta fæð­ing­ar­or­lofs­ins á næst­unni, enda kveði nýleg Evr­ópu­lög­gjöf á um að alla­vega tveir mán­uðir verði að vera eyrna­merktir hvoru for­eldri. Hingað til hafi þau rök þó orðið ofan á í Dan­mörku for­eldrar séu best til þess fallnir að ákveða þetta alfarið sjálf­ir.

Mynd: Pexels„En svo eru aðrir sem hugsa þetta þannig að þetta eigi bara að vera for­eldra­réttur og að það ætti að hugsa þetta svipað og eft­ir­laun, fólk er að borga skatta og fær svo til baka úr ein­hverjum sjóði þegar það tekur fæð­ing­ar­or­lof og þetta eigi bara að vera ein­stak­lings­rétt­ur. Maður heyrir báðar hlið­ar,“ segir hún um umræð­una í Dan­mörku um þessi mál.

Sex eða sjö mán­uðir ekki stutt mæðra­or­lof í alþjóð­legu sam­hengi

Ef það sé hins vegar ætl­unin að fæð­ing­ar­or­lofið sé tæki til þess að jafna kjör kynj­anna telur Her­dís að það verði að gera þetta með svip­uðum hætti og lagt sé til í frum­varps­drög­un­um. „Ég sé þetta bara sem mjög jákvæða leið, hvernig er verið að gera þetta heima,“ segir Her­dís.

Hún segir að sex til sjö mán­aða orlof sé ekki stutt mæðra­or­lof í alþjóð­legu sam­hengi, þó að við Íslend­ingar miðum okkur oft­ast við Norð­ur­löndin þar sem fæð­ing­ar­or­lofið er almennt mjög langt. Hún telur jafn­ari skipt­ingu orlofs til þess fallna að hafa jákvæð áhrif á vinnu­mark­aðsút­komur, enda hafi það nei­kvæð áhrif þegar einn ein­stak­lingur sé far­inn að taka jafn­vel heilt ár í fæð­ing­ar­or­lof.

„Það er ein nýleg rann­sókn mjög áhuga­verð sem er að bera saman hvað ger­ist þegar gagn­kyn­hneigð pör eign­ast börn og hvað ger­ist þegar sam­kyn­hneigð pör eign­ast börn. Þá sjáum við að þegar sam­kyn­hneigð pör eign­ast börn er mun jafn­ari skipt­ing og við sjáum eig­in­lega engin lang­tíma­á­hrif á laun. Þetta virð­ist vera betra til lengri tíma, fyrir pör, að jafna þetta út svo það sé hvor­ugur aðili að upp­lifa lang­tíma­á­hrif á laun og aðrar vinnu­mark­aðsút­komur,“ segir Her­dís.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020
Ítrustu varúðar gætt við greftrun manneskju sem lést vegna COVID-19 í Indónesíu. Hálf milljón Indónesa hafa greinst með veiruna.
Bóluefnið ekki „töfralausn“ – dauðsföll vegna COVID komin yfir 1,5 milljónir
Brýnt er að allir haldi vöku sinni áfram næstu vikur og mánuði. Bóluefni gegn COVID-19 er væntanlegt en það mun engan veginn útrýma öllum þeim vandamálum sem faraldurinn hefur skapað.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent