Sex mánaða orlof á hvort foreldri verði tekið á fyrstu 18 mánuðunum í lífi barns

Drög að nýjum heildarlögum um fæðingarorlof hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Þegar fæðingarorlofið verður lengt í 12 mánuði um komandi áramót er ráðgert að hvort foreldri taki 6 mánaða orlof. Einungis einn mánuður verður framseljanlegur.

barn
Auglýsing

Það tíma­bil sem for­eldrar hafa til að nýta rétt sinn til töku fæð­ing­ar­or­lofs verður stytt úr tveimur árum niður í eitt og hálft ár, sam­kvæmt drögum að nýju frum­varpi til laga um fæð­ing­ar- og for­eldra­or­lof sem lagt hefur verið fram í sam­ráðs­gátt stjórn­valda

Þetta er meðal ann­ars lagt til með það að mark­miði að for­eldrar séu í orlofi þegar barnið þarf á mik­illi umönnun þeirra að halda, auk þess sem lagt er upp með að for­eldrar nýti rétt sinn til fæð­ing­ar­or­lofs frá því að barnið fæð­ist og þar til því býðst dag­vist­un. 

Orlofs­tíma­bilið sem ráð­gert er að stytta var 18 mán­uðir fram til 2009, en þá var tíma­bilið lengt í 36 mán­uði. Árið 2012 var tíma­bilið stytt aftur í 24 mán­uði og með nýju frum­varpi er lagt til að stytta tíma­bilið á ný í 18 mán­uð­i. 

Skipt­ing orlofs­réttar verði sem jöfn­ust

Einnig er lagt til að skipt­ing fæð­ing­ar­or­lofs­réttar verði sem jöfn­ust á milli for­eldra, þannig að for­eldrar geti nýtt sex mán­uði hvort um sig þegar fæð­ing­ar­or­lofið verður lengt í 12 mán­uði í upp­hafi næsta árs. Þó verður heim­ilt fyrir for­eldra að færa einn mánuð sín á milli.

Í dag er fæð­ing­ar­or­lofið 10 mán­uð­ir, 4 mán­uðir á hvort for­eldri, auk tveggja mán­aða sem for­eldrar eiga sam­eig­in­lega. ­Sam­kvæmt frum­varps­drög­unum hefur reynslan hér­lendis sýnt að stærstur hluti feðra nýtir ein­ungis sinn sjálf­stæða rétt en mæður bæði sinn sjálf­stæða rétt og sam­eig­in­legu mán­uð­ina sem hafi verið í gild­andi lög­gjöf. Þannig hafi reynslan hér­lendis sýnt „ríka til­hneig­ingu til þess að mæður nýti þann tíma fæð­ing­ar­or­lofs sem er sam­eig­in­legur milli for­eldra.“

Auglýsing

Þessu á að reyna að breyta með frum­varp­inu. Í umfjöllun um þetta atriði segir að mik­il­vægt sé að sem minnstur hluti fæð­ing­ar­or­lofs­réttar verði með þeim hætti að for­eldrar geti skipt honum með sér. Ófram­selj­an­legur fæð­ing­ar­or­lofs­réttur feðra geti þannig styrkt stöðu þeirra til töku fæð­ing­ar­or­lofs gagn­vart vinnu­veit­end­um. 

Þess­ari breyt­ingu er með öðrum orðum ætlað að styðja við það að frum­varpið nái mark­miðum sínum sem eru meðal ann­ars þau að hvetja báða for­eldra til að gegna skyldum sínum gagn­vart börnum sínum og fjöl­skyldu­líf­i. 

„Á sama tíma er breyt­ing­unni ætlað að stuðla að auk­inni atvinnu­þátt­töku og jafna tæki­færi for­eldra á vinnu­mark­aði og gera báðum for­eldrum auð­veld­ara að sam­ræma þær skyldur sem þeim eru lagðar á herðar í starfi og einka­líf­i,“ sam­kvæmt því sem segir í grein­ar­gerð frum­varps­ins um þetta atriði.

For­eldrar fái sjálf­stæðan rétt til orlofstöku eftir fóst­ur­lát

Í frum­varps­drög­unum er lagt til að hvort for­eldri fái sjálf­stæðan rétt til tveggja mán­aða fæð­ing­ar­or­lofs vegna fóst­ur­láts eftir 18 vikna með­göngu, en í gild­andi lögum er ein­ungis kveðið á um sjálf­stæðan rétt for­eldra til fæð­ing­ar­or­lofs eða fæð­inga­styrks vegna and­vana­fæð­ingar eftir 22 vikna með­göngu, en tveggja mán­aða sam­eig­in­legan rétt for­eldra eftir fóst­ur­lát eftir 18 vikna með­göng­u. 

Í grein­ar­gerð með frum­varps­drög­unum segir um þetta atriði að reynslan hafi sýnt að „mæður hafa nær ein­göngu nýtt sam­eig­in­legan rétt for­elda til fæð­ing­ar­or­lofs við fóst­ur­lát og þá hefur þótt vera of mik­ill munur á rétt­indum for­eldra eftir því hvort um and­vana­fæð­ingu eða fóst­ur­lát hefur verið að ræða en með­göngu­lengd í þessum til­vikum getur verið nán­ast sú sama.“

Heild­ar­end­ur­skoðun sam­hliða leng­ingu fæð­ing­ar­or­lofs­ins

Ásmundur Einar Daða­son félags- og barna­mála­ráð­herra til­kynnti fyrir um ári síðan að fæð­ing­ar­or­lofið yrði lengt upp í eitt ár í áföngum og á sama tíma var vinna við heild­ar­end­ur­skoðun lagaum­gjarð­ar­innar í kringum fæð­ing­ar­or­lof sett af stað.

Starfs­hópur á vegum félags­mála­ráðu­neyt­is­ins, sem skip­aður var full­trúum frá Alþýðu­sam­bandi Íslands, Banda­lagi háskóla­manna, BSRB, Sam­bandi íslenskra sveit­ar­fé­laga, félags­mála­ráðu­neyti, fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti, Sam­tökum atvinnu­lífs­ins og Vinnu­mála­stofnun hefur síðan unnið að end­ur­skoðun lag­anna og á vinnu þessa starfs­hóps byggja drögin sem kynnt voru í sam­ráðs­gátt­inni í gær.

Þar er hægt að gera athuga­semdir við frum­varpið þar til 7. októ­ber.

 Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Arnar Gunnar Hilmarsson, háseti á Júlíusi Geirmundssyni, sagði frá aðbúnaðinum um borð í viðtali við RÚV.
Frásögn hásetans „alveg í takt“ við upplifun annarra háseta
Varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segist ekki vita hvað yfirvélstjóranum á Júlíusi Geirmundssyni gangi til með því að segja það „bull“ sem hásetarnir upplifðu um borð.
Kjarninn 26. október 2020
Framlag úr fortíðinni skipti sköpum í baráttunni fyrir nýrri stjórnarskrá
Stjórnarskrárfélagið safnaði nýverið yfir 43 þúsund undirskriftum þar sem Alþingi var hvatt til að klára samþykkt á nýju stjórnarskránni. Átakið vakti víða athygli og var mjög sýnilegt. Kjarninn hefur fengið aðgang að bókhaldi þess.
Kjarninn 26. október 2020
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent