Sex mánaða orlof á hvort foreldri verði tekið á fyrstu 18 mánuðunum í lífi barns

Drög að nýjum heildarlögum um fæðingarorlof hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Þegar fæðingarorlofið verður lengt í 12 mánuði um komandi áramót er ráðgert að hvort foreldri taki 6 mánaða orlof. Einungis einn mánuður verður framseljanlegur.

barn
Auglýsing

Það tíma­bil sem for­eldrar hafa til að nýta rétt sinn til töku fæð­ing­ar­or­lofs verður stytt úr tveimur árum niður í eitt og hálft ár, sam­kvæmt drögum að nýju frum­varpi til laga um fæð­ing­ar- og for­eldra­or­lof sem lagt hefur verið fram í sam­ráðs­gátt stjórn­valda

Þetta er meðal ann­ars lagt til með það að mark­miði að for­eldrar séu í orlofi þegar barnið þarf á mik­illi umönnun þeirra að halda, auk þess sem lagt er upp með að for­eldrar nýti rétt sinn til fæð­ing­ar­or­lofs frá því að barnið fæð­ist og þar til því býðst dag­vist­un. 

Orlofs­tíma­bilið sem ráð­gert er að stytta var 18 mán­uðir fram til 2009, en þá var tíma­bilið lengt í 36 mán­uði. Árið 2012 var tíma­bilið stytt aftur í 24 mán­uði og með nýju frum­varpi er lagt til að stytta tíma­bilið á ný í 18 mán­uð­i. 

Skipt­ing orlofs­réttar verði sem jöfn­ust

Einnig er lagt til að skipt­ing fæð­ing­ar­or­lofs­réttar verði sem jöfn­ust á milli for­eldra, þannig að for­eldrar geti nýtt sex mán­uði hvort um sig þegar fæð­ing­ar­or­lofið verður lengt í 12 mán­uði í upp­hafi næsta árs. Þó verður heim­ilt fyrir for­eldra að færa einn mánuð sín á milli.

Í dag er fæð­ing­ar­or­lofið 10 mán­uð­ir, 4 mán­uðir á hvort for­eldri, auk tveggja mán­aða sem for­eldrar eiga sam­eig­in­lega. ­Sam­kvæmt frum­varps­drög­unum hefur reynslan hér­lendis sýnt að stærstur hluti feðra nýtir ein­ungis sinn sjálf­stæða rétt en mæður bæði sinn sjálf­stæða rétt og sam­eig­in­legu mán­uð­ina sem hafi verið í gild­andi lög­gjöf. Þannig hafi reynslan hér­lendis sýnt „ríka til­hneig­ingu til þess að mæður nýti þann tíma fæð­ing­ar­or­lofs sem er sam­eig­in­legur milli for­eldra.“

Auglýsing

Þessu á að reyna að breyta með frum­varp­inu. Í umfjöllun um þetta atriði segir að mik­il­vægt sé að sem minnstur hluti fæð­ing­ar­or­lofs­réttar verði með þeim hætti að for­eldrar geti skipt honum með sér. Ófram­selj­an­legur fæð­ing­ar­or­lofs­réttur feðra geti þannig styrkt stöðu þeirra til töku fæð­ing­ar­or­lofs gagn­vart vinnu­veit­end­um. 

Þess­ari breyt­ingu er með öðrum orðum ætlað að styðja við það að frum­varpið nái mark­miðum sínum sem eru meðal ann­ars þau að hvetja báða for­eldra til að gegna skyldum sínum gagn­vart börnum sínum og fjöl­skyldu­líf­i. 

„Á sama tíma er breyt­ing­unni ætlað að stuðla að auk­inni atvinnu­þátt­töku og jafna tæki­færi for­eldra á vinnu­mark­aði og gera báðum for­eldrum auð­veld­ara að sam­ræma þær skyldur sem þeim eru lagðar á herðar í starfi og einka­líf­i,“ sam­kvæmt því sem segir í grein­ar­gerð frum­varps­ins um þetta atriði.

For­eldrar fái sjálf­stæðan rétt til orlofstöku eftir fóst­ur­lát

Í frum­varps­drög­unum er lagt til að hvort for­eldri fái sjálf­stæðan rétt til tveggja mán­aða fæð­ing­ar­or­lofs vegna fóst­ur­láts eftir 18 vikna með­göngu, en í gild­andi lögum er ein­ungis kveðið á um sjálf­stæðan rétt for­eldra til fæð­ing­ar­or­lofs eða fæð­inga­styrks vegna and­vana­fæð­ingar eftir 22 vikna með­göngu, en tveggja mán­aða sam­eig­in­legan rétt for­eldra eftir fóst­ur­lát eftir 18 vikna með­göng­u. 

Í grein­ar­gerð með frum­varps­drög­unum segir um þetta atriði að reynslan hafi sýnt að „mæður hafa nær ein­göngu nýtt sam­eig­in­legan rétt for­elda til fæð­ing­ar­or­lofs við fóst­ur­lát og þá hefur þótt vera of mik­ill munur á rétt­indum for­eldra eftir því hvort um and­vana­fæð­ingu eða fóst­ur­lát hefur verið að ræða en með­göngu­lengd í þessum til­vikum getur verið nán­ast sú sama.“

Heild­ar­end­ur­skoðun sam­hliða leng­ingu fæð­ing­ar­or­lofs­ins

Ásmundur Einar Daða­son félags- og barna­mála­ráð­herra til­kynnti fyrir um ári síðan að fæð­ing­ar­or­lofið yrði lengt upp í eitt ár í áföngum og á sama tíma var vinna við heild­ar­end­ur­skoðun lagaum­gjarð­ar­innar í kringum fæð­ing­ar­or­lof sett af stað.

Starfs­hópur á vegum félags­mála­ráðu­neyt­is­ins, sem skip­aður var full­trúum frá Alþýðu­sam­bandi Íslands, Banda­lagi háskóla­manna, BSRB, Sam­bandi íslenskra sveit­ar­fé­laga, félags­mála­ráðu­neyti, fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti, Sam­tökum atvinnu­lífs­ins og Vinnu­mála­stofnun hefur síðan unnið að end­ur­skoðun lag­anna og á vinnu þessa starfs­hóps byggja drögin sem kynnt voru í sam­ráðs­gátt­inni í gær.

Þar er hægt að gera athuga­semdir við frum­varpið þar til 7. októ­ber.

 Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir.
Markmiðið að auka skilning á veruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Chanel Björk, Elinóra og Elínborg safna nú á Karolina Fund fyrir bókinni Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 22. maí 2022
Kristín Ása Guðmundsdóttir
Illa fengin vatnsréttindi og ósvaraðar spurningar um Hvammsvirkjun í Þjórsá
Kjarninn 22. maí 2022
Einar kveðst þurfa að íhuga stöðuna sem upp er komin.
Einar ætlar að ræða við baklandið um eina möguleikann í stöðunni
Einar Þorsteinsson oddivit Framsóknarflokksins í Reykjavík segir aðeins einn meirihluta mögulegan í ljósi yfirlýsingar oddvita Viðreisnar um að ekki komi annað til greina en að virða bandalagið við Samfylkinguna og Pírata.
Kjarninn 22. maí 2022
Þórdís Lóa segir Viðreisn vilji láta á bandalagið reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviræður með Framsóknarflokknum.
Vill hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum
Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir flokkinn vera í bandalagi með Pírötum og Samfylkingu af heilum hug og vill láta á það reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum.
Kjarninn 22. maí 2022
Silja Bára var gestur í Silfrinu á RÚV þar sem hún sagði óásættanlegt að senda eigi 300 flóttamenn frá Íslandi til Grikklands á næstu misserum.
Útlendingastefnan elti þá hörðustu í hinum Norðurlöndunum
Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur og nýkjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi segir óásættanlegt að flóttafólki sé mismunað eftir uppruna og að verið sé að taka upp á Íslandi útlendingastefnu sem elti hörðustu stefnur annarra Norðurlanda.
Kjarninn 22. maí 2022
Blikastaðalandið sem var í aðalhlutverki í ólögmætri einkavæðingu ríkisfyrirtækisins
Nýverið var tilkynnt um stórtæka uppbyggingu á jörðinni Blikastöðum, sem tilheyrir Mosfellsbæ. Þar á að byggja þúsundir íbúða og fjölga íbúum bæjarins um tugi prósenta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform hafa verið uppi um uppbyggingu þar.
Kjarninn 22. maí 2022
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent