Fæðingarorlof verði lengt í 12 mánuði

Félags- og barnamálaráðherra stefnir að því að lengja fæðingarorlof í 12 mánuði á næstu tveimur árum.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Auglýsing

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, lengja fæðingarorlof í tveim skrefum þannig að það nemi 12 mánuðum árið 2021. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins fyrr í dag.

Samkvæmt tilkynningunni kynnti Ásmundur Einar áform sín um að setja af stað vinnu við heildarendurskoðun laga um fæðingar- og foreldraorlof á ríkisstjórnarfundi fyrir helgi, en samhliða því er stefnt að lengingu orlofsins.  Gert er ráð fyrir að lengingin komi til framkvæmda í tveimur áföngum á árunum 2020 og 2021, en áformin eru í samræmi við áherslur sem koma fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og fjármálaáætlun sem kynnt var í dag.

Fyrra skref aðgerðina kveður á um að samanlagður réttur foreldra barna sem fæðast á árinu 2020 nemi 10 mánuðum. Í seinna skrefinu er svo rétturinn lengdur í tólf mánuði, en hann á við um foreldra allra barna sem fæðast þann 1. Janúar 2021 eða síðar.  Sami réttur gildir um börn sem verða ættleid eða tekin í varanlegt fóstur.

Auglýsing

„Það er mjög ánægjulegt að nú sé lenging fæðingarorlofsins loksins framundan og vel við hæfi að á 20 ára afmælisári laganna fari fram heildarendurskoðun þeirra,“ segir Ásmundur Einar í tilkynningu ríkisstjórnarinnar. Einnig bætir ráðherra við að samtal við sveitarfélögin þurfi að eiga sér stað til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
Kjarninn 13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent