Fæðingarorlof verði lengt í 12 mánuði

Félags- og barnamálaráðherra stefnir að því að lengja fæðingarorlof í 12 mánuði á næstu tveimur árum.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Auglýsing

Ásmundur Einar Daða­son, félags- og barna­mála­ráð­herra, lengja fæð­ing­ar­or­lof í tveim skrefum þannig að það nemi 12 mán­uðum árið 2021. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðs­ins fyrr í dag.

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni kynnti Ásmundur Einar áform sín um að setja af stað vinnu við heild­ar­end­ur­skoðun laga um fæð­ing­ar- og for­eldra­or­lof á rík­is­stjórn­ar­fundi fyrir helgi, en sam­hliða því er stefnt að leng­ingu orlofs­ins.  Gert er ráð fyrir að leng­ingin komi til fram­kvæmda í tveimur áföngum á árunum 2020 og 2021, en áformin eru í sam­ræmi við áherslur sem koma fram í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar og fjár­mála­á­ætlun sem kynnt var í dag.

Fyrra skref aðgerð­ina kveður á um að sam­an­lagður réttur for­eldra barna sem fæð­ast á árinu 2020 nemi 10 mán­uð­um. Í seinna skref­inu er svo rétt­ur­inn lengdur í tólf mán­uði, en hann á við um for­eldra allra barna sem fæð­ast þann 1. Jan­úar 2021 eða síð­ar.  Sami réttur gildir um börn sem verða ætt­leid eða tekin í var­an­legt fóst­ur.

Auglýsing

„Það er mjög ánægju­legt að nú sé leng­ing fæð­ing­ar­or­lofs­ins loks­ins framundan og vel við hæfi að á 20 ára afmæl­is­ári lag­anna fari fram heild­ar­end­ur­skoðun þeirra,“ segir Ásmundur Einar í til­kynn­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Einnig bætir ráð­herra við að sam­tal við sveit­ar­fé­lögin þurfi að eiga sér stað til að brúa bilið milli fæð­ing­ar­or­lofs og dag­vist­un­ar.

Meira úr sama flokkiInnlent