Óvissa um heilsufar Trump

Læknar Bandaríkjaforseta segja að honum sé að batna og sé hitalaus eftir að hafa greinst með COVID-19 fyrir tveimur dögum síðan. Aðrar heimildir segja að hann hafi þurft að fá súrefnisgjöf og að ástand hans hafi verið mjög varhugavert.

Donald Trump Bandaríkjaforseti
Donald Trump Bandaríkjaforseti
Auglýsing

Nokkuð ósam­ræmi er í fréttum um heilsu og líðan Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta eftir að hafa verið greindur með COVID-19 fyrir tveimur dögum síðan og lagður inn á sjúkra­hús í gær­kvöldi. For­set­inn segir sjálfur að honum líði vel og taka læknar hans undir þau orð. Hins vegar segja aðrir heim­ild­ar­menn að ástand hans síð­asta sól­ar­hring­inn hafi verið var­huga­vert og að hann hafi fengið súr­efn­is­gjöf áður en hann var lagður inn.

Associ­ated Press fjall­aði um frétta­til­kynn­ingu frá læknum Hvíta húss­ins um heilsu­far for­set­ans fyrr í dag. Trump greindi frá því sjálfur aðfara­nótt föstu­dags að hann hafi verið greindur með COVID-19, en lækn­arnir sögðu hann hafa sýnt ein­kenni veirunnar á fimmtu­dags­eft­ir­mið­degi. í gær­kvöldi var for­set­inn svo lagður inn á Walter Reed her­sjúkra­hús­ið.

Hins vegar bættu lækn­arnir við að Trump væri á bata­vegi og að honum liði vel núna. For­set­inn væri þó enn með hósta og stíflað nef, en ein­kenni hans væru væg­ari en áður. Hann hafi einnig verið hita­laus í sól­ar­hring.

Auglýsing

Aðspurður hvort for­set­inn hafi fengið súr­efn­is­gjöf sagði Sean Con­ley, einn lækn­anna að hann þurfi ekki á henni að halda núna, en forð­að­ist þó að svara hvort hann hafi fengið súr­efn­is­gjöf eftir að hafa verið greindur með veiruna.

Ónafn­greindur heim­ild­ar­maður Associ­ated Press sagði þó að Trump hafi fengið súr­efni í gær áður en hann var lagður inn á sjúkra­hús. Mark Mea­dows, aðstoð­ar­maður Trump, sagði einnig að heilsu­far hans í gær hafi verið „mjög var­huga­vert“ og að næstu tveir sól­ar­hringar myndu skera úr um hvort hann yrði lengur á sjúkra­hús­inu eða ekki.

Trump er sjálfur nógu hress fyrir Twitt­er, en hann þakk­aði starfs­fólki sjúkra­húss­ins fyrir störf sín í færslu á sam­fé­lags­miðl­inum fyrr í dag. Enn fremur bætti hann við að honum sé farið að líða vel með þeirra hjálp. Twitt­er-­færsl­una má sjá hér að neð­an. Trump sagði frá grein­ing­unni stuttu eftir að fjöl­miðlar komust að því að einn aðstoð­ar­manna hans, Hope Hicks, hafi greinst með jákvætt sýni fyrir kór­ónu­veirunn­i. 

Sam­kvæmt frétt Associ­ated Press hefur rík­is­stjórn Trump enn ekki gefið upp ýmsar upp­lýs­ingar varð­andi heilsu hans. Ekki er enn vitað nákvæm­lega hver ein­kenni for­set­ans eru eða hvaða mæl­ingar hafa verið teknar á hon­um. Einnig er þar getið að fjöl­miðlar upp­lýstu fyrst um smit Hicks, ekki Hvíta hús­ið. Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent