Donald Trump og Melania greinast með COVID-19

Forsetahjón Bandaríkjanna hafa greinst með kórónuveiruna. „Við munum komast í gegnum þetta saman,“ segir forsetinn.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og eiginkona hans, Melania Trump.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og eiginkona hans, Melania Trump.
Auglýsing

Don­ald Trump for­seti Banda­ríkj­anna hefur greinst með kór­ónu­veiruna en hann greindi frá þessu á Twitter rétt í þessu. Fyrr í nótt hafði hann opin­berað það að einn ráð­gjafi hans hefði greinst jákvæður fyrir veirunni og að Trump og eig­in­kona hans, Mel­ania Trump, hefðu farið í skimun í kjöl­far­ið.  Í tísti for­set­ans segir kemur fram að þau muni hefja ein­angrun hið snarasta. „Við munum kom­ast í gegnum þetta sam­an,“ skrifar hann. 

Auglýsing

Ekki liggur ljóst fyrir hvort eða hvernig þessar vend­ingar muni hafa áhrif á næstu kapp­ræður milli Trumps og Joe Bidens, for­­seta­efnis demó­krata, sem fyr­ir­hug­aðar eru 15. októ­ber næst­kom­andi í Miami í Flór­ída en fyrstu kapp­ræð­urnar fóru fram fyrr í þess­ari viku.  

Í minn­is­blaði til fjöl­miðla frá lækni for­set­ans, Sean Con­ley, kemur fram að for­seta­hjónin séu enn við góða heilsu. Hann seg­ist búast við því að for­set­inn haldi áfram störfum sínum án trufl­ana meðan hann er að ná sér.

Alls hafa meira en 207 þús­und manns lát­ist af völdum veirunnar í Banda­ríkj­unum og efna­hags­leg áhrif útbreiðslu hennar hafa verið gríð­ar­leg þar, líkt og ann­ars­stað­ar. Trump fékk nið­ur­stöð­una um að hann væri með COVID-19, eins og áður seg­ir, í kjöl­far þess að Hope Hicks, einn nán­asti ráð­gjafi hans, hafði sýkst af henni.

Hefur mán­uðum saman talað niður alvar­leika far­ald­urs­ins

Í frétt The New York Times af mál­inu segir að grein­ing Trump skapi óvissu um for­ystu lands­ins og stig­magni þá krísu sem standi yfir í land­inu vegna far­ald­urs­ins. 

Trump hefur mán­uðum saman talað niður alvar­leika far­ald­urs­ins sem nú geisar um heim all­an. Á hljóð­upp­tökum sem blaða­mað­ur­inn Bob Wood­ward gerði af sam­tölum sínum við Trump við vinnslu bók­ar­innar „Ra­ge“, og hann hefur birt opin­ber­lega, kom fram að for­set­inn hefði vitað frá því í upp­hafi far­ald­urs­ins hversu hættu­leg kóronu­veiran væri og að hún væri bráðsmit­andi. Á upp­tök­unni, sem er frá því í mars, sagð­ist Trump hins vegar hafa með­vitað talað niður þá hættu vegna þess að hann vildi ekki valda örvænt­ingu hjá banda­rísku þjóð­inni. Á meðal þess sem Trump sagði opin­ber­lega í vor var að veiran myndi hverfa þegar hlýna myndi í veðri.

Í kvöld­verði sem Trump var staddur í í gær var hann á svip­uðum nótum og sagði að enda­lok far­ald­urs­ins væri í aug­sýn.

Í frétt The New York Times segir að aðstoð­ar­menn for­set­ans sem rætt var við hafi ekki getað sagt hvort hvort hann væri með ein­hver veik­inda­ein­kenni, en að fólk sem starfi í Hvíta hús­inu hafi tekið eftir því að rödd Trump hafi hljó­mað hás í gær. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tvö smit af breska afbrigðinu
Síðustu daga hafa tveir greinst innanlands utan sóttkvíar með breska afbrigðið af COVID-19. Einn hinna smituðu fór á tónleika í Hörpu á föstudagskvöldið.
Kjarninn 7. mars 2021
Starfsmaður Landspítalans með COVID-19
Upp hefur komið COVID-19 smit á Landspítalanum. Starfsmaður greindist með veiruna, en samkvæmt aðstoðarmanni forstjóra Landspítalans hafði hann ekki verið í útlöndum nýlega.
Kjarninn 7. mars 2021
Ókláruðum íbúðum fækkar ört
Fjöldi ófullbúinna íbúða í síðustu viku var fjórðungi minni en á sama tíma árið á undan. Síðustu mælingar sýna að þeim hefur fækkað enn frekar frá áramótunum, en búist er við frekari samdrætti á næstunni.
Kjarninn 7. mars 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Risastórt rafíþróttamót og Twitter útibú
Kjarninn 7. mars 2021
Aflaverðmæti útgerða jókst milli ára þrátt fyrir heimsfaraldur
Aflaverðmæti þess sjávarfangs sem íslensk fiskiskip veiddu í fyrra er rúmum 20 milljörðum krónum meira en það var árið 2018. Útgerðir landsins hafa því heilt yfir farið vel út úr heimsfaraldri kórónuveiru.
Kjarninn 7. mars 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar
Segir Bjarna hafa viljað ráðið hver væri fulltrúi Viðreisnar í stjórn Íslandspósts
Formaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra hafi losað sig við fulltrúa flokksins úr stjórn Íslandspósts, sem hafi veitt fyrirtækinu aðhald, og sett undirmann sinn úr fjármálaráðuneytinu inn í staðinn.
Kjarninn 7. mars 2021
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Meira úr sama flokkiErlent