„Við erum ýmsu vön hér á hjara veraldar“

Forsætisráðherra segir að hvetja þurfi til einkafjárfestingar og að stjórnvöld muni tryggja með jákvæðum hvötum að kraftur hennar styðji við græna umbreytingu, kolefnishlutleysi og samdrátt gróðurhúsalofttegunda.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra hélt stefnu­ræðu á Alþingi í kvöld en þar sagði hún að fjár­mála­á­ætl­unin sem dreift var í dag sýndi stað­fastan vilja stjórn­valda til að verja þann árangur sem náðst hefði í upp­bygg­ingu heil­brigð­is- og vel­ferð­ar­kerfis og nýja sókn í mennt­un, rann­sóknum og nýsköp­un. 

Í fjár­fest­inga­átaki stjórn­valda væru fjöl­breyttar fjár­fest­ing­ar; sam­göngu­mann­virki, bygg­ing­ar, þekk­ing­ar­grein­ar, skap­andi greinar og grænar fjár­fest­ing­ar. Rík­is­sjóði yrði beitt af fullum þunga til að skapa við­spyrnu fyrir almenn­ing og atvinnu­líf í land­inu.

„Þetta verður græn við­spyrna. Hvetja þarf til einka­fjár­fest­ingar og stjórn­völd munu tryggja með jákvæðum hvötum að kraftur hennar styðji við græna umbreyt­ingu, kolefn­is­hlut­leysi og sam­drátt gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Einnig við hátækni og þekk­ing­ar­iðnað sem verður mik­il­væg stoð í efna­hags­lífi fram­tíð­ar. Þessi eru líka áherslu­at­riði stjórn­valda í nýjum mark­á­ætl­unum á sviði vís­inda og tækn­i,“ sagði hún enn frem­ur.

Auglýsing

2020 getur tæp­ast talist við­burða­lítið

For­sæt­is­ráð­herra hóf ræð­una með því að benda á að árið 2020 yrði tæp­ast talið við­burða­lítið í Íslands­sög­unni. „Óveð­ur, jarð­hrær­ing­ar, snjó­flóð og að lokum það smæsta en þó rúm­frekasta í lífi okkar allra – kór­ónu­veiran sjálf – orðin eins og þaul­sæt­inn ætt­ingi í ferm­ing­ar­veislu sem átti að vera lok­ið. Eins og Albert Camus orð­aði það í sinni frægu sögu, Plág­unni:

„Drep­sóttir og styrj­aldir koma fólk­inu ávallt jafn­mikið á óvart. Plágan fer út fyrir ímyndun manns­ins, menn segja því að hún sé óraun­veru­leg, vondur draumur sem líði hjá. En hún líður ekki ævin­lega hjá.“

Katrín sagði að þessi ganga ætl­aði að verða löng og ekki sæi alveg fyrir end­ann á henni. Það væri jafnan það sem gerði göngu­ferðir erf­iðar – að vita ekki alveg hve mikið væri eft­ir. „Eitt vitum við þó, þessu lýk­ur, og ég veit að okkur mun takast að færa líf okkar í betra horf.“

Framundan er tími end­ur­reisnar

Íslend­ingum hef­ur, að mati Katrín­ar, tek­ist að fást við far­ald­ur­inn án þess að þurfa að grípa til jafn harka­legra aðgerða og í flestum nágranna­lönd­un­um. Met­fjöldi hefði ferð­ast inn­an­lands í sumar og margir heim­sótt staði á land­inu sem þeir hefðu aldrei komið á áður – umræðu­efni kaffi­tím­ans á fjöl­mörgum vinnu­stöðum hefðu verið áfanga­staðir eins og Stuðla­gil og Græn­i-hrygg­ur, Stór­urð og Látra­bjarg.

„Margoft í þessum far­aldri hef ég verið stolt sem mann­eskja af því að til­heyra sam­fé­lagi þar sem leið­ar­stefið hefur verið að treysta hvert öðru og standa sam­an. Það gat aldrei orðið auð­velt að ganga í gegnum slíkan far­ald­ur, og við höfum ekki yfir­stigið alla erf­ið­leika. En það eru for­rétt­indi að búa í slíku sam­fé­lagi.

Þegar fyrsta smitið barst til Íslands ákváðu stjórn­völd að gera það sem þyrfti, og frekar meira en minna, til að koma sam­fé­lag­inu í gegnum þann mikla efna­hags­lega skell sem leiðir af far­aldr­in­um. Við gripum sam­stundis inn í með efna­hags­að­gerðum til að tryggja afkomu fólks og styðja við almenn­ing og atvinnu­líf í gegnum erf­iða tíma. Framundan er tími end­ur­reisnar þar sem við munum efla opin­bera fjár­fest­ingu, verja vel­ferð og beita til þess krafti rík­is­fjár­mál­anna,“ sagði hún.

Ánægju­legt að aðilar vinnu­mark­að­ar­ins sýndu þá ábyrgð að segja ekki upp samn­ingum

Þá telur Katrín Íslend­inga njóta þess að hafa búið í hag­inn. Hún sagði að staða þjóð­ar­bús­ins væri sterk, skuldir hefðu verið greiddar niður og Seðla­bank­inn réði yfir öfl­ugum gjald­eyr­is­vara­forða. Pen­inga­stefnan hefði skilað lægstu vöxtum lýð­veld­is­sög­unn­ar. Mikil sam­vinna stjórn­valda og aðila vinnu­mark­að­ar­ins um bætt sam­skipti á vinnu­mark­aði hefði skilað marg­vís­legum árangri, til að mynda stofnun nýs þjóð­hags­ráðs og kjara­töl­fræði­nefnd­ar.

Hún nefndi jafn­framt þær aðgerðir sem stjórn­völd kynntu í vik­unni. „Þar fara saman aðgerðir sem ætlað er að auka umsvif, fjölga störfum en stuðla um leið að grænni umbreyt­ingu og auk­inni fjöl­breytni í íslensku atvinnu­lífi. Það er ánægju­legt að aðilar vinnu­mark­að­ar­ins sýndu þá ábyrgð að segja ekki upp samn­ingum og halda frið­inn á vinnu­mark­aði. Þar með getum við sam­hent snúið okkur að stóru áskor­un­inni sem er að skapa störf og tryggja að atvinnu­leysi verði ekki langvar­andi böl í sam­fé­lagi okk­ar,“ sagði hún.

Sér­stak­lega þarf að huga að ólíkum afleið­ingum far­ald­urs­ins á karla og konur

„Þegar heims­sagan er skoðuð reyn­ast far­aldrar á borð við þann sem enn geisar iðu­lega valda auknum ójöfn­uði í heim­in­um. Þeim mun mik­il­væg­ara er að tryggja jöfnuð og félags­legt rétt­læti í þessum ham­för­um. Á þeirri braut erum við nú; rétt­lát­ara skatt­kerfi var lög­fest hér í fyrra og nú um ára­mót munu skattar lækka á tekju­lægri hópa. Við höfum ákveðið að lengja fæð­ing­ar­or­lof og í vetur mun Alþingi glíma við hvernig staðið skuli að skipt­ingu þess milli for­eldra,“ sagði Katrín.

Sér­stak­lega þyrfti að huga að ólíkum afleið­ingum far­ald­urs­ins á karla og konur en sjá mætti merki þess að heim­il­is­of­beldi hefði auk­ist um allan heim og þar væri Ísland engin und­an­tekn­ing. Þess vegna hefði ein af fyrstu aðgerðum rík­is­stjórn­ar­innar verið að styrkja Kvenna­at­hvarfið og ráð­ist hefði verið í mark­vissa vit­und­ar­vakn­ingu um þetta sam­fé­lags­mein.

„Til að auka jöfnuð höfum við eflt félags­lega hús­næð­is­kerfið og aukið mögu­leika tekju­lægri hópa á að eign­ast hús­næði. Í vetur munum við takast á við að bæta rétt­ar­stöðu leigj­enda og draga úr vægi verð­trygg­ingar í hús­næð­is­lána­kerf­inu. Við höfum dregið úr kostn­aði sjúk­linga í heil­brigð­is­kerf­inu og eflt þjón­ust­una, ekki síst á sviði geð­heil­brigð­is­mála. Við höfum stór­eflt heilsu­gæsl­una um land allt og hafið bygg­ingu nýs Land­spít­ala við Hring­braut. Alþingi sam­þykkti sér­stakar ráð­staf­anir til að koma til móts við tekju­lægri hópa aldr­aðra og við drógum úr skerð­ingum á greiðslum til örorku­líf­eyr­is­þega.

Framundan eru síðan stór verk­efni til að vinna gegn kenni­tölu­flakki og félags­legum und­ir­boð­um. Dregin verður varn­ar­lína um fjár­fest­ing­ar­banka­starf­semi í fjár­mála­kerf­inu. Frum­varp um laga­stoð gegn umsát­ursein­elti og end­ur­skoðuð jafn­rétt­islög verða lögð fram, eins ný ákvæði sem styrkja stöðu barna með ódæmi­gerð kynein­kenni í því skyni að efla enn lagaum­hverfið í þágu hinsegin fólks. Staða fylgd­ar­lausra barna á flótta verður end­ur­skoðuð sem og aðferða­fræði við hags­muna­mat barna sem hingað koma í leit að skjóli,“ sagði hún.

Vonar að þingið stand­ist prófið

Stjórn­ar­skráin bar á góma í ræðu for­sæt­is­ráð­herra en hún sagði að Alþingi fengi tæki­færi þennan vetur til að takast á við ýmis ákvæði í stjórn­ar­skrá, meðal ann­ars ákvæði um að auð­lindir sem ekki eru háðar einka­eign­ar­rétti yrði þjóð­ar­eign.

„Um þetta hefur verið deilt hér á Alþingi allt frá því snemma á sjö­unda ára­tug 20. ald­ar. Þing­menn úr ólíkum flokkum hafa tekið þetta mál upp og gert að sínu. Og nú fær Alþingi tæki­færi til að stíga þetta skref og setja slíkt ákvæði, skýrt og knappt, inn í stjórn­ar­skrá til að tryggja rétt­læti til fram­tíð­ar. Ásamt fleiri ákvæðum um umhverf­is- og nátt­úru­vernd, íslenska tungu og íslenskt tákn­mál, for­seta og fram­kvæmda­vald, þjóð­ar­at­kvæða­greiðslur og þjóð­ar­frum­kvæði. Alþingi getur ákveðið að nýta þetta tæki­færi til að sýna hvernig þessi sam­kunda tekst á við stór og mik­il­væg mál. Alþingi getur ákveðið að breyta stjórn­ar­skrá með skyn­sam­legum hætti með almanna­hags­muni að leið­ar­ljósi. 

Alþingi getur ákveðið að stand­ast þetta mik­il­væga próf og eiga efn­is­lega umræðu um þessi mál fremur en að fest­ast í hjól­förum lið­inna ára og ára­tuga. Við höfum nefni­lega frá­bært tæki­færi til að horfa til fram­tíðar og taka góðar ákvarð­anir fyrir kom­andi kyn­slóð­ir.“

Örlög hvers og eins skipta máli

Katrín sagði enn fremur að Íslend­ingar byggju í sterku sam­fé­lagi. Sam­fé­lagi þar sem örlög og saga allra væru sam­tvinnuð en þó væru örlög hvers og eins sér­stök. Og þó að hlut­verk stjórn­mála­manna væri fyrst og fremst að hugsa um sam­fé­lagið sem heild þá skipti máli að hugsa um örlög hvers og eins. Ákvarð­an­irnar sner­ust um heild­ar­hags­muni en áhrifa þeirra gætti hjá ein­stak­lingum sem hver fyrir sig eða með öðrum reyndu að fá það besta út úr líf­inu.

„Hugsið bara um unga parið sem sér núna fram á að geta varið meiri tíma með nýfæddu barni sínu af því að við sam­þykktum að lengja fæð­ing­ar­or­lof. Ungi pilt­ur­inn sem ég hitti um dag­inn sem hafði fæðst í lík­ama stúlku og var núna búinn að segja öllum frá því að hann væri drengur og leið vel með það af því að nú fjalla lögin ekki lengur um „kynátt­un­ar­vanda“ heldur sam­þykkti Alþingi lög um kyn­rænt sjálf­ræði.

Vís­inda­menn sem hafa þurft að berj­ast fyrir hverri krónu til að geta stundað rann­sóknir sínar en hafa nú betri mögu­leika á að sinna þekk­ing­ar­leit sinni, sam­fé­lag­inu öllu til hags­bóta, vegna þess að við höfum ákveðið að stór­auka fram­lög til grunn­rann­sókna og þró­un­ar. Frum­kvöðlar sem sjá mögu­leika á að nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækin þeirra geti vaxið enn frekar með bættum stuðn­ingi við nýsköpun því að Alþingi sam­þykkti hærri end­ur­greiðslur og Alþingi sam­þykkti nýsköp­un­ar­sjóð­inn Kríu. Tekju­lágt ungt fólk sem nú á færi til að kaupa sér eigið hús­næði með nýjum hlut­deild­ar­lán­um, af því að við hér inni sam­þykktum einmitt að skapa það færi.

Ábyrgð­ar­menn­irnir sem fengu bréf um að þeir væru ekki lengur ábyrgð­ar­menn á náms­lánum sem höfðu nagað þá árum og ára­tugum saman – því að Alþingi ákvað að afnema ábyrgðir á náms­lán­um. Öll þau sem hafa barist fyrir því að auka skiln­ing á mik­il­vægi ósnort­innar nátt­úru og sáu Detti­foss og alla hans félaga í Jök­ulsá á Fjöll­u­m frið­lýstan í takt við ákvörðun Alþingis um að skipa Jök­ulsá á Fjöllum í vernd­ar­flokk,“ sagði hún.

Ólíkar hug­myndir geta styrkt hver aðra eða kveikt nýjar

Þá benti Katrín á að allt sem ger­ist í Alþing­is­hús­inu snerti örlög fólks. „Og hlut­verk okkar allra er að gera sam­fé­lagið betra, fjöl­breytt­ara og jafn­ara þannig að fleiri fái notið sín, fleiri fái þroskað hæfi­leika sína og fleiri fái upp­fyllt drauma sína.

Nú eru kosn­ingar framundan á næsta ári og lesa má kunn­ug­lega spá­dóma um að allt muni nú leys­ast upp í karp um keis­ar­ans skegg. Allt verði hér und­ir­lagt í hefð­bundnum átökum um völd undir nei­kvæð­ustu for­merkjum stjórn­mála­á­taka. En gleymum því ekki heldur að á bak við átökin og skoð­ana­skiptin eru ólíkar stefnur og hug­mynd­ir. Þessar ólíku hug­myndir geta styrkt hver aðra eða kveikt nýj­ar. Hug­mynd­irnar eru það sem gerir sam­fé­lagið okkar að því sem það er. Á bak við átökin eru mann­eskjur með sann­fær­ingu og hug­sjónir sem hver og ein vill vinna að betra sam­fé­lagi. Og ég trúi því að okkur muni áfram lán­ast að vinna að því að gera sam­fé­lagið betra fyrir hvern og einn.

Þó að far­ald­ur­inn hafi reynst erf­iður þá er bjart framund­an. Við erum ýmsu vön hér á hjara ver­ald­ar. Við þekkjum það úr sög­unni að í íslensku sam­fé­lagi býr kynn­gi­kraftur og með þeim krafti munum við spyrna okkur sterk­lega frá botni. Þetta mun allt saman fara vel,“ sagði hún að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent