Játning Þórólfs: Er á „nippinu“ að herða aðgerðir

„Ég játa að ég er alveg á nippinu [að herða aðgerðir] og er búinn að vera þar lengi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, „og það þarf ekki mikið út af að bregða svo ég taki upp blaðið.“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

„Álagið hefur auk­ist mjög harka­lega síð­ustu tíu daga um svipað leyti og við erum að sjá far­ald­ur­inn blossa upp í meira mæli en fólk von­að­ist til,“ sagði Páll Matth­í­as­son, for­stjóri Land­spít­al­ans, á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag. Róð­ur­inn hefði þyngst nokkuð hratt og taka þyrfti í brems­una. Þrettán liggja nú á Land­spít­ala vegna COVID-19, þar af tveir á gjör­gæslu­deild. Tveir hafa því lagst inn á síð­ustu klukku­stundum „svo þetta er ákveðin hol­skefla“.Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sagði frá því á fundi dags­ins að hann hefði beðið stjórn­endur Land­spít­al­ans að svara þeirri spurn­ingu hvort að sjúkra­húsið gæti sinnt öllum COVID-­sjúkum miðað við svört­ustu spár. Hann greindi ekki frá því hver sú spá væri en benti á að vís­inda­fólk við Háskóla Íslands, sem gerir spálíkanið sem stuðst er við, muni fljót­lega birta sviðs­myndir um það álag sem gæti orðið á sjúkra­hús­um.Páll rakti styrk­leika spít­al­ans og sagði þá fjöl­marga. Þar væri komið á gott verk­lag, til staðar væri gríð­ar­lega öfl­ugt starfs­fólk sem byggi yfir nýrri og vax­andi þekk­ingu á því hvernig best er að sinna fólki með COVID-veik­indi. Hlífð­ar­bún­að­ur, lyf og önd­un­ar­vélar væru til stað­ar. En hins vegar væru áskor­anir það einnig. „Til að Land­spít­al­inn geti sinnt sínum sér­hæfðu verk­efnum þarf hann að geta útskrifað fólk sem ekki þarf lengur á þjón­ustu hans að halda hratt og vel,“ sagði Páll.

Auglýsing


Í vetur hafi viljað svo vel til að nýtt hjúkr­un­ar­heim­ili var opnað áður en hol­skefla inn­lagna vegna COVID skall á. „Um slíkt er ekki að ræða nú,“ sagði hann. Unnið er nú að því með „miklum hraði“ að leysa þennan frá­flæð­is­vanda undir stjórn heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins og með ráð­gjöf land­lækn­is­emb­ætt­is­ins. Páll hefur fulla trú á að það tak­ist.

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Mynd: Lögreglan„Hin áskor­unin fellst í mönn­un,“ sagði for­stjór­inn og tók sér­stak­lega fram mönnun á COVID-­göngu­deild­inni og á gjör­gæslu. „Ég vil koma með ákall til heil­brigð­is­starfs­fólks: Mál hafa þró­ast mjög hratt. Bylgjan núna er ekki minni  en í vet­ur. Við þurfum alla á dekk.“Ekki tíma­bært að herðaUm 560 eru nú með COVID-19 hér á landi og hefur veiran náð að stinga sér niður víða um land­ið. Þórólfur sagði það þó sitt mat að ekki væri tíma­bært að svo stöddu að herða aðgerð­ir. Til­hneig­ingin væri í þá átt að nýgrein­ingum væri að fækka þó að það gengi ekki eins hratt og von­ast var til. Hvort herða beri aðgerðir eður ei er í sífelldri end­ur­skoðun að hans sögn og dag­lega ræðir hann við margt fólk um stöð­una og að sitt sýnd­ist hverj­um. Hann liti ekki endi­lega svo á að verið væri að beita hann þrýst­ingi en hann hlust­aði á margar raddir og gerði svo upp hug sinn. Það er tvennt sem hann horfir helst til þegar meta á hvort herða skuli aðgerð­ir: Hver þróun far­ald­urs­ins er og hvernig heil­brigð­is­kerfið sé í stakk búið að takast á við álag­ið.„Far­ald­ur­inn hefur verið stöð­ugur og í hægri nið­ur­sveiflu ef eitt­hvað er,“ sagði hann. „Hann er ekki veld­is­vexti og á meðan svo er er ekki ástæða til harð­ari sam­fé­lags­legra aðgerða.“Ýmsar afleið­ing­ar, bæði heilsu­fars­legar og félags­leg­ar, gætu fylgt hörðum aðgerð­um. „Þetta snýst ekki bara um veiruna sjálfa,“ sagði hann. „Erum við að gera rétt eða rangt? Það verður bara að koma í ljós.“Mall­aði en tók svo á rásÞórólfur hefur oft­sinnis sagt að það taki tvær vikur að sjá árangur af hert­ari aðgerð­um. Á fundi dags­ins sagði hann svo að það væri alls ekk­ert víst að sam­bæri­legar aðgerðir og gripið var til í vetur myndu skila sama árangri og náð­ist þá. Bylgj­urnar væru um margt ólík­ar, t.d. að veiran hefði fyrst mallað í ein­hvern tíma en væri núna búin að taka á rás. Þó væri far­ald­ur­inn ekki í veld­is­vexti.En hins vegar þarf að mati sótt­varna­læknis að skoða málin gaum­gæfi­lega og ef kúrfan fer „í ranga átt“ þarf að end­ur­skoða málin með stjórn­völdum og þá hvort að grípa beri til harð­ari aðgerða. Það væri hins vegar erfitt fyrir alla – allt sam­fé­lag­ið. „Það er lík­legt að við munum þurfa að við­hafa þessar aðgerðir næstu mán­uði því það er ljóst að þessi veira er ekk­ert að fara.“Hópsmit eða bylgjur væru fram­tíðin sem við stæðum frammi fyr­ir. „Við eigum eftir að fá fleiri bylgj­ur, alveg örugg­lega, þangað til við fáum bólu­efni eða eitt­hvað annað ger­ist sem mun hægja á og virki­lega slökkva á þess­ari veiru. Ætlum við að gera það í hvert skipti sem við fáum ein­hvern topp að slökkva á öllu hérna inn­an­lands,“ spurði hann og hélt svo áfram: „Ég játa það að ég er alveg á nipp­inu [að grípa til harð­ari aðgerða] og er búinn að vera þar lengi og það þarf ekki mikið út af að bregða svo ég taki upp blaðið og sendi það áfram.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar
Sýn vill ekki upplýsa um hugsanlega kaupendur farsímainnviða
Fjarskiptafyrirtækið segir að trúnaður ríki yfir samningaviðræðum um kaup á óvirkum farsímainnviðum kerfisins en að frekari upplýsingar verði gefnar fljótlega.
Kjarninn 26. október 2020
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Arnar Gunnar Hilmarsson, háseti á Júlíusi Geirmundssyni, sagði frá aðbúnaðinum um borð í viðtali við RÚV.
Frásögn hásetans „alveg í takt“ við upplifun annarra háseta
Varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segist ekki vita hvað yfirvélstjóranum á Júlíusi Geirmundssyni gangi til með því að segja það „bull“ sem hásetarnir upplifðu um borð.
Kjarninn 26. október 2020
Framlag úr fortíðinni skipti sköpum í baráttunni fyrir nýrri stjórnarskrá
Stjórnarskrárfélagið safnaði nýverið yfir 43 þúsund undirskriftum þar sem Alþingi var hvatt til að klára samþykkt á nýju stjórnarskránni. Átakið vakti víða athygli og var mjög sýnilegt. Kjarninn hefur fengið aðgang að bókhaldi þess.
Kjarninn 26. október 2020
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent