Aldur Trumps og ofþyngd stórir áhættuþættir

Læknar benda á að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé í áhættuhópi þegar komi að hættu á alvarlegum veikindum af COVID-19, sjúkdómnum sem hann hefur oftsinnis reynt að gera lítið úr en hefur nú sjálfur greinst með.

Donald Trump er með COVID-19.
Donald Trump er með COVID-19.
Auglýsing

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti er ekki eini þjóð­ar­leið­tog­inn sem hefur greinst með COVID-19, sjúk­dóm­inn sem kór­ónu­veiran veld­ur. Leið­togar tveggja stórra og valda­mik­illa ríkja hafa einnig grein­st; Boris John­son for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands og Jair Bol­son­aro, for­seti Bras­il­íu. Allir þrír eiga þeir það sam­eig­in­legt að hafa verið gagn­rýndir harð­lega fyrir sein við­brögð sín við heims­far­aldr­inum þegar öllum var orðið ljóst að hann gæti orðið mjög skæð­ur.Í aðdrag­anda for­seta­kosn­inga í Banda­ríkj­unum er ekki óþekkt að ein­hver stór­mál komi upp á ell­eftu stundu. Stundum eru það mál sem vekja hneykslan og minnka til­trú almenn­ings á fram­bjóð­end­um. Dæmi um það er opin­berun tölvu­pósta Hill­ary Clinton rétt fyrir síð­ustu kosn­ingar árið 2016.Trump skrif­aði færslu á Twitter í nótt. Þó að færslur á þessum eft­ir­lætis miðli for­set­ans séu kall­aðar tíst – orði sem lýsir lág­væru hljóði fugla og músa – var hér stór­mál á ferð­inni sem gæti farið í sögu­bæk­urnar sem stór­kost­leg­asti leik­breytir allra tíma í bar­áttu um for­seta­stól Banda­ríkj­anna.Don­ald Trump er með COVID-19.

AuglýsingDon­ald Trump er með sjúk­dóm­inn sem dregið hefur yfir milljón manna til dauða frá því að hann kom upp fyrir um tíu mán­uð­um, þar af um 200 þús­und landa hans.Don­ald Trump er með sjúk­dóm­inn sem „Kína-veiran“ – eins og hann hefur ítrekað kallað kór­ónu­veiruna SAR­S-CoV-2 – veld­ur.Don­ald Trump er smit­aður af veirunni sem hann hefur gert lítið úr, sagt að myndi „hverfa“ en svo játað að hafa falið hætt­una vilj­andi fyrir þjóð sinni. Veirunni sem hann hefur neitað að verj­ast með því að bera grímu. Veirunni sem honum datt í hug að hægt væri að verj­ast með því að sprauta klór í sjúk­linga (sem hann sagði svo seinna að hefði verið grín). Veirunni sem hann sagði á einum fram­boðs­fundi að hefði „nán­ast engin áhrif“ á nokkurn mann. Veirunni sem hann gerði grín að í fyrstu kapp­ræð­unum í vik­unni með því að segja að Joe Biden vildi halda 200 feta fjar­lægð og bæri grímu „sem er sú stærsta sem ég hef nokkru sinni séð“.Og Don­ald Trump er smit­aður af veiru sem leggst einna verst á fólk eins og hann: Eldra fólk og þá sem eru of þung­ir.

Dán­ar­tíðni hækkar skarpt með aldriTrump er 74 ára. Rann­sóknir hafa sýnt að þó að dán­ar­tíðni í heild af völdum COVID-19 sé mögu­lega um 1,5 pró­sent þá hækkar áhættan á alvar­legum veik­indum og dauða með aldri. Í rann­sókn sem birt var í vís­inda­tíma­rit­inu Lancet í vor var nið­ur­staðan sú að dán­ar­tíðnin væri um 8,6 pró­sent hjá fólki yfir sjö­tugu. Einnig hefur komið í ljós að und­ir­liggj­andi hjarta- og æða­sjúk­dómar geta verið áhættu­þátt­ur.„Hann er í miklu meiri hættu á að deyja ef hann fær slæma lungna­bólg­u,“ hefur breska blaðið Guar­dian eftir Barry Dixon, gjör­gæslu­lækni í Mel­bo­ur­ne, sem bendir á að líkur á alvar­legri lungna­bólgu vegna COVID-19 hækki með aldri. Margir aðrir sam­ofnir þættir geta valdið alvar­legum veik­indum en að sögn Dixon eru lyk­ilá­hættu­þætt­irnir hjá for­set­anum þeir að hann er aldr­aður og að hann er of þung­ur.  Þeir sem grein­ast með COVID-19 fljót­lega eftir að þeir smit­ast af veirunni sýna oft væg ein­kenni í fyrstu. Veik­indin hafa til­hneig­ingu til versna um viku síð­ar. Það er því í annarri viku sem lungna­bólga getur farið að gera vart við sig.Boris John­son, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, bar sig vel fyrstu dag­ana eftir að hann sýkt­ist. Hann fór í ein­angrun á heim­ili sínu en hélt áfram að vinna. Smám saman mátti þó sjá, í hans dag­lega ávarpi til þjóð­ar­inn­ar, að honum versn­aði. Að end­ingu var hann fluttur á gjör­gæslu­deild.

Skoð­aðu vís­inda­lega stað­fest gögn, TrumpBent hefur verið á, m.a. af læknum hér á landi, að versnun ein­kenna getur verið nokkuð skyndi­leg. Heilsu fólks getur hrakað hratt á 1-2 sól­ar­hring­um.

Donald Trump hefur sagt að bóluefni komi mögulega fyrir kosningadaginn 3. nóvember. Það er ólíklegt og myndi ekki gagnast honum. Mynd: EPA

„Mitt fyrsta ráð væri að kanna alla und­ir­liggj­andi áhættu­þætti hjá hon­um, svo sem ástand lungna og hjarta,“ hefur Guar­dian eftir Peter Coll­i­gnon, pró­fessor í smit­sjúk­dóm­um. Hann segir ástæðu til að hafa áhyggjur af öllum sem veikj­ast af COVID-19 enda sjúk­dóm­ur­inn lífs­hættu­leg­ur. Út frá lík­am­legu ásig­komu­lagi for­set­ans verði svo að ákveða hvort hann verður í ein­angrun heima eða verði fluttur á sjúkra­hús. Líkt og fleiri sér­fræð­ingar bendir Coll­i­gnon á að fyrstu dag­ana gæti Trump verið við ágæta heilsu og þá sé jafn­vel ekki þörf á að leggja hann inn. En hann varar þó við því að eftir nokkra daga gætu ein­kennin versnað og þá verði að fylgj­ast vel með ástandi hans.Christine Jenk­ins, pró­fessor við lungna­deild Geor­ge-­stofn­un­ar­inn­ar, segir að Trump hafi talað um að lyfið hydroxychloroquine og að sprauta sjúk­linga með hrein­gern­ing­ar­efnum gæti gagn­ast gegn sjúk­dómn­um. „Það voru fals­frétt­ir,“ segir hún og bendir for­set­anum á að væn­legra til árang­urs sé að skoða þau vís­inda­lega stað­festu gögn sem væru þegar til um COVID-19 og með­ferð við hon­um.Jenk­ins segir að í fyrstu hafi dán­ar­tíðni þeirra sem lagðir voru inn á gjör­gæslu vegna COVID-19 verið mjög há. En með meiri þekk­ingu hafi hún lækkað umtals­vert og sé ekki svo slæm í dag – eins og hún orðar það við Guar­di­an. Hún bendir t.d. á að önd­un­ar­vélar séu ekki not­aðar jafn snemma í gjör­gæslu­með­ferð og í vetur þar sem vís­bend­ingar væru um að notkun þeirra gæti við vissar kring­um­stæður valdið meiri skaða fyrir sjúk­ling­inn. „Trump nýtur þess nú að lær­dómur hefur verið dreg­inn út frá vís­inda­legum rann­sóknum og gögn­um,“ segir hún.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Daimler, framleiðandi Mercedes Benz-bílanna, hefur fundið fyrir mikilli eftirspurnaraukningu frá Kína
Framleiðslugreinar ná sér aftur á strik
Minni framleiðslutakmarkanir og meiri einkaneysla í Kína virðist hafa leitt til þess að framleiðslufyrirtæki í Evrópu eru á svipuðu róli og í fyrra. Einnig má sjá viðspyrnu á Íslandi, ef horft er á vöruútflutning iðnaðarvara.
Kjarninn 22. október 2020
Sara Stef. Hildardóttir
Covid, opinn aðgangur og ekki-hringrásarhagkerfi
Kjarninn 22. október 2020
Ólga er innan bæjarstjórnarinnar í Hafnarfirði vegna málsins.
Vilja að Hafnfirðingar fái að segja hug sinn um fyrirhugaða sölu á HS Veitum
Meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar áformar sölu á 15,42 prósenta hlut í HS Veitum til HSV eignarhaldsfélags á um það bil 3,5 milljarða króna. Samtök í bænum eru tilbúin að reyna aftur að knýja fram íbúakosningu um málið.
Kjarninn 22. október 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Kolefnisgjaldið þyrfti að vera mun hærra til þess að bíta betur
Umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Miðflokksins tókust á um kolefnisgjöld á þingi í dag.
Kjarninn 22. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kúrfan áfram á niðurleið en „sigurinn er hvergi nærri í höfn“
„Allar tölur benda til þess að við séum raunverulega að sjá fækkun á tilfellum eins og staðan er núna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mögulega er hægt að hefja afléttingu aðgerða eftir 1-2 vikur.
Kjarninn 22. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna: „Haturstákn og sjónarmið verða ekki liðin innan lögreglunnar“
Dómsmálaráðherra segir „alveg skýrt“ að haturstákn og sjónarmið verði ekki liðin innan lögreglunnar, hvorki nú né framvegis.
Kjarninn 22. október 2020
Ellefu sóttu um stöðu framkvæmdastjóra á skrifstofu bankastjóra Seðlabankans
Seðlabankinn auglýsti nýverið lausar til umsóknar tvær nýjar stöður við bankann. Alls sóttu 22 um stöðurnar.
Kjarninn 22. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 24. þáttur: Murasaki Shikibu
Kjarninn 22. október 2020
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar