Aldur Trumps og ofþyngd stórir áhættuþættir

Læknar benda á að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé í áhættuhópi þegar komi að hættu á alvarlegum veikindum af COVID-19, sjúkdómnum sem hann hefur oftsinnis reynt að gera lítið úr en hefur nú sjálfur greinst með.

Donald Trump er með COVID-19.
Donald Trump er með COVID-19.
Auglýsing

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti er ekki eini þjóð­ar­leið­tog­inn sem hefur greinst með COVID-19, sjúk­dóm­inn sem kór­ónu­veiran veld­ur. Leið­togar tveggja stórra og valda­mik­illa ríkja hafa einnig grein­st; Boris John­son for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands og Jair Bol­son­aro, for­seti Bras­il­íu. Allir þrír eiga þeir það sam­eig­in­legt að hafa verið gagn­rýndir harð­lega fyrir sein við­brögð sín við heims­far­aldr­inum þegar öllum var orðið ljóst að hann gæti orðið mjög skæð­ur.Í aðdrag­anda for­seta­kosn­inga í Banda­ríkj­unum er ekki óþekkt að ein­hver stór­mál komi upp á ell­eftu stundu. Stundum eru það mál sem vekja hneykslan og minnka til­trú almenn­ings á fram­bjóð­end­um. Dæmi um það er opin­berun tölvu­pósta Hill­ary Clinton rétt fyrir síð­ustu kosn­ingar árið 2016.Trump skrif­aði færslu á Twitter í nótt. Þó að færslur á þessum eft­ir­lætis miðli for­set­ans séu kall­aðar tíst – orði sem lýsir lág­væru hljóði fugla og músa – var hér stór­mál á ferð­inni sem gæti farið í sögu­bæk­urnar sem stór­kost­leg­asti leik­breytir allra tíma í bar­áttu um for­seta­stól Banda­ríkj­anna.Don­ald Trump er með COVID-19.

AuglýsingDon­ald Trump er með sjúk­dóm­inn sem dregið hefur yfir milljón manna til dauða frá því að hann kom upp fyrir um tíu mán­uð­um, þar af um 200 þús­und landa hans.Don­ald Trump er með sjúk­dóm­inn sem „Kína-veiran“ – eins og hann hefur ítrekað kallað kór­ónu­veiruna SAR­S-CoV-2 – veld­ur.Don­ald Trump er smit­aður af veirunni sem hann hefur gert lítið úr, sagt að myndi „hverfa“ en svo játað að hafa falið hætt­una vilj­andi fyrir þjóð sinni. Veirunni sem hann hefur neitað að verj­ast með því að bera grímu. Veirunni sem honum datt í hug að hægt væri að verj­ast með því að sprauta klór í sjúk­linga (sem hann sagði svo seinna að hefði verið grín). Veirunni sem hann sagði á einum fram­boðs­fundi að hefði „nán­ast engin áhrif“ á nokkurn mann. Veirunni sem hann gerði grín að í fyrstu kapp­ræð­unum í vik­unni með því að segja að Joe Biden vildi halda 200 feta fjar­lægð og bæri grímu „sem er sú stærsta sem ég hef nokkru sinni séð“.Og Don­ald Trump er smit­aður af veiru sem leggst einna verst á fólk eins og hann: Eldra fólk og þá sem eru of þung­ir.

Dán­ar­tíðni hækkar skarpt með aldriTrump er 74 ára. Rann­sóknir hafa sýnt að þó að dán­ar­tíðni í heild af völdum COVID-19 sé mögu­lega um 1,5 pró­sent þá hækkar áhættan á alvar­legum veik­indum og dauða með aldri. Í rann­sókn sem birt var í vís­inda­tíma­rit­inu Lancet í vor var nið­ur­staðan sú að dán­ar­tíðnin væri um 8,6 pró­sent hjá fólki yfir sjö­tugu. Einnig hefur komið í ljós að und­ir­liggj­andi hjarta- og æða­sjúk­dómar geta verið áhættu­þátt­ur.„Hann er í miklu meiri hættu á að deyja ef hann fær slæma lungna­bólg­u,“ hefur breska blaðið Guar­dian eftir Barry Dixon, gjör­gæslu­lækni í Mel­bo­ur­ne, sem bendir á að líkur á alvar­legri lungna­bólgu vegna COVID-19 hækki með aldri. Margir aðrir sam­ofnir þættir geta valdið alvar­legum veik­indum en að sögn Dixon eru lyk­ilá­hættu­þætt­irnir hjá for­set­anum þeir að hann er aldr­aður og að hann er of þung­ur.  Þeir sem grein­ast með COVID-19 fljót­lega eftir að þeir smit­ast af veirunni sýna oft væg ein­kenni í fyrstu. Veik­indin hafa til­hneig­ingu til versna um viku síð­ar. Það er því í annarri viku sem lungna­bólga getur farið að gera vart við sig.Boris John­son, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, bar sig vel fyrstu dag­ana eftir að hann sýkt­ist. Hann fór í ein­angrun á heim­ili sínu en hélt áfram að vinna. Smám saman mátti þó sjá, í hans dag­lega ávarpi til þjóð­ar­inn­ar, að honum versn­aði. Að end­ingu var hann fluttur á gjör­gæslu­deild.

Skoð­aðu vís­inda­lega stað­fest gögn, TrumpBent hefur verið á, m.a. af læknum hér á landi, að versnun ein­kenna getur verið nokkuð skyndi­leg. Heilsu fólks getur hrakað hratt á 1-2 sól­ar­hring­um.

Donald Trump hefur sagt að bóluefni komi mögulega fyrir kosningadaginn 3. nóvember. Það er ólíklegt og myndi ekki gagnast honum. Mynd: EPA

„Mitt fyrsta ráð væri að kanna alla und­ir­liggj­andi áhættu­þætti hjá hon­um, svo sem ástand lungna og hjarta,“ hefur Guar­dian eftir Peter Coll­i­gnon, pró­fessor í smit­sjúk­dóm­um. Hann segir ástæðu til að hafa áhyggjur af öllum sem veikj­ast af COVID-19 enda sjúk­dóm­ur­inn lífs­hættu­leg­ur. Út frá lík­am­legu ásig­komu­lagi for­set­ans verði svo að ákveða hvort hann verður í ein­angrun heima eða verði fluttur á sjúkra­hús. Líkt og fleiri sér­fræð­ingar bendir Coll­i­gnon á að fyrstu dag­ana gæti Trump verið við ágæta heilsu og þá sé jafn­vel ekki þörf á að leggja hann inn. En hann varar þó við því að eftir nokkra daga gætu ein­kennin versnað og þá verði að fylgj­ast vel með ástandi hans.Christine Jenk­ins, pró­fessor við lungna­deild Geor­ge-­stofn­un­ar­inn­ar, segir að Trump hafi talað um að lyfið hydroxychloroquine og að sprauta sjúk­linga með hrein­gern­ing­ar­efnum gæti gagn­ast gegn sjúk­dómn­um. „Það voru fals­frétt­ir,“ segir hún og bendir for­set­anum á að væn­legra til árang­urs sé að skoða þau vís­inda­lega stað­festu gögn sem væru þegar til um COVID-19 og með­ferð við hon­um.Jenk­ins segir að í fyrstu hafi dán­ar­tíðni þeirra sem lagðir voru inn á gjör­gæslu vegna COVID-19 verið mjög há. En með meiri þekk­ingu hafi hún lækkað umtals­vert og sé ekki svo slæm í dag – eins og hún orðar það við Guar­di­an. Hún bendir t.d. á að önd­un­ar­vélar séu ekki not­aðar jafn snemma í gjör­gæslu­með­ferð og í vetur þar sem vís­bend­ingar væru um að notkun þeirra gæti við vissar kring­um­stæður valdið meiri skaða fyrir sjúk­ling­inn. „Trump nýtur þess nú að lær­dómur hefur verið dreg­inn út frá vís­inda­legum rann­sóknum og gögn­um,“ segir hún.Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Búa til vistvæn leikföng og vörur fyrir börn
Tveir Íslendingar í Noregi safna fyrir næstu framleiðslu á nýrri leikfangalínu á Karolina Fund.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar