Telur ný heildarlög um fæðingarorlof skerða frelsi fjölskyldna

Í aðsendri grein í Morgunblaðinu segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að nýtt frumvarp um fæðingarorlof feli í sér skerðingu á frelsi fjölskyldna. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir frumvarpið auka jafnrétti.

Vilhjálmur Árnason gagnrýndi nýtt frumvarp um fæðingarorlof í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun.
Vilhjálmur Árnason gagnrýndi nýtt frumvarp um fæðingarorlof í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun.
Auglýsing

Ný heild­ar­lög um fæð­ing­ar­or­lof mun skerða frelsi fjöl­skyldna að mati Vil­hjálms Árna­son­ar, þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks. „Með þessum til­lögum er búið að skerða frelsi fjöl­skyld­unnar algjör­lega og draga úr mögu­leikum hverrar fjöl­skyldu til að bregð­ast við aðstæðum hverju sinni svo hægt sé að mæta þörfum og hag barns­ins,“ ritar Vil­hjálmur í aðsendri grein sem birt­ist í Morg­un­blaði dags­ins í dag og ber yfir­skrift­ina Stöndum vörð um fæð­ing­ar­or­lofs­kerfið.Vil­hjálmur segir í grein sinni að fjöl­skyldur barna séu best til þess fallnar að meta hvað sé barni fyrir bestu. „Það er því með ólík­indum að starfs­hópur og í fram­haldi félags- og barna­mála­ráð­herra hafi kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að það sé barni fyrir bestu að þrengja tíma­bil töku fæð­ing­ar­or­lofs niður í 18 mán­uði, skipta mán­uðum jafnt á milli for­eldra, sex og sex mán­uði, og hafa aðeins einn mánuð af tólf fram­selj­an­legan á milli for­eldra, ritar Vil­hjálm­ur.Hann segir að dæmi frá hinum Norð­ur­lönd­unum sýni að þrengra fyr­ir­komu­lag bitni helst á tekju­lægri fjöl­skyld­um. Til­lög­urnar munu að hans mati ekki auka líkur á að barn fái fyrstu 12 mán­uði með for­eldri því að hætt sé við að hærra hlut­fall rétt­ind­anna falli niður ónýtt vegna þess hve margir mán­uðir eru bundnir á hvort for­eldri fyrir sig.

Auglýsing


Stefnt að jafnri skipt­ingu orlofs­réttar

Ný drög að heild­ar­lögum um fæð­ing­ar­or­lof var lagt fram í sam­ráðs­gátt stjórn­valda í vik­unni. Þar er lagt til að það tíma­bil sem for­eldrar hafa til að taka fæð­ing­ar­or­lof verði stytt úr tveimur árum í eitt og hálft ár.Þá er einnig ráð­gert að lengja fæð­ing­ar­or­lofið um tvo mán­uði, úr tíu mán­uðum í tólf, og að skipt­ing orlofs­mán­aða verði sem jöfn­ust. Í dag fær hvort for­eldri fjóra mán­uði í orlof auk þess sem for­eldrar hafa tvo mán­uði til að skipta á milli sín. Í nýju lög­unum fær hvort for­eldri sex mán­aða orlof en þeim gefst kostur á að færa einn orlofs­mánuð sín á milli.

Akið val­frelsi sé aft­ur­för í jafn­rétt­is­málum

Meðal þeirra sem fjallað hafa um frum­varpið á opin­berum vett­vangi er Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir, for­maður BSRB. Í færslu á Face­book síðu sinni fagnar Sonja Ýr nýju fram­varpi og telur það „löngu tíma­bært“ að fæð­ing­ar­or­lof verði skipt jafnar milli for­eldra. Hún segir að á Norð­ur­lönd­unum sýni reynslan að feður taki ein­göngu þann tíma sem eyrna­merktur er þeim og mæður rest.

Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB. Mynd: Bára Huld Beck.

„Þetta er meðal þeirra atriði sem hefur veru­leg áhrif á launa­mun kynj­anna og starfs­þró­un­ar­mögu­leika kvenna. Það verður ekki leyst ekki öðru­vísi en að stuðlað sé að jafn­ari ábyrgð mæðra og feðra á umönnun barna. Það mun líka hafa áhrif á þátt­töku feðra í upp­eldi barna til fram­tíð­ar, tengslum barna við feður sína, jafn­rétti á heim­ilum og vinnu­mark­aði og jafn­vel skiln­að­ar­tíðni ásamt vilja mæðra til að eign­ast fleiri börn,“ skrifar Sonja Ýr um áhrif breyt­ing­anna. Þá segir Sonja til­lög­urnar byggja á ítar­legri yfir­ferð rann­sókna, sam­ráði við sér­fræð­inga og mati á áhrif­um. Það sé því ekki hend­ing ein að lagt sé til þessi skipt­ing mán­aða. „Meiri sveigj­an­leiki eða val­frelsi myndi vera aft­ur­för í jafn­rétt­is­málum en líka varð­andi mögu­leika barna til að njóta umönn­unar föður í sama mæli og móður í fæð­ing­ar­or­lofi og til fram­tíð­ar. Hér hald­ast því í hendur hags­munir barna og for­eldra,“ segir Sonja.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Þetta er ekki bara harka og grimmd, heldur einnig heimska.
Leslistinn 26. október 2020
Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar
Sýn vill ekki upplýsa um hugsanlega kaupendur farsímainnviða
Fjarskiptafyrirtækið segir að trúnaður ríki yfir samningaviðræðum um kaup á óvirkum farsímainnviðum kerfisins en að frekari upplýsingar verði gefnar fljótlega.
Kjarninn 26. október 2020
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Arnar Gunnar Hilmarsson, háseti á Júlíusi Geirmundssyni, sagði frá aðbúnaðinum um borð í viðtali við RÚV.
Frásögn hásetans „alveg í takt“ við upplifun annarra háseta
Varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segist ekki vita hvað yfirvélstjóranum á Júlíusi Geirmundssyni gangi til með því að segja það „bull“ sem hásetarnir upplifðu um borð.
Kjarninn 26. október 2020
Framlag úr fortíðinni skipti sköpum í baráttunni fyrir nýrri stjórnarskrá
Stjórnarskrárfélagið safnaði nýverið yfir 43 þúsund undirskriftum þar sem Alþingi var hvatt til að klára samþykkt á nýju stjórnarskránni. Átakið vakti víða athygli og var mjög sýnilegt. Kjarninn hefur fengið aðgang að bókhaldi þess.
Kjarninn 26. október 2020
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent