Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla í útvarpsþættinum Sprengisandi í gær. Þar sagði hann allar ríkisstjórnir í heimi væru að fara metnaðarfullar leiðir til að skapa störf „nema ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar“.
Þegar Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi benti á að ríkisstjórnir væru vanalega kenndar við forsætisráðherra, í þessu tilviki Katrínu Jakobsdóttur, þá sagði Ágúst Ólafur: „„Við Willum [Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem var líka gestur þáttarins] þekkjum alveg hver stjórnar. Og það er ekki Katrín.“
Ágúst Ólafur var ásakaður um að sýna af sér kvenfyrirlitningu með orðum sínum. Á meðal þeirra sem það gerðu var Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sem skrifaði í stöðuuppfærslu á Twitter í morgun, þar sem hún hlekkjaði í þráð Líf Magneudóttur, borgarfulltrúa Vinstri grænna, um málið: „Botnlaus kvenfyrirlitning. Og ekki í fyrsta sinn.“
Á meðal þeirra sem tjáðu sig á þræði Lífar var Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sem skrifaði: „Úff þetta er bara ekki í lagi...
Í afsökunarbeiðni sinni, sem birtist á Facebook í morgun, sagði Ágúst Ólafur að hann hafi komist illa að orði og að honum þyki leitt að hafa sett orð sín fram með þeim hætti að hann gerði litið úr forystuhlutverki Katrínar Jakobsdóttur.
Ágúst Ólafur sagðist ekki hafa ætlað sér að gagnrýna eða draga í efa forystuhæfileika Katrínar sem hann beri mikla virðingu fyrir heldur hafi ætlunin verið að gagnrýna pólitík Sjálfstæðisflokksins, sem honum finnist ráða of miklu í áherslum þessarar ríkisstjórnar, sérstaklega í fjárlögum og fjármálaáætlun þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fer með málaflokkinn. „En að sjálfsögðu ber Katrín ábyrgð á þessari ríkisstjórn og þessum fjárlögum og því hefði ég viljað sjá meiri áherslu á félagshyggju og umhverfismál í þeim.“
Ég vil biðjast afsökunar á orðum mínum í Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Ég komst illa að orði og þykir leitt að...
Posted by Ágúst Ólafur Ágústsson on Monday, October 5, 2020